Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 Helga Haraldsdóttir Þau bjuggu þar rúm 30 ár, eða þar til eftir fráfall foreldra hennar, að þau fluttust í hús þeirra að Vesturgötu 32. Bæði þessi heimili þeirra eru rómuð fyrir gastrisni og glæsi- brag. Helga verður ógleymanleg öll um þeim, sem þekktu hana, þó sérstaklega vinum hennar. Ekki aðeins sakir glæsileika og per- sónutöfra, heldur ekki síður vegna mannkosta og góðs hjarta lags. Hún unni öllu fögru og góðu í lífinu, og kunni kvenna bezt að auka birtu og yl í kringum sig og gleðja aðra, og með þvi lýsa upp gráan hversdagsleik- ann. — Já, þetta að gleðja aðra, var svo sterkur þáttur í lífi hennar, og sérstaklega þá, sem áttu bágt einhverra hluta vegna. Matthías Sveinsson kaupmaður - Minning AÐFARARNÓTT lokadagsins, 11. þ. m., varð Helga Haralds- dóttir, læknisfrú, bráðkvödd að heimili sínu Vesturgötu 32, Akranesi. Helga verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 15. mai, W. 14. Helga fæddist í Reykjavík, að Suðurgötu 4, 22. febrúar 1921. Hún var því aðeins fimmtug er hún andaðist. Foreldrar Helgu voru merkis- hjónjn Ingunn Sveinsdóttir og Haraldur Böðvarsson, Akranesi. Haraldur andaðist 19. apríi 1967 og Ingunn 25. febr. 1969. Þau voru bæði þjóðkunn. Böm þeirra voru Sturlaugur og Helga. Sturlaugur býr á Akranesi og stjómar hinum fjölþætta at- vinnurekstri, er foreldrar hans stofnsettu. Helga giftist Hallgrími Bjömssyni, lækni á Akranesi þann 1. júlí 1939. Þau áttu tvo syni, Hallgrfm og Gíste. (fóstur- sonur), sem báðir eiga heima á Akranesi. Gisli er kvæntur. HaHgrímur og Helga bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, utan þess tíma, um eitt ár, sem Hallgrímur var við framhalds- læknisnám í Ameríku. Helgu Haraldsdóttur þekkti ég t Móðir okkar, Bjarnveig Jónsdóttir, frá Hnífsdal, andaðist 14. maí. Sólveig F. Helgadóttir, Sigríður J. Helgadóttir, Pálína Helgadóttir, Tómas Helgason. t Konan mín, Guðrún Þorvaldsdóttir, andaðist að heimili sínu, Höfða, Vatnsleysuströnd 14. maí. Þórarinn Einarsson. t Eiginkona mín, móðir og fósturmóðir, Guðlaug Líney Jónsdóttir, andaðist að Hrafnistu 13. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Ingólfur Einarsson Bagnheiðnr Bjarnadóttir Elías E. Guðmundsson. t Hjartkær eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, Pétur Maack Jónsson, Bústaðavegi 109, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 17. mai kl. 3 síðd. Þeir sem vildu minnast hins látna, láti Hjálp- arsveit skáta eða Bústaða- kirkju njóta þess. Áslaug Sigurðardóttir Pétur Vignir — Kristjana Brynhildur — Elisabet Hilmar — Katrín Gunnar — Þórir Bernhard — Maria. frá því að hún var smátelpa. Vinátta var á milli mæðra okkar og kom Helga oft að Bræðraparti (heimili mínu). Á milli Helgu og yngstu systkina minna, Ingu og Jóns, sem voru á svipuðum aldri og Helga, var einlæg vinátta. Helga var yndislegt barn — bæði andlega og líkamlega séð — falleg, giaðvær og góð. Hún óLst upp á fögru heimili, þar sem ríkti sérstök reglusemi og viss agi, nýtni og þrifnaður. Foreldrar Helgu studdu mörg mannúðar- og