Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 Stuðla læknar að aukinni ávana- fíknilyf janeyzlu hérlendis ? EINS og öllum er kunnugt, er áfengi hinn eini löglegi vimu- gjafi hér á landi og geta allir, sem náð hafa 20 ára aldri, keypt það í áfengisverzlunum. Vandamál áfengisneyzlunnar þekkja allir landsmenn, en nú eru farnir að berast hingað nýir vímugjafar eins og cannabis og lysergie (LSD). Þá hefur notk- un róandi lyfja stóraukizt, svo og svefn- og örvandi lyfja. Allt eru þetta efni og lyf, sem fram- kalla mismunandi vímu eða ,rús‘ I sé þeirra neytt í óhófi eða ekki , samkvæmt læknisráðum. Ég leyfi mér því að ræða um i þessi lyf sem ávanalyf, enda þótt sterk verkdeyfandi lyf eins og ópíum, heróin, morphin, metha- idone, meperdine, petidin o.fl. séu fyrst og fremst talin til ávana- og fiknilyfja. Neyzla á eannabisefnum (has- ijis — marihuana — hamp) virð- ist hafa byrjað fyrst hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum að nokkru ráði. Nú er svo komið að þeir skipta hundruðum, menn og konur, sem nota þessi efni í nokkrum mæli, sérstaklega hér I á þéttbýlissvæðunum á Suðvest- i urlandi. Stór hópur notar þessi i efni að staðaldri, en sennilega hafa yfir þúsund manns að ein- hverju leyti reynt efnin í neyzlu- formi. Notkun cannabis fer hraðvax- andi hér á landi sem annars stað- ar í hinum vestræna heimi og verður sú þróun ekki stöðvuð nema með mjög samstilltu og ábyrgu átaki stjórnvalda. Þetta er vandamál, sem ekki verður leyst með óskipulögðum eða seinvirkum aðgerðum, eins og oftast hefur einkennt fram- kvæmd þessara mála hingað til. Fljótvirkar og afgerandi ákvarð- anir verða að koma til strax, því Zoéga nafnið hefur nú verið tengt ferðamálum á íslandi í heila öld. Að þeirri reynzlu býr ferðaþjónusta Zoéga í dag. Húnerung í anda, fersk og hugmyndarík. Við bjóðum yður ferðir jafnt til fjölsóttra staða sem lítt þekktra, innan lands og utan. Við tryggjum yður góðan aðbúnað bæði á leiðinni og i áfanga Hún er virt Spurningin um hvort þér séuð á vegum áreiðanlegrar ferða- skrifstofu, sem standi við sínar skuldbindingar skýtur ekki upp kollinum. Slíkt er löngu hafið yfir allan efa. Öld aöbaki og enn ung 7 Húnerauöug I af reynzlu heillar aldar. Viðskipta- I sambönd okkar erlendis hafa | staðið í allt að 100 ár. Við vitum | af reynzlunni hvaða þjónustuupp- lýsingar eru áreiðanlegar. Hverjum sé treystandi til að veita yður 1 þá þjónustu sem þér óskið. HúneryÖar ef þér óskið. Við höfum góða aðstöðu til að taka vel á móti yður nú, eftir stækkun húsnæðisins í Hafnarstræti 5. Gjörið svo vel. Komið og veljið yðar ferð hjá okkur. þér fáió yóar feró hjáokkur hringiö í síma 25544 FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTl 5 P KRIST.JÁN Pótnrsson, höf- undur þcssarar greinar, starfar nú, ásanit fleiri að- iluni, að fíkniefna- og fíkni- iyfjarannsóknum á veg- um dónisniáiaráðuneytisins. Hann hefur farið hæði til Bandarikjanna og nokkurra Evrópulanda til að kynna sér þessi málefni þar. að þessum málum getur enginn ábyrgur aðili slegið á frest. Neyzlu á lysergic (LSD) hefur einnig nokkuð orðið vart hér á landi, en notkun þess virðist vera, enn sem komið er, hend- ingum háð. Um notkun örvandi lyfja, róandi- og svefnlyfja, vil ég taka fram eftirfarandi: Eins og mörgum mun kunn- ugt eru örvandi lyf mikið mis- notuð með samneyzlu við áfengi. Hér á ég aðallega við ampheta- mine, ritalin, dexamphetamine, hydon asa, dobesin, mirapront og preludin. Þessi örvandi lyf eru öll, að undanteknu preludin, gefin út samkvæmt lyfseðlum lækna og virðist stundum ekkert til sparað, enda þótt viðkomandi læknum hljóti að vera ljóst, að um misnotkun lyfjanna sé að ræða, þegar móttakendur eru af- gerandi áfengissjúklingar eða taugasjúklingar og oftast að sjálfsögðu hvort tveggja. Slíkuni sjúklinguni liafa sumir læknar ávísað vikulega 50—80 töflum af dexaniphetamine, 40— 60 töfluni af mebiiinaluni (svefn- lyf) og 50 töflum af róandi lyfj- um. Vitað er nm enn stærri lyf jagjafir, en að framan greinir. Mig langar að spyrja viðkom- andi lækna, hvernig þeir réttlæti það að ávisa svo miklu lyfja- magni? Ennfremur er augljóst, að sumir læknar ávísa saman ávanalyfjum, eins og svefnlyfj- um, róandi lyfjum og örvandi lyfjum á þann veg, að engin skynsemi getur réttlætt slika út- gáfu. Ég skora á viðkomandi lækna að skýra frá viðhorfum sínum í þessum efnum og þann- ig koma í veg fyrir að heiðar- legir læknar