Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 Prjónavélvirkjun Ungur maður óskast til að læra prjónavélvirkjun. Tilboð sendíst Morgunblaðinu fyrir 26. maí, merkt: „Framtíðaratvinna — 7667". 5-6 herb. íbúð óskast Upplýsingar í símum 22248 og 33450. Járniðnaðarmenn Járniðnaðarmenn óskast. Mikil vinna. Vélsmiðja Hafnarfjarðai hf. Molsveinor liskiskipnm Aðalfundur Matsveinafélags S.S.1. verður haldinn laugardaginn 22. maí kl. 4.00 e. h. að Lindargötu 9, uppi. Fundarefni: Lagabreytingar og fleira. Félagar eru minntir á að mæta vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Nýkomið Skógrindur og skóbakkar Vírgrindur og plast- skúffur í skápa. A J. Þorláksson & Norðmann hf. Sýningar í barna- skólum Hafnarfjarðar LÆKJARSKÓLI. — f tilefní af 50 ára afmæli Sambands íslenzkra barnakennara verður sýning á handíðum og teikningum nem- enda laugardaginn 22. maí kl. 14—19 og sunnudaginn 23. maí klukkan 14—22. ÖLDUTCiNSSKÓLI. — I tilefni af 10 ára afmæli skólans og 50 ára afmælis Sambands fslenzkra barnakennara verður sýning á vinnu nemenda laugardaginn 22. maí kl. 14—19 og sunnu- daginn 23. maí klukkan 14—22. Skemmtiatriði fara fram báða daga klukkan 16. Sýninganefndir. Ása Grímsson Minningarorð Fædd 18. maí 1892 Dáin 15 maí 1971. Síminn hringdi snemma á laug ardagsmorguninn 15. maí „Nú hefur hún vinkona þín íengið hvllldina." Þessi fregn kom ekki óvænt, en hún þýdcfi það, að nú var ein merkasta kona á Vestfjörð- um farin að heiman. f fornfrægu húsi við Aðai- stræti á Isafirði situr nú gam- ail maður aleinn, eftir 56 ára sambúð kemur Ása aldrei heim aftur. Hún dó inn í vorið, einmitt um sama leyti og hún áður fyrr var að flytja með bú og börn til sumardvaiar á þeim stað, sem þau hjón áttu sína sæilustu stundár á hásumri ævinnar, að Gilsbrekku í Súgandafirði. Dánardagur hennar er tákn- rætin, nú var hún að flytja að annarri Gilsbrekku. Ég var 9 ára þegar við flutt- umst í húsið handan við götuna, gömlu Ásgeirsverzlun. Það var dýrðlegt hús að alast upp í, með bólverki í kring, krambúð með glerhörðum sveskjum í skúffum, rykfaiiið tófuskinn uppi á vegg, romm- tunna á stokkum undir stigan- um, miðloft og dularfuUt háia- loft, þar sem öllu mögulegu var stungið undir sperrur. Þar voru þýkkir doðranitar, listilega skrifaðar verzlunarbækur, sem við i barnaskap rifum og not- uðum í húfur. Einn dag íann ég þar öskju fuHa af skrautleg- um kortum, með prúðbúnu pari og óskiijanlogum orðum á. Ég fiýtti mér fyrir götuna til Ásu og spurði hana hvað þetta væri. Og þá leylði hún mér í fyrsta en ékki i síðasta skipti að skyggnast undir handarkrika sinn. Hún fræddi mig um Isafjörð æsku sinnar, sagði mér sögu gömlu húsanna og frá fóikinu, sem þar hafði átt heima, frá veizlum, sem til var boðið með skrautlegum kortum, prentuðum á dönsku, frá miklum átökum bæði persónulegum og stjórn- máJalegum. Hún hafði mikla frá sagnangáfu, enda fluggáfuð kona og orðfim. Hún gat virzt dáJítið kulda- leg við fyrstu sýn, en þeir, sem þekktu hana vissu, hve heitar tilfinningar og heitt hjarta hún bar undir skelinni. Það fundu börnin hennar, ættingjar og tengdafólk, sem hún umvafði elsku sinni frá því elzta til hins yngsta og fylgdist með vel- ferð þeirra til síðasta andartaks. Hún var ættrækin með afbrigð- um og fyrirleit ræktarleysi við ætt og tengdir. Það segir sína sögu um hjartalag hennar, hve böm og dýr hændust að henni og elskuðu hana. Þrátt fyrir sinn eigin stóra barnahóp, amaðist hún aldrei við öMu krakkastóðinu, bæði úr norður- Málarar — Málarar óskast. — Upplýsingar í símum 37720 og 34186 eftir klukkan 7 á kvöldin. Atvinna Vanar saumakonur óskast strax í verksmiðju vora. