Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 32

Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 32
IESIÐ DRCIECR LAUGARDAGUR 17. APRlL 1971 ísaf jördur; Nýtt skip af stokkunum - kjölur lagður að öðru dagiim eftir NÝJUM 115 tonna báti var hleypt af stokkunum í fyrradag í Skipa smíðastöð Marseliusar Bern- harðssonar á ísafirði og í gœr var lagður kjölurinn að öðrum 115 lesta báti. Þetta nýja skip frá Marseli- 'usi heiiltár Tortfi Hallldórsson og er byggt fyrir Benedikí Gunnars son á Flateyri. Skipið er búið öllum nýjustu siglingatækjum og í fyrsta sinn hérlendis er sér- staklega byggt í kringum skrúfu skipsins. Skipið er hið vandað asta i alla staði. Áætlað er að Torfi Halldórsson fari tifl Flateyr ar eftir 7—14 daga þegar lokið hefur verið við það að fuiiu. í gær var lagður kjölurinn að hinu nýja 115 tonna skipi, sem Marselíus byggir fyrir Keflvik inga, en hluta úr því skipi er þegar búið að smiða í skipa- smíðastöðinni. Nýting Korpúlfsstaða Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag var til nmræðn fyr- irspurn Steinunnar Finnboga- Rifshafnarbátar með meðalafla Hellissandi, 16. apríl — AFLI báta, sem landað hafa i Rifshöfn til 15. apríl er 3343 iest ir í 463 róðrum. Á sama tíma í íyrra var aflinn 4143 iestir í 569 róðrum. Aflamagn miðað við róðrafjölda er því mjög svipað. Að staðaldri landa hér nú um 11 bátar og nokkru fleiri að- komubátar af og til. Aflahæsti báturinn 15. april var Skarðsvík með 668 lestir í 64 róðrum, en hún er með net. Á sama tíma í fyrra var Skarðsvikin einnig hæst með 930 lestir. Annar afla hæsti báturinn er Saxhamar, sem stundar línuveiðar, en hann er með 348 lestir í 60 róðrum. — Rögnvaldur. dóttur um nýtingu Korpúlfs- staða. I»að kom fram i svari Gunnlaugs Péturssonar, borgar- ritara, að & sl. þremur ðrum hefur verið unnið að endurbót- um á húsinu og hreinsun á um- hverfi þess. Borgarritari gat þess ennfrem- ur, að gæta þyrfti varúðar við ákvörðun á nýtingu hússins, svo að kostnaður yrði ekki meiri en við byggingu nýs húss. Húsnæð- ið væri nú nýtt af Félagsmála- stofnun, Áhaldahúsi, Skjalasafni, Árbæjarsafni, Borgarspitala og umferðardeild borgacyerkfræð ings. Þá gat borgarritari þess, að nýlega hefði komið fram hug- mynd um nýtingu Korpúifs- staða sem dvalarheimilis fyirir aldraðra, þar sem rúmast gætu um 340 vistmenn. Samkvæmt lauslegri kostnaðaráætlun hefðu slíkar framkvæmdir kostað um 60 miilj. kr. Félagsmáiaráð hefði hins vegar ekki getað mælt með þessari hugmynd. Eskifjörður: Ekki unnt að vinna allan aflann Eskifjörður, 16. apríl. MIKILL afli hefur að undan- förnu borizt á land í Eskifirði og heíur ekki verið uranit að vinna allan afla heimabátanna þar, en þeir hafa þar atf leið- andi landað hluta af afla sínuin í nálægum verstöðvum. í vikunni hafa landað hér eftirtalin skip: Hólmatindur með 112 tonn, Hólmanes með 90 tonn og í dag kom Jón Kjartansson til Fáskrúðsfjarðar þar sem hann iandaði 80 tonn- um af 150, en afgangurinn fer til Eskifjarðar, en ekki var hægt að taka á móti öilum afl- anum þar. 15 tonn úr Hólma- nesi voru flutt á Reyðarfjörð. Guðrún Þorkelsdóttir rær með net, en vegna þess hve mikið berst að atf afta, iandar hún á Hornafirði. Afli bátanna, sem hafa verið fyrir norðan er frem ur smár. — Gunnar. Torfi Halldórsson, hið nýja 115 lesta skip frá Marselíusi Bernhar ðssyni inni. tilbúið í skipasmíðastöð- (Ljósm. Mbl.: á.j.) Kópavogur fær vatn frá Hitaveitu Reykiavíkur - athugaðir möguleikar á hitaveitu- vatni fyrir allan Kópavog AÐ UNDANFÖRNU hafa stað- ið yfir samningaumleitanir milM Hitaveitu Reykjavíknr og Kópa- vogskaupstaðar um möguleika fyrir Kópavog að kaupa hita- veituvatn fyrir kerfi bæjarins. Hornaf jöröur: Aflinn glæðist Höfn, 16. aríl Á TÍMABILINU 1.