Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 Markið var löglegt Ljósmyndari Mbl. Sveinn Þormóðsson tók heila myndaseríu af hornspymunni, sem leiddi til marks Islendinga í landsleikniun á miðvikudagskvöldið. Má á henni glögglega greina hvað g'crð- ist við mark Frakkanna, frá því boltinn kom fyrir, og þar til hann lá í netinu. Verður hvergi séð neitt leikbrot hjá íslendingum, hvorki að þeir hafi stjakað við markverðiniun, né vamarmönn- um. Má þvi ætla að dómaranum ha.fi missýnzt er hann dæmdi markið af. Á efri myndinni hefur markmaðurinn komið fram, en misst af boltanum, en á hinni neðri hefur dómarinn gefið merki og Frakkamir eru byrjaðir að fagna dómi hans. — og því verður ekki af heimsókn West Ham Lagfæringar á ardalsvelli Laug- AÐ undanförnu hafa KR-ingar verið að vinna að þvi að fá hið þekkta enska knattspyrnulið West Ham, hingað til keppni. Átti KR rétt á vorheimsókn að þessu sinni, samkvæmt reglugerð KRR, og tilkynnti í febrúar s.l. að félagið myndi nýta hana. Síð- an fengu svo KR-ingar fréttir um að West Ham færi til Ame- ríku í keppnisferð nú í vor, og hugðust þeir þá fá liðið til þess að leika héma. Nokkur aftur- kippur kom svo í málið, eftir að KSÍ ákvað landsleikinn við Noreg 26. mai, en á þeim tima átti West Ham að vera hér. Síð ar tókust svo samningar um að West Ham kæmi hingað og léki einn leik 31. maí. En þá kom aftur babb i bát- inn. Fyrirhugað er að gera gagn gerðar endurbætur á Laugardals vellinum, og treystu forráðamenn hans sér ekki til þess að gefa KR-ingum ákveðið loforð um að Bobby Moore — því miður kem- ur hann ekki. Hermann atvinnumaður — tvö þýzk lið sýna áhuga TVÖ þýzk fyrstu deildar lið hafa haft samband við Her- mann Gunnarsson, og leitað eftir þvi við hann, að hann komi til þeirra sem atvinnu- maður. Sagði Hermann i við- tali við Morgnnblaðið f gær, að alilangt væri síðan þetta mál hefði fyrst komið til, en það hefði verið að þróast nú að undanförnu. Deildakeppn- in i Þýzkalandi byrjar ekki fyrr en 15. ágúst, og þarf Hermann ekki að gefa ákveð- ið svar fyrr en að þeim tima kemnr. Hermann sagði að ennþá hefði hann ekki fengið ákveðin tilboð — liðin viidii fá hann út og sjá til hans þar, áður an þau biðu ákveðna npphæð. — Ég hef auðvitað töluverðan áhuga á þessu, sagði Hermaan, en maður verður að hugsa sig vel nm, og gæta þess að rasa ekki að neinu. Geta má þess, að fyrir skömmu keypti annað liðið, sem nú leitar eftir liðveizlu Hcrmann Gunnarsson. Hermanns, danskan leikmann fyrir 2,8 mUljónir króna. Var samningiirinn við hann gerð- ur til tveggja ára. völlurinn yrði tilbúinn þennan ákveðna dag. Urðu KR-ingar þvi að senda West Ham skeyti I fyrradag og tilkynna að þeir gætu ekki tekið á móti þeim. Er vissulega skaði að þvi að þetta fræga og skemmti- lega lið skuli ekki koma hingað, þar sem gaman hefði verið að sjá Bobby Moore og féiaga leika iistir sínar í kappieik við Islend- inga. Sumarbúðir KR SUMARBÚÐIR fyrir drengi á a'ldrinum 9—12 ára verða í skiða skála félagsins eins og undanfar in sumur, og hefjast þær 18. júnl n.k. Innritun fer fram I félags- heimili KR við Kaplaskjólsveg, sími 18177, daglega frá ki. 4—6 e.h., nema laugardaga og sunnu daga. Einnig verða veittar upp- lýsingar i síma 24523 i hádeg- inu og eftir kl. 6. e.h. SJÓNVARPS