Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 24
24
MORGUNELAB3Ð, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971
TRÚBROT
skemmtir í kvöld.
STAPI.
FELAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
KÓPAVOGUR — KÓPAVOGUR
KÓPAVOGSBÚAR
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf-
stæðishúsinu f Kópavogi.
Axel Jónsson iaugardaginn 17. þ.m. kl. 10—12.
Ásthildur Pétursdóttir laugardaginn 24. þ.m.
Eggert Steinsen laugardaginn 8. maí,
Sigurður Helgason laugardaginn 15. maf.
TÝR félag ungra Sjálfstæðismanna
í Kópavogí.
SELTJARNARNES
Umræðu- og spilakvöld í NÝJA FÉLAGSHEIMILINU mánu-
dagskvöld 19. aprfl kl. 8.30.
Dagskrá:
1. ODDUR ÓLAFSSON, læknir annar
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi í kosningun-
um 13. júní, talar um HEILLBRIGÐIS-
OG FÉLAGSMÁL.
2. Félagsvist — góð kvöldverðlaun.
Mætið vel og stundvíslega.
Sjálfstæðisfélag Seltiminga.
Kópavogur Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi heldur félagsfund,
mánudaginn 19. aprfl n.k. kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu, Borg-
arholtsbraut 6.
Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á landsfund.
2. Önnur máL
STJÓRNIN.
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur
Hveragerði
heldur almennan fund þriðjudaginn 20. aprfl kl. 21 í Hótel
Hveragerði.
Geir Hallgrhnsson borgarstjórí ræðir um
STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ I LOK KJÖR-
TÍMABILSINS og svarar fyrirspurnum.
STJÓRNIN.
Laugarnar við hælið.
— Heilsubrunnar
Framhald af bls. 20.
ir henni eða honum, og svarað
er, að viðkomandi sé í Syndinni.
í minningar-herbergi Jónasar
Kristjánssonar iæknis er geymt
bókasafn hans, er hann gaf
hælinu eftir sinn dag. Safnið
hefur að geyma mörg góð verk,
innlendra og erlendra höfunda.
Á bökkum Varmár, aust-
an Hveragerðis-þorps hófst
bygging Heilsuhælis NLFÍ árið
1953. Félagið hafði fengið þama
18 ha lands á hentugum og fögr-
um stað. Fyrsta álma hússins,
með 40 rúmum, ásamt eldhúsi,
matsal og öðru tilheyrandi, var
opnuð og tekin í notkun þann
24. júlí 1955. Nú eru íbúðar-
álmumar orðnar þrjár með 120
rúmum, svo og tengiálmum, þar
sem margs konar starfsemi fer
fram og fyrr hefur verið getið.
Húsið er ailt á jarðhæð. Um
ílatarmál hússins veit ég ekki,
en samanlögð lengd álmanna er
um 1/2 km.
Sunnanvert við hælið hafa
verið byggðar íhúðir fyrir starfs
fólk hælisins, 15 fullkomn-
ar fjölskylduíbúðir, og 18 fyrir
einstæða.
í>rotlau.st er haldið áfram að
byggja, svo sem þörf krefur. Nú
er verið að reisa mikinn sam-
komusal, er á að leysa matsal-
inn aí hólmi fyrir samkomur,
sem hvort tveggja er fulllítill
til slíkra hluta, og hins vegar
hefur það valdið nokkrum
óþægindum. 1 þessum nýja sal
mun verða rými fyrir um 200
manns. Þ>á er ætiað að reisa
fleiri starfsmannahús.
í hvarnminum við Varmá á
hælið 1000 ferm. gróðurhús. 1
gróðurhúsunum og i námunda
I KVOLD FRÁ KL. 9—2.
við þau, er ræktað nær aBt
grænmeti er hælið þarfnast.
Á miJli húsálmanna og fram-
undan aðaldyrum hússins eru
blómareitir og trjáreinar. -—
Brjóstlíkneski af Jónasi
Kristjánssyni lækni stendur á
stalli, á grasflöt norður frá að-
aidyrum hússins. I mynd stytt-
unnar horfir iæknirinn að óska-
barni sínu, hælinu, sem er fyrsti
sýnilegi ávöxtur hugsjóna-
baráttu hans íyrir hreysti og
veJferð einstaklinganna og sam-
félagsins, sem alltaf hlýtur að
verða samslungið. Styttan á að
minna stjómendur hælisins og
alla, sem þar njóta vistar, á að
fáni, er hafinn var að húni, þeg-
ar hælið var vígt, skuli ætið
blakta fyrir blæ hugsjónarinnar
um gróanda og vemdun lífsins.
