Morgunblaðið - 13.05.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐHO, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1971 Nú er fœkifœrið Tek að mér viðhald á barðviðarhurðum, úti og inni, ásamt fleiru. Upplýsingar í síma 26198 & 84003. KJÖRORÐ OKKAR ER VANDVIRKNI. Einbýlishús Til leigu er nýtt og mjög glæsilegt einbýlishús í Fossvogs- dalnum. Tilboð er greini fjölskyldustærð, sendist Mbl merkt: „Hús — 7507". Sfýrimann og netamann vantar á humarbát sem landar á Suð-Austurlandi. Upplýsingar í síma 50418. Götunarstúlka Tryggingarfélag óskar eftir að ráða stúlku við IBM götunar- vélar nú þegar. Nokkur reynsla æskileg. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „7073". LAGERMADUR Duglegur ungur maður óskast til lagerstarfa hjá heildverzlun í sumar. Eiginhandarumsóknir sendist afgreiðslu blaðsins sem fyrst merkt: „7508". Húsbyggjendur Trésmíðaflokkur getur bætt við sig verkefni. Upplýsingar í síma 19624—42465. 4ra herb. ibiíðir til sölu Ibúðirnar eru um 120 ferm. og verða afhentar tilbúnar undir tréverk og með ísettum ínnihurðum. Nánari upplýsingar á skrifstofunni Strandgötu 75, Hafnar- firði, sími 50393. BYGGINGAFÉLAGIÐ ÞÖR H.F. Vélritunarstúlka óskast nú á næstunni. Þekking á Norðurlandamálum og ensku nauðsynleg. Upplýsingar aðeins í skrifstofunni, en ekki í síma. JOHN LINDSAY HF., Garðastrætí 38. Bílavarahlulir til sölu Til sölu er afturöxull fyrir Henchel HS 14 vörubifreið. Vökvasturtur fyrir vörubifreið og Deutz mótor 130 ha. loft- kældur. Hlutir þessir eru nýlegir og lítíð notaðir. Nánari upplýsingar á bífaverkstæðinu Rauðalæk, sími um Meiri-Tungu og á kvöldin í síma 99-5142. KETILL ÞÓRÐAR- SON - Minning Hversu hugur og hönd, nú, í hrímgaðri rós, reisti og nam hér lönd, leiddi og tenti Ijós, lífinu til heiðurs. 1 íátækt var fæddur fjarri öllu prjáli; forðum ei saddur, né sat að búandsrjáli. Enn einn vetur er liðinn í ára- safn aldar og sumarið tekið við, viðkvæmt og biðjandi. Samspil ljóss og myrkurs er dagsins spil og lifsins harmónía. 1 einum slíkum Ijósaskiptum CORTINA 1967 Til sölu er F.ord Cortina 1967. Upplýsingar í síma 10074 eða 32575 eftir kl. 6. EIGNARLAND Til sölu er nokkur þúsund fermetra eignarland við á, í ná- grenni Reykjavíkur. Heítt vatn (jarðhiti). Upplýsingar hjá Eignarsölunni, Ingólfsstræti 9, aðeins á skrif- stofunni, ekkí í síma. ÍBÚÐ TIL SÖLU 8 ára góð jarðhæð, 4 herb. og eldhús, 93 ferm. í þriggjaíbúða- húsi í Laugarnesinu er tíl sölu. Þeir sem óska frekari upplýsinga sendi nafn og simanúmer til afgreiðslu Morgunbl. fyrir 16. þ.m. merkt: „íbúð — 7073". IVautastoð Búnaðarfélags Islands við Hvanneyri óskar að ráða starfsmann frá 1. júní n.k. Búfræðimenntun æskileg. Allar nánari upplýsingar gefur Diðrik Jóhannsson. Sími: Hvanneyri. Til leigu óskast 1—2 herbergi með eldhúsaðstöðu og aðgang að baði fyrir starfsmann Raunvísindastofnunar Háskóla Islands við Dun- haga. Vinnusími: 21340, heimasími: 14026. Byggingaverkstjóri Verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða verkstjóra með starfs- reynslu við stjórn byggingarframkvæmda sem fyrst. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf sé skilað á afgr. Mbl. eigi síðar en 19. maí n.k. merkt: „Fram- tíðarstarf — 7449". Nauðungaruppboð sem auglýst var í 5., 7. og 8. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1971, á Hlíðarvegi 61, þinglesinni eign Sigurðar Daviðssonar, fer fram á eigninrti sjálfri þriðjudaginn 18. maí 1971 kl. 16. Bæjarfógetnn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 77., 79. og 81. tbt. Lögbirtingablaðsins 1970 á Álfhólsvegi 11, — hluta — þinglesinni eign Páls Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. maí 1971 kl. 11. Bæjarfógetinn i Kópavpgi. var það sem myrkrið hreif með sér elskaðan og virtan vin, heið- ursmanninn og öðlinginn, Ketil Þórðarson. Það er sem hugir manna staðni og hæfileikinn til rok- réttrar hugsunar gufi upp á einu andartaki. Svo snöggt, spyrja menn sjálfa sig og aðra. Skilningur á hverfulleik lífsins kemst svo sjaldan í gagnið, nema þegar um of seinan er. En einhvern tíma þurfa þó allir að líta í eigin ævispegiL Það getur enginn stöðvað frek- ar en fæðingar þessarar tilveru. Þegar fyrstu kímblöð uppvax- andi hríslu birtast, er ekki víst að umhverfið bíði þess eins, að verma þau sól og blíðu. Vorhret- in kynna engum komu sína fyr- irfram, þau bara koma, öllu og öllum á óvart. Þá er það líka um að gera fyrir hina ungu anga að standa sig, eða annars deyja. Úr harð- ærunum er það líka einmitt sem harðgerustu plönturnar vaxa upp. Ef efniviðurinn er sterkur, eykur mótlætið þar heldur á og bætir við lífsseigluna. Þannig var Ketill. Hann var einmitt sú hríslan, sem stöðug og seig renndi af sér allar hrið- ar og hret, enda var frumvöxt- urinn barátta við lífið allt frá upphafi. Svo styrkur var hans stofn, að af engum efnum öðr- um en eigin rammleik, gat hann alla daga veitt þeim hinum skjól og hlýju, sem minna máttu sín. Eftir fráfall konu sinnar, Soffíu Jónsdóttur þann 31. jan. 1963, var Ketill lengi að ná sér og líklega varð þar aldrei heilt um. En þau hjón voru slík fyrir- myndar hjón, að með einsdæm- um var. Og árin héldu áfram að líða, í einveru sinni hélt blessaður kallinn minn áfram þeirra starfi að hjálpa og treysta öðrum brautargengi. Svo dreifð og um- fangsmikil varð starfsemin, að hún náði heimsálfanna milli. Elsku kallinn minn, orðin verða svo lítil og fátækleg þeg- ar lýsa þarf einhverju stóru og áhrifaríku, sem þú allur varst, að mér er hreint orðfall, sem svo mörgum öðrum. En verkin tala sínu máli, minnisvarðar þínir eru fleiri en einn og tveír. Góðir menn gera aðeins góð verk og góð verk lifa lengur en önn- ur verk. Ég veit þér líður nú vel, elsku vinurinn, Sossa þín hjartfólgnust allra, hefur undirbúið komu þína, sem þú áttir skilið og sem henni var jafnan lagið, í ást og rausn. Guð var alla tíð með þér, ég skal reyna að vera ekki eigin- gjörn og sakna þín og gráta. Þú sást hlutina jafnan í allt öðru Ijósi en flestir aðrir. Ég skal reyna að höfða til skyn- seminnar, sem þú jafnan kennd- ir og skilja að nú líður þér bezt. Þakka ég Guði að hafa fengið að kynnast þér og njóta' þinna einstöku eiginleika. Fyrir hönd okkar allra sem þig þekktum. Þin hjartans einlæg um alla tlð, Guðrún Þórs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.