Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 19 Stjórn og framkvæmdastjóri Stálfélagsins h.f. Frá vinstri: Jóhann Jakobsson, Sveinbjörn Jóns son formaður, Magnús Kristinsson, Haukur Sævaldsson, framkvæmdastjóri, Hörðiu- Sævalds- son, í varastjóm, en kom inn fyrir Bjarna Guðjónsson, sem forfallaðist og Tómas Vigfús- son. Á myndina vantar Svein Guðmundsson, sem er í varastjórn. — (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) S j álf stæðisf élögin á Snæfellsnesi — með mót og vorfagnaði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Snæfellsnesi efna á næstunni til nokkurra móta og vorfagnaðar í kauptúnum á Snæfellsnesi. Verður fyrsta mótið í Grundar- firði í kvöld, laugardag kl. 9 og mæta þar Jón Árnason alþingis- maður og Ellert Schram liigfræð ingur. Skemmtiatriði verða einn- ig á fagnaðimun. Næsta mót verður i Stykkis- hólmi laugardagskvöldið 15. þessa mánaðar. Sjálfstæðisfélögin hafa I vet- ur haldið sameiginlega fundi og mannfagnaði og hefur starf þeirra farið vaxandi. -— Fréttaritari. Eldur í matbar — Stálfélagið Framhald af bls. 32. staða til þess að taka skip til niðurrifs við strandlengjuna. Þar sem stækkun verksmiðjunnar myndi að öllum líkindum byggj- ast á innfluttu hráefni og út- flutningi fullunnar vöru er góð hafnaraðstaða nauðsynleg sem aðrir samgöngumöguleikar. • OKKUÞÖBF Á blaðamannafundinum kom fram, að af viðræðum stjórnar við fulltrúa orkusala hefur kom- ið í ljós að hvergi myndi nú- verandi dreifikerfi geta annað orkuþörf verksmiðjunnar, nema á þeim stað, sem verksmiðjunni hefur nú verið yalinn staður — fyrir norðan Straumsvik. Því miður er þó aðeins unnt að fá orku á því svæði á 220 kílóvolta spennu, og er mjög kostnaðar- samt að spenna hana niður í 10 kilóvolt, sem er sú spenna, sem verksmiðjan myndi þarfn- ast inn á eigið dreifikerfi. Eru því miklar líkur á að verksmiðj- an myndi þurfa að leggja eigin rafmagnslinu frá aðaldreifistöð við Geitháls, sem flytti 130 kiló- volta orku til hennar. Ekki eru talin nein vandkvæði á útvegun kælivatns til verksmiðjunar á þeim stað sem fyrirhugaður er í áætlanagerð. • BYGGINGAB Byggingar við fyrsta áfanga munu verða þær, að reist verð- ur um það bil 160 metra löng verksmiðjubygging. 1 stál- bræðslu, sem er um það bil 45 metra löng verður vegghæð um 11 metrar, en í valsbyggingu verður vegghæð um 6 metrar. Breidd verksmiðjuhúss verður 20 metrar. Við nyrðri hlið verk- smiðjuhússins og frá eystri enda þess verður 10 metra breið og 6 metra há viðbygging um 100 metrar á lengd. Þar er komið fyrir geymslum fyrir bætiefni og innmúringarefni, rúm fyrir rafbúnað og spenna, geymsla fyrir steyptar hleifar, rannsókn- arstofa, snyrtiherbergi, verk- stæði, mötuneyti og skrifstofur. Alls eru þessar byggingar um 30.000 rúmmetrar. Þá er sérstök kranabygging, sem verður hornrétt á verk- smiðjuhúsið við eystri enda hennar og er heildarlengd henn- ar um 100 metrar. Breidd krana- byggingarinar er 20 metrar og eru tilgangur hennar að skýla brotajárninu sem mest fyrir helztu rigningar- og snjókomu- áttinni — austanáttinni og þar með hindra það að snjór og ís setjist í hráefnið, sem skapað getur alvarlegt vandamál við hleðslu bræðsluofnsins. Siðan er reiknað með að framlengja megi kranabygginguna að ströndinni eða jafnvel á sjó út og getur þá