Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 32
1 fltorjpmlfrMifr nucivsincnR <£^-«22480 LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 Selja Rússum frystan fisk fyrir 635 millj. Verðfall á fiskmjöli Hærra söluverð en í síðasta samningi CNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um sölu á 8 þúsund tonnum af freðfiskflökum og allt að 6 þúsund tonnum af heil- frystum fiski til Sovétríkjanna að heildarverðmæti um kr. 635 millj. Á þessi fiskur að afgreið- ast fyrir miðjan desembermánuð Laxá í Kjós: 17 milljón kr. leiga 30-40% hækkun til bænda UM 17 niilljón króna samningur hefur verið gerður um leigu Laxár í Kjós fyrir tímabilið 1972—1974. Leigtiaðilar eru hin- ir sömu og hafa ána í sumar og sl. sumar, þeir Páll G. Jóns- son og Jón H. Jónsson. Gengið var frá samningunum fyrir viku. Leiguupphæð fyrir hvert ár fer stighækkandi, þannig að rúmar 5 milljónir króna verða greiddar fyrir árið 1972, en síð- asta árið verða greiddar rúmar 6 milljónir króna. Þessar upp- liæðir miðast við núverandi gengi dollarans, en ef gengið breytist kunna tölur þessar að breytast. Með þessum nýja samningi er Framhald á bls. 21 n.k. og er nú verið að ferma m.s. Hofsjökul, sem fer með fyrsta farminn upp í samning þennan til Murmansk við Hvitahaf. Söluverðið er allmiklu hærra en það var í síðasta sölusamn- ingi við Sovétríkin. Aðilar að samningnum eru Prodintorg, Moskvu, og SH og SIS. Undanfarnar vikur hafa etað ið yfir viðræður í Moskvu um sölu á 8 þúsund tonn- um af freðfiskflökum, aðal- lega karfa-, ufsa- og grá- lúðu-flökum, og allt að 6000 tonnum af heilfrystum fiski, einkum þorski, en einnig ufsa, lýsu, steinbíti, ýsu, keilu, löngu og flatfiski. Magnið er næsturn helmingi minna en það magn, sem selt var til Sovétríkj anna á sl. ári, en þá voru seld þangað 24.500 tonn af ýmiss konar freð fiski. Stafar þetta að nokkru af Albert og Arnfirðingur: Níu tonnum munar 1 FYRRAKVÖLD hafði Al- beit í Grindaví'k landað 1317 tonnum og Arníirðinigur 1308 tonnum. Voru þá aðeins eftir tveir róðrar á vertiðinni, en að undanifömu hefur verið mjög spennandi keppni á mffli bát- anna um 1. sætið, aflakóng- Framhald á bls. 21 minnkandi afla hér við land, en einnig af því, að Rússar kaupa engin þorskflök, en eins og öll- um er kunnugt, er þorskurinn uppistaðan í bolfiskaflanum hér við land og því erfitt að gera stóra sölusamninga um freðfisk- flök, sé hann ekki hafður með. Ekki er þó útilokað að síðar á árinu verði selt eitthvað við- bótarmagn til Sovétríkjanna. Fer það eftir aflabrögðum í sum ar og því, hvað við kaupum mikið frá Sovétríkjunum, en við skiptin við þau eru á jafnréttis- grundvelli, þannig að gert er ráð fyrir, að við seljum þangað, að verðmæti til, jafnmikið og við kaupum þaðan. Allur á fisk- ur þsssi að afgreiðast fyrir miðjan desember n.k. Þessa dag- ana er verið að ferma m.s. Hofsjökul, er fer með fyrsta farminn upp í samning þennan, rösklega 2000 tonn, til hafnar- borgarinnar Murmansk við Hvítahaf. Framhald á bls. 21 Þaff er ónæffissamt hjá Kristjáni kóngi 9. um þessar mundir, og aldrei veriff önnur eins umsvif síffan hann tók sér stöðu á Stjórnarráðsblettinum. Nú á líka aff koma gata þarna í gegn og friffurinn úti. Lækjargatan á sem sagt aff lengjast á kostnaff grasblettsins. 