Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 19 r- Guðfinna Stefáns- dóttir, Brennu Fædd 11. október 1895. Dáin 5. maí 1971. Maimma iwín! Ekki grunaði mig, þcgar þú komst til okkar á Hæðarenda 5. april, að mánuði seinna værir þú 51L Þú, sem veittir oklk'ur öll- um svo mikinn styrk og hlýju, er við vorum ráðvillt og magn- vana er dauðann haíði borið að á svo mistounnarlausan hátt. Já, þú varst alltaf svo sterk þótt þú sjálf hefðir orðið fyrir mlitolu andstreymi í ISfinu, en þú treystir guði. í>að sem var hans vilji var einnig þinn vi'lji. Ég þaktoa þér, elsku mamma fyrir harm Þór, sem þú tókst að þér, þótt efnin væru lítil og oft þröngt i búi, þú varst alltaf vak andi yfir velferð hans, enda fór hann með gott veganesti frá þér. Hún amma var það bezta, sem hann átti og minningin um þig yerður ætíð fögur og hrein. Hún nafna þín, og maður hennar, sem ekki geta verið hér og fylgt þér síðasta spölinn, þakka þér alla ástina og um- hyggjuna, sem þú ávallt sýnd- ir þeim og fyrir ynd- islegu stundimar sem þau áttu svo oft með þér heima á Brennu. ÖU systkinin toveðja þig með ást og virðingu. Það var alltaf sérstakur Ijómi yfir litla húsinu otokar þegar amma á Bakka toom í heimsókn. Við hjónin kveðjum þig full- viss um, að þin bíður farsæl heim tooma og ástvinimir, sem fam- ir eru taka á móti þér. Þessi vissa léttir okkur sorg- ina. Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Bára Þórðardóttir. ÞAKKARORÐ Nú, er þú, kæra vintoona hef- ur leytst landfestar og siglt út á móðuna miklu, streyma minn- ingamar að oktour svo bjartar og lifandi. Þó getum við varla trúað því, að þú sért horfin að fullu, því svo ótrúlega fljótt dundi þetta yfir. Þú sem fórst að þvl er virtist allheillbrigð frá heimiM sonar þíns og tengdadótt ur, að kvöldi hins 4. þ.m. en komst svo aðeins þessa fáu metra heirn í íbúð þdna, þar sem þú fannst nokkrum mlnútum sið ar meðvitundarlaus, og kvaddir þessa jarðvist að morgni næsta dags. Fyrir nákvæmlega einum mán uði, hafði dóttursonur þinn elskulegur, verið burtkallaður á svo sorgflegan hátt, á svo að segja sörmu klukkustundum sói- arhringsins. Er þetta blind tilviljun, eða fyrirfram ákveðið af æðri stjórn, hver skilur það? Þú varst alltaf sama hetjan til síðasta dags. 1 hinztu eld- rauninni gaztu jafnvel miðlað öðrum af þreki þínu og raunsæi. Þegar eiginmaður þinn var burt kallaður, og þú stóðst ein með bamahópinn ykkar, varstu nægi lega stórlát til að neita utanað- toomandi aðstoð, og með stæltum vilja og styrk þess guðs, sem þú staðfastlega treystir, komstu þeixn öMum vel til manns, svo þau urðu hinir nýtustu þegnar síns þjóðfélags. Aldrei fáum við hjónin fúQ- þakkað þér órofa tryggð og vin áttu, og ógleymanlegar ánægju stundir, en falslausar bænir okkar fýlgja þér til fyrirheitna landsins. Guð biessi þig! Lára og Hjörtur. FBI: Telur fyrirvarann ólögmætan MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi íslenzkra bifreiðaeig- enda: Með tilvísun til þess fyrirvara sem tryggingarfélögin hafa haft samstöðu um og látið skrá á kvittanir fyrir ábyrgðartrygging um bifreiða, þar sem þau áskilja sér rétt til hækkunar eftir 1. september n.k., þá vill stjórn F.f.B. taka fram að hún telur þennan fyrirvara ólögmæt- an. Stjórn F.