brotajárnskraninn tekið allt að 10 smálesta stykki úr skipum, sem verið er að rifa. • AKÐSEMI Við arðsemisútreikninga er gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu stálbræðslunnar sé 410 milljónir króna og árlegt rekst- ursfé er áætlað 25 milljónir kr. Er þar gert ráð fyrir að bygg- ingar og jarðvinna kosti 60 milljónir, vélar og tæknibúnað- ur 252 milljónir, uppsetning véla 35 milljónir, bifreiðar 13 milljónir, tækniþjálfun starfs- fólks 9 milljónir, undirbúningur 5 milljónir, vélar og áhöld til verkstæðis 10 milljónir og vextir á byggingatimabili 26 milljónir króna. Innifalið í vélakostinum er fullkominn vélakostur til þess að vinna allt brotajárn. Áætlað er að verksmiðjan geti tekið til starfa í júlí 1973, verði ekki taf- ir á ákvörðunum um framtíð fyrirtækisins og að fjármögnun gangi snurðulaust. Starfsmanna- fjöldi verður 60 manns. Miðað við eigin fjármögnun 25% og að innlendur markaður fyrir steypustyrktarjárn sé 1973 10 þúsund lestir og vaxi upp í 12 þúsund lestir 1980, sem er mjög varleg spá, hefur stjórnin gert eftirfarandi rekstursáætlun: (Tölur í milljónum króna). ÁR 1975 1980 1982 Tekjur: Gjöld: Hráefni 234 227 232 og orka 48,5 55,0 56,2 Vinnulaun Vextir og 28,3 28,3 28,3 afskriftir 70,4 40,0 33,5 Ýmis kostn. 15,6 16,3 16,5 Skattar 22,7 27,5 29,6 Gjöld alls: Hreinar 185,5 167,1 164,1 tekjur: 48,5 59,5 67,9 Upphaflegt hlutafé Stálfélags ins h.f. var 500 þúsund krónur og voru hluthafar 50, hver með 10 þúsund króna hlut. Á hlut- hafafundi í apríl var ákveðið að auka hlutaféð í 1,5 miiljón kr. og hefur hluthöfum fjölgað tölu vert, þar eð aðeins lítill hluti stofnfélaga notfærði sér for- kaupsrétt sinn að hlutabréfun- um. Um hlutafjármögnun félags ins sagði Haukur Sævaldsson, framkvæmdastjóri m.a.: „Það er von félagsins að geta hafið framkvæmdir hið fyrsta og að verksmiðjan. geti tekið til starfa á miðju ári 1973. Er ástæða til að hvetja landsmenn til þess að taka þátt í hluta- bréfakaupum og minna á að hér er um að ræða fyrstu eiginlegu stóriðju á sviði stálgerðar hér á landi. Það hefur ætíð þótt merk ur áfangi í iðnþróunarsögu hvers lands, er stálgerð hefur verið hafin. Þær þjóðir, sem hafa stað ið framarlega á þessu sviði, standa efnahagslega í fremstu röð. Svo sem rekstursyfirlitið ber með sér er þetta fyrirtæki ekki aðeins þjóðhagslega hagstætt, heldur felast í því miklir mögu leikar fyrir fólk að fá eðlilegan arð af sparifé og tryggja sig fyr ir því að það brenni og rýrni 1 báli verðbólgunnar. Ber að hafa í huga að verksmiðjan framleið ir varning, sem fylgir heims- markaðsverði. Með nýjum lögum frá Alþingi er ýtt undir að fólk festi spari fé sitt í arðbærum fyrirtækjum með skattfríðindum. Með núver andi verðlagi sýna bráðabirgða útreikningar að á fyrstu 10 rekstrarárum fyrirtækisins yrðu hreinar tekjur félagsins milli 500 og 600 milljónir króna og vélar þess að fullu afskrifaðar. Hér er því gullið tækifæri fyrir almenning til þess að láta það fé sem er aflögu, vinna samtífn- is fyrir þjóðarheildina og fá af >ví verulegan arð.“ Þá getur framkvæmdastjóri fyrirtækisins þess að vilji menn t.d. kaupa 10 þúsund króna bréf í félaginu geti þeir greitt féð ipn með afborgunarskilmálum á 4 árum og bendir hann á að með þessu þyrftu aðeins 1000 aðilar að greiða 25 þúsund krónur ár- lega í fjórum áföngum til þess að 100 milljón króna hlutafé safnist. — Togarinn Framhald af bls. 32. 