Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 22

Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 Magnús Jónsson húsasmíðameistari Fæddur 18. febrúar 1893. Dáinn 8. apríl 1971. Magnús Jónsson, húsasmíða meistari, Lindargðtu 52, lézt 8. þ.m. á sjúkradeild Sólvangs I Hafnarfirði. Magnús Jónsson var fæddur á Litlu-Heiði í Mýrdal 18. febrú- ar 1893, og varð því fullra 78 ára gamall. Foreldrar Magnúsar voru merkishjónin Rannveig Ein arsdóttir, hreppstjóra á Strönd í Meðallandi og Jón Erynjólfs- son, sem var einn af hinum kunnu Heiðar-systkinum, en for eldrar þeirra voru Þorgerður Jónsdóttir yfirsetukona og Brynjólfur Guðmundsson. Þau bjuggu allan sinn búskap að Litlu-Heiði í Mýrdal og voru þau hjón mikilsmetin að verð- leikum. Að Magnúsi stóðu því eins þó lengra sé leitað, skaftfellskar kjamaættir. Árið 1893 flytja for eldrar Magnúsar, með soninn unga, að höfuðbólinu Höfðabrekku, í sömu sveit, sem þá var tvibýli. Með sérstökum dugnaði frumbýlinganna farnast heimilinu vel, enda jörðin góð, og mörg matarholan, gnægð af fíl í hömrunum og fjaran oft fengsæl. En ekki nýttist þetta án erfiðis. Höfðabrekkubærinn stóð þá uppi á háu fjalli, er þvi fagurt um að litast i góðu veðri, fagur viður fjallahringur, en dökkur sandur til suðurs og aust urs, sem báran, ýmist léttstíg og leikandi kyssir við svarta strönd ina eða hún veltur ógnandi og ögrandi með ægisogum yfir hana. Þetta var fyrsti sjónarhóll litla drengsins á Höfðabrekku, enda brást honum aldrei viðsýni og fegurðarskyn. Þarna lifir og starfar Magnús með foreldrum og systkinum, sem bætast i hópinn, til ársins t 3ystir min, Sveinfríður Pálsdóttir, lézt að Elliheimiiinu Grund þann 16. þ. m. Helgi Pálsson. t Hjartans þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Edvins Jóelssonar. Guð blessi ykkur öll. Vilhelmína Tómasdóttir, Oktavía Hrönn Edvinsdóttir, Kristinn Edvinsson, systkin og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- fðr Ingibjargar Benediktsdóttur. Vaidls Signrðardóttir, Benedikt Guðmundsson, Oddný Sigtryggsdóttir, Guðmtindur Kr. Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Karvel Ögmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn. 1907. Jón flytur þá með fjöl- skyldu sína til Víkur, sem þá var að byggjast. Búskapurinn hefur verið Jóni erfiður, þvi hann var bagaður i fæti, en dugn aðurinn var óvenjulegur. Þá er Magnús orðinn 15 ára gamall, bráðþroska til líkama og sálar. Ekki er Magnús lengi látinn troða sandinn í Vik, hann ræðst aftur að Höfðabrekku, og þá til Lofts Jónssonar, sem þá var orð inn bóndi þar. Hjá Lofti er Magnús að mestu til 17 ára ald- urs, nema hvað hann mun hafa stundað nám í Vik í unglinga- skóla tvo vetur. Þegar Magnús er 18 ára er hann kominn til Víkur aftur, allt leikur í lyndi, hinn bráðþroska og glæsilegi maður unir við margháttuð störf. En nú syrti í álinn. Magnús verður fyrir því óhappi að kviðslitna, þar sem hann var að störfum, litlu mun- aði að það yrði honum að bana. Guðmundur Guðfinnsson læknir á Stórólfshvoli gerði á honum uppskurð, með aðstoð Stefáns Gislasonar læknis 1 Vík, heima í stofu foreldra Magnúsar. Við þessar óvenjulegu aðstæður tókst að bjarga lífi hans. Ekki voru þjáningarnar þó á enda. Sjúkrabílar yoru þá ekki komn ir til sögunnar, og jafnvel engir bílar. Varð þvi að ráði að fá fjór hjóla hestvagn, sem Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra-Hofi