Morgunblaðið - 17.04.1971, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971
17
Bárður Halldórsson:
I leit að línu
ALLT frá stofnun Alþýðubanda
lagsins hafa íslenzkir kommún-
istar verið á hrakhólum með
stefnuskrá sína eða „ídeólógíu"
(hugmyndafræði), sem nægði
því til fjöldafylgis í íslenzkum
vinstri stjórnmálum, án þess að
hinn harði og ötuli kjarni bylt-
ingarmanna, sem enga málamiðl
un eygja og alltaf verða vand-
ræðagripir í lýðræðislegum
flokki, klofnuðu frá og stofnuðu
sín eigin baráttusamtök.
Þegar leiðsögn Sovétrfkjanna
brást og stefna þeirra í málefn
um Austur-Evrópu varð degin-
um ljósari öllum þorra fólks,
var gripið til þess ráðs að reyna
að sjóða saman íslenzkan sósíai
isma, sem engum hefur nokkru
sinni orðið ljós, nema þá helzt
„formanni" flokksins um ára-
mót. Þegar fór að brydda á
djúpstæðum ágreiningi innan
Comecon (Efanhagsbandalags A-
Evrópuríkja, stýrt af Rússum),
og Varsjárbandalagsins og Rúm
enar notuðu sér deilurnar milli
Rússa og Kínverja til stjórn-
málalegs framdráttar, þótti Al-
þýðubandalaginu sem mikinn
hvalreka hefði borið á hug-
myndasnauðar og illa farnar
fjörur þeirra og tóku nú rúm-
enska kommúnistaflokkinn sem
andlegt leiðarljós, eins konar
línugjafa í mikilvægum málum.
Var þetta gert í trausti þess, að
almenningur léti blekkjast og
áliti Rúmena frj álslyndari í boð
un og baráttu fyrir sósíalisma,
þar yrði framkvæmd þeirrar
ágætu stefnu á allan hátt áfellu
lausari en fimmtíu ára hörmung
arsaga hans í Ráðstjórnarríkj-
unum. Menn létu blekkjast af
deilum um áhrif Rússa á stjórn
rúmenskra innanríkismála og
túlkuðu slíkt sem hugmynda-
fræðilegar deilur, en slíkt er
eins fjarri því að vera rétt eins
og deilur tveggja keppninauta á
viðskiptasviði kapítalismans geta
aldrei verið hugmyndafræðileg
ar, heldur einvörðungu fram-
kvæmdalegs eðlis. Engar hug-
myndafræðilegar deilur hafa í
rauninni verið á milli Rússa og
Rúmena, heldur snúast deilurn
ar fyrst og fremst um hlutdeild
Rússa í útflutningi Rúmeníu og
skiptum skoðunum um efnahags
uppbyggingu Rúmeníu, sem sam
kvæmt Comecon skipulagi
skyldi fyrst og fremst vera hrá
efnisland, þ.e. skila hráefni, ó-
unnu eða hálfunnu, til full-
vinnslu í Sovétríkjunum, Aust-
ur-Þýzkalandi og Tékkóslóvak-
íu.
Rúmenar urðu vegna vanþró
unar og lítillar sem engrar iðn-
þróunar og vegna þeirrar sögu-
legu staðreyndar, að þar var áð
ur einn minnsti kommúnista-
flokkur veraldar, einna háðast-
ir Rússum af öllum löndum A-
Evrópu. Lega landsins og saga
eiga einnig þarna stóran þátt,
en Rúmenar eiga landamæri að
Sovétríkjunum, þar sem þeim
er einkar hættulegt, þ.e. í Bess
arabíu, landið er geysilega auð
ugt af alls kyns jarðefnum og
afar frjósamt, land Rúmena nær
að Svartahafi og getur þannig
ógnað flotastyrk Sovétríkj anna
og að auki hafa Rúmenar öld-
um saman litið á Rússa sem erki
fjendur sína gagnstætt Búlgör-
um, sem eygja alltaf í þeim
stóran og máttugan bróður og
bandamann. Deilur um það,
hversu mikinn íhlutunarrétt
einn kommúnistaflokkur eigi í
málefnum annars, geta því að-
eins orðið hugmyndafræðilegar,
að eitthvað beri á milli flokk-
ana um skipulag og fram-
kvæmd grundvallaratriða sós-
íalismans, svo sem skiptingu
tekna og gæða þjóðfélagsins,
baráttu gegn stéttamyndun,
verndun lýðréttinda, svo sem
tjáningafrelsis, sem ekki hefur
átt upp á pallborðið austan
tjalds, svo ekki sé minnzt á
myndun forréttindahópa, sem
sósíalistum ætti alltaf að verða
þyrnir í augum!
