Morgunblaðið - 17.04.1971, Síða 14

Morgunblaðið - 17.04.1971, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 H v Sveinn Guðmundsson: Stórauknir fast- eignaskattar — kæmu niður á þeim, sem verst eru settir NOKKRU áður en þinglausn- ir fóru fram, eða laugardag- inn 3, apríl sl. flutti Sveinn Guðmundsson ræðu í efri deild Alþingis um skatta- frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem samþykkt var á þinginu. í upphafi ræðu sinnar gagn- rýndi þingmaðurinn nokkuð meðferð málsins og hvemig að því hefur verið unnið og þá sérstaklega, að nefnd sú, sem vann að undirbúningi og gerð frv. skyldi eingöngu skipuð embættismönnum. Hvatti hann fjármálaráðherra til að endurskipuleggja nefndina, þar sem hún hefði ekki enn lokið störfum. Þá lýsti Sveinn Guðmundsson ánægju sinni yfir þeim breytingum, sem frumvarpið hefði tekið í meðförum Al- þingis og að vel hefði verið tekið ábendingum frá sam- tökum atvinnurekstrarins. Hér fer á eftir meginefnið í ræðu Sveins Guðmundsson- ar: SAMEIGNARFÉLÖG f frv. eru í núverandi formi mörg ákvæði, sem horrfa til bóta fyrir atvinnurekstur lands manna og ber að fagna þeim ákvæðum. Ég vil fyrst koma að sameignarfélögunum, sem ráð- gert var í upprunalegri mynd frv. að fella algjörlega niður. Þetta félagsform hefir nú ver ið tekið inn í frv. að nýju með takmörkunum þannig, að sam- eignarfélög halda áfram að vera sjálfstæðir skattaðilar, enda ber nú að skrá slík félög sérstak- lega. Þetta er mikið til bóta frá því sem ætlað var, enda var að mínum dómi algjörlega óraun hæft að leggja niður þetta hand hæga félagsform fyrir t.d. minnl háttar rekstur samstilltra manna sem er ofviða að fara í hlutafé lagsform með rekstur sinn. Hlutafélagsformið var sam- kvæmt frv. hugsað að leggja niður í sinni gömlu mynd, og þar með heimild félags til að mynda varasjóð með 25% af ársarði lagt til hliðar. Eina mestu bót á frv. frá upprunalegri mynd, tel ég að nú verður heimilt að halda þessu félagsformi áfram óbreyttu þ.e. B-félög, bæði fyrir eldri félög og ný félög, sem stofnuð yrðu. Þetta er ein af meginbreyting- um, sem gerð hefir verið á frv. nú undir meðferð málsins. Jafnframt er svo haldið inni í frv. hinu nýja formi þ.e. A- hlutafélög, sem hafa möguleika til að leggja hagnað í arðjöfn- unarsjóð, en greiða um leið 15% skatt af því fé. Að mínum dómi hefði átt að sleppa þessari 15% skattlagningu, enda var hún tekin upp í frv. nú, en var ekki í frv. í fyrra, þegar það var lagt fram. Þar hafa því embætt ismannasjónarmiðin fengið að njóta sín. Annar galli á þessu félagsformi er, að þetta arðjöfn unarsjóðsfyrirkomulag er tíma bundið, þarrnig, að fé má ekki standa þar inni lengur en 5 ár, þá skal það tekið til baka, greitt hluthöfum í arð eða lagt við tekjur og skattað að 80 hlutum, en þó 20% fært vlð höfuðstól félaganna, án frekari sköttunar. Hér hefði sannarlega átt að leyfa að féð stæði áfram eða a.m.k. 10 ár inni í arðjöfn unarsjóði og ennfremur að arð jöfnunarsjóður væri á því tíma Áburðarkaup Þeir bændur, sem hafa viðskipti við oss með sauðfjárafurðir og óska fyrirgreiðslu vorrar við áburðarkaup á þessu vori, eru