Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 5 Flóttamannasöfnunin 25. apríl til þess, að öll heimili lands- ins verði heimsótt 25. april og hjálparbeiðni persónu- lega komið á framfæri. Tak- ist þetta áform, er engin hætta á því að Islendingar verði eftirbátar frænda sinna á hinum Norðurlöndunum, enda hlýtur það að vera þjóð armetnaður okkar að hjálpa lítilmögnum, sem skortir gjarnan biýnustu lifsnauð synjar. verður þannig háttað, að sjálfboðaliðar ganga í hús sunnudaginn 25. april, og hafa með sér sérstakan söfn unarbauk, sem Reykjalund- ur hefur gefið í þessu skyni. Er ætlazt til, að gefendur setji sjálfir framlag sitt í baukinn og fái jafnframt sér staka kvittun hjá viðkom- andi söfnunfrmanni, Söfnun arbaukarnir eru innsiglaðlr, og að lokinni söfnun ínunu bankar og sparisjóðir veita Framhald á bls. 13 Framkvæmdanefndir í kaupstöðum og kauptúnum Sadruddin Aga Khan kemur í dag HINN 25 uð hlutverk nefndanna er auk kynningar- og fræðslu- starfsemi að útvega nægilega margt söfnunarfólk og sjá mannaráð íslands sem skipuleggur þessa söfnun hér á landi. Söfnunarstarfinu sjálfu I kíöaiitik í! Þetta sameiginlega norr- æna framtak er gert í nánu samráði við Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóð- anna og með eindregnum stuðningi þaðan. Sama máli gegnir um ríkisstjóm- ir Norðurlandanna og Norðurlandaráð og hafa þjóðhöfðingjar landanna gerzt verndarar þessa hjálparstarfs. Hér á landi er undirbún- ingur nú að komast á loka- stig. Hefur sú leið verið val- in að leita tii forystumanna sveitarfélaga landsins við framkvæmdina 25. april. Hafa verið settar á stofn sér stakar framkvæmdanefndir bæði í Reykjavík, öllum kaupstöðum utan Reykjavík- ur og einnig í fjölmörgum kauptúnanna. Þá hafa marg- ir oddvitar sveitahreppanna brugðizt vel við og stofnað nefndir í sínu umdæmi. Höf- Söfnunarbaidairinn, sem Reykjalundur liefur gefið, Kr. Kristjánsson hf. stanzaði raufina á lokið. Ral'rnagns- veita Reykjavíkur lagði til innsiglisgögnin og skáta- stúlkur í Kópavogi sáu um að innsigla baukana. Framkvæmdanefnd Flóttamannaráðs, frá v. Sigurður Magnússon, Skúli Möller, Sig- urður Geirdal, .Tón Bjarman, Valdimar Sæmundsson, Stef in Hirst og Eggert Ásgeirsson, Fjölbreytt starf Geðverndarféla gsins: Framkvæmdir við 20 legu- einingar að Reykjalundi — hef jast í ár t DAG hefst í Hagaskóla ráð- stefna um geðheilbrigðismál, sem Félag læknanema við Ilá- skóla fslands hefur undirbúið i samráð'i við Geðverndarfélag fslands. Er ekki úr vegi af þessu tilefni að rifja upp nokk ur atriði úr starfsemi Geðvernd arfélags íslands, sem stofnað var haustið 1949 á 40 ára af- mæli Læknafélags Reykjavíkur, fyrir frumkvæði dr. Ilelga Tóm assonar. í Geðverndarfélagi íslands eru nú um 600 meðlimir og gef ur félagið út ársfjórðungsrit, Geðvernd, sem dreift er í 2000 eintökum til félagsmanna og fjölmargra annarra aðila. Á árinu 1966 opnaði Geðvernd arfélagið skrifstofu og var fyrsti félagsráðgjafi Geðverndar félagsins Kristín Gústafsdóttir M.A. frá Smith College, en hún er nú sálfræðilegur félagsráð- gjafi Kleppsspítalans. Núverandi ráðgjafi félagsins er frú Ingi björg P. Jónsdóttir, en fram- kvæmdastjóri er Ásgeir Bjarna son. Haustið 1967 hófst Geðvernd arfélag íslands handa við bygg ingu þriggja vistmannahúsa að Reykjalundi. Voru húsin tekin í notkun miðsumars árið 1969 og eru húsin eign Geðverndar- félagsins, en rekin af hússtjórn vistmannaheimilisins að Reykja lunc(i. Á árinu 1971 er stefnt að því að hefja framkvæmdir við um 20 legueiningar til viðbótar að Reykjalundi, allt einstakl- ingsherbergi, og fer sú fram- kvæmd fram í samvinnu við SÍBS, t n þessi hluti húsnæðis- jns verður eign Geðverndarfé- lagsins, en rekin af SÍBS. UM GKÐVERND í greinargerð, sem Morgun- blaðinu hefur borizt frá Geð- verndarfélagi íslands, segir m.a.: „Málefni öryrkja hafa ótvírætt mætt miklum skilningi þjóðar- innar og tala þar bæði fram- kvæmdir og ýmis aðstoð og veitt þjónusta sínu máli. Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæð- um hafa þó málefni geð- og taugasjúklinga átt minna gengi að fagna hérlendis en flestir aðrir þættir heilbrigðismála a.m.k. í hlutfalli við mikilvægi þeirra og ber þá að hafa í huga, að tveir af hverjum fimm ís- lenzkra öryrkja eru geð- og taugasjúklingar á ýmsu sjúk- dómsstigi. Á allra síðustu ár- um hefur þó ráðizt á þessu nokkur bót, en betur má ef við- unanlegt á að teljast. Geðheil- brigði skiptir meginmáli fyrir alla, unga sem gamla, enda virðist til lítils að sækjast eftir líkamlegri og félagslegri vellíð- an, ef menn gætu ekki notfært sér hana vegna andlegra ágalla. í ljósi nýrrár þekkingar er nú staðfest, að skapeinkenni ein- staklingsins, ýmis geðræn áhrif og taugatruflanir reynist oft vera meginorsök ýmissa þeirra starfrænu sjúkdóma, sem nú kvað mest hrjá þróað þjóðfélag. Sívaxandi hraði og hin svo- nefnda streita, ýmiss konar jafn vægisleysi og auknar kröfur þjóðfélagsins, óljós ótti eða kvíði, jafnvel samvizkusemin og ábyrgðartilfinnmgin. Margt af þessu stefnir að því að gera menn sjúka, ef ekki á réttan hátt verður rönd við reist. Þroskað þjóðfélag á að þekkja sinn vitjunartíma. Snúum því bökum saman og vinnum geð- verndinni skilning og jákvæð ítök í huga hvera og eins.“ GEÐVERND FRAMFARIR í GEÐLÆKN- INGUM Síðan segir í greinargerð Geð verndarfélagsins: „Framfarir á sviði geðlækninga hafa verið örar hin síðustu ár. Þó er talið, að enn vanti um 350 sjúkrarúm hérlendis til að fullnægja brýn- ustu þörf. Eru þá ótaldir þeir fjölmörgu, sem sjúkrahúsvistar þurfa við vegna ýmissa tauga- truflana, er eigi verða nánar skilgreindar hér. Geðvernd er okkur öllum trygging og nauð- syn. Þörfin er brýn, hvar sem er. Nokkuð á 4. hundrað geð- verndarfélög eru nú starfandi innan alþjóðasamtaka geð- verndarfélaga og er Geðvernd- arfélag íslands þar á meðal. Aukin geðheilbrigði og geð- - vernd er meginmarkmið Geð- verndarfélagsins. Því takmarki hyggst félagið ná með því að vekja alia landsmenn til aukins skilnings á geðverndarmálum, fræða og sameina alia þá, sem málefninu vilja vel í sókn að settu marki. Til þess átaks vant ar miklu fleiri jákvætt hugs- andi menn, sem tala vilja máli þess þögla hóps, sem eðli máls- ins samkvæmt getur það ekki. Þeim ber okkur hinum að sýna þá mannúð, sem við nú á dög- um teljum sjálfsagða.“ í stjórn Geðverndarfélags ís- lands eru nú Kjartan J. Jóhanns son, héraðslæknir, formaður, Benedikt Tómasson, skólayfir- læknir, varaformaður, Tómas Helgason, prófessor, ritari, Ás- laug Sívertsen, frú, gjaidkeri og meðstjórnendur Grímur Magn- ússon, læknir, frú Jóhanna Bald vinsdóttir og Jón H. Bergs, for- stjóri. Félagið starfrækir ráð- gjafa- og upplýsingaþjónustu . alla þriðjudaga kl. 16 18 að Veltusundi 3 og er sími skrif- stofunnar 12139. Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- mimmKMJip®- AFMÆLIS- eða T5EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Sœlker'mn HAFNARSTRÆTI 19 13835 - 12388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.