hefur því enga nýja hugmynda-
fræði að sækja til Rúmeníu, þar
sem stéttaskipting er jafnvel
skýrari en nokkurs staðar ann
ars staðar í Austur-Evrópu, og
er þá til mikils jafnað. —
Tilefni þessarar greinar var
annars tvær greinar, sem fyrir
skömmu hafa birzt um Rúmeníu
og þróun stjórnmála þar. Fyrri
greinin er eftir Inga R. Helga-
son og birtist í tímaritinu
„Rétti“ og ber heitið: „Hug-
leiðingar að lokinni Rúmeníu-
ferð“. Ingi R. Helgason dvaldist
þar að sögn tímaritsins í níu
daga og hafði tal af rúmensk-
um ráðamönnum og hefur þá
væntanlegá sótt meginhluta upp
lýsinga sinna til hinna tungu
mjúku fulltrúa framagosa
Bárður Halldórsson
flokksins, Dimitru Pópesku og
Brodea.
Ég nenni ekki að elta ólar við
tölur þær, sem birtar eru í
greininni. því allt má með töl-
um telja nema hamingju manna
og andlega velsæld. Hins vegar
er rétt að geta þess, að 64% af
aukningu útflutnings Rúmena
frá 1948 er iðnvarningur, en
ekki 64% af heildarútflutningi,
svo sem greinilega má sjá af
handbók Rúmena sjálíra, sem
ég sé ekki ástæðu til að auka
við, nema þá helzt að eitthvað
ýrði þar véfengt, sem ofgert
væri. Auk þess kemur þar fram
að iðnaður á þar 35,1% útflutn
ings 1968, en fjárfesting í iðn-
Framh. á bls. 23
Gistihús á Manaia, þar sem föngulegir flokksgestir gista m.a.
Rúmenar hafa gengið einna
lengst allra þjóða í rfkisnýtingu
en ég kýs fremur að nota þetta
orð en þjóðnýtingu, þar eð eng
in þjóðnýting getur farið fram
undir forystu forréttindastéttar,
jafnvel þótt hún segist bera hag
fólksins allan fyrir brjósti. Ný
eignastétt hefur tekið við völd
um í Austur-Evrópu og grund-
vallar hún völd sín sem aðrar
valdastéttir á eignarréttinum,
sem enn sem fyrr er studdur
rökum Rómarréttar, þ.e. að eiga,
nota, nýta og ráðstafa eigna-
góssi að vild sinni. Sökum þess,
hve kommúnistaflokkur Rúmen
íu var fámennur fyrir komu
Rússa til landsins, hlaut hann
að verða kyrkingslegur í hug-
myndum sínum og sökum þess
hve ört hann stækkaði, úr rúm
um 2000 meðlimum í stríðslok
í 2.600.000 árið 1948, hlaut hann
að hafa innan vébanda sinna
aragrúa tækifærissinna, enda er
kjarni hinnar rúmensku forrétt
indastéttar hinn sami, sem var
á dögum AntóneSkús hershöfð-
ingja — allt gamla nasistasam-
sullið var innbyrt í heilu lagi
í tíð Önnu Páker, svo sem öll
leynilögreglan, Mílítsía, og ör-
yggislögreglan Sekúrantsa, allt
gamla fjármála- og braskveldið
og kjarninn í apparati nasista-
flokksins. Ein af meginákærun
um gegn Önnu Páker var ein-
mitt sú að hafa tekið gagnrýnis
laust inn í flokkinn allt þetta
hyski, en hún gat ekki annað,
sökum þess, að þetta var eina
fólkið, sem fært var um að
stjórna, eina fólkið, sem þekk-
ingu hafði á efnahagsmálum og
stjórnmálum. Þessu fóki hafði
aldrei verið sérlega fast í hendi
að koma á auknum lýðréttind-
um, það bar meir fyrir brjósti
eigin hag og velferð, hins vegar
gat það stjórnað, en það er
meira en hægt er að segja um
arftaka þess, hina nýju stétt,
sem vaxið hefur upp í flokkn-
um án nokkurra beinna tengsla
við verðmætasköpun og vinnu.
En þáð er einmitt eitthvert
skýrasta einkenni hinnar nýju
stéttar, hversu erfitt hún á með
að stjórna, en við hverju er að
búast af stétt, sem gengið hefur
„cursum honorum“ flokksins án
nokkurra tengsla við vinnu og
verðmætasköpun, hornstein
hvers einasta þjóðfélags?
