Morgunblaðið - 17.04.1971, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971
m •
I
BLÓÐ-
TURNINN
f
Hr. lög-maÆnr, jx^ssi braníM'æt.ti auniingi segir að ég hafi móðg-
að sig.
3
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þér genisrur ekkert f haginn í dag,
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
I.áttu ekki á þig fá, þótt eitthvað blási, á mótl.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Margt smátt gerir eitt stórt, og þér er alveg óhætt að vera
rólegur.
Krabbinn, 21. júni — 22. júlí.
Stórkostlegt er aó vera sjálfs sín herra.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þér er óhætt að leggja þig allan fram um aðstoð við cinhvern
sem þú hefur átt í baráttu við sjálfan þig út af.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þér er óhætt að vera rólegur fyrst um sinn vegna einhvers
verks, sem bíður.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú átt þér einskis ills von, og bíður því grandalaus málalykta.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þú ert að lcita einhvers, sem þér gengur illa að finna.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Eitthvað, sem þú hefur beðið eftir lengi lánast að lokum,
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Hverfulleiki lífsins er þér ekki sérlega hUðhollur þessa stund
ina, og þú ert ekki í ncinum vafa um, að þú verðir að taka til
þinna ráða,
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Góðvildin (eigin) er ekkert að sliga þig þcssa stundina.
l<'iskarnir, 19. febrúar — 20. niarz.
Þú átt ekki upp á háborðið hjá sumum í dag, en iætur þér
það í léttu rúmi liggja.
. . 60 . .
þér sögðuð honum, sem sé, að
liklega hefði Caleb verið myrt-
ur.
— Hvernig komu þær áhyggj-
ur i ijós? spurði Jimmy.
— Hann kom með óteljandi
spurningar um athafnir lögregl-
unnar, hverjá hún hefði grunaða
og allt þess háttar. f>ér hljótið
að hafa skýrt honum talsvert
nákvæmlega frá öllum atvikum,
þvi sumar spurningar hans
snerust um atriði, sem ég hafði
enga einustu hugmynd um. Til
dæmis það, hvernig þessi Nim-
rodskot hefðu verið send til
Klaustursins. Ég hlaut að segja
honum, að það hefði ég enga
hugmynd um.
— Það var nú varla hægt að
setlast til þess af yður, sagði
Jimmy og skotraði augunum
til Appleyards. — Spurði
Benjamln nokkuð um föður
sinn?
— Það gerði hann og ég gat
róað hann, hvað það snerti, þar
eð ég hafði hitt Simon tveim
dögum áður. Ég sagði honum, að
gamli maðurinn virtist beinlin-
is hressari en hann hefði verið
undanfarið.
— Þér hafið ekki gefið í skyn,
að heilsa föður hans væri neitt
kvlðvænleg ?
— Nei, það gerði ég sannar-
lega ekki, sagði bóksalinn.
— Sjálfum skyldist mér, þegar
ég hitti hann, að dauði Calebs
væri honum beinlinis léttir, en
auðvitað kunni ég ekki við að
fara að segja Benjamin það. En
ég fullvissaði hann um, að þetta
áfall virtist ekki hafa komið
föður hans úr jafnvægi á neinn
hátt.
— Sagði Benjamin yður nokk
uð um næstu fyrirætlanir sinar?
— Það var það siðasta, sem
við ræddum, áður en ég skildi
við hann. Hann sagðist hafa
vonazt til að ljúka verki sínu
um borð á laugardag, en nú
væri hann ekki viss um, að það
tækist. Yfirleitt væri vel hugs-
anlegt, að hann kæmist alls ekki
til Lydenbridge áður en skipið
legði aftur úr höfn. Æ, þá man
ég það!
— Munið hvað hr. Wood-
spring, flýtti Jimmy sér að ýta
undir hann.
— Dálitið, sem Benjamin bað
mig að gera fyrir sig.
Hann sagði mér, að það biði sln
sending 1 Drekanum, og hann
virtist eitthvað órólegur i sam-
bandi við hana. Hann sagði, að
1 bögglinum væru verðmæti og
hann vildi siður, að hann lægi
á glámbekk. Hann bað mig sér-
staklega, ef ég kæmi á und-
an sér til Lydenbridge að biðja
hann Benson að senda sér hann
á Sjómannaheimilið. En kannski
ætti ég heldur að biða til þriðju
dags, þvi að ég sagði Benjamin,
að fyrr yrði ég ekki kominn
heim.
— Já, kannski væri það bezt,
sagði Jimmy. — Vel á minnzt:
Hvernig fréttuð þér, að turninn
væri hruninn?
— Ég var i Norwich i gær,
á bókauppboði. Þegar ég kom
aftur i gistihúsið mitt, beið min
þar skeyti frá syni minum, sem
auðvitað vissi um samninginn,
og þar sagði, að turninr. væri
hruninn og hann spurði, hvað
gera skyldi. Ég simaði aftur og
sagði honum að hafast ekkert
að fyrr en ég væri kominn heim,
en ég kæmi undir eins og ég
gæti. Þetta er afskaplega óþægi
legt, þvi að ég ætlaði beint frá
Norwich til Manchester, þar
sem ég ætlaöi á annað bókaupp-
boð.
— Okkur er tjáð, að turninn
hafi hrunið klukkan um tvö á
föstudagsnótt. Hvar voruð þér
þá staddir ?
Það virtist koma eitthvað á (
bóksalann við þessa spurningu.
