Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAÖUR 8. MAl Í971 Minnzt hjónanna: Hjartar Cyrussonar og Sigurrósar Hans- dóttur frá Hellissandi í dag verður til hinztu hvíld- ar borinn frá Langholtskirkju í Reykjavík Hjörtur Cyrusson, Nökkvavogi 17, Reykjavík. Hjörtur var faeddur að Önd- verðarnesi á Snæfellsnesi 26. júlí 1891, sonur merkishjónanna Guðrúnar Björnsdóttur og Cyr- usar Andréssonar. Cyrus var þekktur maður um allt Snæfellsnes sökum hjálp- semi, hógværðar og ráðvendni, og allir, sem kynntust honum, báru traust til hans. Hann vildi hvers manns vanda leysa. Voru þau Öndverðarneshjón samhent í öllu starfi, og frá þeim er mikill ættstofn kom- inn, vel gefið og vandað fólk. Eitt sinn, þegar neyð fólksins vár sem mest á síðasta fjórð- ungi nítjándu aldar, algjört aflaleysi og aldrei hægt að kom ast á sjó, leið fólkið á Öndverð- arnesi algjöran bjargarskort. Fóru þá tómthúsmenn til Ólafs- vlkur, þar var verzlun, en án árangurs. Ekkert vörulán veitt. Þegar svo var komið, fór Cyr- us til Ólafsvikur og gekk í ábyrgð fyrir plássmenn, svo þeir gátu björg fengið. Um vorið glæddist afiinn, og allir, sem Cyrus gekk i ábyrgð fyrir, greiddu sína úttekt að fullu. Eftir 26 ára búskap, þar af 7 í Hólahólum og 17 ár á Önd- verðarnesi, missti hann Guð- rúnu, konu sina. Þau höfðu eign azt 9 böm, tvö dóu ung, en hin komust til fullorðinsára, 2 syn- ir og 5 dætur, og var Hjörtur þeirra yngstur, aðeins 7 ára, er móðir hans lézt. Öll voru börn þeirra Nes- hjóna mjög vel gefin til munns og handa; systurnar skáidmælt- ar, einkum Sigurlaug og Sigríð- ur, og öU eru börnin orðlagt gæðafólk. Hjörtur ólst upp hjá frænd- fólki sínu, þar til hann náði þeim þroska að stunda sjó mennsku á þilskipum. Hann var snemma afburða duglegur og kjarkmikill. Hann gerði út ára- skip á móti föður sínum, en var ekki formaður sjálfur. Árið 1916 kvæntist hann Sigur rós Hansdóttur frá Einars- lónL Þau byrjuðu búskap á Sandi, bjuggu lengst við Kefla- víkurbæ, sem var ábúðarjörð. Þar stundaði Hjörtur jöfnum höndum búskap og sjó- mennsku. Það þurfti mikinn dugnað til að stunda sjóróðra t Móðursystir mín, Guðfinna Vernharðsdóttir, andaðist að Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund 6. maí. Jarðarförin ákveðin síðar. Verna Jóhannsdóttir. hvern dag sem á sjó gaf og hirða svo um skepnurnar, þegar að landi var komið, en þegar elztu dæturnar komust á legg, hjálpaði Guðrún móður sinni við innanbæjarstörf, en Guð- björg, sem var næst elzt, hjáip- aði til við að stunda skepnurn- ar og útiverkin. Það liggja mik- il störf eftir Hjört á Sandi, bæði félagsleg og verkleg. Jörðina bætti hann og ræktaði mikið. Honum féll aldrei verk úr hendi. Búskapurinn var hon- um meira að skapi en sjó- mennskan. Á Sandi var hann einn af aðalstofnendum verka- lýðsfélags Hellissands og for- maður þess félags um margra ára bil. Ég fullyrði, að margir þar vestra hafa notið og njóta bættra lífskjara fyrir hans að- gerðir. Hjörtur fylgdi jafnaðarstefn- unni alla tíð og lagði fram krafta sína til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Árið 1935 fluttust þau hjónin frá Sandi suður til Keflavíkur og tveim árum síðar til Reykja- víkur, þar sem þau byggðu stórt