Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLA.ÐEÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 19T1 i 4 22 0-2M RAUDARÁRSTÍG 3lj ■=-35555 1^ 14444 \fflim BILALEIGA HVERFISGÖTU103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 mmni-VW svefnvajn VVf 9 manna - Lsndfovsr 7mamii IITin BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Bilaleigan ÞVERHOLTI15 SÍMI15808 (10937) BÍLALEIGA * CAR RENTAL Tf 21190 21188 — <— - y * SENDUM BfLINN 37346 BÍLASALAN HLEMMTOBGI Sími 25450 " BÍLALEIGA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustars Suðurlandsbraut 10, s. 83330. Bílaleigan UMFERÐ Simi 42104 SENDUM § Fáðu mér beinið mitt, Gunna! Magdalena Ásgeirsdóttir frá Fróðá skrifar: „Herra ritstj. Morgunblaðs- ins eða velvirtur Velvakandi! Vilduð þér ljá þessari ieiðrétt- ingu rúm í heiðruðu blaði yð- ar? Þótt langt sé um liðið, síðan ævisaga sr. Árna Þórarinsson- ar kom út á prenti, las ég hana fyrst i endurprentuninni. Og mikil undur eru þar og mörgH Ég geri hér athugasemd við kaflann í 5. bók, bls. 276—279, „Fáðu mér beinið mitt, Gunna!“ 0 Mikið er, hvað moldin rýkur „Mikið er, hvað moldin rýkur", kom mér í hug, er ég las þessa frásögn manns, sem hvergi kom þar nærri atburð- um, en reynir að gera hlut sinn stóran á kostnað þeirra, sem geta ekki lengur svarað fyrir sig. Kristinn þessi frá Straum- fjarðartungu er frábær froðu- snakkur og fjörulalli! Hef hér ekki mörg orð um, en leyfi mér að birta hér frásögu þess aðil- ans í atburði þeim, er hér um bilaleigan AKBBAUT car rental scrvice r * 8-23-4? sendum ^ bílasafa GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Simar: 19032 — 20070 ræðir, sem enn er ofar moldu og man hann vel, og geta þá lesendur bókarinnar sjálfir bor- ið hana saman við kaflann um beinið hennar Gunnu. 0 Ferðasaga Guðjón Sigurðsson, smið- ur í Ólafsvík, segir: „Ég og Bergsveinn Haralds- son fórum þessa ferð 1930. Ferðinni var heitið inn að Fróð- á. Við fórum frá Ólafsvík, og Bergsveinn stýrði bílnum. Allt gekk vel, þar til við komum inn í Klif. Þá virtist mér eitt- hvað að bílnum; hann vann ekki upp brekkuna, eins og hann átti vanda til, og Berg- svéinn virtist taugaóstyrkur, svo að ég gaf bílnum hand- bensín, og komumst við þá upp með naumindum. Eftir það gekk ferðin sæmi- lega, þar til að við komum inn á hvarfið hjá Bug, en þá ætl- aði að líða yfir Bergsvein. Stönzuðum við þar, og hann fór út og lét goluna leika um sig svolitla stund, og leið þetta þá frá. Ég vildi þá stýra bílnum, en það vildi Bergsveinn ekki, og gekk nú allt eins og vera átti inn að Arnarhólseyrum, en þangað var ferðinni heitið. (Eyrar þessar eru vestanvert við Fróðá). Við stönzuðum þar. Fórum við báðir út og breiddum yfir vöru, sem þar var skilin eftir daginn áður, þvi að Fróðá var ófær vegna vatnavaxta. 0 Mannsleggur undir sæti Þegar lokið var við að breiða yfir vöruna, vantaði kaðal til þess að binda yfir breiðsluna, og fórum við því að ieita undir sætunum að kaðli. Kom þá í ljós — undir bíl- stjórasætinu — leggur úr manni. Segir Bergsveinn þá, að hann hafi fyrir skömmu verið beðinn um að koma þessum Söngskemmtun Samkór Kópavogs undir stjórn Garðars Cortes heldur söng- skemmtun í Gamla bíói í dag, laugardag, kl. 3 eftir hádegi. Flutt verður m. a. í konsertformi óperan TRAIL BY JURY, sem hlotið hefur nafnið RÉTTARHÖLD í íslenzkri þýðingu Egils Bjarnasonar. Einsöngvarar með kórnum verða: Rut L. Magnússon, Kristinn Hallsson, Snæbjörg Snæbjörnsdóttir og Hákon Oddgeirsson ásamt Agli Bjarnasyni og Erlingi Hanssyni. Hljómsveit annast undirleik. Aðgöngumiðar fást hjá Bókaverzlun Eymundssonar, Bókabúð Lárusar Blöndal, Bókab. Veda, Kópavogi og við innganginn. STJÓRN1N. Óskum eftir að ráða áreiðanlega og reglusama stúlku, eða pilt, ekki yngri en 16 ára, til sendiferða og fleira. Eiginhandarumsókn sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „Dugri- aður — 7669" eigi síðar en 25. mai næstkomandí. leggi til Magnúsar Kristjáns- sonar, líkkistusmiðs í Ólafsvík, svo að hann kæmist i kirkju- garðinn næst, þegar grafið yrði í Ólafsvík. Var það gert. § . . . og langar ekki Ég hef aldrei lesið neitt eftir sr. Árna og langar ekki til þess, og eftir mér getur eng- inn haft neitt annað en það, sem ég hér hefi skráð, og man ég ekki eftir að hafa sagt sr. Árna eða neinum um þessa ferð. — Guðjón Sigurðsson, smið- ur í Ólafsvík. Skráð 4. maí 1971." 