framfaramál á Akraniesi, sem viðkunnngt er. Helga erfði þá elginleika í rik- um mæli. Mátti hún helzt ekkert aumt sjá og vissi hún af einhverjum, sem var hjálpar þurtfi, var hún boðin og búin til aðstoðar og sparaði hún þá hvorki tima né fé, því hjarta- gæzka hennar og hjálpsemi voru óþrjótandi. Tii þess var tekið hve Helga annaðist foreldra s5na vel í veik- indum þeirra. Veit ég að þau máitu það vel og voru henni þakklát. Svo mun otg um marga aðra — bæði skylda og vanda- laiusa. Helga starfaði í ýmsum félög- um á Akranesi að mannúðar- og framfaramálum, má þar m.a. nefna Kvenfélag Akranes's og Kirkjunefnd kvenna. Þar sem ég veit að aðrir muni mininast Helgu, sem eru þeim málum kunnugri en ég, fer ég ekki frek- ar út í þá sálma. En vist tel ég að þeir, sem störfuðu með Hélgu að félagsmálum, séu á einu máli um dugnað hennar og farsæld við þau störf. Vinátta mín — og systkina minna — við Helgu, hélzt alla tið. Margs er að minnast frá liðnum árum, þótt eigi verði það rakið hér. Við þökkum þér Helga, órofa- tryggð, umhyggju og hjálpsemi við okkur, foreíldra okkar og börn. Guð veiti sálu þinini frið og þroska. Eftiríifandi eiginmanni, son- um, bróður og öðrum aðstand- endum vottast hin dýpsta samúð. Lýk ég þessum fátæklegu minningarorðum með nokkrum Ijóðlínum stórskáldsins E.B.: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort iif, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðrí leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllurr. oss faðminn breiðir. Ólafur Jónsson. ÚTFÖR Helgu Haraldsdóttur fer fram frá Akraneskirkju í dag. Hún giftist Hallgrími Bjöms- syni lækni þann 1. júli 1939, og t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vinarhug við fráfall og jarð- arför, Elínborgar Björnsdóttur, frá Höfnum. Jón Benediktsson, börn og tengdabörn. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, Ara Þorgilssonar, Sökku. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Halldór Arason. 1 friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálm.) MATTHlAS Sveinsson er allur. Löngu stríði er lokið. Dauðinn var honum ávinningur. Við hann má nú segja: „Gakk inn í fögn- uð herra þins.“ Hann verður lagður til hinztu hvílu í heima- bæ sínum, Isafirði, í dag, 15. maí. Matthías var fæddur að Hvilft í Önundarfirði 16. október 1892. Hann lézt í Sjúkrahúsi ísafjarð- ar að kvöldi hins 9. þ.m., eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Hann var næstyngstur 9 systk- ina uppkominna, en tvö komust ekki á legg. Foreldrar hans voru Sveinn Rósinkranzson, bóndi og skipstjóri á Hvilft, og kona hans, Sigríður Sveinbjarnardóttir. Var föðurætt hans önfirzk, svonefnd Traðarætt, en móðurættin úr Breiðafjarðareyjum. Voru for- eldrar hans víða þekkt, sökum mannkosta sinna og atorku. Matthías ólst upp á fjölmennu og glaðværu heimili, þar sem trú og trúmennska skipuðu önd- vegi. Systkini hans voru þessi: Sveinbjörn, kaupmaður á Pat- reksfirði, kvongaður Vigdísi Markúsdóttur (bæði látin). Jón, bóndi, Hvilft, kvongaður Guðbjörgu Tómasdóttur (látin). Ólafur Th., skipaskoðunar- stjóri, (látinn) kvongaður