Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 Aðalfundur E.Í.: Yeltan 1200 millj. kr. 1970 Rekstrarhagnaður 19,5 millj. Kláusarnir í haust hin 31. verður á sunnudag. Er uppselt á hana. Hins vegar kvað Klemenz nú allra síðustu forvöð Að lokinini sikýrslu stjórnar og Samtals: 33.760 45.072 2.031.719 581.493 afgreiðslu reikninga féiagsins, ——---------------—--------------------------------------------------------- var orðið gefið frjáist og komu ------------------ sýningar yrðu teknar upp að hausti. Klemenz Jónsson, blaðafull- trúi leikhússins kvað barnaleik- ritið verða tekið upp aftur að hausti, en síðasta sýning og að sjá Zorba, en sýningar á hon um verða ekki teknar upp að hausti, vegna hins erlenda' lista fólks, sem þátt tekur í sýning- unni. AÐALFUNDUK Eimskipafélags íslands h.f. var haldinn í gær. I»ar kom fram að hagnaður af rckstri félagsins árið 1970 varð tæplega 19,5 milljónir króna og liafði þá verið afskrifað af eignum fclags- ins rúmlega 77,3 milljónir króna. Hagnaður af rekstri eigin skipa, 13 að tölu, varð 191,6 millj. og brúttóhagnaður af rekstri vöru- afgreiðslu nam rúmum 4 milljón- um króna. Eru þá fyrningar eigna vöruafgreiðslunnar, 12,2 milljónir, ekki reiknaðar. Þókn- un vegna afgreiðslu erlendra skipa nam 265 þúsund krómun og tap af rekstrj leiguskipa varð 4,3 milljónir. — Aðalfundurinn ákvað að greiða 12% arð. I upphafi fundarins minntist Einar B. Guðmundsson, stjórn- arformaður E. 1., dr. Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra og frú Sigríðar Björns- dóttur, en dr. Bjarni átti sæti í stjórn E. í. um 10 ára skeið sem varaformaður. Einar flutti síðan skýrslu stjórnarinnar og Pétur Sigurðs- son gjaldkeri, las og skýrði reikn inga félagsins, sem voru sam- þykktir samhljóða. í skýrslu stjómar Eimskipafé- lagsins er þess getið að á árinu 1970 hafi alls verið 53 skip í förum á vegum félagsins og fóru þau samtals 223 ferðir milli ís- lands og útlanda. Eigin skip fé- lagsins fóru 146 ferðir milli landa og er það 10 ferðum fleira en ár- ið áður. Leiguskip, 40 að tölu, fóru alls 77 ferðir og er það 19 ferðum fieira en árið áður. Skip félagsins komu 738 sininum á 86 hafnir í 18 löndum og 804 sinn- um á hafnir úti á iandi. Flestar viðkomur voru í Hamborg 74, Kaupmannahöfn 68. Rotterdam 51, Felixtowe 46, Gautaborg 37 og Antwerpen 32 viðkomur. — Reglulega sigldu skipin til ann- arra Evrópuhafna. t. d. í Noregi, Svíþjóð, Finmlandi. Póllandi og Sovét rí k j u n u m. Rogl u b u nd n ar ferðir vorú einnig milli íslands og Norfolk í Bandaríkjunum. Af innlendum höfnum utan Reykja- víkur komi' skipin oftast til Vestmanr.aeyja 67 sinnum, Akureyrar 63 sinnum, Kefla- víkur 63 sinnum, Isafjarðar 5?. sinnum, Húsavikur 45 sinn- um, Siglufjarðar 37 sinnum og Akraness 33 sinnum. Vöruflutningar með skipum fé lagsims og leiguskipum námu á árinu 1970 samtals 433 þúsund tonnum, en árið áður voru þeir samtals 383 þúsund tonn. Farþegar með skipum Eim- skipafélagsins milii landa voru 7394 á árinu og er það 1163 far- þegum færra en 1969. Með Gull- fossi ferðuðust 6908 farþegar 1970 og er það 1199 farþegum færra en árið áður. sem rekja má tíl þeirrar truflunar, sem varð á íerðum skipsins vegna verkfalla í maí og júní sl. ár. Farþegar með öðrum skipum fé- iagsins voru 486 síðasta ár, sem er 36 farþegum fleira en 1969. Loks flutti svo Gullfoss 555 far- þega miUi hafna innanlands 1970. Á árinu 1970 urðu veruiegar truflanir á siglingum vegna verk falla og stöðvuðust í þeim 10 skip félagsins og 4 leigus'kip. Legudagar af völdum verkfall- anna urðu samtals 272. — ★ — Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir Eimskipafélagsins í árslok 1970 1.096.790.166,80 kr., en skuldir að meðtöldu hlutafé 955.054.662,67 kr. Bókfaerðar eign ir umfram skuldir námu þannig 141.735.504,13 krónum. Skipakostur félagsins — 13 skip — er í árslok 1970 bókfærð- ur á 545.864.139,67 krónur og fasteignir á 144.537.462,80. Htuta- fé félagsins var í árslok 49.434. 