Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APBÍL 1971
13
Flótíafólk71
25. apríl
Merki söfnunarinnar.
— Flóttasöfnun
Framhald af bls. 5.
þeim viðtöku og annast taln-
ingu og vörzlu söfnunarfjár-
ins. Sér I^andsbsnVki'nn sSðan
um heildaruppgjör og send-
ingu peninganna til Flótta-
mannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Þegar baukarn-
ir hafa þannig gegnt hlut-
verki sínu, er hugmyndin sú
að gefa þá á barnaheimili
viðkomandi sveitarfélaga,
en þeir eru, eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd, tilvalið
leikfang.
Rétt er að taka það fram,
að hugsanlegt er, að fram-
haldssöfnun fari fram dag-
ana á eftir, verði mikil brögð
að því, að ekki náist í fólk
á heimilum þess á sunnudags
kvöldið.
Fióttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna bauð ný-
lega Eiði Guðnasyni frétta-
manni Sjönvarpsins að fara
til Afriku ásamt fréttamönn-
um frá hinum Norðurlöndun
um, í því skyni að kynna sér
ástandið þar af eigin raun.
Hefur Eiður þegar skýrt frá
reynsiu sinni í sjónvarpinu,
og kemur þar 1 ijós svo ekki
verður um villzt, að ekki hef
ur verið ofsögum sagt af
neyð fólksins. Mun Eiður
gera efni þessu enn frekari
skil næstu daga.
Til þess að vekja þjóðina
almennt til umhugsunar um
flóttamannavandamálið mun
einskis látið ófreistað fram
að söfnunardeginum. Hafa
fjölmiðlar heitið allri þeirri
aðstoð, sem þeir geta í té lát-
ið. Þá hefur verið gert
„plakat" með táknmynd
söfnunarinnar og er það
von Flóttamannaráðs, að
mynd þessi fái að hanga
uppi á almannafæri í fyrir-
tækjum og stofnunum lands-
ins síðustu vikuna fyrir söfn
unardaginn. Einnig hefur ver
ið gerður límmiði með tákn-
myndinni, sem ætlunin er að
dreifa meðal skólabarna nú
næstu daga. Munu sjálfboða
liðar dreifa límmiðum þess-
um meðal bifreiðaeigenda og
er sérstaklega heitið á leigu
bílstjóra og aðra, sem mikið
eru á ferðinni að lofa merki
þessu að vera á afturrúðu
bifreiða sinna fram að söfn-
unardeginum.
í dag kemur hingað til
lands Sadruddin Aga Khan
framkvæmdastjóri Flótta-
mannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Mun hann þá gera
grein fyrir ástandinu í dag
meðal hinna hrjáðu og skýra
frá áætlunum þeim, er verja
á söfnunarfénu til að fram-
kvæma.
1 Flóttamannaráði eiga
sæti: Heiðursforseti: Forsæt-
isráðherra, Jóhann Hafstein.
Formaður: Davið Scheving
Tliorsteinsson, Utanríkisráð-
herra, Emil Jónsson.
Biskupinn yfir íslandi,
herra Sigurbjöm Einarsson.
Fræðsiumálastjóri, Heigi
Elíasson. Ennfremur fulitrú-
ar eftirtalinna félaga og
jstofnana: Benedikt Gröndal
frá Vinnuveitendasambandi
íslands; Gisli Halldórsson
frá Iþróttasambandi íslands;
Guðmundur Alfreðsson frá
Herferð gegn hungri; dr.
Gimnar G. Schram frá Félagi
Sameinuðu þjóðanna; Hanni-
bal Valdimarsson frá Al-
þýðusambandi Islands; Jón
Kjartansson frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar; Pétur
Sveinbjarnarson frá Æsku-
lýðssambandi íslands; Pétur
Orri Þórðarson frá Banda
lagi íslenzkra skáta; Sigríð-
ur Thorlacius frá Kvenfé-
lagasambandi íslands; Sig-
urður Geirdal frá Ungmenna
félagi Islands.
Aðalritari ráðsins er
Eggert Ásgeirsson frá Rauða
krossi Islands.
Ráðið hefur skipað sér-
staka framkvæmdanefnd,
sem annazt hefur heildarund
irbúning söfnunarinnar fyrir
landið allt. Nefndina skipa:
Eggert Ásgeirsson frá Rauða
krossi Islands; séra Jón
Bjarman frá Herferð gegn
hungri; Sigurður Geirdal frá
Ungmennafélagi Islands;
Sigurður Magnússon frá
íþróttasambandi Islands;
Skúli Möller frá Æskulýðs-
sambandi Islands; Valdimar
Sæmundsson frá Hjálp-
arstofnun kirkjunnar. Fram-
kvæmdastjóri er Stefán
Hirst lögfræðingur.
