Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 10
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON I nokkrum samtalsþáttum, sem fram fór»i í Stokkhólmi, var komið víða við, þótt árangurinn yrði að vonum mis- jafn. En þátttakendur voru afburða vel menntað fólk; sérfræðingar án þess að vera „fagidíótar" og umræðum þessum var haldið á mjög háu plani án þess að alit kafnaði í alvöru. Alva Myrdal, sem umræðunum stjórn aði, er vel kunn i sinu heimalandi og raunar víðar; stórgáfuð kona og hefur það ugglaust glatt hin göfugu rauð- sokkuhjörtu, hvað hún hafði örugg tök á hinum ólikustu viðfangsefnum. Það sést naumast á henni, að hana vantar aðejns eitt ár i sjötugt. Á uppvaxtar- árum hennar var menntunaraðstaða ólík þvi sem nú er orðið; hún tók á sín- um tíma stúdentspróf utanskóla, en lagði siðan stund á norræn mál, bók- menntasögu og trúarbragðasögu við há- skólann í Stokkhólmi. Siðar lauk hún kandídatsprófi í uppeldisfræði, hug- lægri heimspeki og geðlækningafræði. Auk þess lagði hún stund á réttarlækn- isfræði um tíma. Hún giftist Gunnari Myrdal, prófessor og ráðherra, en á löngum starfsferli hefur Alva Myrdal verið sendiherra lands síns í Indlandi, fulltrúi á afvopnunarráðstefnu í Genf, formaður þjóðfélagsmáladeildar hjá Sameinuðu þjóðunum og starfsmaður við þjóðfélagsvísindadeild í París. Hún er fágæt kona, skarpskyggn og áhuga- söm um allar hliðar mannlífsins. ★ Mikið regindjúp er niilli þessara um- ræðuþátta og svokallaðs skemmtiefnis, sem stundum berst frá Svíum. Af ein- hverjum ástæðum spælir það kollega okkar á Þjóðviljanum, ef fundið er að Svíum og sænsku sjónvarpsefni hér i blaðinu. Mér þykir fyrir því að þurfa enn að hryggja Svíavini; nýtt met hef- ur verið sett með gamlárskvöldsþætti kenndum við Bertil Taube. Stundum er talað um glæsilega úrkynjun. En því miður var ekki einu sinni því að heilsa. Sænsk úrkynjun er ekki einu sinni glæsileg og þaðan af síður skemmtileg. Þrúgandi leiði lá sem farg á þessu gamlárskvöldi; vísnasöngvaranum leidd- ist og balletdönsurunum leiddist, enda markmiðið trúlega þessi sænska nauð- syn að láta einhvern fækka fötum. Venjulega ber framúrstefna í sér lífs- kraft og gleði þess, er brýtur af sér ok. Hér var aftur á móti á ferðinni gömul og lífsþreytt framúrstefna. Vera má, að Svíar séu komnir það langt á þróunarbrautinni, að þeir séu almennt hættir að glápa á imbakassa á gamlárskvöld. Þá skiptir vitaskuld harla litlu máli, hvað sent er út. En mér er sem ég sæi framaní okkar fólk, ef íslenzka sjónvarpið leyfði sér að hafa annað eins á boðstólum á gamlárs- kvöld. ★ Frá Norðmönnum kom fljúgandi villi- önd Ibsens; eitt meginverk þessa norr- æna stórmeistara i leikbókmenntum. Sú sending var að öllu leyti góð og til- hlíðilegt spariefni til notkunar á pásk- um. Eins og raunar í öllum verkum sín- um, kafar Ibsen djúpt í mannlegt at- ferli og setur það undir smásjá, sem engu leynir. Mér virðist þungamiðjan i villiöndinni sú spurning, hvort ekki má of mikið af öllu gera, og þá einnig því, sem venjulega telst gott og fagurt sam- kvæmt almennri siðgæðisvitund. Það er talið til höfuðdyggða að segja sannleik- ann, en langt er síðan vitrir menn vissu, að oft má satt kyrrt liggja. Ibsen sýn- ir okkur, hvernig tiltölulega hamingju- söm fjölskylda er eyðilögð vegna þess að vinur húsbóndans þjáist af „réttlæt- iskomplex" og telur sér skylt að draga sannleikann miskunnarlaust fram í dagsljósið. Þetta er vitaskuld algerlega misskilin góðvild og verður til þess eins að svipta burt þeirri blekkingu, sem þessi fjölskylda hafði lifað góðu lífi á. Kjarni verksins birtist í einu tilsvari hins drykkfellda en glöggskyggna læknis: „Sviptu mann blekkingunni og þú tekur frá honum lífshamingjuna um leið.