Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 15 Kjartan Ölafsson fy. bæjarfulltrúi Fæddur 16. maí 1894. Dáinn 15. maí 1971. Kjartan Ólatfsson fv. beejar- ífulltrúi í Hafnarfirði andaðist á Borgarspítalanum hér í Reykja- v>ík laugardaginn 15. xnaí s 1. Hafði hann orðið fyrir því slysi 11. fehrúar s.l að lærbrotna og þrátt fjrrir beztu uimönnun á sjúkrahúsinu fjaraði líf hans út. Með honum hefur horfið af sjónarsviði okkar óvenjulega gáfaður athafnamaður og góður örengur, sem miki-1 eftirsjón er að. Kjartan var fæddur á Sand- hölaferju í Rangárvallasýslu 16. maí 1894. Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson, f. 28. maí 1875, ferjumaður þar og Maren Einarsdóttir frá Miðkotl í Þykkvabæ. Foreldrar Ólafs voru Guð- mundur Benediktsson bóndi á Burðarholti i Rangárvallasýslu, sem kominn var af traustum bændaættum í Þykkvabænum, sem ég kann þvi rniður ekki að rekja, og kona hans Ragnhild- ur Sigurðardóttir. Sigurður fað- ir Ragnhildar var sonur Einars prests Þorleífssonar (f. 3. nóv. 1754 d. 22. marz 1834) sem var prestur í Holtaþingum og sat í Guttormshaga. Var hann „klerk- ur góður og vel gefinn en jafn- an heilsutæpur, búmaður góð- ur . . .“ Hann var blindur síð- ustu 23 ár ævinnar. Kona séra Einars (17. sept. 1783) var Ragnhildur (d. 27. marz 1829, 73 ára) Sigurðardóttir prests að Kálfatjöm Jónssonar. Foreldr- ar séra Einars voru Þorleifur lögréttumaður Pálmason á Breiðabólstað I Sökkólfsdal og kona hans Elín Árnadóttir á Grund í Skorradal, Sigurðsson- ar. Móðir Ragnhildar var Guðrún Þórhalladóttir. Foreldrar henn- ar voru Þórhalli Magnússon (f. 14. desember 1758, d. 8. desem- ber 1816) prestur síðast á Breiða bólstað í Fljótshlíð og k. h. (6. júlí 1786) Ingibjörg (f. 10. júlí 1781, d. 28. nóv 1827) Bjarna- dóttir prests og magisters í Gaulverjabæ Jónssonar Foreldrar Marenar móður Kjartans voru Einar Einarsson b á Miðkoti I Þykkvabæ og kona hans Ingveldur Jónsdóttir, eins og foreldrar Guðmundar af traustum bændaættum í Þykkva bee. Tólf ára að aldri fluttist Kjartan með foreldrum sínum til Sfokkseyrar þar sem hann vand ist öllum venjulegum störfum til sjávar og sveitar, en sökum fá- tsaktar var ekki hægt að setja þennan gáfaða dreng til mennt- imar, sem hugur hans þó mun hafa staðið tU, en úr því bætti hann síðar með sjálfsnámi og sérstaklega hafði hann áhuga á kvæðum góðskáldanna íslenzku og hafði jafnan á takteinum í við tölum visur og oft heil kvæði eft ir þau. Kjartan sálugi hafði mikinn áhuga á félagsmálum og sparaði ekki krafta sina í þeim efnum. Hóf hann félagsmálastarfsemi sána fyrst í Ungmennafélagi Sto-kkseyrar. Árið 1920 fluttist hann og feona hans Sigrún, sem hann gekk að eiga 11. október 1918, og síðar verður getið, ásamt syni þeirra Magnúsi til HafnarfjEirð- ar. I fyrstu vann hann venju- leg verkamannastörf, en árið 1926 varð hann lögregluþjónn þar, enda prýðilega ger að líkam legu atgervi ekki síður en and- legu og hélt þeim starfa til árs- ins 1931. Hann tók þá mjög mikinn þátt í félagsmálum og stjórnmálum. Hann var eindreginn jafnaðar- maður í þéss orðs beztu merk- ingu. Hann varð þegar eftir komu sína til Hafnarfjarðar fé- lagi í Verkamannafélagiirau HHtf í Hafnarfirði og einn af aðalfor- vígismönnum þess félags í nær- fellt tvo áratugi. Jafnframt var hann lengstum í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna og Alþýðu- flokksins í bænum og einn af stofnendum Alþýðuflokksfélags- ins þar. Hann tók þátt í fleiri störfum I félagsmálum þar, svo sem í málfundafélaginu Magna og var kjörinn heiðursrfélagi í báðurai þessum félögum. Hann var formaður Iþróttaráðs Hafn- arf jarðar í nokkur ár. Hann átti alllengi sæti í stjóm Alþýðu- sambands Islands og Alþýðu- flokksins, og eftir að þetta var aðskilíð átti hann áfram sæti í stjóm Alþýðuiflokksins og mörg ár í miðstjóm hans, einnig nokk ur ár í framkvæmdastjórninni. Það, sem einkenndi Kjartan voru ágætar gáfur, óvenjulegt viðsýni, prúðmannleg framkoma og orðheldni svo staðföst að af bar. Það var því í alla staði eðlilegt að á hann hlæðust opin- ber störf í miklum mæli, þvi að auk þess að vera í allrafremstu röð Alþýðusamtakanna naut hann virðingar og vináttu manna langt út