Hann tinaði augunum og iðaði á
stólnum.
— Ja . . .ja. . . ég var i
London, svaraði hann og var
sýnilega eitthvað órólegur.
— Já, en hvar 1 London?
sagði Jimmy.
Woodspring andvarpaði. —
Sannast að segja, er ég ekki al-
veg viss um það, sagði hann. —
Ég vil nú helzt ekki að neinn
viti það, en árlega samsætið
Bóksalafélagsins er mikil hátlða
samkoma þegar gamlir vinir
hittast, eins og þið vitið sjálf-
sagt. Það eina sem ég veit er
það, að samkvæminu var ekki
slitið fyrr en nokkru eftir mið-
nætti. Ég man aðeins óljóst,
hvað siðar gerðist, þangað til
ég vaknaði 1 gistihúsinu minu
næsta morgun.
— O, þér skuluð ekkert fara
að setja það fyrir yður, sagði
Jimmy 1 huggunartón. — Slikt
gerist á beztu bæjum.
—Ég vildi nú samt heldur, að
þið létuð það ekki fara lengra.
Sumir viðskiptamenn minir
kynnu að hneykslast á þvl. En
ég vil heldur vikja að upphaf-
legu spurningunni minni: Hvað
ætlið þið að gera i turnmálinu ?
— Þér vitið það vel, hr.
Woodspring, að eiginlega getum
við ekkert gert, sagði Appley-
ard. — Það er ekkert sem
bendir til þess, að turninn hafi
verið felldur viljandi. Þetta er
guðs ráðstöfun og eins og þér
vitið, er ekkert við sliku að
gera.
Bóksalinn hristi höfuðið. —
Þvi trúi ég trauðlega. Þið sjáið
hvernig min staða er. Ég bauð
geypiverð fyrir ónýtan blett,
eingöngu vegna þess, að turn-
inn stóð á honum. Og nú á ég
ekki eftir annað en verðlausan
landskika og grjótið, sem turn-
inn var hlaðinn úr.
— Það er leiðinlegt, en við
sjáum bara ekki, hvernig við
getum hjálpað yður, sagði
Appleyard. — 1 yðar sporum
skyidi ég tala við hr. Temple-
combe. Að þvi er ég bezt fæ
séð, er móinn og turninn ekki
yðar eign fyrr en Simon er dá-
inn. Þér kunnið að geta fengið
búið til að reisa turninn aftur,
en ef ekki, verðið þér að biða
þangað til þér eruð orðinn eig-
andi og þá gera það sjálfur. En
í millitíðinni hafið þér nógan
tima til að fara á uppboðið i
Manchester.
— Ég fer ekki fet, sagði
Woodspring þverúðugur. — Ég
verð hérna i Lydenbridge þang-
að til ég hef náð rétti minum.
Og slðan stikaði hann út.
12. kafli.
Appleyard hló, er hurðin féll
að stöfum á eftir hinum hneyksl
aða bóksala. — Þessi turn-
skratti virðist hafa komið engu
minna við hann en við Slmon
gamla, sagði hann. Það er
náttúrlega leiðinlegt að borga
peninga fyrir ekki neitt, en ég
sé ekki að við getum neitt fyrir
hann gert. Og eins og ég sagði
honum, þá er það hlægilegt að
halda, að turninn hafi verið
eyðilagur viljandi.
— Vlst svo, sagði Jimmy. —
En hafi hann verið orðinn svona
hrörlegur, að hann hafi rokið
um koll í stormi, þá hefði hópur
manna með viðeigandi tæki get-
að fellt hann um koll.
— O, vitleysa. Það er auðvit-
að hugsanlegt, en hefur bara
áreiðanlega ekki gengið þannig
Stúlka óskast
til iðnaðarstarfa, helzt hávaxin.
Tilboð með uppl. um aldur og fyrri störf
sendist Morgunbl. merkt: „7358“.
Bílasölusýning
Sölusýning á notuðum bílum í dag.
BÍLASALINN v/Vitatorg
Sími 12500.
Hraðskókmót íslands
verður haldið í Skákheimilinu á Grensásvegi 46, á morgun
sunnudaginn 18. apríl og hefst kl. 200.
SKÁKSAMBAND Islands.
Kellavík — Suðurnes
Hvers vegna ég er Sjöunda-dags Aðventisti. Steinþór Þórðar-
son og Árni Hólm gera grein fyrir afstöðu sinni I safnaðar-
heimilinu Blikabraut 2, Keflavík sunnudaginn 18. apríl kl. 5.
Óvenjufjölbreytt tónlist. Þetta er síðasta sunnudagssam-
koman á þessum vetri. Allir velkomnir.
Iðnaðarhúsnœði
300—350 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast til kaups, þarf að
vera jarðhæð með góðri aðkeyrslu.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Iðnaðarhús-
næði — 7355” .
<§>SK0DA1971 -SÖLUSÝNING
Sölumaður okkar og sérfræðingur verða staddir með sýnishorn af SKODA 1971, og veita
upplýsingar og leiðbeiningar:
Á SÁUÐÁRKRÓKI, sunnud. 18. apríl, kl. 14.00 — 20.00 hjá Bifreiðaverkst. Komið,
Kaupf. Skagfirðinga. skoðið og
Á SIGLUFIRÐI, mánud. 19. apríl, kl. 14.00 — 20.00 hjá Smurstöð ESSO. reynsluakið.