átti, þar var búið um Magnús, mun hann hafa verið fluttur þannig á Landakotsspítala. Guðmundur Magnússon, hinn kunni læknir, tók nú við Magnúsi, en 9 mánuði tók að út- skrifa hann. Oft minntist Magnús þessa ágæta læknis með virðingu. Næstu árin dvaldist Magnús í Vik, störfin voru fjöl- breytileg, sjósókn, bjargsig, hey vinna o.fl. Á þessum árum kemur ung stúlka í Víkina austan úr Öræfa sveit, ungum mönnum varð star- sýnt á hana, hún var frjálsleg í framkomu og fögur, enda stund t Otför eiginkonu minnar, móð- ur, tengdamóður og ömmu, Málfríðar Einarsdóttur, Leifsgötu 8, fer fram frá FossvogSkirkju mánudaginn 19. apríl kl. 15. Þeir, semv ildu minnast henn- ar, iáti líknarstofnanir njóta þess. Gunnar Kristófersson, börn, tengdabörn _______og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ástríkrar eiginkonu minnar, Guðrúnar Jónsdóttur, Berghólum, Keflavík. Einnig til hjúkrunarfólks á sjúkrahúsinu í Keflavik. Guð blessi ykkur öll. Matthías Karlsson, börn og ættingjar. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför mannsins míns, sonar, föður og tengdaföður, Inga Guðmundssonar, Hólmgarði 9. Gyða Guðmundsdóttir, Júlíana Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn. um kölluð ÖræfaguUið, en hét réttu nafni Halldóra Ásmunds- dóttir. Fljótt tóku nú hugir þeirra Magnúsar og Halldóru að hneigjast saman, þau voru gefin saman í hjónaband 20 nóv. 1919. Talið var jafnræði með þeim hjónum, þau voru bæði stórglæsi leg. Frú Halldóra ólst upp hjá foreldrum sínum í Öræfasveit en þau eru af hinni kunnu Hlíð- arætt i Skaftártungu og Heiðar- ætt á Síðu. Þau hjónin bjuggu í Vík i 7 ár. Magnús vann þar við verzlunarstörf, smíðar, sjó- sókn o.fl. Árið 1926 flytja þau til Reykjavíkur og hafa átt hér heimili siðan. Aðalstarf Magnús ar, eftir að hann flutti hingað hafa verið húsasmíðar, hann var ágætur smiður, útsjónarsamur og vandvirkur, vann hann sér því traust viðskiptamanna sem starfs félaga. Magnús þáði í vöggu- gjöf fjölhæfar gáfur. Hann var ágætlega hagmælt- ur, mörg kvæða hans eru með snilldarbrag. Menntunar aflaði Magnús sér lengi fram eftir ævi, hann var ótrúlega vel að sér í tungumálum og auðgaði anda sinn á mörgum sviðum. Félagi var hann einn sá bezti, og á gleðistundum hrókur alls fagnað ar, en var þó undir niðri alvöru maður Þau Magnús og Halldóra eign uðust 4 börn, fyrsta barnið, sem var stúlka lézt á fyrsta ári, en 3 synir eru á lifi, allir eru þeir óvenju efnilegir menn. Elztur er Ásgeir lögfræðingur, forstjóri Samvinnutrygginga, hann er kvæntur Guðfinnu Ingvarsdótt- ur. Karl vélstjóri, verkstjóri hjá Isal, kvæntur Jóninu Jónsdóttur, og Jón Reynir, matvælafræðing ur, tæknilegur framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins, kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur. Hin siðari ár átti Magnús við vanheilsu að stríða. Hann varð að ganga undir erfiða uppskurði og var langdvölum á sjúkrahús- um, allt bar hann þetta með karl mennsku, unz yfir lauk. Ætið var Halldóra manni sín um sama styrka stoðin, kom þá fram sem fyrr, að gullið sem ungu mennirnir í Vík sáu forð- um, var ekki aðeins á yfirborð- inu. Ég þakka þér frændi minn fyr ir hinar mörgu ánægjustundir sem við áttum saman, þú varst ávallt veitandi. Ég votta ekkju Magnúsar, sonum þeirra og öllu venzlafólki samúð mína. Vilhjálmur Hallgrímsson. Fundum okkar Magnúsar Jóns sonar bar ekki að ráði saman fyrr en hér