50 milljón króna samningur: 100 tonn af ýmsum litum og var málningin notuð á spjöld í til- efni byltingarafmælisins. Tveim- ur árum síðar keyptu Rússar svo 340 tonn af svörtu bílalakki frá Hörpu og skömmu siðar 120 tonn til viðbótar. Magnús Helgason, fram- kvæmdastjóri Málningarverk- smiðjunnar Hörpu hf., sagði Morgunblaðinu í gær, að Rúss- land væri eini erlendi markaður Hörpu. Það auðveldar mjög við- skiptin nú, að Rússarnir kaupa lakkið á tunnum en ekki í dós- um. Hefur Harpa boðizt til að selja Rússum allt að 3000 tonn- um á ári, sem er jafn mikið og ársnotkun hérlendis á málningu. Þessi 1000 tonn, sem fara til Rússlands, sagði Magnús vera allt að helming framleiðslu Framhald á bls. 2 kaupa hráefni af rússneska fyr- irtækinu fyrir röskar fjórar milljónir króna. Lakkið á Harpa að afgreiða á tímabilinu ágúst— nóvember i ár. Harpa og Soj- uzchimexport hafa átt viðskipti saman sl. 20 ár, en þetta er í fimmta skipti, sem rússneska fyrirtækið kaupir málningu af Hörpu. Harpa hf. hefur keypt hráefni af hinu rússneska fyrirtæki í um 20 ár. Fyrir 10 árum fóru Hörpu menn að hugleiða möguleikann á því, að selja Rússum eitthvað af framleiðslu sinni og 1961 fóru tveir menn þangað austur til að kanna aðstæður. Af sölu varð þó ekki fyrr en 1966, að Rússar keyptu 250 tonn af „Sígljáa" í dósum og seldust þau upp í verzlunum í Moskvu á einni viku. Árið eftir keyptu Rússar SAMNINGAR um sölu á 1000 tonnum af hvítu lakki — „Sí- gljáa“ — til Rússlands voru í gærmorgun undirritaðir af for- ráðamönnum Hörpu hf. og rússneska fyrirtækisins V/O Soj- uzchimexport í Moskvu. Verð- mæti þessara 1000 tonna — tæp- ar 6000 tunnur — er 50 miUjónir íslenzkra króna og skuldbatt Harpa sig um leið til þess að Hörpulakk til Rússlands Hjörtur Hjartarson setur stofnfund Fjárfestingarfélags fslands í Átthagasal Hótel Sögu I gær. F j ár f es tingar f élag Islands stofnað í gær Þegar hafa safnazt yfir 80 milljónir króna í hlutafé f GÆR var stofnaff í Reykjavík Fjárfestingarfélag íslands hf. Tilgangur félagsins er eins og segir í samþykktum þess aff efla islenzkan atvinnurekstur og örva til þátttöku í honum meff því aff fjárfesta í atvinnufyrir- tækjum og veita þeim fjárhags- lega fyrirgreiffslu og beita sér fyrir nýjungum í atvinnumálum. k____ Til stofnfundarins var boðaff af Verzlunarráffi fslands, Félagi ís- lenzkra iffnrekenda og Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Stofn- endur félagsins eru um 50, en þegar hefur safnazt hlutafé aff upphæð 82.4 millj. kr. Formaffur félagsins var kjörinn Gunnar J. Friffriksson. Hjörtur Hjartarson, formaður Verzlunarráðsins, setti stofn- fundinn og gerði grein fyrir að- draganda að stofnun félagains. Hugmyndin að stofnun félagsins kom fyrst fram á fundi hjá Verzlunarráði íslands. Síðan fluttu þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, Matthías Bjarnason og Pétur Sigurðsson frumvarp á Alþingi um stofnun fjárfesting- arfélags. Það náði hins vegar ekki fram að ganga, en var end- urflutt á þinginu 1969 til 1970 Framhald á bls. 21 hefur lækkað um 4 shillinga á eggjahvítueiningu Eftirspurn eftir fiskmjöli á er- lendum markaði hefur minnkað mikið það sem af er þessu ári og hefur það haft í för með sér að verð á mjölinu hefur fallið um 4 sliillinga á eggjahvítuein- ingu siðan fyrir áramót. Milli 60—70 þúsimd tonn hafa verið flutt út árlega frá íslandi nú síðustu árin og ef verðfall, eins og það sem nú er, kæmi niður á ársframleiðsluna myndi það hafa í för með sér að heildar- verðmætið minnkaði um 150 milljónir króna. Búið var að selja 30 þúsund tonn af heildar- fiskmjölsframleiðslu þessa árs fyrirfram, svo verðfallsins hefur enn ekki gætt hér, en að sögn Þórðar Þorbjarnarsonar for- stjöra Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins fer þess að gæta héð- an í frá. F orstjóri Rannsótoniaisitofmm- ar fiskiðnaðarins saigði eininig að hin minntoandi eftirspum ætti fyrst og frernst rætur sínar að rekja til of hás verðdaigs á fisk- mjöli í samanburði við verðlag á öðru eggjahvítufóðri, sem á markaðnum er. Einnig hetfur geysifleg tframleiðsla á fistamjöli í Perú haft áhrilf á verðflagið. Sagði Þórður að sem dæmi um hina mildiu fiskimjölsiframleiðslki Perúmiamma mættl benda á að þeir framlleiddu í marzmámuði sfl. 450 þúsund tonm atf fLstomjölli, em það mun vera algjört tfram- leiðslummet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.