og vandað hús að Nökkva vogi 17. Hjörtur vann afar mik- ið við húsbygginguna, stundaði almenna verkamannavinnu á daginn, en vann að húsbygging unni eftir að dagvinnu lauk. Eftir 1940 lá Hjörtur margar erfiðar sjúkdómslegur og var oft tvisýnt um líf hans. Fimm síðustu ár ævinnar var Hjörtur farinn að heilsu. Gat hann nú ekki stundað vinnu lengur, en dvaldist að mestu hjá Öldu dóttur sinni og Guð- mundi manni hennar, enda höfðu þau íbúð í húsi þeirra Hjartar og Rósu. Þau Hjörtur og Sigurrós voru samhent í öllu starfL Það þarf mikið þrek, samstarf og stjórnsemi til að koma upp svo stórum og mjög mannvænlegum barnahópi. Hjörtur átti einn son áður en hann kvæntist. Hann heitir Bald ur og er búsettur á Sandi. Hjóna bandsbörnin eru 9. Þau eru: Guðrún, gift Erlendi Guðmuhds syni, búsett í Reykjavík. Guð- björg, ekkja, búsett í Reykja- vik, Hansina, gift Eyjólfi Eyj- ólfssyni, Vatnsnesi, Vestur- Húnavatnss., Hörður, kvæntur Kristbjörgu Benediktsdóttur, Reykjavík, Sigrún, ógift, Reykjavik, Cyrus, kvæntur Guð laugu Magnúsdóttur Reykjavík, Sigurhans kvæntur Helgu Guð- mundsdóttur, búsett í Reykja- vík, Alda, gift Guðmundi Guð- brandssyni, Reykjavík, Hreinn kvæntur Önnu Hafsteinsdóttur, Reykjavík. Öll voru bömin fædd á Sandi nema Hreinn, hann fæddist í Keflavík. Hjörtur andaðist á heimili Öldu dóttur sinnar þann 3. þ.m., umvafinn éistúð barna sinna og barnabarna. Sigurrós var fædd að Einars lóni 30. apríl 1898. Foreldrar t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR FRÍMANIM BJÖRIMSSON, múrari, Laugateigi 32, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. maí klukkan 1.30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, ögn Jónsdóttir. hennar voru Ingibjörg Péturs- dóttir frá Malarrifi og Hans Ólafsson, búsettur í Einarslóni. Ingibjörg var vel greind og orð- lögð dugnaðarkona. Hans var dugnaðarmaður, vel gefinn, skáldmæltur, hafði létt og milt lundsLrfar, kátur og glaður í við mótl, hvernig sem ytri aðstæð- ur voru. Sigurrós fluttist strax til föður síns og fósturmóður, Sigurbjarg- ar Vigfúsdóttur, sem var mikil gæðakona. Þar naut hún ástúð- ar og bHðu meðal hálfsystkina sinna, þvi Ingibjörg móðir henn ar, þurfti fyrir mörgum, ungum börnum að sjá, hafði misst mann sinn og með sínum frábæra dugnaði kom hún sínum mjög mannvænlegu börnum upp. Árið 1916 giftist Sigurrós Hirti Cyrussyni, þá 18 ára göm- ul. Rósa, því svo var hún jafn- an kölluð, hafði erft kosti beggja foreldra, frábæran dugn að og stjórnsemi móðurinnar og hina léttu lund föðurins. Hún stjórnaði heimiM sinu með hin- um mesta myndarbrag, var sam hent manni sinum í öUu starfi, bjó honum hlýtf ->g gott heimiii. Börnin fæddust með stuttu milU bili. Það þarf meira en meðal- dugnað tii að ala upp, stjórna og móta niu barna hóp. Allt þetta fórst Rósu snilldarlega úr hendi. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykjavíkur, þurfti Hjörtur að liggja á sjúkrahúsi margar þungar sjúkdómslegur og var stundum tvísýnt um lif hans. Færðist þá þungi heimilishaids ins meir og meir yfir á herðar Rósu, sem reyndist þeim vanda vaxin með aðstoð barna sinna, sem þá voru farin að létta und- ir við lífsstarfið. Á síðastliðnu hausti kom ég á heimiM þeirra Hjartar og Rósu. Hjörtur var þá nær þrotinn að lífskröftum og Rósa hafði þá tekið þann sjúkdóm, sem leiddi hana til dauða. Á meðan ég stóð við og ræddi við hana, komu barnabörnin að rúmi hennar, Þau yngstu leituðu eftir að halda i hönd hennar og vera sem nsest henni, önnur biðu við dymar og horfðu til ömmu sinn- ar, þar sem hún lá sjúk í rúmi sinu. Þessi móðir, sem svo mörg- um börnum, sínum og annarra, sjúkum og heilbrigðum, hafði á liðnum áratugum veitt móður- lega blíðu, gat enn, þótt sjúk væri, veitt barnabörnum sínum svaladrykk frá lind hins móður- lega kærleika. Sigurrós andaðist þann 11. desember 1970 meðal barna sinna og barnabarna, og var jarðsungin i Reykjavík að við- stöddu miklu f jölmenni. Þau Hjörtur og Sigurrós voru í heiminn borin sitt hvorum meg in við Svörtu-Loft Hún i Ein- arslóni, hann á Öndverðarnesi. Þar í milH er sviðið, þar sem úthafsöldur i endalausum röðum þreyta sitt lokaskeið að landi, slá hörpu aldanna, meitla berg- ið og móta hina klettóttu strönd. Bergið nötrar undan átökum þeirra og hvítir sjólöð- ursstrókar stiga hátt i loft upp. Við slíkar hamfarir náttúruafl- anna skynjar maðurinn sinn vanmátt Börn, sem alast upp í svo nánu sambandi við náttúruna sjálfa, ógnir hennar og kyrrð, mótast ósjálfrátt þar af. Þau verða kjarkmeiri, taka hverju, sem að höndum ber með jafnað- argeði, gleðjast hóflega í með- læti og láta mótlætið sem minnstri röskun valda. Þau leita athvarfs hjá sjálfum Guðdómn- um, sem einn er þess megnug- Haraldur Minning Fæddur 27. maí 1923. Dáinn 20. april 1971. Við sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu sem guð oss gaf. M.J. í hinum mikla hraða hinnar jarðnesku tilveru sést mörgum yfir þá staðreynd, að jarðMfið er sambland af ranglæti, kviða, áhættu og þjáningum. Þeir sem ekki hafa orðið fyrir mótlæti og erfiðleikum, sjá og líta á jarðlíf- ið sem nokkurs konar paradís. En hjá þeim, sem orðið hafa fyr ir til dæmis óbætanlegu heilsu- tjóni, blasir við önnur mynd til verunnar, sem ekki tilheyrir lífs þægindum augnabliksins. Hinn framiiðni kunningi minn, Harald ur Hannesson, sem nú hefur kvatt sinn jarðneska ævidag, gat ekki sökum likamsskerðingar á öðrum fæti tekið beinan þátt í hinum mikla og tilgangslitla hraða, sem einkennir þjóðfélag- ið í dag. Þó var hann samt, þrátt fyrir það, ótrúlega hress og glað ur og tók sínum örlögum með festu og viljastyrk. Þó að hann gæti stundum verið dáMtið glens fullur á yfirborðinu, þá bjó samt Hannesson á bak við það hreint hugarfar. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, sagði mein- ingu sína, en faldi ekki neitt á bak við hræsninnar tjald. Vestur á Snæfellsnesi leit hann sitt bernskunnar ijós, en í Reykjavík átti hann svo að mestu leyti sín hérvistarár. Frá björtu kvöldi minningarinnar geymist litrík mynd i huga eftir lifandi ástvina. 