Ölöfu Sigurðardóttur. Guðlaug, gift Finni Finnssyni, bónda, Hvilft, (látinn). Guðmundur, skipstjóri (látinn) kvongaður Ingibjörgu Björns- dóttur. Magnús, skipstjóri, (látinn), fyrri kona Jóhanna Pétursdóttir (lézt ung), seinni kona Guðrún Eiríksdóttir. Jóhannes, raffræðingur, lézt ungur. María, gift Leif Nilsen, prent- smiðjustjóra, búsett í Noregi. Þetta var glaðvær og gáska- fullur hópur, sem setti svip sinn á umhverfi allt á uppvaxtarár- unum. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Margrétar Jónsdóttur, Holtsgötu 18. Guðjón Kristmannsson, Kristín Þorleifsdóttir, Gunnar Kristmannsson, Árdís Sæmundsdóttlr, Ólaftir Kristmannsson, Ingibjörg Magnúsdóttir og barnabörn. Að þeirra tíma sið, gekk Matthías að öilum algengum störfum á unglingsárum sínum, og leysti þau af hendi með þeirrí alúð, sem honum var eig- inleg. 16 ára að aldri hleypir hann heimdraganum og fer til Patreksfjarðar, og stundaði þar verzlunarstörf um tveggja ára skeið. Síðan leggur hann leið sína til Englands, þar sem hann dvelur um hríð við nám. Kemur að því loknu heim og lærir rak- araiðn I Reykjavík. Að því námi loknu, flyzt hann svo til ísa- fjarðar á stríðsárunum fyrri og gengur þar, árið 1918, að eiga eftirlifandi konu sína, Bergþóru Ámadóttur, Gíslasonar, hins þekkta fiskimatsmanns, og konu hans, Kristínar Sigurðardóttur. Eignuðust þau tvö börn, Árna Kjartan, nú nýlátinn, og Guð- ríði, húsmóður í Reykjavík, gifta Jóhanni K. Guðmundssyni. Laust fyrir 1920 tekur Matt- hías að sér verzlunarstjórn í Bolungarvík, og er þar um fimm ára skeið, en flytzt þá aft- ur til Isaf jarðar og stofnar eigin verzlun, sem hann rak meðan kraftar entust. Auk verzlunar- innar hóf hann, ásamt Helga Guðbjartssyni, þekktum Isfirð- ingi, rekstur fyrsta kvikmynda- hússins á Isafirði, og ráku þeir félagar það, þar til það brann. Eftir 1930, þegar heimskrepp- an var í algleymingi, svarf að mörgum á landi hér sem annars staðar. Fór verzlunarstéttin ekki varhluta af þvi. En Matthías lét ekki bugast. Með hjálp konu sinn ar hélt hann verzluninni gang- andi, en greip jafnframt til iðn- greinar sinnar og opnaði nú rakarastofu, sem hann rak, unz Árni heitinn, sonur hans, tók við rekstri hennar. Alls starfaði Matthías rösk 50 ár að verzlun- arstörfum og rekstri. Hann var sómi stéttar sinnar. Honum var alls staðar treyst, sökum ráð- vendni og drengskapar. Þessi er staðreyndaramminn um líf Matthíasar Sveinssonar, yfirborðið, sem að umheiminum sneri. En sem betur fer, nutu þess margir, að mega skyggnast undir yfirborðið. Ljúfmennskan, kurteisin, hjálpsemin og sain- vizkusemin, öfluðu honum fjöl- margra vina fjær og nær, en óvildarmenn átti hann enga, þvi öllum vildi hann gott gera. Matthías var félagslyndur mað- ur, og nutu góðtemplarareglan og F’rímúrarareglan þar góðs af. 1 hinni síðarnefndu starfaði hann um áratuga skeið, og eru honum nú þökkuð fádæma vel unnin störf. Þótt Matthías legði ekki stund á sjómennsku, var hann þó sjón- um nátengdur og fylgdist vel með framvindu sjávarútvegs- mála, enda höfðu nánustu ætt- menn hans getið sér frægðar- orð á þeim vettvangi. Fræg var sigling föður hans á skútu sinni drekkhlaðinni, á flótta undan hafís, frá Horni til önundar- fjarðar, I vornorðanáhlaupi. 