vinsam- legast beðnir að snúa sér til aðalskrifstofu vorrar, Skúlagötu 20, Reykjavík, sem allra fyrst og eigi síðar en 14. næsta mánaðar. SLATURFELAC SUÐURLANDS Skúlagötu 20, sími 25355 Sveinn Guðmundsson. bili tiltækur til fjárfestingar og uppbyggingar atvinnurekstrar- ins. f þessu sambandi er rétt, að það komi fram, að inn- an embættismannanefndarinnar varð nokkur ágreiningur og ein mitt ríkisskattstjóri lagði til, að félögum yrði leyft að leggja í fjárfestingarsjóði. Þetta fékkst ekki fram, eins og komið er í ljós með frv. Því miður. Einsköttuð arðgreiðsla sam- kvæmt þessu A-formi hlutafé- lags er nú bundin við 10% hjá félögunum á móti 10% hjá hlut höfum í hinum venjulegu hluta félögum. Skattfrjáls arðgreiðsla hjá viðtakanda, 30 þús. hjá ein stakling eða 60 þús. hjá hjón- um samkv. þessum nýju A félög um er mikið til bóta og ætti að geta stuðlað að því, að lands- menn almennt vildu gerast að ilar að slíkum félögum. En áð ur verður þó áreiðanlega að sjá svo um, að atvinnurekstur lands manna komizt á öruggari grund völl og nær árviss hagnaður sé það sem atvinnureksturinn fær að búa við. Þetta er erfitt við að eiga a.m.k. í sjávarútvegi og hefir verið erfitt víða, þar sem verðlagshömlur og óeðli- legar verðhækkanir hafa haml- að gegn eðlilegum rekstri fyrir tækja. Þess vegna er það, að yf irfærsla taps milli 5 ára er of stuttur tími sérstaklega þar sem ný fyrirtæki eiga í hlut. Nær hefði verið að hafa þetta 10 ár, eins og mun vera t.d. í Noregi og Finnlandi. Svíar munu hins vegar hafa 6 ára taps-yfir- færslu. Varðandi 30 þús. skattfrjálsan arð af hlutafé fyrir einstakling, sem Ólafur Björnsson sá ofsjón- um yfir og Einar Ágústsson tók rösklega undir, og báru þeir saman sparifé og hlutafé sem tvö sparnaðarform, þá vil ég segja þetta. Ég tel alveg óraun hæfan þann samanburð sem þingmennirnir tóku og lýsir meiri vanþekkingu á þessu máli en ég hefði búizt við a.m.k. af prófessornum, sem jafnframt er formaður bankaráðs eins rík isbankans og Einar Ágústsson hefir einmitt verið bankastjóri einkabanka um áraraðir. Þess vegna er rétt að taka dæmi um hlutafé einkabanka hér, þar sem ég þekki nokkuð til. Þetta hlutafélag var stofnað fyrir um 20 árum. Mörg fyrstu árin var enginn arð- ur greiddur, ekki þurfti að ónáða hluthafa þau árin. Síðar þegar bankanum óx fiskur um hrygg, líklega 7—10 árum síðar, var byrjað að greiða arð, hæ3t 7%. Það sem næst gerist er, að þetta fyrirtæki margfaldaði hlutafé sitt. Nýir hluthafar gengu inn í félagið, eldri hluthafar jubu hlutafé sitt og greiddu nafnverð fyrir. Síð an verður þetta félag fyrir því tjóni, að aðalbygging þess' brann. Það varð til þess, að arð greiðsla féll niður aftur a.m.k. 2 ár eftir því sem mig minnir. Þannig er varið hlutabréfum í þessu dæmi, og dæmin eru alls staðar. Ég þekki ekkert hluta- félag, sem getur greitt arð mörg fyrstu árin eftir stofnun. Við skulum bara nefna ríkisfyrir- tæki, Sementsverksmiðju ríkis- ins eða Kísilgúrver'ksmiðjuna. Bæði þessi félög hafa akattfríð indi. Hvað heldur Ólafur Björns son að hluthafar þessara félaga hefðu fengið í arð á tímabilinu frá stofnun, ef hér