i Rvík. Hann hafði verið hvatamaður að stofnun Skaftfellingafél. hér í borg. Einn af stofnendum þess og í stjóm t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför, Þorkels Þorkelssonar, Brekkustig 11, Sandgerði. Guð blessi ykkur 511. Börn og barnabörn. um fjölda ára, eða allt til þess er heilsa hans bilaði. Þar stðrf- uðum við saman, eftir að ég kom þar við sögu, sem var að vísu löngu síðar. Ég á aðeins ljúfar minningar um samstarf okkar þar. Hann var áhugasamur, sí- virkur félagi. Enginn málskrafs maður, en fylgdi með þunga þeim málum er hann taldi til heilla horfa fyrir félagið. Ég minnist með þakklæti og gleði, hve hann í orði og verki studdi að framkvæmd þess verks sem lengst mun minnzt af því sem félagið hefur komið i verk. Heimildarkvikmyndarinnar „1 jöklanna skjóli“. Við það verk bjástruðum við löngum, ásamt öðrum. Hann var t.d. þátttakandi í tveimur myndum. Bóndi í bað- stofuþætti og formaður í sjó- vinnuþætti í Vík. Þessi hlut- verk leysti hann af hendi af mikilli nærfærni og skilningi. Enda held ég, að mjög heitur strengur i brjósti Magnúsar hafi átt rót í átthögunum. Hafinu, jörðinni, fjöllunum og fólkinu. Mun ekki sjónhringurinn frá Höfðabrekku og tviræð björgin við túnfótinn hafa markað sin spor? Eða þá þrotlaust gnauð brimöldunnar við svartan sand- inn I Vík, og þó oftar þungt og ógnandi. Uggir mig, sá tónn muni óma þeim, er elst upp við hann í æsku, lengur eða skemur, líklega alla leið til grafar. Mun sá sem við kveðjum i dag, ekki hafa meðtekið, að öðrum þræði víðsýni og glaðværðina a Höfða brekkuhlaðinu? Kjark og karl- mannslund í nábýli við svim- andi björgin? Og alvöruþrungann af vábóðans volduga nið við Vík ursand? Vel man ég og margan glett- inn brag og gáskafulla stöku er flaug um sveitina í þann tíð er Magnús var ungur maður í Vík. Víst var að hann átti í fórum sín um ríka kimnigáfu. Og skáld- hneigð var honum í blóð borin. Á hátíðafundum Skaftfellinga- félagsins orti Magnús oft kvæði. Þessum orðum vil ég ljúka með tveimur erindum úr ágætu kvæði, er hann orti, og flutt var á Skaftfellingamóti 20. febrúar 1936. „Hvar getur fegri fjallasýn? Frjógróðri skreyttar gullnar sveitir. Auga hvarvetna unað veitir, broshýra fagra byggðin min. Á milli berra svartra sanda, — sjáum vér jafnt til beggja handa’ grænlituð engi, gráin tún, glitofna hlíð að efstu brún. Bernskuminningin blíðust er bundin og okkar fögru draumar, þar sem að elfu striðir straumar líða um byggðir, leika sér. Þar sem að æskan átti vorið, elskað og virt er sérhvert sporið. Þaðan er fegurst mótuð mynd í minni. — Okkar gleðilind. — Svo þakka ég frænda mínum samveruna, samvinnuna og marg ar glaðar stundir. Ég veit líka að heitar þakkir fylgja honum frá því fólki, yngra og eldra, sem var honum samferða í Skaft fellingafélaginu. Hans trausta lífsförunaut Hall döru Ásmundsdóttur, votta ég samúð, svo og sonum þeirra og venzlafólki. Blessuð sé hans minning. J.P. í DAG verður til moldar borinn Magnús Jónsson, húsasmíða- meistari, sem andaðist í sjúkra- húsi eftir langvarandi vanheilsu og baráttu við það vald, sem all- ir verða að lokum að lúta. I þeirri raun átti hann til að bera fádæma hetjulund og kjark, því að meðan hann var ferðafær við erfiðar aðstæður, þá heyrðist hann aldrei kvarta og var ljúf- ara að ræða um annað en sjálf- an sig. Það var honum fjær skapi að æðrast jafn stórbrotinn í lund sem hann var. Eftirlifandi