Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNIiL.AjDGD, IVV.OGARDAGUR 22. MAÍ 1»T1 af ellilífeyri — sagði Ragnhiidur Helgadóttir á fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins FRAMBJÓÐENDUR Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík héldu sl. miðvikudag fund með íbúum í Austurbæjar-, Norðurmýrar-, Hlíða- og Holtahverfum. Frummælend- ur voru Jóhann Hafstein, for- sætisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, húsmóðir og Birgir Kjaran, hagfræðingur. Fundurinn var mjög fjöl- mennur og frummælendur svöruðu fyrirspurnum fund- armanna um hin margvís- legustu efni. Að loknum ávörpum frummæl- enda varpaði M&gnús Sigurjóns- son fram fyrstu spurningunni og innti eftir því, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn væri reiðubú- inn að beita sér fyrir því að fella niður skatta á ellilifeyri. Ragnhildur Helgadóttir svaraði spurningunni oig minnti á, að hún hefði hreyft þessu í fram- söguræðu sinni, og hún ætti raun ar von á því, að þessi hugmynd fengi öflugan stuðning innan Sjá'lifstæðisflokksins. Persónulega sagðist Pvagnhildur vera mjög fylgjandi því að fella niður skatta á eililífeyri. Halldór Sigurðsson spurðist fyrir um ráðstafanir til aðstoðar húsgagnaiðnaði og markaðsöfl- unar erlendis. Jóhann Hafstein sagði, að það hefði verið eitt meginatriðið í þátttöku okkar í efnahagssam- starfi við aðrar þjóðir að efla út- flutninginn. Með aðstoð Norður- landanna hefði Iðnþróunarsjóðn- um verið komið á fót, en hlutverk hans væri að styrkja út flutningsiðnaðinn. Félag íslenzkra iðnrekenda hefði komið á lagg- irnar útflutnmgsskrifstofu, m.a. fyrir húsgagnaiðnaðitm. Á síð- asta þingi hefðu verið saimþykkt lög um stofnun útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, sem taka ætti til starfa 1. júlí n.k. Á þing inu þar áður hefðu verið sam- þykkt lög tun útQutningslána- sjóð og samkeppnislán. Gústaf Einarsson spurðist fyr- ir um það, hvað það myndi kosta rikissjóð að halda áfram niður- út í haust. I raunveruteikanum vaeari þetta mál þó ofur einfalt og ekki væri von á neinum draugagangi. Jóhann sagði. að verSstöðvunin fælist m.a. í því, að frestað hefði verið fram- kvæmd vísitöluhækkunar frá 1. desember til 1. september. Þetta þýddi, að í stað kauphaakkana, sem vaidið hefðu samdraetti i at- vinnuiífinu, stæði atvinnulíf í landinu nú með miklum blóma. Þannig værum við betur undir það búnir að maeta ha;kkunum 1. september. Á hinn bóginn væri erfitt að segja fyrir urn það, hvað gera ætti, fyrr en niður- stöður kjarasamninganna í haust væru kunnar. Það væri nú talið, að unnt væri að haida verð stöðvuninni áfram til áramófa að öllu óbreyttu með 130 til 150 miilj. kr. tekjuöflun, sem horf- ur væru á, að nú væri fyrir hendi í ríkissjóði. Vandinn væri Ragnliildur Helgadóttir og Jóliann Ilafstein á hverfafundi fram- bjóðenda. að Ijúka þessu verki. Hann minnti síðan á, að sú stefna hefði verið tekin upp við opin- berar framkvæmdir, að sumum þeirra væri frestað, svo að unnt væri að íullgera aðrar. Síðan Frá fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Templarahöllinnisl. miðvikudag. — Ejósmyndari Mbi., Kr. Ben. greiðslum frá loka desember. 1. september til Jóhann Hafstein sagði, að þetta væri í raun spurning um það, hvernig „hrollvekjan" myndi líta ekki mikill, en erfitt að spá fram í tímann. Launþegar yrðu hins vegar að fá sinn eðliiega skerf af tekjuaukningunni í þjóð félaginu. Kristín Stefánsdóttir spurði um afstöðu Sjálfstæðisiflokksins til réttindabaráttu kvenna. Ragnhildur Helgadóttir sagðist vera sammáia mörgu, sem fram hefði komið í sambandi við launa kjör kvenna og bein jafnréttis- mál. Ragnhildur sagðist hins veg- ar ekki vera samþykk þeim áróðri, sem stefnt væri gegn hlutverki húsmóðurinnar og móð urinnar. Hún sagðist viðurkenna erfiða aðstöðu kvenna við að koma börnunum á bamaheimili. Ragnhildur gagnrýndi hins veg- ar það sjónarmið Svövu Jakobs- dóttur, að það væri ábyrgðar- hluti að láta börnin ekki alast upp á barnaheimi'lum. Magnús Sigurjónsson varpaði fram þeirri fyrirspurn af hverju ekki hefði verið gert átak til þess að bæta úr ófremdarástandi geð- heilbrigðismálanna. Ragnhildur Helgadóttir svar- aði þessari spurningu og sagði, að það væri nú yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokksins að næsta stórátak 1 heilbrigðismálum yrði gert á sviði geðheilbrigðismála. Ragnar Fjalar Lánisson ósk- aði svara við þeirri spumingu hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi á næsta kjörtímabili beita sér fyr ir áuknum fjárframlögum til Hailgrimskirkju, þannig að hún yrði komin í viðunandi mynd 1974. Jóhann Hafstein sagði, að það væri leitt, hversu dregizt hefði varpaði hann fram þeirri hug- myjid, hvort prestar landsins væru reiðubúnir að gera slíkt hið sama og fresta öðrum kirkju- byggingum þar til þessari væri lokið. Nú stæði í landsfundaryf- irlýsingu Sjálfstæðisflokksins, að lögð væri áherzla á það grund- vallaratriði sjálfstæðisstefnunn- ar að varðveita og tryggja sjálif- stæði og frelsi Islands og standa vörð um tungu, bókmenntir, kristindóm og annan menningar- arf Islendinga. Þessi setning hefði staðið óbreytt um árabil í yfirlýsingum landsfundar þar til nú, er kristindómi hefði verið bætt við; þetta sýndi hug Sjálf- stæðismanna. Gústaf Kinarsson spurðist fyr- ir um olíuhreinsunarstöð í Geld inganesi og hvort fulinægjandi rannsóknir á mengunarhættu hefðu farið fram. Jóliann Hafstein sagði, að eng ar rannsóknir hefðu farið fram enn, enda engin áfcvörðun verið tekin um staðsetningu slíkrar stöðvar. Ákveðið hefði verið með lögum að stofna undirbúnings- félag tii þess að kanna mögu- leika á stofnun oiiíuhreinsunar- stöðvar. Gunnar Helgason spurði um bjórfrumvarpið og Ragnhildur Helgadóttir sagði, að afstaða Sjálfstæðismanna til þess væri ekki flokksleg, enda væri þetta dæmigert þjóðaratkvæðagreiðslu- mál. Hermann Hermannsson spurði um afstöðu frambjóðenda til staðsetningar flugvallar í Reykja vík. Birgir Kjaran sagði þetta vera mjög umdeilt mál, en hann vaari persónulega þeirrar skoðunar, «ð það yrði Reyfkví'kingum til öhag- ræðis, ef ekki yrði innanlands- flugvöllur í Reykjavík. Hannes Pétursson spurðist fyr ir um framkvæmda- og fjármögn unaráætlanir til vegagerðar. Jó- hann Hafstein sagði, að á s.l. ári hefði tekizt að afla 400 millj. kr. til hraðbrautaáætlunar. Knn fremur kæmu til almennar vega- áætlanir og áætlanir i samþandi við byggðaáœtlanirnar. Örn Jónsson spurði að þvi, hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri fylgjandi leiðréttingu á vísitölu húsnæðisstjórnarlána. Jóliann Hafstein svaraði fyrirspurninni og sagði, að í upphafi hefði þetta verið liður i kjarasamningum at- vinnurekenda og launþega með þátttöku rikisstjórnarinnar. Á- kvæði þessi þyrfti að taka tíl end urskoðunar. Sigríður Guðniundsdóttir spurði að því, hvort það væri stefna Sjáilfstæðisflokksins að stuðla að því, að börn öryrkja og efna- lausra foreldra gætu haldið áfram námi. Ragnhildur Helgadóttir svaraði fyirirspurninni og siagði, að Sjál'fstæðisflokkurinn vildi að sjálfsögðu stuð'la að þvi að böm efnalausra foreldra gætu haldið áfram námi. Raunar ættu aliir sem vildu að eiga kost á mennt- LOKAFUNÐUK HÁDEGISVERÐARFUNmJR verður haldinn þriðjudaginn 25 maí kl. 12 í Þjóðleikhúskjallaranum. Ræðumaður verður lir. burgarstjóri Geir Hallgrímsson. Ræðuefni: Viðskiptafrelsi og félags- saxnlijálp. Verðlaunaafhending: •I.C.R. Félagi ársins. JUNIOR CHAMBER f REYKJAVfK Samsöngurinn endurtekinn SAMKÓR Kópavogs hélt sasn- söng fyrir styrktarfélaga sina um síðustu helgi. Þrir tónleikar voru haldnir og allir fyrir fullu húsi. Undiriektir áheyrenda voru mjög góðar. Á aíðari hluta tónleikanna var frumflutt óperan „Réttar- höldin“ eftir Gilbert og Sullivan í þýðingu Egils Bjarnaisonar. Yar óperan flutt i komsertformi. Ein- söng sungu Kristki'n Hallssort, Hákon Oddgeirsson, Ruth L- Magnússon og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Stjórnamdi kórsins er Garðar Cortes. Vegna þesa að færri komust að en vildu er fyrir- hugað að endurta'ka hljómleik- ana í Gamla bíói næstkomandí laugardag 22. maí kl. 3. — Sólfaxi Franih. af bls. 3 félagið 15% við móttöku og eftirstöðvar á sjö árum. Inni- falið í kaupverði er nokkurt magn varahluta. Ekki er um rikisábrygð eða bankaábyrgð að ræða í sambandi við þessi kaup, en seljandi telst eig- andi þar til samningsálkvæð- um hefur verið fulinægt. Þotan var afhent í Dailas í Texas sl. þriðjudag, þar sem hún var til athugunar. Á heimleiðinni hafði vélin við- komu í Middletown Mass, og Bangor, Main. I Middletown var vélin lestuð varahiutum og vöruflutningspölluxn, sem innfaldir voru í kaupverði. . Eins og áður segir var flug stjóri á heimleiðinni Anton Axelsson, en aðrir flugliðar voru Haildór Hafliðason, flugiraaður, og Einar Sígur- vinsson flugvélistjóri. Fella á niður skatta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.