Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 C C C C c oooooo ooooo 15 oooooo ooooo c c c c er hann að gá að einhverjum, sem ekki er hérna. Það var ofurlítið farið að rigna þegar þau komu út, en þjónninn í einkennisbúningnum kom með bí) læknisins að dyr- unum og þeir stigu inn í hann undir röndóttu regnþaki. — Það er kallað á mig úr sjúkrahúsinu, en þér eruð rétt í leiðinni, svo að það þarf ekki að tefja mig neitt. Mér þykir kmtiflttftTWU SflMl ^MutmDQinu^ 5 Belnt Margir brottfarardagar. Sunna gettir boðið yður eftirsótttistu hótelin og Býtizku íbúðir, vegna niikillá. vlðskipta og 14 ára starfs á Malloroa. fyrir því, að kvöldið okkar skyldi fara svona, en það var gott það litið það var, finnst yður ekki? Hann spurði rétt eins og hann vildi fá staðfestingu á þessu og Nancy fullvissaði hann um, að hún hefði skemmt sér ágætlega. Hann ók varlega mílu- fjórðunginn, sem var eintómur sandur og skildi Sjöeikurnar frá þjóðveginum, en svo þegar kom á góða veginn jók hann ferðina. Þau gátu annaðhvort farið eftir þjóðveginum eða far- ið styttri leið eftir malarvegi utan við borgarmörkin. Timothy Evans kaus styttri leiðina. Bæði lausamölin og rigningin minntu hann á að aka varlega, enda óku þau mjög hægt, þegar snögglega lítil) sendibil) skauzt út úr hliðarvegi, þvert á stefnu þeirra. Nancy datt ekki annað í hug en þarna yrði árekstur, en Evans tókst að forðast hann, með mikium fimleik og snarræði. Plöntusala mikið úrval Garðrósir, rósarunn- ar, trjáplöntur, stjúpur, 20 teg. af fjölæru, morgunfrúr, Ijósmunn ur, og margt fleira. Garðáburður, blómamold, blómaáburður, potta blóm, afskorin blóm, allt í Blóma skálanum við Kársnesbraut. NETAMANN vantar á góðan togbát. Gott kaup í boði. Sími 41412. Vélvirkjunarmeistari búsettur á Akureyri vill taka að sér umboð fyrir bátavélar og fleira. Viðgerðaþjónusta Upplýsingar á Hótel Borg, herbergi 108. Til leigu 3ja herbergja íbúð í Vesturborginni. Upplj'singar í síma 84100. STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 FJÖLÆRAR PLÖNTUR BREKKUVÍÐIR í LIMGERÐI Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. I»ú gerir vel, ef þú getur lokið við verkefnið í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú ert viss með að láta ekkert uppi um fyrirætlanir þínar. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú skalt gera þér grein fyrir því, að óskhyggjumenn eru fleiri en þig hafði órað fyrir, og þú ert áreiðanlegur. Krabbinn, 21. jtiní — 22. júlí. Þú skalt fremur reyna að læra eitthvað af reynslunni en að hafa horn í síðu fólks fyrir frumhlaup þín. IJónið, 23. jíili — 22. ágúst. Reyndu að hlusta og læra fremur en að tjá þig, Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Eitthvað. sem þér hefur þótt mjög dularfullt upplýsist. Vogin, 23. september — 22. október. Smáviðburðir geta verið skemmtilegir. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber. Félagslífið gerir þér mjög gott þessa stundina, og þú ætt.ir að gera meira af því að hitta fólk. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Nóg eru tækifærin í dag, og þú kannt sannarlega að hagnýta þau. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Nú skaltu vera fljótur að skara eld að köku þinni. Vratnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú getur gert sjálfum þér og öðrum meira gagn í dag á annan hátt en þú heldur i fyrstu. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I»ú hlýtur að finna dómgreindina lagast eftir því sem lengra liður frá ákvörðun þinni. Vörubiliinn þaut íramhjá þelm og bUstjórinn þeytti hornið um leið, rétt eins og til að gera gys að þeim. Timothy kveikti sér í vindl- ingi. — Sáuð þér númerið á þessum bíl? spurði hann. — Nei, vitanlega ekki. Hvern ig ætti að fara að þvi. En það var líkast því sem hann væri málaður röndóttur. — Já, það var hann vist. Og ég held, að ekillinn hafi verið Andy McCarthy. Það varð andartaks þögn meðan Nancy hugsaði um þetta. Hann gaf eins mikið í skyn með tóninum eins og orð- unum. — Svo að þér haldið þá, að . . .? — Já, það held ég. Vegurinn er vel sýnilegur og ekkert, sem skyggir á, tré eða hús. Hefði hann verið með ljós, hefðum við séð hann löngu áður en hann kom að vegamótunum. Hann hlýtur að hafa beðið með ljós- in slökkt