0 Ævisaga séra Árna eða skáldsaga Þórbergs? Þetta er kveikjan að kafl- anum, sem hefst á bis. 276 í 5. bók sr. Árna. í fáfræði minni hélt ég, að um ævisögu væri að ræða, en ekki skáldsögu, — en svona getur manni skjátlazt. Með kveðju til Þórbergs rit- höfundar og Kristins frá Straumfjarðartungu. Magdalena Ásgeirsdóttir frá Fróðá.“ 0 Ástæðulausar óskir um nafnleynd Hér á eftir fer bréf frá annarri konu, en hún óskar eft- ir því, að nafn hennar sé ekki birt. Velvakandi verður við þeirri bón, þótt hann skilji ekki ástæður bréfritara. Bréf hafa meira gildi og vekja meiri eftirtekt, séu þau birt undir fullu nafni. Það skyldu bréfrit- arar athuga, sé þeim annt um, að skrif þeirra veki athygli. — Bréfritari er þekkt kona, og mundu lesendur að sjálfsögðu taka meira mark á orðum hennar en einhverrar nafn- lausrar konu. 0 Hrossaflutningar með flugvélum „Fullorðin kona“ skrifar: „Með ljósustu bernsku- og æskuminningum mínum hér í Reykjavík eru hrossaflutning- arnir með skipum til útlanda. Ég man stóru hópana, sem reknir voru eftir götunni, er ég bjó við. Skepnurnar á harða spretti, lafmóðar og sveittar, og hnakkakerrtir karlar með svipur á lofti, sem börðu fóta- stokkinn í gríð og erg. Ég heyrði móður mína stundum hvisla við sjálfa sig „skepnu- níðingar". Á þeim árum voru þesslr vinir okkar reknir úr grænum heimahögum sínum og sendir í kolanámurnar til ýmissa landa. Oð leiðin þangað var oft sannkölluð „píslarganga“. Ég minnist þess, hve skepnumar voru trylltar og hræddar, þeg- ar verið var að reka þær út í stóra uppskipunarbáta, sem fluttu þær út í flutningadall- ana á ytri höfninni. Þeir hest- ar, sem sýndu mótþróa, voru barðir með harðri hendi af til- finningalausum mönnum, jafn- vel sparkað I þá. Mér rann þessi meðferð til rifja. Síðan bættist við margra daga volk á sjónum, sem gerði það að verkum, að margir hestanna komust ekki heilir í höfn, að sagt var, og varð þá að skjóta þá. Nú er öldin önnur. Islenzku hestarnir þykja orðið lúxus- gripir erlendis, sótzt er eftir þeim til reiðar. En ennþá er við lýði hér á landi sami flutn- ingsmátinn og áður var, með skipum, en aðbúnaður allur mun að sjálfsögðu betri en áð- ur. Þó virðist, að sumir þeir, sem flytja út hesta, séu famir að rumska, og hafa hafizt handa um að flytja þá með flugvélum. Var þess nýlega get- ið í blaðagrein, að útflytjend- um þætti þetta borga sig, sér- staklega með reiðhestana, því að þeir hestar, sem fluttir eru sjóleiðis, væru oft lengi að ná sér. Þeir yrðu hræddir og óstýrilátir eftir langa sjóferð — og stundum stranga. Hins vegar virtust fárra stunda flugferðir ekki hafa nein áhrif á þá til hins verra. Ég sá nýlega í viðtali, sem Morgunblaðið átti við Pál. A. Pálsson, yfirdýralækni, í sam- bandi við hrossaflutninga, að hann lét þess getið m.a., að nú væri sem mest reynt að forðast sjóflutning á hrossum, en notaðar flugvélar í staðinn. Hér mun vera starfandi flug- félag, Fragtflug minnir mig að það heiti, sem kvað hafa allan útbúnað til flutninga á dýrum. Er nú ekki kóminn tími til þess, að gamla og úrelta fyrir- komulagið á hrossaflutningum sé afskrifað og nýtízkulegri flutningur viðhafður, svo að „þarfasta þjóninum" okkar, sem er að kveðja fósturjörð sína, megi líða sem bærilegast á leiðinni til nýju heimkynn- anna? Er þetta ekki mál, sem dýraverndunarfélagið ætti að huga að? Fullorðin kona.“ TIL ALLRA ÁTTA NEW YORK osla Alladaga REYKJAVlK Mánudaga L0FTLEIDIR 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.