750 krónur og á Eimskipafélagið þar af sjálft 5.916 þúsund krón- ur, en skráðir hluthafar eru um 11.200. Samkvæmt reikningi eftir- launasjóðs félagsins nam hann um síðustu áramót 3.963.109,17 kr. og námu eftirlaunagreiðslur úr sjóðnum 8.387.558,96 kr. á árinu. Gjöld sjóðsins umfram Frá aðalfundi Eimskipafélags íslands í gær. Einar Baldvin GuiYmundsson, stjórnarformaður, flytur skýrslu stjórnar. Næst lioniim situr Óttarr Möller, forstjóri félagsins. — (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.). samtals 2.661.857,70 krónur. Há- skólaráði voru afhentar á árinu 200 þúsund krónur í handbæru fé sjóðsims til ráðstöfunar, en Há skólaráð ákvað að leggja afíur í sjóðinin þau framlög, sem ráðinu hafa verdð greidd úr honum frá stofnur. har.s að viðbætlum vöxtum, og kaupa hlutabréf í fé- lagiinu. Nam upphæðin 353 þús- und krónum. þá m. a. fram raddir um, að stjórn Eimskipafélagsine athug- aði vel með smíði nýs farþega- skips og þátttöku félagsins í strandsiglingum inmanlands. Óttarr Möller, forstjóri félags- ins, sagði í svarræðu, að rekstr- argrundvöllur fyrir farþegaskip eingöngu væri etoki fyrir hendi og því hefðu önnur brýnni mál verið látin ganga fyrir. Um : strandferðir sagði Óttarr, að hvað hvað þær snerti væri að- staða Eimskipafélagsins með til- liti til vöruflutninga innanlands mjög óhagstæð miðað við flutn- inga með vörubifreiðum. Sagði Óttarr það vera í athugun, hvernig mætti jafna þann mun, sem nú er fyrir hendi. — ★ — Úr stjórn Eimskipafélags ís- lands áttu að ganga Pétur Sig- urðsson, Halldór H. Jónsscn og Ingvar Vilhjálmsson og voru þeir allir endurkjörnir. Þá var Sigurður Hjalti Eggertsson end- urkjörinin sem stjórnarmaður af hálfu Vestur-íslendinga. í ræðu Einars Baldvins Guð- mundssonar, stjórnarformanns, kom fram, að í maí 1971 voru skráðir 402 skipverjar á 14 skip félagsins. Starfsmenn á skrif- stofu félagsins i Reykjavík eru 74 talsins og í vöruafgreiðslunni starfa að jafnaði 310—330 merm. Starfa þannig um 800 manns hjá félaginu í Reykjavík. lnnlerdir umboðsmenn utan Reykjavíkur em 53 og erlendir umboðsmenn eru samtals um 220 taisins. Launagreiðslur til starfsfólks á vegum félagsins 1970 námu um 282 milljór.um króna og erti þá ektki meðtaldar greiðslur til ým- issa verktaka né heldur launa- greiðslur vegna losunar og lest- unar skipanna á innlendum höfn um utan Reykjavíkur og @r- lendis. Farmskírteinafjöldi útgefinn 1970 var rétt um 78 þúsund. tekjur hafa numið 1.182.589,33 krónum. Lífeyrissjójiur félagsins nam um áramótin 52.016.477,59 krón- um, en lífeyrisgreiðslur ársins námu samtals 728.404 krónum. Lán veitt úr sjóðnum á árinu 1970 námu 2.606 þúsund krónum og hefur sjóðurinn þá lánað alls 30.308.146,77 krónur til 162 lán- takenda. Háskólasjóður Eimiskipafélags Islands jókst á árinu 1970 um 419.394 krónur og var um áramót — ★ — í ræðu stjórnarformannis, Ein- ars Baldvins Guðmundssonar, hrl., kom fram, að velta Eim- skipafélags íslands á síðasta ári varð röskar 1200 milljónir króna og allar fjárfestingar félagsins námu um 800 miiljónum. Verð- mæti þeirra þriggja nýju sikipa, sem bætzt hafa í skipastól E. í. á síðasta ári og þessu, sagði Einar vera um 610 milljónir kr. Stjórnarformaðurinn minntist í ræðu sinni á smíði nýs farþega- Skips, sem hanm sagði vera í at- hugun, en ekki hefði verið tokin ákvörðun um. Kvaðst hann vænta þess, að nánar yrði komið inn á þetta mál á næsta aðal- fundi. — ★ — Skipastóll Eimskipafélags Islands Brúttó DW- Rúmmál lesta tcningsf. Hraði Smíðaár tonn tonn frystir. sjóm. MS. Bakkafoss 1958 1.599 2.358 99.390 12,5 MS. Brúarfoss 1960 2.336 4.065 194.654 100.819 14,0 MS. Dettifoss 1970 3.004 4.400 178.200 8.900 14,0 MS. Fjallfoss 1954 1.796 2.600 160.327 — 14,0 MS. Goðafass 1970 2.953 4.480 150.000 150.000 14,0 MS. Gullfo.ss 1950 3.858 1.850 100.730 60.000 15,9 MS. Lagarfoss 1949 2.923 2.675 139.950 78.990 14,0 MS. Laxfoss 1957 1.712 2.574 110.853 — 13,5 MS. Ljósafoss 1961 1.831 2.170 75.310 75.310 14,0 MS. Reykjafoss 1965 2.614 3.870 171.400 — 13,5 MS. Selfoss 1958 2.340 4.065 192.355 98.520 14,0 MS. Skógafoss 1965 2.614 3.865 171.400 — 13,5 MS. Tungufoss 1953 1.176 1.700 108.950 — 12,3 MS. Mánafoss 1971 3.004 4.400 178.200 8.900 14,0 Árið 1970 komu skip Eimskipafélagsins og leigiiskip þcss 804 sinnum við á 49 innlendiun hölnum utan Itcykjavíkur. HID vinsæla barnaleikrit Stóri Kláus og litli Kláus hcfur nú verið sýnt 30 sinnum. Þar eð brátt lýkur leikári Þjóðlcikhúss ins og ekki er lát á aðsúkn, spurðist Mbl. fyrir um það hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.