Hinn einkennilegi bræðingur,
sem upp hefur vaxið á íslandi
undir heitinu Alþýðubandalag,
Borgarmál
eftir Birgi fsl. Gunnarsson
TANNLÆKNINGAR hafa verið all-
mjög á dagskrá i borgarstjórn og heil-
brigðismálaráði að undanförnu og í
kjölfar umræðna, sem þar hafa orðið,
hefur borgarstjórn gert samþykktir um
þrjú mikilvæg atriði, sem snerta tann-
læknaþjónustu.
Hið fyrsta er aukning skólatann-
lækninga. Tannlæknaþjónustan í skól-
um borgarinnar hefur aukizt jafnt og
þétt á undanförnum árum eftir því,
sem fleiri tannlæknar hafa komið til
starfa. Með sérstöku námslánakerfi
hefur borgin tryggt sér starfskrafta
tannlækna, sem vinna í þágu skóla borg-
arinnar. Allt til síðasta hausts nutu
þessarar þjónustu börn á aldrinum 7
—12 ára, en þá var 6 ára aldursflokkn-
um bætt við.
Nú er starfandi að skólatannlækn-
ingum 21 tannlæknir og samtals um
10 þúsund nemendur njóta þjónustu
þeirra. Áætlað er, að með þessum mann-
afla og þeim tækjakosti, sem fyrir er,
nái tannlæknaþjónustan til einfaldra
og óhjákvæmilegra tannviðgerða auk
fyrirbyggjandi varna gegn tann-
skemmdum.
Samþykktir heilbrigðismálaráðs og
borgarstjórnar nú eru þess efnis, að
starfssvið skólatannlækninga verði auk-
ið i byrjun næsta skólaárs, þ. e. haust-
ið 1971 og látið taka til 13 og 14 ára
nemenda einnig. Þegar sú ákvörðun
verður komin til framkvæmda, munu
um 13 þúsund nemendur á aldrinum 6
—14 ára njóta ókeypis tannlæknaþjón-
ustu. Ekki alls fyrir löngu birtist hér í
Morgunblaðinu lesendabréf, þar sem
kvartað var yfir framkvæmd á tann-
læknaþjónustunni. í svo umfangsmik-
illi starfsemi geta að sjálfsögðu alltaf
einhver mistök átt sér stað, en þá er
sjálfsagt að þeir, sem kvartanir hafa
fram að færa, komi þfeim á framfæri
við Heilsuverndarstöðiná, svo að unnt
sé að rannsaka hvert tilvik og leita
ráða tii úrbóta.
Á þessu ári er áætlað að tannlækna-
þjónustan muni kosta 18.4 millj. kr. og
mun sá kostnaður vafalaust fara vax-
andi með aukinni þjónustu.
Annað atriði, sem borgarstjórn hefur
samþykkt í þessum efnum, er að stefnt
skuli að því, að tannréttingar verði fast-
ur liður i skólatannlækningum borgar-
innar. Hefur í þvi sambandi verið sam-
þykkt að veita tannlæknum aðstoð til
sérnáms í tannlækningum skv. nánari
reglum, sem heilbrigðismálaráð setji,
en þar yrði það skilyrði fyrir aðstoð,
að viðkomandi tannlæknir helgaði skóla-
tannlækningum starfskrafta sína á
þessu sérsviði um eitthvert skeið.
Hér er nú skortur á sérfræðingum á
þessu sviði, en athygli þeirra, sem við
tannsjúkdóma fást, beinist nú i æ rikari
mæli að ráðstöfunum til að koma í veg
fyrir tannsjúkdóma, en skakkt settar
tennur munu taldar orsaka ýmsa
tannsjúkdóma. Þá er og á það að líta
að þjónusta þessi er mjög dýr og oft
illviðráðanleg fyrir allan almenning.
Það ætti því að verða til mikilla bóta,
ef tannréttingar yrðu fastur liður i
skólatannlækningum.
Þriðja atriðið, sem borgarstjórn hef-
ur nýlega fjallað um varðandi tann-
lækningar, er að stefnt skuli að því, að
Sjúkrasamlag Reykjavíkur taki þátt í
kostnaði vegna almennra tannviðgerða.
Borgarstjórn hefur samþykkt allítar-
lega tillögu um þetta mál, sem gerir
ráð fyrir, að greiðslur þessar verði
auknar í áföngum, eins og nánar grein-
ir í tillögunni. Rétt er að taka fram, að
framkvæmd þessa máls er ekki í hönd-
um borgarstjórnar, heldur hjá stjórn
Sjúkrasamlagsins, tryggingaráði og
viðkomandi ráðuneyti. Borgarstjórn
hefur á hinn bóginn lýst eindregnum
vilja sinum í þessu mikilvæga heil-
brigðismáli almennings og vonandi
verður það til að hrinda þessu máli í
framkvæmd.