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóranum, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands hf. Peningar - Meðeignndi Verzlunar- og iðnfyrirtæki óskar eftir að komast í samband við fjársterkan aðila sem innleyst gæti erlendar vörur og lánað til skamms tíma. Hugsanlegur möguleiki á að taka meðeiganda. Tilboð sendist Morgunblaðinu, merkt: „örugg viðskipti — 7670" fyrir 27. þessa mánaðar. HEIMDALLUR F.U.S. F.U.F. Kapprœðufundur um þjóðmálin í Sigtúni mánudaginn Ræðumenn Heimdallar F.U.S.: Ellert B. Schram, skrifstofustjóri, Friðrik Sophusson, háskólanemi, Jón Magnússon, háskólanemi, Fundarstjóri Heimdallar F.U.S.: Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri. Húsið verður opnað klukkan 20.00 Reykvíkingar! Fjölmennið Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna. 24. maí klukkan 20.30 Ræðumenn F.U.F.: Baldur Óskarsson, erindreki, Tómas Karlsson, ritstjóri, Þorsteinn Geirsson, lögfræðingur, Fundarstjóri F.U.F.: Atli Freyr Guðmundsson. erindreki. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík. og suðurhluta Aðalstrætis 15, sem gekk út og inn á heim- iJi hennar í áratugL Eitt sinn, er hún þunfti óvænt að bregða sér frá Gilsbakka til Isafjarðar, lagði kýrin af stað á eftir henni, því enginn mátti mjólka hana nema Ása. Hún var trygg- lynd eins og sögualdarkona, og hún var vinur vina sinna meira en í orðL og svaraköld gat hún orðið ef á þá var hallað. Jóni Grimssyni var hún eigin kona af BergþórukynL Ása var engin meinlætiskona, og alveg mótfallin þvi að lifið væri gert að neinum tára- dal. GJeðín var í heiðri höfð í hennar húsi. Auk frásagnargáf unnar hafði hún dásamlegt skop skyn. Hún beitti því ekki öðr- um til miska, en í vinahópi féllu margar óborganlégar athuga- semdir um menn og málefni. Eftir 45 ára kynni og vin- áttu. þyrpast minningarnar að, það er af svo miklu að taka, ein er áleitin. Það var haustdag fyr- ir mörgum, mörgum árum. Við höfðum ásamt tveim yngstu son- um hennar búið okkur í berja- ferð að Gilsbrekku. 1 Botni feng um við lánaðan bát og fluttum allt okkar hafurtask yfir fjörð- inn. Við gengum vea frá bátn- um, lögðum silunganet fram í sjó, hengdum ýsuspyrður utan í gafl, og þegar tók að hvessa settum við hlera fyrir aMa glugga, læstum og fórum að hátta. Okkur varð ekki ávefn- samt, því veðrið, sem var í upp- siglingu, varð ei-tt það versta, sem léngi hafði komið; vegi tók af á köflum, silunganetán þeytt- ust upp í kjarr, báturinn fauk lengst upp á tún og brotnaði, húsið hristist og skalí á grunn- inum og ofan á allt saman heyrð ist okkur forynjur og draugar hamast aJLt i kring. Strákarnir og ég vorum með eitthvað væí og aumingjaskap, en Asa sagði okkur bara að vera róleg; nú skyldi hún segja okkur sögu, og með djöfulganginn i veðrinu, sem eðlilegt undirspil sagði hún okkur söguna um Sigga skurð. Aldrei mun ég gleyma hvílikri kynngi hún gæddi frásögnina af þessum undarlega óláns- manni, sem átti eftir að verða svo örlagaríkt peð í skák póli- tiskra stórmeistara, að enn, finn ast hræringar frá þeim átökum. Rödd Ásu, róleg og sterk, sefjaði okkur og lét okkur gleyma veðri og daugum. Svona var hún sjáif, róleg og sterk, hvað sem á gekk i kringum hana í lífinu. Um veikindi og þverrandi sjón síðustu árin var hún ekki marg- orð — hún var hetja bæði Mkam lega og andlega. Það er kviðvænlegt til þess að hugsa, að eiga aldrei eftir að sitja með henni yfir kaffi og góðu koniaki, aldrei eftir að ganga með henni um gömdu göt- urnar oftar eða sitja með henni í fjörunni fyrir neðan hvita pakkhúsið. Nú er hún farin og Isatfjörð- ur hefur sett ofan. Ættir hennar stóðu fyrir vest an Gilsfjörð og Bitru. Hún var af góðum komin, en hefði ekki þurft ættar við, hún var swo mikil manneskja sjálf. Afkomendum hennar, ættingj- um og tengdafólki semdi ég samúðarkveðjur, þau hafa mikið misst. Vini mínum, Jóni Grímssyni, bið ég biessunar í auðninni með- an Ása þarí að biða hans — í festum — í annað sinn. Guðrún Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.