liggi undir óverð- skuiduðum grun. Þá virðast þvi lítil takmörk sett hvað sjúklingar geta orðið sér úti um af slíkum lyfjum. Þeir geta einfaldlega farið á milli lækna og fengið ávísað 30— 50 töflum af fyrrgreindum lyfj- um frá hverjum lækni og þannig náð sér í hundruð taflna og hylkja á mjög skömmum tíma. Ekki hef ég heyrt um neina skipulagsbreytingu af hendi heil- brigðisráðuneytisins í þessum etnum. Það er talin misnotkun lyfja ef þau eru notuð umfram lækn- ingalega nauðsyn. Læknum ber þvi að sjálfsögðu skylda til að ávísa einungis lyfjum vegna lækningalegra þarfa sjúklinga sinna. Læknar verða þvi að sýna fyllstu varúð og aðgætni, þegar þeir ávísa lyfjum, sem geta vald- ið ávana og fikn. Á þessu virðist hafa orðið verulegur misbrestur hjá sum- um læknum, sérstaklega er varð- ar ávísun á róandi lyf, örvandi- og svefnlyf. 1 sumum tilfellum virðist beinlínis vera um vítavert gáleysi að ræða af þeirra hálfu, en hér á ég aðallega við ávísun á framangreindum lyfjum til áfengissjúkra og taugaveiklaðra manna. Oftast fara slíkir sjúkl- ingar ekkert eftir læknisráðum nm inntökur slíkra lyfja, enda er takmark þeirra og ætlun að framkalla vírnu en lækningin algjört aukatriði. Þetta hljóta viðkomandi læknar að vita og því verður ekki skilið það gá- leysi, sem sumir þeirra viðhafa í þessum efnum. 1 fjöli-ituðu handriti, sem var j útgefið af dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu 1970, segir m.a.: „Ávani i róandi lyf og svefnlyí stafar í flestum tilfellum einmitt af því, að læknar hafa ávísað sjúklingum, sem þjást af svefn- leysi, óra- eða óttakennd eða öðr- um svipuðum kvillum, slíkum lyfjum um of í þeirri von, að geta bætt eða bægt frá þessum kvillum. Þessi lyf eru því stund- um gefin samfleytt vikum eða mánuðum saman. Slikt er þó yf- irleitt til lítils gagns nema lækn- irinn reyni samtímis að leysa vandamál sjúklingsins með við- tölum, áminningum eða félags- legum ráðleggingum. Lyfin ein fjarlægja í þessu tilliti fremur sjúkdómseinkennin en sjúkdóm- inn sjálfan. Miklu máli skiptir, að læknar geri sér þetta atriði ljóst." Viðurkennt er erlendis, að notkun þessara lyfja er oft und- anfari neyzlu sterkari efna og lyfja og þess vegna getur auð- veldlega þessi gáleysislega með- ferð orðið til þess, að stórauka fjölda ávana- og fíknilyfjaneit- enda. Ég tel, að ekki verði hjá þvl komizt að kannað verði hvernig ákveðnir læknar ávísa framan- greindum lyfjum og þannig verði reynt að staðreyna, hvort þeir stuðli óeðlilega mikið að ávana- og fiknilyfjaneyzlu. Ég vona, að þessi stutta grein megi verða til þess, að vekja al- menning til frekari umhugsunar um þessi vandamál og umfram allt að flestir verði virkir þátt- takendur í baráttunni gegn þess- um vágesti. Þessi grein er alls ekki ætluð til að kasta neinni rýrð á starf- semi læknastéttarinnar í heild, heldur aðeins viðvörun til ákveð- inna lækna, sem virðast hafa gleymt eða farið á mis við sitt mikilvæga hhitverk. Kristján Pétursson, Stóragerði 5, Reykjavík. Súdönsk sendinefnd SÚDAN nmn senda „háttsetta" sendinefnd í þriggja vikna ferða lag til Norðurlanda i því skyni að vinna gegn áróðursskrifum, sem þar er dreift af aðskiinaðar- hreyfingn tippreisnarmanna í Suður-Súdan." Það er Bolin Al- er, upplýsingaráðherra, sem verður formaður sendinefndar- mnar, en hún á að fara til Sví- þjóðar, Noregs og Danmerkur og halda fundi með fréttamönn- um í höfuðborgum þessara landa. Nafn ráðhcrrans þykir benda til þess, að hann sé sjálfur frá Suð- ur-Súdan. Þá á sendinefndin einnig að ræða við stjórnmálaleiðtoga til þess að „útskýra stefnu Súdan- stjórnar varðandi lausn vanda- mála Suður-Súdans." Landprófskennsla í Málaskóla Halldórs NÚ, eins og undanfarin þrjú ár, gengst Málaskóli Halldórs Þor- steinssonar fyrir námskeiði í þyngstu landsprófsgreinunum, það er að segja í íslenzkri mál- fræði, stafsetningu og setning- arfræði, eðlisfræði, stærðfræði, bæði þeirri eldri og nýju (þ.e. mengi), ensku óg dönsku. Námskeiðin hófust 16. þ.m. og þeim lýkur 24. maí, eða dag-1 inn fyrir dönskuprófið. Fyrst verður kennsla í eðlisfræði, sið- an tekur islenzkan við og svo koll af kolli. Tilhögun kennslunnar er I eíns miklu samræmi við próf- töfluna og frekast er unnt. Þá verður fjöldi nemenda i hverj- um flokki takmarkaður til þess að sem beztur árangur náist. í Kennsluna annast reyndir kenn- | arar hver á sínu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.