Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 17 Siguröur Pétursson, gerlafrædi ngur: það á að efla niðursuðuiðnaðinn 1 upphafi þessa máls er nauð- synlegt að taka það fram, að þeg ar talað er hér um niðursuðu- verksmiðjur, niðursuðuiðnað og niðursuðuvörur, þá er átt við hvort tveggja: niðursoðnar vör- ur, sem eru sterilar og hafa nokkurra ára geymsluþol, og niðurlagðar vörur, sem eru ósoðnar, en i eru sett rotvarn- arefni, og hafa mjög takmarkað geymsluþol. Það raá segja, að niðursuðu- iðnaðurinn á Islandi eigi sér orð ið nokkuð ianga sögu, en hún er að sama skapi, hvorki við- burðarík né glæsileg. Fyrsta ökráða heimildin um útflutning á íslenzkum niðursuðuvörum er í Þjóðótfi 19. októbér 1863, en þar segir, að Ritsdhe, sem var enskur laxakaupmaður, og hóf hér niðursuðu í Borgarnesi 1858, „hafi nú flutt út með sér 9000 pund af niðursoðnum laxi og 18000 pund af niðursoðinni ýsu.“ Ekki hefur fyrirtækið vist reynzt arðvænlegt, því að ekki fara af því meiri sögur. Senni- lega hefur verið hægt að fá hærra verð fyrir laxinn og ýs- una á annan hátt. Ekki er hér síðan getið um útflutning á nið- ursuðuvörum, fyrr en á árunum 1912—1914, en þar mun hafa ver Tf ÚTFLUTT NIÐURS0ÐIÐ 00 NIÐURLAGT FISKMETI 1070 Teetund ■ Tonn Þús. kr. Kr./kg. Caffalbitar 219-7 36.758 167.32 Sildarflök 125.3 16.578 132.27 Kippers 273.2 32.929 120.53 Smjörsíld 218.7 10.012 45.77 SJólax 105.4 16.129 153.07 Kavíar 66.7 14.873 222.94 Þorskhrogn 139.4 6.391 45.85 Þorsklifur 40.2 3.578 89-04 Síldarsvil 8.5 1-559 182.74 Rækja 17.5 3.144 179.31 Murta 8.1 951 117.35 Annað 8.1 904 1230.8 143.806 ið um að ræða fiskbollur frá ir augum. Sumar þeirra hafa Pétri M. Bjarnasyni á Isafirði, hætt, aðrar dregið fram lífið en hann hóf þar niðursuðu árið með þvi að framleiða fyrir inn- 1908. Ekki varð þetta fyrirtæki lendan markað, en örfáar hafa heldur langlíft. Gerðist nú ekk- náð sómasamlegum árangri í út- ert á þessu sviði, fyrr en 1936 flutningsframleiðslu. er hafin var niðursuða á rækju á Isafirði og 1938, þegar sett var upp niðursuðuverksmiðja S.I.F. i Reykjavík. Síðan hafa verið sett ar hér upp margar niðursuðu- verksmiðjur með útflutning fyr- UTFLUTT NIÐURS0ÐIÐ OG NIÐURLAGT FISKMETI 1912-1970 1500 1400 1300 1200 1100 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 ..lll liJll 0 BH-35 *36'37‘39‘39 '40‘41 '4243'4*'45'46'47 '4a’49 '50'51 '52 '53'54'55 '55'57 '58'59 '50'61 '52'63'64'65 '66'67'68'69 '70 Bezt verður saga islenzka nið ursuðuiðnaðarins sögð með því að gefa yfirlit yfir útflutning á niðursoðnum og niðurlögðum fiskafurðum á liðnum árum. Á línuriti I, sem sýnir útflutn inginn á árunum 1912 til 1970, kernur greinilega í ljós, hversu erfiðlega hefur gengið að ná tök um á þessari grein útflutnings- framleiðslunnar. Sveiflumar eru stórar. Toppurinn 1940— 1941 er stríðsfyrirbrigði, en toppurinn 1946—1951 er einkum að þakka Fiskiðjuveri ríkisins, sem þá sauð niður bæði þunn- ildi og sildarflök. Eftir djúpa lægð á árunum 1952—1957 tek- ur útflutningurinn aftur að vaxa, fyrst vegna sjólaxfram- leiðslu Matborgar, en síðan með árunum 1965—1966 vegna fram- leiðslu á gaffalbitum og síldar- flökum frá Sigló og Kristjáni Jónssyni, þorskhrognum frá Langeyri og S.I.S. og kippers frá Norðurstjörnunni. Hámarki nær útflutningurinn árið 1969, en svo dregur dálitið úr honum 1970, vegna minnkandi fram- leiðslu á niðursoðnum þorsk- hrognum. Hluti hverrar einstakrar teg- undar niðursoðinna og niður- lagðra fiskafurða í útflutningn- um árin 1935 til 1970 er sýndur í töflu I og á línuriti II. Mest áberandi eru þar sildarafurðirn ar: gaffalbitar og kryddsíldar- flök, kippers og smjörsíld, og svo þorskhrognin. Síðustu 2 ár in er og að færast vöxtur í sjó- laxinn og grásleppukavíarinn. TAFLA I ÚTFLUTT NIÐURSODIÐ 0G NIBUKLAGT FISKMETI. 