Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1971 31 vörnina frá Kennedy, sem geti þá skapað sér marktækifæri. Aðalisáknarleikir Arsenal eru þessir: I fyrsta lagi byggir Charlie George upp snöggar skiptingar við Radford og Kennedy, eða hann heldur knettinum nógu lengi fyrir Kennedy til að hann komist inn fyrir varnarvegginn. Þetta eru aðallega jarðarsend- ingar og vert að hafa i huga að Kennedy er ekki sterkur með hægri fótinn. 1 öðru la.gi er það George Amstrong. Hann leikur eins og aukaframherji á báðum köntun- um og aðalhlutverk hans er að mata hina framherjana. Fyrir- sendingar hans eru einar þær beztu sem sjást í knattspyrnu. Vömin ætti að reyna að lama hann með þvi að þrýsta honum út að hliðarlínureum. Hafið einnig gát á Graham þegar hann tekur sprettinn bak við sókndna í átt að marki. Hann er stórhættuiegur þegar horn- „Charlie George — byggir upp snöggar skiptingar við Radford og Kennedy.“ spyrnur eða au-kaspyrnur eru á ferðinni. Og það er fleira. f>ið munuð verða vör við að Rad- ford, Kennedy og Graham munu hvað eftir annað gera áhlaup i átt að stönginni nær, í þvi skyni eingöngu að vil'la um fyrir vörn Inni meðan Charlie George og McLintock bíða fyrir aftan þá. En hafa ber í huga að vörn Liv- erpool er hin bezta í deildinni og bakverðir liðsins tveir eru stórir og sterkir með skalianum. Rádford mun nota löng innköst tii Grahams til að vippa knett- inum áfram í átt að marki. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að setja hávaxinn varnar- mann fyrir framan Graham. TIL ARSENAL LIÐSINS UM LIVERPOOL Markvörður: Að mínum dómi kemur Ray Clemence næstur á eftir Gordon Banks sem bezti markvörður landsins. Hann hef- ur prýðilegar staðsetningar, gott viðbragð og tækni, ekki sízt í loftinu. Þar við bætist að sam- kvæmt hefð leika markverðir Liverpool sem eins konar fimmti varnarleikmaðurinn bak við varn arvegginn, svo að þeir gæta svæðisins bak við hann, takist einhverjum framherjanum í liði andstæðingsins að sleppa fram- hjá rangstöðugildrunni. Það skyldi enginn undrast þegar CJiemence kemur langt út til að taka við hættuleguim sendingum jafnvel fyrir utan vítateiginn. Hafi hann einhverja veikleika, er það sá að hainn hættir sér stundum nokkuð langt út og hægt er að koma framhjá honum hæðarskoti rétt undir þverslá. Vörnin: Liverpoolvörnin er hin bezta I fyrstu deild, enda hefur hún aðeins fengið á sig 24 deildarmörk á þessu árL Liðið leikur hreinan ferning þarna aftast, og litlar stöðuvald anir milli bakvarðanna nema þeg ar aHt liðið sækir fram. Eftirlæt is staða þeirra er rétt innan við vaiilarhelming andstæðingsins þar sem þeir geta sent háar send ingar til Toshaoks. En það er tvennt sem gæti kostað að liðið fær á sig mörk. Ferninigsvöminni stafar hætta af örum skiptingum, sem valda því að framverðir eins og Kennedy komast í gegn. Og takist Charlie George eða Graham að halda knettinuim einhverja stund á vall arhelmingi Liverpool munið þið sjá öftustu vörnina dragast að honum, og sending á réttum tíima gæti opnað leið fyrir einhvern framherjann inn fyrir vömina. Veitið athygli samvinnunni milli Lloyd og Smiths. Lloyd er afar hávaxinn og staður leik- maður. Hann er seinn í vöfum en vinnur það upp með góðri tímaskynjun og staðsetningum. Hann er mjög góður á skalla. Miðjan og sóknin: Liverpool getur leikið með tvennum hætti á miðjunni. Liðið gefur stundum visvitandi eftir svæði til hins liðsins eftir aðeins stutta bar- áttu og leikmennirnir rjúka aft- ur í varnarstöðu. Þegar þeir hafa dregið hitt liðið fram, gera þeir skyndilega gagnsókn frá eigin vaUarhelmingi. Þetta hefur oft í för með sér spennandi leik, og getur verið afar aJdrifarikt fyrir andstæðinginn, sérstaklega þegar Steve Heighway sleppur laus. Hins vegar geta þeir notað Huges og HaM til að berjast um yfirráðin á miðjiunni og sótt frá köntunum með þvi að nota Tos- hack sem skotmark við stöngina fjær. Hughes verður þá að vinna með sama dugnaði