1 gegnum blekk- ingarþoku efnishyggjunnar skín ljós trúarinnar. Á bak við hið tilgangslitla kapphlaup um ekammvinn gæði jarðUfsins getur búið annar og meiri tilgangur heldur en sýnist vera. Ég vil enda þessa stuttu grein með er- indi úr minningarljóði, sem er innfært í hina íslenzku sálma- bók og votta um leið skyldfólki hans, konu og dóttur, mína sam úð og hluttekningu. Af eiMfðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. E.B. Þorgeir Kr. Magnússon. ur að kyrra hamfarir náttúr- unnar. Þessi einkenni lýstu sér glöggt í fari þeirra Hjartar og Sigurrósar. Þau voru bæði trú- uð og treystu á guðlega vernd. Nú er löngum ævidegi ykkar lokið. Framundan eru lönd ljóss, Ufs og friðar á nýjum lifssvið- um, handan við fortjald dauð- ans. Um leið og ég votta börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð, bið ég þeim blessunar Guðs á ókomnum tím um. Karvel Ögmundsson. Landverndar- fundur FYRSTI fulltrúafundur Land- vemdar á þessu ári verður hald inn á laugardaginn kemur. — Fundurinn fer fram á Hótel Sögu. Hefst hann kl. 10,00 og lýkur samdægurs. Fundurinn hefst með ræðu formanns, Hákonar Guðmunds- sonar. Eftir hádegi verða um- ræður um störf Landverndar að ýmsum verkefnum á næstunni. Ingvi Þorsteinsson hefur fram- sögu um landgræðslustörf áhuga fólks. Amþór Garðarsson mælir fyrir skrásetningu náttúrufyrir- bæra og staða, sem ástæða er til að vernda eða hlynna að. — Viihjálmur Lúðvíksson ræðir um mengunarráðstefnuna og starfsgrundvöU fyrir Landvemd að mengunarmálum í ljósi henn ar, en Örlygur Hálfdánarson ger ir grein fyrir umgengnisherferð sumarsins. Að fundinum loknum verður fulltrúum gefinn kostur á að skoða bandaríska bókasýningu, „Mannlífið og umhverfið", sem nýkomin er til landsins, og verð ur opnuð almenningi þann 11. þessa mánaðar. Að gef nu tilefni ATHUGASEMD við gTein er birtist nafnlaus í Morgunblaðinu 7. april s.l. og ber yfirskriftina „Vikulegar ferðu' læknis til Þórs hafnar“: 1 niðurlagi greinar þessarar segir orðrétt: „Héraðslæknirinn á Vopnafirði hefur þjónað Þórs- hafnarlæknishéraði undanfarin ár. Hefur hann komið þar viku- lega hið minnsta og hafa ekki fallið niður ferðir s.l. 2 ár“. Fyrirsögn og niðurlag greinar þessarar er i senn viMandi og rangt og breytir í engu þeirri ömurlegu staðreynd, að engin við hlitandi læknisþjónusta hefur verið á Þórshöfn undanfarin tvö ár. Ferðir Vopnafjarðarlæknis hafa verið óreglulegar og við- dvöl hans svo stutt hverju sinni að aðeins fáum hefur komið að gagni. Almennt heilbrigðiseftir- iit hefur nánast ekkert verið, enda ekki hægt um vik, þar sem verulegur hluti byggðarinnar i Þórshafnarlæknishéraði er í yfir 100 km fjarlægð frá Vopnafirði og yfir tvo f jailvegi að fara, sem teppast í fyrstu snjóum á haust- in og eru lokaðir mestan hluta vetr£Lr og fram á vor. Undirritaður hefði heldur kos- ið að sjá á prenti einhverjar til- lögur frá heilbrigðisyfirvöldum landsins um lausn heilbrigðis- þjónustumálefna i dreifbýU, en nafniausar greinar, sem gefa í skyn að ástand þessara mála sé ekki eins alvarlegt og af er lát- ið, eru léleg sárabót fyrir íbúa Þórshafnarlæknishéraðs. Fólk í læknishéraðinu hefur verulegar áhyggjur út af þvi, að ómögu- legt hefur reynzt að fá heilbrigð isráðuneytið til að auglýsa lækn ishéraðið laust til umsóknar eins og önnur héruð, sem svipað er ástatt um, og engrar viðleitni hefur orðið vart tíl að fá lækni í héraðið af ráðuneytisins hálfu, þrátt fyrir margítrekaðar beiðn- ir heimamanna. Með fyrirfram. þökk fyrir birt- inguna. Pálmi Ólason, Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.