1065 - 1Q70 T 0 N N Tegund 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 Gaffalbitar 86.0 111.3 163.7 316.4 354.3 371.0 396.2 219.7 Síldarflök 0.7 7.2 4.3 11.2 151.0 19.9 78.6 125.3 Kippers 173.0 217.3 284.0 273.2 Smjörsíld 66.3 146.0 99-4 218.7 Sardínur 122.1 26.8 116.2 40.8 Sjólax 50.6 26.8 10.6 32.1 105.4 Kavíar 10.9 9-3 15.3 26.5 16.8 21.0 31.1 66.7 Þorskhrogn 132.6 185.6 238.3 124.7 541.4 482.8 139.4 Þorsklifur 2.4 0.9 13-3 40.2 Rækja 23.9 58.2 56.4 13.4 29.O 30.5 20.9 17.5 Murta 45.6 35.3 44.3 41.9 15.8 1.8 11.3 8.1 Annað 3.1 1.6 0.4 16.6 Alls 339.8 380.7 681.3 1021.2 692.5 1204.5 1450.1 1230.8 Útflutningsverðmæti hinna einstöku afurða árið 1970 er sýnt á töflu II. Heildarverðmæti þessa útflutnings það ár var 144 miHj. króna. Er það 20 milljón- um meira en árið 1969, enda þótt magnið sé um 200 tonnum minna síðara árið. Verðmætustu afurð- irnar miðað við 1 kg eru grá- sleppukavíarinn, síldarsvilin, rækjan og gaffalbitarnir. Verð- mætisaukning er mest á gaffal- bitum, sjólaxi og síldarsvilum. 1 tonn af síld upp úr sjó gef- ur 360 kg af gaffalbitum, þ.e. 60.235 kr., sem að frádregnum er lendum kostnaði (18%) gefa ca 43 þús. krónur. 1 tonn af ufsa upp úr sjó gef ur 250 kg af sjólaxi, þ.e. 38.250 kr., sem að frádregnum erlend- um kostnaði (16%) gefa ca. 32 þús. krónur. Síldarsvilin eru beinlinis fundið fé. Þegar þau fara í úr- gang, verða þau nær einskis virði. En séu þau hirt, eins og gert er við framleiðslu á kipp- ers, má fá fyrir þau niðursoð- in yfir 180 kr. hvert kg (sbr. töflu II). Og þrátt fyrir þessa miklu verðmætisaukningu við niður- suðuna og niðurlagninguna, kvarta eigendur niðursuðuverk smiðjanna og segja, að endarnir nái ekki saman. Og hver er svo ástæðan fyr- ir því, að svo hægt og erfiðlega hefur gengið í niðursuðuiðnaðin um hér á landi? Það er þó viður kennd staðreynd, að hér er fá- anlegt mikið af því bezta hrá- efni, sem völ er á við Norður- Atlantshaf, bæði til niðursuðu og niðurlagningar á fiskmeti. Sigurður Pétursson. Þessari spurningu er ætlunin að reyna að svara hér á eftir. Þvi hefur verið haldið fram, að þær niðursuðuverksmiðjur ís lenzkar, sem vinna úr síld, ufsa, hrognum eða grásleppuhrogn um, geti ekki greitt íslenzkum framleiðendum, þ.e. útgerðar- mönnum, frystihúsum og saltend um, eins hátt verð fyrir þessi hrá efni og erlendu verksmiðjurnar. Þetta virðist í fljótu bragði óeðlilegt, þar sem úr síldinni, ufsanum og hrognunum, frystum eða söltuðum, eru unnar sams konar vörur í sams konar um- búðum, bæði í íslenzkum og er- lendum niðursuðuverksmiðjum. Þarna er sjáanlega um að ræða einhvern verulegan aðstöðumun hjá verksmiðjunum, annan en hráefnisverð, sem gerir þeim ís- lenzku samkeppnina svo erfiða. Er þá fyrst að bera saman að- stöðuna við sjálfa framleiðsluna. Við niðursuðu og niðurlagn- ingu á fiskafurðum, sem og öðr- um matvælum, koma eftirtaldir kostnaðarliðir með í reikning- inginn: 1) hráefni 2) umbúðir 3) vinna 4) fastakostnaður 5) flutningskostnaður 6) útflutn- ingsgjöld og 7) annar kostnað- Framliald á bls. 2L ÚTFLUTT NIÐURSOÐIÐ 0G NIÐURLAGT FISKMETI 1965-1970 GAFFALBITAR SILOARFLOK KIPPERS SMJÖRSIL0 SAR0INUR SJÓLAX KAVIAR Þ0RSKHR0GN Þ0RSKLIFUR RCKJA MURTA 100 200 300 400 500 600 T0NN ------►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.