væru um almenn hlutafélög að ræða. Ég man ekki betur en Kísilverk- smiðjunni væri ætlað að tapa 80 millj. á næstu árum, þar til dæminu væri snúið við og ein- hver gróði kæmi af rekstrinum. Sannleikurinn er sá, að frekar þarf að vorkenna hlutabréfaeig endum og stuðla betur að arð- semi félaganna. Fé, sem lagt er fram sem hlutafé er í allflest- um tilvikum áhættufé, sem bera á meiri arð heldur en t.d. venjulegt sparifé eða ríkis- tryggð spariskírteini. Ólafur Björnsson las hér áðan upp úr bréfi atvinnusamtaka landsmanna og komst að þeirri niðurstöðu, að þessir aðilar væru - mótfallnir skattfrjálsri1 arðgreiðslu hlutafjár og vísaði í umsögn landssamtakanna við 9. gr. frv. Þegar bréf samtak- anna var skrifað 25. febr. sl., þá var í frv. ótakmarkaður arð greiðslumöguleiki úr hlutafélög um. Það var þetta, sem samtök in voru að benda á. Síðan var þessu svo breytt í meðförum Alþingis, fyrst með 20% þaki, en síðan fór þetta niður í 10% þak, þar sem arðgreiðslumögu- leiki verði einskattaður. Þannig er ekkert samhengi í þessum skrifum landssamtak- anna, skrifuðum 25. febr. og frv. í núverandi formi, enda þótt Ólafur Björnsson teldi svo vera og gengi þar með út frá alröng um forsendum. Eitt af því, sem tekið hefir góðum umskiptum undir með- ferð málsins, er söluhagnaður af lausafé og fasteignum. Er nú alveg felldur niður hagnað- ur af sölu lausafjár eftir 4 ára eignartíma og á fasteignum eft ir 6 ára tíma. Áður komu 25% krón/uihagnaðar til viðbótar tefkj- um viðkomandi. FASTEIGNASKATTAR Gott er einnig, að rýmkað skuli enn meir um skattlagn- ingu við sölu húsnæðis einstakl inga. Sannleikurinn er sá, að auk- in krónutala í okkar verðbólgu- þjóðfélagi við sölu t.d. fasteigna er í fæ3tum tilvikum hagnaður, heldur er seljandinn að fá minni en fleiri krónur, líklega oft óbreytt verðmæti, sem al- gjörlega er út í hött að skatta, eins og fyrirhugað var. Fer því vel á, að þessu hefir verið kippt burtu úr frv. Ég get ekki látið hjá líða í þessu sambandi að lýsa undrun á því, hversu fasteignaeigendur eru oft lítils metnir sera slíkir í umræðum, og þeir taldir heppilegir til skattlagningar. Þetta er í fyllsta máta ein- kennilegt, þar sem svo stór hluti íslendinga eiga sínar eigin íbúð ir, líklega hlutfallslega fleiri fasteignaeigendur en annars staðar í veröldinni. Við 1. um ræðu þessa máls ræddi fjár málaráðherra þetta sérstaklega og gekk út frá því sem vísu, að fasteignaskattar yrðu verulega hækkaðir, þegar endurskoðun á tekjum sveitarfélaga fer fram á næstunni í framhaldi af þessu frv. Ef það yrði nú ofan á við þessa endurskoðun, sem líklega er falin sömu embættismanna- nefnd, sem nú hefir skiiað af sér hluta af starfi með því frv., sem hér var lagt fram, nema henni verði þá breytt samkv. áskorun minni, þá efast ég stór- lega að slíkt frv. um stóraukna fasteignaskatta fengi betri mót- tökur hjá hinu virðuiega AI- þingi heldur en nú hefir orðið raun á með þetta frv. Auk allra þeirra einstaklinga, sem slíkir skattar myndu bitna á, yrði þó þunginn hvað mest ur á þeim er hlífa skyldi, þeim sem ekki hafa getu til þesa að eiga sjálfir þak yfir höfuðið. Ef