kona Magnúsar er Halldóra Ásmundsdóttir. Hefur hún verið honum frábær lífs- förunautur, glæsileg kona og mikil húsmóðir, sem virðist búa yfir fágætu starfsþreki. Barnalán hefur fylgt þeim hjónum, Magnúsi og Halldóru, og eiga þau þrjá efnilega syni, Ásgeir, forstjóra, Karl, vélstjóra, og Reynir, efnaverkfræðing. Af þessu má sjá, að allir eru þeir vel menntaðir og gegna ábyrgð- arstöðum í þjóðfélaginu. Allir eru þeir vel kvæntir og þeim hefur auðnazt að viðhalda og auka þá sterku stofna, sem þeir eru komnir af. Ég, sem þessi fáu kveðjuorð rita, hef átt þvi láni að fagna að Magnús og f jölskylda hans flutt- ust að Lindargötu 52 fyrir rúm- um tveimur og hálfum áratug. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mitt heimili að kynnast jafn ágætum nágrönnum, sem allt heimilisfólk Magnúsar og Hall- dóru hefur verið. Magnús var einn þeirra manna, sem flíkaði ekki hugsunum sínum né skoð- unum um of, en það duldist eng- um, sem þekkti hann, að skoð- anir hans væru fastmótaðar og yfirvegaðar. Þar fór saman að hann var þéttur á velli og þétt- ur í lund og eftir því var hand- takið. Ég kynntist þeirri ein- lægni og vináttu, sem því fylgdi, eftir því sem árin liðu. Magnús var mjög hæfur í sinni iðngrein og var vandvirkni hans við- brugðið og hugsunin var ekki síður þroskuð og fullmótuð en höndin sterk og lagvirk. Ekki duldist mér það, að Magnús hafði þráð langskólanám, en þess áttu of fáir hæfileikamenn kost á á uppvaxtarárum hans. Eitt er víst að ekki skorti hæfi- leikana. Á seinni árum, meðan heilsan leyfði, fékkst hann við fasteignamöt og var þar unnið af sömu vandvirkni sem ein- kenndi störf hans öll. Á heimili Magnúsar og Hall- dóru, sem er einstaklega hlýlegt, heíur ávallt rikt sérstakur and- blær, sem einkennir það bezta í fari aldamótakynslóðarinnar. Þar hefur ávallt verið gest- kvæmt, frændur og vinir margir, gestrisni og viðmót húsráðenda því aðlaðandi. Ánægjulegt var að njóta gleði- stunda með Magnúsi; hann naut sín vel i góðra vina hópi, fróður og skemmtilegur, hagmæltur vel, en fór dult með, höfðinglegur og minnti á fornar kempur með glæsileikann sér við hlið, sem ávallt hefur borið áskapaðan virðuleik. Slíkar minningar er gott að eiga. Því kveð ég með söknuði minn góða nágranna með einar saman Ijúfar myndir í huga. Að lokum sendum við hjónin frú Halldóru, sonum þeirra og öllum ástvinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Björgvin Frederiksen. Ný stafsetning- arorðabók ÚT ER komin hjá Ríkisútgáfu námsbóka þriðja útgáfa af Stafsetningarorðabók eftir Áma Þórðarson og Gunnar Guð- mundsson, aukin og endurskoð- uð. Bókin, sem er 208 blfl., er einkum ætluð barnaskólum, gagnfræðaskólum ^ og öðrum framhaldsskólum. í henni eru allmörg beygingardæmi, það eru orð, sem notuð eru sem dæmi um fjölmörg önnur orð, er beygjast á líkan hátt. í bók- inni er oft vísað til beygingar- dæmanna. Höfundar skýra sér- staklega í formála, hvernig nota skuli beygingardæmin. Flestar algengar sagnir í mið- mynd eru í bókinni og beygðar þannig, að fram koma beyging- armyndir, sem ritaðar eru með Z, og aðrar vandritaðar ending- ar. í bókinni eru milli 6 og 700 mannanöfn og sýndar af þeim ósamhljóða fallmyndir. Einnig eru þar yfir 900 vandrituð bæja- og staðanöfn. Alls munu vera í orðabók þessari um 12.000 orð auk beyginga þeirra. Prentun annaðist Litbrá hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.