í.B. hefur fullan skilning á því að eðlilegur rekstrargrundvöllur tryggingarfé laganna er hagsmunamál bif- reiðaeigenda. Með bréfi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis dags 5. maí sl., hefur F.f.B. verið boðið að taka þátt í 7 manna nefnd til að endurskoða „skipulag og framkvæmd ábyrgðarkerfis bif- reiða“. Með tilvísun til þessa IESIÐ DRCIECR mun fulltrúi F.Í.B. taka sæti í þessari nefnd. Suður-víetnamskur brynvagn í frumskógunum. — Kambódía Frainhald af bls. 17 framvarðarstöð hans í Tay Ninh í Suður-Víetnam. Mikil ringulreið fylgdi í kjölfar dauða Tris. Eftirmað ur hanis, Nguyen Van Minh hershöfðingi, var ókunnugur áætlunum Tris, gætinn og tregur til að hætta á mikið mannfall. Hann skipaði árás arliðunum að hörfa, svo að þau gætu notið vemdar bandarískra sprengjuflugvéla. Árásarliðin sameinuðust að lokum, og hörfuðu saman suð ur á bóginn til Þjóðbrautar 7, þar sem þær komu sér fyr ir í varnarstöðu. s-s#l AÐGERÐUM HÆTT Um leið og árásarliðin komu sér fyrir í varnarstöðu, urðu þau fyrir hörðum eld- flauga- og fallbyssuárásum Norður-Víetnama. Suma daga var skotið allt að 500 sprengi kúlum á stöðvar Suður-Viet nama. Um miðjan síðasta mánuð hafði Minh á prjónunum á- forrn um 16 kílómetra sókn frá Þjóðbraut 7 til þess að freista þess að koma aðgerð- unum af stað á nýjan leik, áður en hinar miklu monsún rigningar hæfust. Hætt var við þessar ráðagerðir mjög snögglega og engin skýring gefin á því. Liðsforingjar á vígstöðvunum segja, að hætt hafi verið við þær vegna þess að tvær brynvæddar herdeild ir, sem höfðu verið gerðar ó virkar, voru enn í lamasessi. Ástæðan var skortur á vara- hlutum, sem seinkaði við- gerðum, vegna öngþveitis í birgðaþjónustu. „Birgðakerfi suður-víetnamska hersins er hægfara“, sagði liðsforingi nokkur og kvað ékki sterkar að orði. Liðsf oringj arnir sögðu að herdeildirnar tvær — 15. og 18. herdeildin — hefðu misst 30 af um það bil 100 skrið- drekum sínum og brynvædd- um flutningabifreiðum í bar- dögunum og af völdum jarð- sprengja og eldflauga- og fall byssuárása. 15. brynvædda herdeldin heyrði til Árásar- liði 3, og bandarískur ráðu- nautur sagði, að það lið hefði fengið verstu útreiðina. I MIKIÐ MANNFALL Mannfall í bardögunum í Kambódíu hefur verið mikið á báða bóga, einkum í sókn Tris og sumum stórskotaáráa um kommúnista á suður-'víet- namskar stöðvar á Chup- plantekrunni ög umhverfis hana. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 7.000 N- Víetnamar og hermenn Viet Cong fallið eða særzt til þessa. Suður-Víetnamar, sem segja að aðeins einn maður í liði þeirra falli á móti hverj um 10 úr liði andstæðinganna segjast hafa misst 600 menn fallna og 3.000 særða, en mannfall þeirra er talið meira. Bandarískir ráðunautar segja, að ýmislegt bendi til þess að nokkrir brynvagnar Suður-Víetnama séu komnir í lag og séu notaðir til njósna aðgerða í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Þjóðbraut 7, beggja vegna. „Ekkert bend ir til ferða óvinasveita á stærð við herfylki til 3. her stjórnarumdæmisins", sagðt liðsforingi nokkur. „Suður- Víetnömum hefur tekizt að halda þeim í skefjum". Ley niþj ónustustarf smenn skýra svo frá að hinum þrem ur herfylkjum Norður-Víet- nama og Viet Cong berist nú varahlutir eftir Ho Chi Minh- slóðanum um Suður-Laos. — „Margt bendir til þeas, að þetta séu óharðnaðir nýliðar, sennilega 15 til 20 ára gamlir, sem hafa nýlokið þjálfun i Norður-Víetnam. Þeir eru ó- kunnugir á þessum slóðum og komast ekki í hálfkvisti við þá sem þeir hafa misst“. v$| FLUTNINGAR STÖÐVAÐIR Áætlað er, að 59.000 