Ég þóttist þegar sjá með mínu
gests auga, að hælinu væri vel
stjómað, nánari kynning stað-
festi að svo væri. Yfirlæknir-
inn, framkvæmdarstjórinn, mat-
ráðskonan, hjúkrunarliðið og
allt annað starfsfólk hælisins,
i vinnur samstillt og einhuga
undir fána hugsjónarinnar, er
fyrr var nefnd. Enginn möglar
út af vinnuálagi, þótt mikið sé,
og störfin eru ijúfiega fram-
Itvæmd, ekki vegna Jaunanna
einvörðungu, heldur takmarks-
! ins.
„Ár skal rísa“. í endurhæf-
inga-deildunum hefst starfið ki.
7 árdegis, stundvíslega. Gömul
regla og góð, ætti að vera við-
höfð á hverjum þeim stað, sem
starfað er. t>á mundi margt bet-
| ur fara á landi hér.
Ámi Ásbjamarson, sem hef-
ur verið framkvæmdasljóri
hælisins frá 1958, tjáði mér, að
ekki væri hyggilegt að stækka
þetta hús, en hins vegar aðsókn
svo mikil að æskilegt væri að
byggja annað, enda væri nú um
það ráðaigerðir. Það hús yrði
þá reist austan Varmár. Vona
unnendur þessarar starfsemi, að
það megi sem fyrst verða, og sú
bygging ekki minni í sniðum en
þessi, er nú er fullgerð.
Ég ætla ekki það of diarfa
von, að slík hæli rísi víðar á
iandi hér, t.d. næst á einhverj-
um heitum stað í Norðlendinga-
fjórðungi.
Sá tími hlýtur að koma og er
vonlega skammt undan, þeg-
ar mönnum fer að skiljast, að
þvi aðeins geti andinn og efnis-
líkaminn þroskazt eðiilega, að
lögmál náttúrunnar séu haidin,
en dauðasynd að brjóta þau,
eins og reynslan og sýnir.
Stefnuskrá NLFÍ er tvíþætt:
Vemda heilsuna, og er það að-
aiatriðið, og þá nema burt
áfaHin mein, ef kostur er. Þetta
göfuga hiutverk félagsins ber
okkur ölium að styðja.
Móðurbrjóst jarðar eru
heiisu-brunnar, sem okkur öll-
um er boðið að bergja af, á
þann hátt njótum við þeirra
gæða iifsins, er okkur voru fyr-
ir búin í árdaga.
25. marz 1971
Stgr. IRivíðsson.
Stravinsky
jarðsettur
Feneyjum, 15. april — AP
1 DAG var gerð i Feneyjum út-
för tónskáldsins Igors Stravin-
skys að viðstöddu fjölmenni.
Kveðjuathöfnin fór fram í
kirkju heilagra Jóhannesar og
Páls, og þar flutti ítalski hljóð-
varps- og sjónvarpskórinn „Requ
iem Canticles“ eftir Stravinsky
með undirleik óperuhljómsveit-
arinnar í Feneyjum. Að kveðju-
athöfn lokinni var kista Strav-
inskys flutt á blómum skrýddri
gondólu til San Michele-eyju og
jarðsett í kirkjugarðinum þar
við hlið rússneska baliettdansar-
ans Serge Diaghilev, sem var
náinn vinur tónskáldsins.
Stravinsky andaðist í New
York 6. þessa mánaðar, og hafði
hann gert ráðstafanir til að vera
jarðsettur í Feneyjum. Var
kveðjuathöfninni sjónvarpað um
alla Italíu og til fleiri Evrópu-
landa.
ÆVINTÝRI
og TILVERA
sjá um fjörið í kvöld frá kl. 9—2.
Aldurstakmark ”55 og eldri.
Aðgangur kr. 200.— Passaskylda.