1 viðtali við Hjálmar R. Bárð- arson, skipaskoðunarstjóra, um borð í björgunarskipinu i gær- dag kom fram að skipið stendur enn fast að aftan, en hefur hins vegar lyfzt nokkuð að framan. Sagði hann að ef þessar tilraun- ir við að dæla sjónum úr togar- anum á strandstað bæru engan árangur, yrði giripið til þess ráðs að lyfta togaramum með filot- pröimimunum, sem björgunar- skipim tvö fluttu með sér frá Noregi. Ef til kemur að þurfi að nota flotprammana verða allir fjórir festir við togarann. Þegar þeir hafa lyft togaranum verður reynt að þétta kjöl hans betur en áður en hann verður dreginn inn í fjöru i Isafjarðarkaupstað, þar sem athugað verður hvað hægt er að gera við togarann. - EFTA Framhald af bls. 32. umini. Von er á fyrstu fundar- mönnnnum í dag, en þar á með- al eru Sir John Coulson, fram- kvæmdastjóri EFTA í Genf, Sví- inn Babeus og Svisslendingurinn Vacker sem næstir lioniun eru að tign. Fundur ráðgjafanefndarinnar hefst kl. 10 á mánudaginn í Loft- leiðabótelinu. Á þeim fundi verð- ur rædd þróun mála innan sam- takamna síðusitu mánuði og lögð fyrir fundinn skýrs'la um sarnan- burð á verði á ýmsum neyziu- vörum í Evrópu. 1 ráðgjafa- nefndinni eiga sæti fulitrúar ýmissa viðskipta- og launþega- samtaika. Niðurstöður fundarins verða lagðar fyrir ráðherrafund- inn. Ríkisstjórn íslands mun bjóða fréttamönnum þeim sem fylgj- ast með fundunum í ferðalag á laugardaginn kemur og á mið- vikudaginn heldur Gylfi Þ. Gisla- son menntamálaráðherra fund með blaðamönnum þar sem hann fjalilar um islenzk efna- hagsmál. í GÆRMORGUN kom upp eld- ur í matbar flotaforingjaklúbbs ins á Keflavíkurflugvelli. Kvikn aði í út frá eldUnartækjum og barst eldurinn upp eftir loftræsti kerfi hússins og í þak þess. — Enginn maður var nálægur er eldurinn kom upp, en sjálfvirkt viðvörunarkerfi gaf slökkvilið- inu á Keflavíkurflugvelli þegar 6 sækja um Hóla ÚTRUNNINN er umsóknarfrest ur um skólastjóraembættið við Búnaðarskólann að Hólum, en embættið veitist frá og með 1. júní næstkomandi. Umsækjendurnir eru: Harald ur Árnason settur skólastjóri að Hólum, Hjörtur E. Þórarinsson bóndi að Tjöm í Svarfaðardal, Pétur Sigtryggsson kennari að Hólum, Sigfús A. Ólafsson menntaskólakennari í Reykja- vík, Stefán Sch. Thorsteinsson, sérfræðingur hjá Rannsóknastofn im landbúnaðarins og Sveinn Hallgrímsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi fslands. — Forsetahjónin Framhald af bls. 3. einn stærsti framleiðandi í heimi á sviði gastækja og raf- eindatækja og sem framleiðandi lækningatækja, m.a. framleiddi AGA eina fyrstu hjarta- og lungnavélina 1954. Það var Nóbelsverðlaunahaf- inn dr. Gustaf Dalén, sem stofn aði AGA árið 1904. Nú hefur AGA-fyrirtækið um 50 dóttur- fyrirtæki í 30 löndum, en aðal bækistöð þess er á Lindingö við Stokkhólm. Tæplega 15 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu og heildarvelta sl. ár nam um 18 milljörðum íslenzkra króna. Forsetinn skoðaði fyrst og fremst þá deild fyrirtækisins, þar sem unnið er smíði raf- eindatækja. f tilefni heimsókn- arinnar var látið logsjóða í málmplötu vangamynd af for- setanum og var lokið við mynd ina að honum aðsjáandi. Hún var 1 eðlilegri stærð og vó tvö kíló. Síðan verður