LEIKURIN Arsenal — I Sunday Times nýlega fjall- aði Tony Waddington, fram- kvæmdastjóri Stoke City, um bi'karleilk Arsenal og Liverpool, sem fram fór á Wembley s.l. laugardag. Waddington fjallaði um kosti og galla beggja liðanna og má glöggt sjá, að hann gjör- þekkir bæði liðin. Kann þvi mörgum sjónvarpsáhorfendum að þykja íhuganir hans forvitni legar, og fara þær hér á eftir i lauslegri endursögn: Arsenal virtist i byrjun ósköp áþekkt þvi og búizt var við, án nokkurra verulegra nýjunga í leikaðferðum, en eftir því sem leið á leiktimabilið óx styrkieiki þess stöðugt með miklum ár angri. Liðið er nú upp á sitt bezta. Liverpool hefur aftur á móti leikið eins og þrjú ólík lið á þessu ári. Liðið byrjaði með leií arnar frá síðasta leiktimabili og góðri vörn. Bill Shankiy festi þá kaup á Toshack og fann Steve Heighway, og nýr Liver- pool-andi var endurborinn. Lið- ið er nú einnig upp á sitt bezta. í framhaldi af þessum vanga- veltum skulum við ímynda okk- Steve Heighway — sókndjarfur framherji Liverpool ur að ég sé að spjalla við hvort liðið fyrir lei'kinn á laugardag og dragi fram veikleika og styrk leika hvors liðs. TIL LIVERPOOL LIÐSINS UM ARSENAL Markvörður: Bob Wilson er sennilega hugrakkasti markvörð urinn hér í landi. Hann kastar sér óhikað inn í þvögur innan vítateigsins. Hann er einnig fljót ari út en nokkur annar og þetta hefur í för með sér að hann get- ur verið oí fljótur á sér (mark- verðir eins og Clemence og Liverpool Banks breiða meira úr sér og gefa sér þannig meiri tima). Wil son er seinni i viðbragði á vinstri hlið, og flest mörk eru skoruð hjá honum þeim megin. Þannig skoraði Stoke fimm mörk hjá honum og þrjú þeirra vinstra megin við hann. Þá á hann það til að vera mistækur i úthlaupum á háar fyrírgjafir. Vömin: Arsenal leifcur eins konar svæðisvörn, valdar ákveð in svæði vallarins en ekki leik- menn. Bakverðir liðsins Rice og McNab skipta gjarnan og vaida hvor fyrir annan — sérstaldega þó McNab. En Arsenal hefur einn ljósan veikleika: McLintock og Simpson eru látnir leika á miðjum vellinum og Storey og Graham fyrir framan þá á vaill- armiðjunni. Þvi skortir oft nægi leg tengsl og styrkleika þarna á miðjusvæðinu. Stærstu mögu- leikarnir gegn Arsenal liggja hjá því liði, sem getur sótt á Bob Wilson — einn hugrakkasti markvörður landsins. þessu svæði. Þess vegna ætti Toshack að haida sig nærri Mc- Lintoek og senda stungusendmg ar á snöggu framherjana. Snögg skipting Liverpool úr vöm i sókn með bakverði Arsenal út á köntunum og opið gat á miðj- unni, gæti haft í för með sér að vöm andstæðingsins riðlaðist. Heighway er vopn Toshacks I þessari leikaðferð. Ef hann ætl- ar að beita sér út á köntunum ætti hann að sækja gegn Rice, sem er talsvert seinni á sér en McNab; hann lék hann oft grátt þegar þeir mættust nýlega á An- field. Miðjan og sóknin. Fyrir Arsen al hefur það úrslitaþýðdngu að ná tökum á miðjunni ef sókn þeirra á að takast. Liðið beitir einstæðri ferhym inigssókn, nota Radford og Kennedy sem miðframherja og Charlie George og Graham á hreyfingu bak við þá. Hugmynd in er, að Radford hiaupi aðaJlega inn í eyðurnar og dragi þannig Ray Clemence — „næstur S eftir Gordon Banks sem bcztt markvörður landsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.