stórauknir fasteignaskattar yrðu teknir upp, þá myndi leiguhúsnæði verða að hækka að sama skapi og kæmi þvf niður á þeim verst settu í þjóð félaginu. Eins og ég sagði áðan, þá hefi ég gert þetta að um- talsefni hér nú vegna ummæla fjármálaráðherra, einnig þar sem þessi hugsun er ofarlega í huga sumra sveitarstjómar- manna, sem væri kært að fá meira fé til ráðstöfunar. ÖNNUR ATRIÐI Nokkur eru þau ákvæði enm í þessu frv. þrátt fyrir allar þær breytingar, þar sem ekki hafa féngizt lagfæringar, enda óskiljanlegt hve það hefir bland azt inn í hugi embættismanna þeirra sem sömdu frv., að nauð syn bæri til að taka þar inn svo margar breytingar, sem ekki hafa neitt með tilgang frv. að gera þ.e. í beinu framhaldi af inngöngu okkar í EFTA og yfir lýsingu þá er ríkisstjórn gaf þar að lútandi. Afgjaldskvaðarákvæði samkv. 18. gr. fr. er eitt af þessum furðuákvæðum. Annað — skatt lagning bóta vegna altjóns sam kv. 4. gr. Gengistap uppfært sem eigin eign samkv. 12. gr. mætti nefna ásamt nokkrum atriðum til við bótar, sem tilgangslaust er að rifja upp, eins og nú er komið. Menn hafa velt því fyrir sér, hvort þær breytingar, sem nú verða væntanlega gerðar á skattalögum gætu stuðlað að því, að menn stofnuðu til margs konar starfsemi í félagsformi t.d. hlutafélaga samkv. A-kerfí með það fyrir augum að fá skattfrjálsan frádrátt í formi arðs fyrir sig og maka sinn t.d. endurskoðandi stofnaði hlutafé- lag um sína atvinnu, skósmiður inn, tannlæknirinn eða jafnvel að heimilishald færðist í A- hlutafélagsformi vegna skatta- ívilnana. Fj árhagsnefnd fékk til viðræðu við sig m.a. ríkisskatt- stjóra. Hann taldi sig hafa ráð undir rifi hverju og getu til þess að setja undir mismunandi leka á skattkerfinu, Þannig ætti að vera óhætt að treysta embætti hans í slíkum málum, ef menn reyndu að misnota þau ákvæði, sem frv. gerir ráð fyrir um skattfrjálsan arð A-félaga. Frjálsleg ákvæði á félagsform um tel ég til mikilla bóta og fyrirmyndar. Gott væri, ef ein- staklingar gerðu meira að því og skildu betur nauðsyn þess að vinna meira og betur saman. Einstaklingshyggja hjá okkur ís lendingum er allt of mikil. Það æm okkur vantar, eru einmitt stærri rekstrareiningar, ekki að hver og einn sé að hokra í Sínu horni. Sú stétt manna, sem hef ir skilið þetta á allra síðustu tímum, eru íslenzkir verkfræð ingar, sem fjölmargir hafa nú stofnað til félagsstarfsemi um kunnáttu sína og störf á félaga grundvelli. Það er gefið mál, að með fé- lagslegri samstöðu næst betri árangur fyrir þjóðarheildina og einstaklingana sjálfa. Þetta á við bæði hvað viðkemur verk- fræðingum og öðrum, sem einnig hafa aðstöðu til að starfa einir síns liðs. Ólafur Bjömsson tók dæmi um Jón Jónsson í hlutafélagsfarmi, sem ég átti erfitt með að skilja, og tel þvl ekki ástæðu til að ræða. Skattfrelsi takmarkaðs hlutj arðs úr A-hlutafélögum er að mínum dómi uppörvandi til auk innar hagsýni og félagslegrar uppbyggingar, sem okkur íslend ingum er bráðnauðsynleg. Margt fleira mætti ræða í sambandi við þetta frv. en ég vil hlífa þingdeildarmönnum við lengri ræðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.