“ ★ Fyrir þann, sem ókunnugur er í Vest- mannaeyjum verður erfitt að dæma um, hvort kvikmynd Vilhjálms Knudsen ger- ir öllu því helzta skil, sem þar er að finna. Ef að líkum lætur, munu inn- fæddir benda á margt sem vanti og hefði fremur átt að koma en annað, sem flaut með. Burtséð frá slíkum sparða- tíningi kom þessi kvikmynd víða við og gaf talsvert ýtarlega mynd af staðn- um og fólkinu. Svo stórfenglegt sem náttúrufar er i Eyjum, ætla ég þó að mátt hefði ná öllu svipmeiri heildar- mynd. Þó voru einstaka tökur góðar; til dæmis af fjársmöluninni í Elliðaey og flutningum fjárins til og frá. Mikill fengur var að gömlu kvikmyndabútun- um þótt takan væri frumstæð og spaugilegt að sjá menn hreyfa sig eins og leikbrúður á þessum gömlu mynd- um. Sízt af öllu skal ég mæla bót, að texti sé flatneskjulegur, en öllu má ofgera líkt og sannleiksástinni í Villiönd Ib- sens. Texti Björns Th. Björnssonar var um of uppskrúfaður og getur stundum jaðrað við að verða broslegt, þegar hversdagslegum hlutum er lýst með svo há-dramatískum tilburðum. Slíkur texti getur fallið vel að myndum um örlaga- ríka og ógnvekjandi atburði líkt og Tyrkjaránið, en öðru máli gegnir, þeg- ar fjallað er um venjulega fiskvinnu eða fuglaveiðar. ★ Þættirnir um sögufræga andstæðinga hafa oftast verið fremur þunnir og þrátt fyrir myndefnið hefur jafnvel falizt í þeim lakari frásögn og upplýsing en hægt er að koma á framfæri í vel skrif- aðri blaðagrein. Hins vegar er alltaf forvitnilegt að sjá framaní þessa karla, kjörna fulltrúa eða einræðisherra, sem koma saman til að ráðskast með heim- inn. Að þvílíkt og annað eins skuli enn geta átt sér stað á tuttugustu öld: Tveir eða þrír stórvesírar setjast við hring- borð að búa mannkyninu örlög. Þeir hafa sigrað; nú þarf að skipta kökunni, finna upp járntjaldið og kalda stríðið og fremja valdsýningar með því að sprengja atóm. Myndin um þá Stalin og Truman á Podzdam-ráðstefnunni var álika gagns- lítil og ráðstefnan sjálf. Athyglisverðast var að sjá andstæðurnar: Annars vegar slóttugan svip Stalins og hins vegar vandræðaskapinn og öryggisleysið í fasi vesalings Trumans, sem hafði, eftir því sem hann sjálfur sagði, aldrei sótzt eft- ir opinberri stöðu. Nú hafði röð tilvilj- ana fleytt honum á sjálfan toppinn, þegar svo mikið lá við. Reynslulaus i refskák alþjóðlegra stjórnmála kom Truman til þessa fundar; venjulegur maður í venjulegum gráum jakkaföt- um. Og það var hann, þessi venjulegi maður, sem samþykkti að steikja tvær japanskar borgir kjarnorkueldi. Pétur Einarsson og Valgerður Dan í hlutverkum sínum í Mávinum. Mávurinn í Iðnó — frumsýning næsta þriðjudag LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum Býnir n.k. þriðjudag leikritið Mávinn eftir rússneska rithöf- undinn A. P. Chekhov, en hann er í röð fremstu rússnesku rit- höíflu/ndainmia á 19. öld. Mávurinn er 4. frumsýning vetrarina hjá Leikfélaginu, en þýðinguna gerði Pétur Thor- steinsson ráðuneytisstjóri. Þýddi hann Mávinn úr rússnesku árið 1947, en þá hafði hann verið liðlega þrjú ár í Moskvu. Leik- ritið þýddi hann þó hér heima á 4 vikum, þegar hann lá veik- 'Ur vegna bakkvilla. Leikstjóri Mávsins er Jón Sig- urbjörnsson, en leikmyndir og búninga gerði Ivan Török. Leik- arar eru Sigríður Hagalín, sem Arkadína, Pétur Einarsson, sem Konstantín, Brynjólfur Jóhann- esson, sem Zarin, Valgerður Dan, sem Nína, Þorsteinn Gunn ansson, sem Tricorin, Guðmund- ur Pálsson, sem Doran læknir, Margrét Ólafsdóttir, sem Pálína, Guðrún Ásmundsdóttir, sem Mashja, Borgar Garðarsson, sem kennarinn, Karl Guð- mundsson, sem