(Frá Flóttamannaráði)
— íþróttir
Framhald af bls. 31.
1 úrslitaleiknum gerðist það, að
í hálfleik fóru KR-ingar í bað,
og tilkynntu að þeir myndu
ekki leika meira í það skiptið.
Þá hafði Valur forustu 21:6.
Ástæðuna fyrir þessu segja
þeir sjálfir vera, að leikurinn
hafi verið látinn hefjast fjórum
mín. fyrir auglýstan tíma, en þá
var þjálfari þeirra KR-inga
ekki mættur. KR-ingar telja
auk þessa fram fleiri atriði sem
þeir voru ekki ánægðir með, í
kæru sem þeir sendu inn til
KKl. strax að þessu loknu.
2. FLOKKUR KARLA
Þrjú lið voru í úrslitum, og
áttu þau að leika öll innbyrðis.
Aðeins einn leikur hefur farið
fram í úrslitum í þessum flokki,
KR sigraði HSK með 53 stigum
gegn 44. Þriðja liðið í úrslitun-
um, Þór frá Akureyri kemur suð
ur nú einhvern daginn, og þá
verður leikið til úrslita í þess-
um flokki.
2. FLOKKUR KVENNA
KR — Snæfell 13:12
Þór — Snæfell 20:3
KR og Þór kepptu því til úr-
slita, og var það mjög jöfn og
skemmtileg viðureign. í hálf-
leik hafði KR yfir 6:4, en Þórs-
stelpurnar tóku sig á í síðari
hálfleik, og sigruðu verðskuld-
að með 16:12.
Þá er íslandsmótinu i körfu-
knattleik lokið, aðeins á eftir
að leika tvo leiki í 2. fl. karla,
og verður það gert nú strax í
vikunni.
g.k.
DRCLECII
Séihæð á goðum stoð til sölu
4ra herbergja vei með farin íbúð í tveggja hæða steinhúsi,
harðviðarhurðir. Útb. um 1 milljón sem mætti skipta t tvennt,
eftirstöðvar eftir samkomulagi. Veðréttir lausir. Sími 18322.
hún
ER
SKSs
PHILIPS
.®
FULLKOMNASTA ÞVOTTAVÉL
SEMBODIN HEFUR VERIÐ
Á ÍSLANDI
PHILIPS CC 1000-
LítiS t. d. á þessa kosti:
■jfc- Vinduhraði 1000 snúningar á mínútu. Gerir nokkur betur?
16 mismunandi þvottakerfi — fyrir efni af öiiu tagi.
5 mismunandi hitastig ( 30°C, 40°, 50°, 60° og suða )
Skolar 5 sinnum úr ailt að 100 l af köldu vatni.
■jár Fullkomið ullarþvottakerfi — krypplar enga flík.
Þvottur látinn í að ofan - óþarft að bogra við hurð að framan.
Tekur allt að 5 kg af þurrum þvotti.
■^f 3 mismunandi hreyfingar á þvottakörfu:
Venjuleg efni: 10 sek. 5 hvíld 5 sek., 10 sek. j
Viðkvæm efni: 5 sek. 5 hvild 10 sek., 5 sék. ^
Ullarefni: 3 sek. 5 hvíld 27 sek., 3 sek.
Sæmd gæðamerki ullarframleiðenda.
■^- Breytið þvottakerfum að vild með einu handtaki.
Sérstakt þvotíakerfi til aukaskolunar og vindu.
Biokerfi af beztu gerð — fyrir öll kerfin — til að leggja
í bleyti við hárrétt hitastig í nægu vatni.
Á vélin að vinda eftir þvott? Þér ákveðið það með einum
hnappi. Gildir fyrir öli kerfin.
•jár Tengist bæði heitu og köidu vatni — sparar mikið rafmagn
og tíma.
-jHr Er á hjóium — rennið henni á rétta staðinn.
-Á Getð úr ryðfríum efnum einungis — tryggir endingu.
Ótrúlega fyrirferðarlítil — aðeins 85x63x54 sm.
Ársábyrgð!
Síðast en ekkj sízt: VERÐIÐ — lægra en þér haldiðl
HEIMILISTÆKI SF.
SÆTÚNI 8 - SÍMI 24000
HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455