og svo skellt þeim á, ' rétt áður en hann ók á okkur. Hann setti bílinn í gang aft- ur og þau voru komin upp á veg inn áður en nokkurt orð væri sagt. Nancy var að bíða eftir frekari skýringu. — En hvers vegna? Hvers vegna ætti Andy að vilja gera yður mein. Hann hefði eins vel getað drepið sjálfan sig. Mér finnst ekkert vit í þessu . . . nema . . . nema það sé þá faðir hans, sem er talinn vera vitlaus en ekki Andy. — Nei. En hugur fólks hugs- ar ekki alltaf rökrétt, einkum ef hann er eitraður af hatri eða óvild og þessir McCarthyfeðgar og það, hvernig Dirk snerist til varnar fyrir son sinn. Það gæti verið fuil ástæða fyrir hann að hata okkur bæði. Þó að ég sé ekki geðveikrarlæknir þá köll- uðu þeir mig samt á ráðstefnu með sér, liklega af kurteisi, af því að ég er verksmiðjulæknir- inn, eða þá. af því að garnli IJewellyn hefur bent þeim á það. Ég sagðist ekkert geta gert fyrir McCarthy nema benda honum á góðan tannlækni, og sem venjulegur læknir, þá teidi ég ekki neitt ganga að honum, sem ofurlítil fangelsisvist gæti ekki læknað. Þetta líkaði sér- fræðingunum ekki og einhver þeirra getur hafa sagt Dirk eft- ir mér. Læknar bera nú aldrei slúðursögur, en svona get ur breiðzt út samt. -— Það er dálítið flóknara. Þér vitið, að Dirk lenti saman við Llewellyn, af því að hann kærði Andy ekki og gaf honum aþannig tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Rétt eins og Andy stal engu, þá segir Dirk nú, að hann hafi alls ekki ætlað að nota byssuna nema rétt til að ógna honum með. Ef þér hefðuð ekki gripið til hans, hefði skot- ið ekki hlaupið úr byssunni. Þess vegna sé yður um að kenna þessa skothrlð. Með öðrum orð um alit yður að kenna góða "öría min. — En það er bara eins og hver önnur vitleysa. — Já, en ekki geðveiki. Jæja, þá erum við komin. Hún ætlaði að fara að segja, að hann þyrfti ekki að fylgja henni að dyrunum, en áður en hún kæmi upp orðunum var hann kominn út úr bílnum og þau hlupu saman í allri rigning unni, sem glitraði eins og gim- steinar í bjarmanum frá glugg- anum. — Þakka yður fyrir að koma með mér, sagði hann, þegar þau voru komin undan regninu, inn í forskálann. — Ég vildi óska að þér væruð ekki sjúklingurinn minn. — Hvers vegna það? Hann kyssti hana. -— Það er óviðeigandi, að læknar kyssi sjúklingana sína. Svo var hann farinn en hún stóð eftir með kossinn hans á vörunum, og henni fannst næst um hann hljóta að vera sýni- legur á þeim, þegar hún kom inn í stofuna, en þar voru fyrir þau móðir hennar og Carmody dómari að hlusta á einhverja óperu, sem hún kannaðist ekk- ert við. Hún kyssti fyrst móður sína og síðan Phil frænda, af þvi að hún hafði ekki séð hann í heila viku og af því að hún var vön að kyssa hann, síðan hún var tveggja ára og þeim sið var hald ið áfram, jafnvel gegn um „vandræðaaldurinn". Á hvað eruð þið að hlusta? spurði hún móður sina. — „Don Giovanni." Phil keypti alia óperuna handa okk- ur. Það var nú óþarfa eyðslu- semi, en þið vitið bæði, hve gaman ég hef af óperum. Hún stöðvaði plötuna. Við erum bú- in að hlusta á hana frá upp- hafi til enda, og þú vilt heldur heyra hana frá byrjun. Þú kem- ur snemma heim. — Já. Það var kaliað á Evans lækni. En við dönsuðum og hann dansar mjög vel. — Þú verður nú að venja þig við það, ef þú ætlar að fara að hafa áhuga á læknum. Philip Carmody sendi henni föðurlegt bros og hana grunaði þegar í stað, að móðir hennar hefði ver ið að tala um Evans lækni við hann. - Ég hef nú engan áhuga á læknum, heldur sagði ég bara, að hann dansaði vel. Hún vildi hvorki láta móður sína né Phil fara að gera sér neinar hug- myndir. — Tim Evans er annað og meira en bara læknir, sagði hann. Campbell læknir vildi láta skera þetta, sem gengur að mér, en ég fór til Evans og Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefst að Hótel Esju, þriðjudaginn 25. maí 1971, klukkan 10.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. S t j ó r n i n GIRÐINGAREFNI gott úrval dgóðu verÓi TÚNGIRÐINGANET GADDAVÍR JÁRN- OC TRÉSTAURAR LÓÐANET PLASTHÚÐUÐ • ÚTVEGUM GIRÐINGAR OG JARNHLIÐ UM ATHAFNASVÆÐI, IÞRÓTTASVÆÐI O. FL. Joúur grasfrœ girðingirefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Simar: 11125 11130

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.