—15. april fóru Hornafjarðarbátar 117 sjó- ferðir og var afli þeirra 1761,2 lestir en á sama tímabili í fyrra var hann 2392,5 lestir. Mestan afla á þessu tímabili hafði Skinn ey 206,8 lestir í 9 sjóferðum. — Heildaraflinn frá áramótum er þá orðinn 5769,4 lestir en var 5489,3 lestír i fyrra, í 616 sjó- ferðum. Mestan afla hafa Sigur fari 666.1 lest, Hvanney 616,3 og Gissur hvíti 574,8 lestir. Mesti afladagurinn var í gær, 223 lestir af 13 bátum. Gunnar. Hann var á réttri akrein folinn sá arna í gærdag á Miklubrautinni, en ekki töldu lögreglumenn óhætt að láta hann leika lausum hala á þessari umferðargötu og króuðu hann því af nokkru eftir að myndin var tekin. Var folinn hinn prúðasti þegar honum var bent á að hann kynni að trnfla umferðina um of. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Búið er að gera samningsupp- kast í þessu efni, sem forsvars- menn beggja aðila aðhyllast, en samningar hafa ekki verið und- irskrifaðir ennþá. Samkvæmt samningum er gert ráð fyrir að Kópavogur fái í sumar vatn fyr ir bæði hitaveitukerfi bæjarins, sem eru kynnt upp með olíu. Vinnuslys EINN af starfsmönnum Hrað- frystistöðvarinnar í Vestmanna- eyjum hlaut i gær opið fótbrot, þegar hann festist í færibandi fyrir utan stöðvarhúsið. Var hann að losa fisk, sem hafði ifestzt í færibandiiniu, em festist þá sjálfur og dróst ofan í snigil- kassa við enda færibandsins. Maðurinn var fiuttur í Borg- arspítaiánin í gær. Núverandi hitaveitukerfi Kópa vogs eru tvö og eru þau kynnt upp af tveim kyndistöðvum. Afl sögn Björgvins Sæmundssonar bæjarstjóra er ætlunin aðleggja niður kyndistöðvarnar, en hafa þó aðra þeirra a.m.k. til vara. Með væntanlegri hitaveituleiðsiu frá Hitaveitu Reykjavikur yrðu bæði þessi kerfi tengd saman, en alls sjá þau um 250 íbúðum í Kópavogi fyrir hita eða um 10% af bænum. 1 umræddum samningi er gert ráð fyrir að Kópavogur fái vatn frá dælustöð í Fossvogi og jafn- framt er gert ráð fyrir að Kópa vogur geti tvöfaldað vatnsmagn- ið í framtíðinni. Björgvin Sæmundsson gat þess einnig að yfir stæðu athuganir á lagningu hitaveitu fyrir alian Kópavog og einnig í þvi sam bandi væri rætt við Hitaveitu Reykjavikur vegna þess feiki mikla vatnsmagns, sem hefur fundizt í landi Reykja í Mosfells- sveit, en það mál er alit á frum- stigi. Auður kaldavermsla- díll á hálendinu UM PÁSKANA fóru þeir Sig- urjón Rist og Davíð Guðnason til vatnamælinga og þá einkum til þess að kanna ísalög og upptök Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts og fóru þeir síðan heim yfir hálendið, yfir nýju brúna á Kreppu, súður Krepputungu og inn á Sprengi- sandsleið og heim. Sigurjón Rist sagði í viðtali við Mbl. nýlega, að í Jökulsá á Fjöllum rynni mikið lindar- vatn, þar til komið væri um 4 km upp fyrir Svartá — þar yrðu skörp skil og snæbreiða þekti árna. Þar fyrir neðan tek- ur lindarvatnið við og ólgar upp úr aurnum og hraununum. Sagðist Sigurjón háfa séð vatns stróka upp úr hraundirömigium úti í ánni. Vatn þetta er 3ja til 5 stiga heitt — 3 stig að austan en 5 að vestan. Á þessum stað er sérkennilegur auður blettur 4 til 5 ferkílómetrar að stærð — algjörlega snjólaus díll í há- lendinu. Ástæðan fyrir því að snjóa iDeyisir á þessuim stað eiru kalda- vertmslin — seim að sögn Siig- uirjóna eiru uiradairllega heit og bletturinn er sem vin í eyði- mörk hálendisins. Við jaðra hans eru mjög skörp skil. Sig- urjón gat þess að ferðamenn, sem ætluðu að fara yfir árnar þarna efra yrðu að fara upp fyrir þetta kaldavermsl, ef þeir hygðust komast yfir árnar, en þessi leið er ákaflega skemmti- leg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.