og baráttu- gleði og Storey fyrir Arsenal. Liverpool getur þó vart teyft Arsenai að byggja upp sókn vegna gerviuppgjafar, og þess vegna skulu menn beina athygl- inni að baráttunni á miðjunni, er Bmlyn Huges snýst gegn Char- lie George fyrsta stundarfjórð- unginn. Þó að Liverpool sé ekki sér- lega frumlegt í sókn, eru send- ingar þess mjög nákvæmar og skipulegar. Lykilmaðurinn í sókn þeirra er Toshack með skall ann sinn. Hann er maður með takmarkaða getu á jörðu niðri en það kemiur ekki að sök; ein- vígið þennan dag mun standa milii hans og McLintock. Tos- haok getur skallað knöttinn af nákvæmni fyrir fætur nálægra sóknarteitenairnna, eins og Heigh- ways eða Evanis, og aðalógnun hans er fólgin i því, að hann get ur dregið miðframvörðinn úr stöðu sinni. Hraði Heighways er að sjálf- sögðu líka veigamikiH þáttur. Bezta vörnin gegn honum er að knýja hann út að hliðarlínu og hefta þannig frelsi hans. Nú, nokkra veikleika þarf að íhuga: Hughes t.d. hefur ekki sterkan vinstri fót og sama gild- ir um Caliaghan. Góð vöm, eins og Arsenal hefur á að skipa, ætti þvi að knýja báða þessa leikmenn í óþægilega aðstöðu. Leikurinn getur oltið á bar- daganum milii Hughes oig Char- lie George. Verði Hughes ofan á mun það opna ótal tækifæri fyrir hinn ógnvænlega hraða Heighways. V'erði George hins vegar ofan á ættu tiltcktir hans að gefa Arsenal það forskot sem liðið þarfnast. Leikmenn liðanna eru eftirtald- ir: Glímumenn Armanns og Víkverja er tóku þátt í bæn daglímunni * Bændaglíma Armanns og Víkverja haldin ÞANN 10. maí 1971 var kepphi í bændaglímu milli glímufé- Iagsins Ármanns og ungmenna- félagsins Víkverja, og fóru leik ar svo, að Ármann bar sigur af hólmi. Keppt var um verðlaunabik- ■ ar, sem Kjartan Bergmann Guð jónsson hafði gefið til þessaxar keppni. í reglugerð, sem fylgir bikarnum, segir, að bikarinn sé gefinn til varðveizlu elzta keppn isfyrirkomulags glímunnar, bændaglímunni. Keppt var í sjö manna sveitum og voru bændur Sveinn Guð- mundsson, Ármanni og Sigurð- ur Jónsson, Víkverja. Glímusveit Ármanns skipuðu auk Sveins: Kristján Tryggva- son, Grétar Sigúrðssón, Pétur Sigurðsson, Guðmundur Ólafs- son, Stefán Ólafsson og Þorvald ur Þorsteinsson. Glímusveit Víkverja skipuðu þessir menn auk Sigurðar: Hjálmur Sigurðsson, Gunnar R. Ingvarsson, Kristján Andrésson, Guðmundur Einarsson, Halldór Konráðsson og Óskar Valdimars son. Glímukeppni þessi var hin skemmtilegasta, vel og . drengi- lega glímt. Mesta yfirburði í þessari glímukeppni sýndi Krist ján Tryggvason, Ármanni, en hann er sonur hins kunna glímu kappa, Tryggva Gunnarssonar. Skíða- og gönguferð VALDIMAR Örnólfsson, íþrótta- kennari Háskólans, efnir til skíða- og gönguferðar fyrir stúd nta á Botnaúlur á morgun. Verður farið frá Háskólanum kL 10 f.h., og skulu þeir sem eiga skíði hafa þau með sér. Þá þurfa allir að taka með sér nesti. TVEIR LEIKIR TVEIR teikir fara fram í Reykja víkurmótinu í knattspyrnu um helgina. í dag leika Ármann og Valur (kl. 15.00) og á morgun leika Vikinigur og Þróttur (M. 20.30). 1. R. Wilson Z P. Rice 3. R. McNab 4. P. Storey 5. F. McLintocfk 6. P. Simpson 7. G. Armstrong 8. G. Graham 9. J. Radford 10. R. Kennedy 11. C. George 12. E. Kelly 11. maí voru 60 ár liðin frá því að knattspyrnufélagið Valur var stofnað. í tilefni afmælisins hefur félagið gengizt fyrir margs konar hátíðahöldum og mótum að undanförnu, og nú hefur félagið komið upp sýningu á verðlaunagripum og minjum í Málaraglugganum. Þegar Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari Mbl., var að taka mynd af glugganum, vildi svo vel til, að einn kunn- asti Valsmaðurinn, Ellert Sölvason — Lolli — áttl þarna leið hjá og tyllti sér á gluggasylluna meðan Ólafur smellti af. 1. R. Clemence 2. C. Lawler 3. A. Lindsay 4. T. Smith 5. L. Lloyd 6. E. Hughes 7. I. Callaghan 8. A. Evans 9. S. Heiighway 10. J. Thoshack 11. B. HaM 12. P. Thomi»son

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.