Sjamarajev og auk framangreindra leika Sig- urður Karlsson, Gestur Gíslason og Arnhildur Jónsdóttir. Mávurinn er þriðja Chekhov- sýningin hjá LR. Sú fyrsta var Þrjár systur, en það verk var sýnt á 60 ára afmæli LR 1957 og önnur sýningin var Vanja frændi árið 1964. A. P. Chekhov samdi hundruð smásagna auk leikrita, sem þekkt eru um allan heim. Verk- um Chekhovs var fálega tekið í fyrstu, enda var gerð þeirra á margan hátt árás á ríkjandi túlkunarmáta, en allt síðan um aldamót hafa þau verið í hópi klassískra verka. Chekhov fæddist árið 1860, en hann dó 44 ára gamall. Á þessu leikári verða aðeins 5 sýningar á Mávinum og á meðan verða ekki sýningar á Þið munið hann Jörund, en Jör- undur fer aftur í gang á þessu leikári. — Thorkild Framhald af bls. 3 góðs, skrúfa sig upp I hræsn- ina. Seholten, landstjórinn sem leysti þrælana í lokin, beitti sér einmitt á móti hræsninni í þessu. Og hræsn- in á erfiðara uppdráttar, eí maður reynir að útskýra hvernig hún vinriur. — Yður grunaði ekki um- fang þrælaflutninganna, seg- ið þér. En grunaði yður um- fang þessa sagnfræðiverks eða skáldsögu — hvað sem þér viljið nefna það — þeg- ar þér hófuð það? — Nei, fyrst reiknaði ég með að það yrði ein bók. Síð an að þær yrðu tvær og það endaði með því að ég skrif- aði þrjár bækur í stað einn- ar. Og hvað þeirri athuga- semd viðvíkur, hvort það sé skáldsaga eða sagnfræðirit, þá hefi ég aldrei getað svar- að þvi. Ég held yfirleitt ekki að skáldsaga sé bara skáld- saga og sagnfræðirit bara sagnfræði. Ef við lítum á þá sagnfræði, sem skrifuð er í dag, þá sjáum við hve við höf undamir gerum þetta á gjör- ólíkan hátt. Hver maður verð- ur að skynja það sem hann finnur á sinn eigin máta. — Til að vinna þessi verk, fóruð þér á hvem einasta stað, sem kemur við sögu, bæði i Afríku og á eyjunum vestan hafs, funduð rústiraf dönskum virkjum, sem eng- inn vissi um, eltuð uppi söfn- um allar hugsanlegar heim- ildir. Var þetta nauðsynlegt, til að skrifa um efnið? — Já, alltaf er eitthvað það í raunveruleikanum, sem er betra en það sem býr í ímynd un manns. Ef sleppt væri að fara og sjá sjálfur þá mundi maður kannski missa af þessu litla atriði, — það þarf ekki að vera stórt — sem setur sanna blæinn á. Talið berst að útgáfu bók- anna og Thorkild Hansen upp lýsir að sú bókin, af þessum þremur, sem lengst hafi ver- ið á markaðinum, Þræla- ströndin, hafi selzt í 35 þús- und eintökum. En til dæmis Jens Munk hafi selzt í 114 þúsund eintökum, en húnhef ur verið þýdd á 10 eða 12 tungumál. — Já, ég frétti að verið væri að lesa hana í útvarp- ið hér í íslenzkri þýðingu, seg ir Thorkild Hansen. En ég hefi ekki heyrt orð um það frá ríkisútvarpinu ykkar. Mér var sagt það svona I frétt- um þegar ég kom hér. — Eruð þér að vinna að einhverju nýju? spyrja frétta menn. — Ég vinn alltaf. Ég safna efni og það tekur marga mán uði áður en það tekur á sig form. Og það er ég að gera núna. En maður á ekki að tala um böm I vöggunni. Ég get sagt það eitt, að það lík- ist ekki því sem ég hefi skrif- að hingað til. Þrælabækumar tóku mig fimm ár og mað- (pr breytist á fimm árum. Þegar þeim lauk var ég orð- inn annar maður en þegar ég byrjaði. Þess vegna hlýt ég nú að skrifa eitthvað, sem er allt öðru vísi. I>ó svaraði Thorkild Han- sen því alveg neitandi að efn- issöfnunin togaði sig norður á bóginn. En hann sagðist hlakka til að fara austur að Hlíðarenda í dag. — E.Pá. ÞBR ER EITTHURfl FVRIR RLIR Jllí>ir0illwl»W>ifo MYNDAMÓT HF. AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152 OFFSET-FILMUR OG PLÖTUR AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SIMI 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.