1 sortabylnum sá ekki út úr aug- Hún vildi svo sannarlega „lýsa þeim sem ljósið þrá og lifa í skugga". Helga var hefðarkona, ekki að sins að ættemi og útliti, heldur einnig í daglegri framkomu, vinaföst og trygglynd. Hún var vel greind, víðlesin og mjög músíkölsk og þegar vinir þeirra hjóna hugsa til góðra stunda á heimili þeirra, þá er kærasta minningin um það er Helga lék á píanóið og Hallgrímur söng með sinni ágætu rödd. Að lokum viljum við hjónin, börn okkar og fjölskyldur þeirra, senda Hallgrími, sonum þeirra og ættingjum Helgu, hug heilar samúðarkveðjur og Helgu hjartans þökk fyrir áratuga vin- áttu og tryggð. Blessuð veri minning hennar. Ásdís Ásmundsdóttir. um, nema einu sinni grillti í fjall. Siglingatækin voru þá að- eins kompás og logg, auk sekst- ants, sem ekki varð notaður í slíku veðri. Þar kom, að hann lét varpa akkeri, og síðan biða þess, að veðrinu slotaði. Að morgni næsta dags birti upp, og lá þá skútan framan við fjöru- steinana á bæ hans, Hvilft. Föðurbróðir Matthíasar, Páll á Kirkjubóli, bjargaði skútu þeirri, sem hann var á, með þeirri fádæma dirfsku og snar- ræði, sem lengi mun í minnum höfð, og fáir munu eftir leikið hafa. 1 ofviðri á hafi úti lagðist skipið á hliðina, komst sjór í segl, og var að þvi komið, að skipinu hvolfdi. Hentist þá Páll, með sníf i hendi, út stórsigluna og skar mikla rifu á seglið, svo að sjórinn seig úr, en skipið réttist. Ein víðkunnasta hetjudáð ætt- manna Matthíasar er afreks- verk það, er bróðlr hans, Guð- mundur skipstjóri, vann, þegar hann í síðustu heimsstyrjöld á leið til Englands á togara, bjarg- aði 353 brezkum sjóliðum af sökkvandi skipi. Lagði hann við það líf sitt og skipshafnar sinn- ar í hættu, því að kafbátar sveim uðu í kring. Fyrir afrek þetta var hann heiðraður á margan hátt, en þó hvað mest, er hon- um var veitt æðsta orða, sem Bretar veita erlendum þegni. Annar bróðir Matthíasar, Ólaf- ur skipaskoðunarstjóri, bar gæfu til þess í embættisnafni að viðurkenna gúmmibjörgunarbát- ana gegn andblæstri, en þeir hafa mörgu mannslífinu bjargað, og nú vill enginn án þeixra vera. Þá var það og skemmtileg til- viljun, að frumkvöðull vélbáta- aldarinnar á íslandi, Ámi Gísla- son, skyldi verða tengdafaðir hans. Orsök er til alls, og átti Matt- hías ríkulega skaphafnarþætti þessara ættmanna sinna, sem að ofan greinir. Ekki þurfti að biðja hann að gera sér greiða. Það gerði hann ótilkvaddur, eí hann taldi að þess þyrfti með. Mér, sem þessar línur rita, er minnisstæð erfið vetrarferð í háskammdeginu, sem ég ásamt bróður mínum fór milli ön- undarf jarðar og Isaf jarðar. Matt- hías vissi af ferðum okkar, fór á bíl inn fyrir Tungu, lengra var ekki hægt að komast, og beið okkar þar með hressingu, þegar við komum fannbarðir af f jallinu. Slíkur var Matthías. Is- firðingur var hann eðlilega orð- inn fyrir löngu, en við átthaga Framhald á bte. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.