skjöldurinn festur á eikarplötu og færð- ur forsetanum. f heimsókninni var forsetanum og fylgdarliði hans sýnd sérstök hitabylgju myndavél og teknar með henni myndir af forsetanum, en myndavél þessi, sem m.a. er notuð til að leita að krabbameini sýnir mismunandi hitastig hinna ýmsu líkamshluta. Sagði forset inn við það tækifæri, að það væri gott að vélmenningin væri ekki komin svo langt, að hún gæti lesið hugsania hins al- menna manns. Að lokinni heim sókninni til AGA sagði forsetinn að hann hefði haft mjög gaman af henni og hún hefði verið hin fróðlegasta í alla staði. Meðan forsetinn skoðaði AGA var forsetafrúin á Ásöbergets- barnadagheimilinu, sem er ný stofnun byggð í öldnu og virðu til kynna hvað væri á seyði. — Kom slökkviliðið þegar á vett- vang og tókst því að ráða nið urlögum eldsins á 10 mínútum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli varð tjón af völdum brun ans lítið og má þakka það hinu sjálfvirka viðvörunarkerfi, sem komið hefur verið upp í húsinu. legu umhverfi, en flestar bygg-. ingarnar þar eru frá lokum 17. aldar. Við byggingu dagheimilis ins var lögð áherzla á að varð- veita sem bezt hin aldna og virðulega svip Ásöbergets. Heim ilið getur tekið við 73 börnum og er skipt niður í deildir fyrir priggja mánaða til 5—7 ára börn. Forsetafrúin sagði eftir heimsóknina að bamaheimilið væri „einkar heimilislegt og notalegt" og kvaðst hún hafa haft mikla ánægju af að skoða það. í fylgd með forsetanum á AGA var Bertil prins hertogi af Halland, en Sibylla hertoga- ynja af Vasterbotten fylgdi for setafrúnni á Ásöberg. Klukkan 13,00 bauð Stokk- hólmsborg forsetahjónunum til veizlu í Ráðhúsinu, en meðal annars eru Nóbelshátíðirnar haldnar í því húsi. Þar var boðið upp á kolarúllur í humarsósu, skógarsnípu og suðrænan ávöxt fylltan með berjum og á eftir drukku gestir kaffi. Með þessu voru svo borin fram viðeigandi vín og koníak með kaffinu. f veizlubyrjun var skálað fyrir forseta íslands og leikinm þjóð söngur íslands og síðan var skál að fyrir konunginum sænska og leikinn konungssöngurinn. Und- tr borðum var leikin sígild tón- list, en veizlu þessa sóttu um 300 gestir. Ráhús þetta er hin virðulegasta bygging, skreytt ýmsum sögulegum myndum, m. a. trónar á endavegg í veizlu- salnum Birgir jarl, sá sem stofn setti Stokkhólmsstað á sínum tíma. Klukkan 15,00 höfðu forseta- hjónin boð inni fyrir fslendinga í Svíþjóð í Þjóðminjasafninu og sóttu það boð um 300 manns. f kvöld héldu forsetahjónin gest- gjöfum sínum veizlu á Grand Hotel og sóttu það boð um 100 manns. Þar var boðið upp á skjaldbökusúpu, fiskirétt í kampavíni, íslenzkan lamba- hrygg og ís með viðeigandi kampavíni og öðrum léttum vín um. í veizlunni skálaði konung ur fyrir forseta íslands, konu hans og íslenzku þjóðinni og for setinn endurgalt skálina og mælti fyrir skál Svíakonungs, sænsku ríkisstjórnarinnar og sænsku þjóðarinnar. Á morgun eru forsetahjónin gestir sænsku ríkisstjórnarinn- ar og heimsækja þá m.a. Upp- sali. Heimsókninni lýkur síðdeg ia á morgun og koma forseta- hjónin heim með Gullfaxa ann að kvöld. Það sem snýr að fréttamönn- um í þessari heimsókn hér 1 Svíþjóð er góð fyrirgreiðsla í alla staði, sem bæði Norðmenn svo ekki sé talað um íslending? gætu lært mikið af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.