her- menn Norður-Víetnama og Viet Cong séu í austurhluta Kambódíu, som liggur að 3. her9tjórnarumdæminu í Suð ur-Víetnam. Þar af eru 14.000 taldir bardagahermenn, hitt er varalið og hjálparlið. Suður-Víetnamar tefla fram 21 víglínustórsveit með um 11.000 mönnum handan landamæranna í 3. herstjórn- arumdæminu. „Aðalverkefnið nú er að stöðva hvers konar liðs- og birgðaflutninga úr norðri yfir Þjóðbraut 7 til Suður-Víetnam“, sagði banda rískur ráðunautur. Markús Bjarnason frá Rofabæ - Minning FRÁ sinni gömlu sóknarkirkju, að Langholti í Meðallandi, verð ur í dag til grafar borinn Mark- ús Bjarnason fyrrum bóndi í Rofabæ. Hann andaðist hér í Borgarspítalanum 5. þ.m., eftir skamma sjúkdómslegu, rúmlega 76 ára gamall. Markús var fæddur að Efri-Ey (Hól) í Meðallandi 8. febrúar 1895. Foreldrar hans voru Bjarni Markússon Jónssonar frá Bakka koti og síðari kona hans, Vilborg Bjarnadóttir. Fyrri kona Bjarna var Guðný systir Vilborgar, þær voru frá Melhól (Undirhrauni). Þau áttu einn son Runóif f. odd vita í Bakkakoti. Með síðari konu sinni eignað ist Bjarni 13 börn og komust 10 þeirra til aldurs. Markús var elztur af þessum mörgu systkinum. Var hann 14 ára þegar faðir hans andaðist. Vilborg hélt búskapnum áfram til að barnahópurinn þyrfti ekki að tvístrast. Kom því mikið starf og þung byrði á ungar herðar elztu barnanna. En ekki buguð ust þau, því að öll urðu systkin- in, sem upp komust myndar- og dugnaðarfólk. Eru þau flest enn á lífi. Markús bjó með móður sinni og systkinum þar til hann kvæntist 17. maí 1919 Guðrúnu Vigfúsdóttur frá Heiðarseli á Síðu, Árnasonar, þess er úti varð á Fjallabaksvegi. Bjuggu þau fyrst í Efri-Ey fá ár, en síðan um þrjá áratugi í Rofabæ og við þann bæ var hann því jafnan kenndur. Þau eignuðust 4 börn. Þóranna dó 5 ára en hin eru, Bjarni bryti á Bakka- fossi, Sigríður húsfrú í Reykja- vík og Óskar húsgagnasmiður hér í borg. Þau Markús og Guðrún hættu búskap í Rofabæ 1950. Fluttist Guðrún til Reykjavíkur og hef ur dvalizt hér Síðan. En á næsta ári fór Markús að Kirkjubæjar klaustri. Var hann þar í vist hjá Soffíu og Siggeiri og síðan Lárusi syni þeirra og Ólöfu konu hans til dauðadags. Vann hann húsbændum sínum af stakri iðjusemi og mikilli trú- mennsku og reyndist okkur öll um Klausturbúum hinn mesti greiðamaður, skemmtilegur og hugljúfur í allri viðkynningu, sem nú skal þökkuð þegar litið er til baka yfir mörg samveruár. Markús Bjarnason var félags- lyndur maður. Hann tók virkan þátt í starfi ungmennafélaga sveitar sinnar á yngri árum, var góður söngmaður og naut þess að iðka söng ef færi gafst, sótti því mikið mannfundi fyrr á ár um þótt ærið væri að starfa og aldrei slegið slöku við vinnuna og þær skyldur, sem lífið lagði honum á herðar. Markús Bjarnason tilheyrðl þeirri kynslóð, sem varð að vinna hörðum höndum til að komast af og engum dugði að liggja á liði sínu ef hann átti að sjá sér og sínum farborða. Ungur lilaut hann að leggja hart að sér til styrktar mörgum föð urlausum systkinum og alla ævi vann hann af iðjusemi og ósér- hlífni. Hann átti því á ævi- kvöldi yfir að líta langan og strangan starfsdag. Allir, sem nutu verka þessa mikla iðju- manns, þakka honum nú þegar leiðirnar skilja, senda eftirlií- andi eiginkonu hans, bömum, systkinum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur og blessa minn- ingu hans. G. Br.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.