fyrir raðir flokksmanna sinna og þá áhrifa að sama skapi. Hann var 1 bæjarstjóm Hafn- arfjarðar í um 20 ár (1926—34 og 1938—50), jafnframt 8 ár í bæjarráði eftir að það var stofn að. I skólanefnd Flensþorgar- skólans var hann árin 1930—50 og 12 ár i skólanefnd bamaskól- ans í HafnarfirðL Hann var einn af aðal hvata- mönnum að stofnun bæjarútgerð ar Hafnarfjarðar 1931 og átti lengstum sæti I útgerðarráði hennar þar til harrn íluttist bú- ferlum til Reykjavíkur árið 1950. Hann var einn af stofnendum útgerðarfélagsins Hrafna-Flóka h.f. og formaður þess fyrstu 3 árin. Hann átti sæti I gjaldeyris- og innflutnrngsnefnd í 11 ár og síð- ar um tíma í Viðskiptaráði og sýndí þar þá sanngimi og við- sýni að sumum flokksmönnum hans hraus hugur við Hann átti og sæti í Fram- færslunefnd ríkisins meðan hún starfaði og um skeið í Skipu- lagsnefnd atvinnumála, hinni síð ari, svo og í milliþinganefnd í jarðeigna og lóðarmálum kaup- staða og kauptúna. í Trygging- arráði sat hann árin 1939—59 og í Bankaráði Landsbanka Islands 1946 -54. í skipulagsnefnd fólksflutn- inga með bifreiðum sat hann frá þvi að hún tók til starfa, 1936, til ársloka 1961, fyrstu árin þar sem fulltrúi ASI, síðan vax-afor- maður um skeið, en formaður síð ustu 17 árin. í stjóm Áburðar- verksmiðjunnar h f. frá 1955. I stjórn Samvinnutrygginga frá stofnun þeirra 1946 til 1964. I stjórn líftryggingafélagsins Andvöku 1949—64. Sést af þessu, og er þó ýmsu sleppt, að mikils trausts hefur Kjartan notið og að mikilli starfsævi er lokið. Kjartan var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar 1965 og þótti engum mikið. Hinn 11. október 1918 kvænt- ist Kjartan Sigrúnu Guðmunds- dóttur fæddri í Gröf í Mosfells sveit, 8. ágúst 1894. Foreldrar hennar vom Guðmundur EMas Guðmundsson f. 29. apríl 1867 b. á Rútsstaða-Norðurkoti í Flóa, svo i Litla-Lambhaga í Hraun- um. Kona Guðmundar og móðir Sigrúnar var Guðrún Steingríms dóttir frá Kópareykjuim i Reyk- holtsdal, systir séra Jóns Stein- grimssonar í Gaulverjabæ, Guð- mundar Grímssonar dómara I Amei-íku og þeixra systkina. Guðmundur fór með fjölskyldu sína að undanskildri Sigrúnu til Aimeríku um aldaimótin og gerð- ist þar auðugur raiaður. Sigrúra lifir mann sinn og hef- ur verið hans stoð og stytta í meira en hálfa öld, og honum að öllu lejrti samboðin. Þau eignuðust 2 börn, sem bæðí eru á lífi og bæði voru sett til wiennta. 1. Magnús Kjartansson alþing ismaður og ritstjóri Þjóðviljans f. á Stokkseyxi 25. febr. 1919. Kona hans ( 22. janúar 1944) er Kristrún f. 9. april 1920, Ágústsdóttir sjómanns I Reýkjavík, en kona Ágústs var Sigriður Jónsdóttir bónda og hagleiksmanns I Villingaholti Gestssonar. Ágúst er látinn én Sigriður enn á lífi og býr í Kaupmannahöfn. Þau eiga eina dóttur Ólöfu að nafní, bankastarfsmann f. 15. maí 1947, gifta Sigurði Jónssyni Bjarklind læknanema (sonar- syni Huldu skáldkonu), eiga þau einn son, Magnús að nafni. 2. Álfheiður Kjartansdóttir f. í Hafnarfirði 8. október 1925. stúdent Hún giftist 2. apríl 1947 Guðna Guðjónssyní náttúrufræð ing f. 18, júlí 1913. Foreldrar hans voru Guðjón jámsmið- ur Sigurðsson í Reykjavík og kona hans Guðný Guðnadóttir á Ljótsstöðum I Landeyjum, Þórðarsonar. Er Guðjón látinn en Guðný enn á lífi. Guðni and- aðíst 31. desember 1948 og var harmdauði öllum sem þekktu. Þau eignuðust eina dóttur, Sigrúnu Guðnadóttur f. 6. marz 1948, sem stundar háskólanám I erfðafræði. Hún er gift Ingimar Sigurðs- syni f. í Reykjavík 16. mai 1945. Hann stundar háskólanám í við- skiptafræði. Foreldrar haras eru Sigurður ísólfsson úrsmiður og organleikari, Pálssonar i. í ísólfsskála á Stokkseyri 10. júlí 1908 og k.h. (24. maí 1941) Rósa- munda Ingimarsdóttir skipstjóra og oddvita í Hnifsdal Bjamason ar. Þau eiga eina dóttur að nafni Guðný Rósa. Seinni maður Álfheiðar (27. nóvember 1954) er Jóhannes Jóhannesson gullsmiður og list- málari f. i Reykjavík 27. maí 1921. Foreldrar hans eru Jóhannes Bárðarson sjómaður í Reykjavík og k.h. Hallgrkna Margrét Jónsdóttir. Jóhannes er látinn en Margrét enn á Mfi. Eiga þau Álfheiður og Jóhannés 4 börn: Kjartan f. 7. mai 1955, Sigurð f. 11. okt. 1959, Egil f. 5. janúar 1961, Höllu L 12. júní 1965. Ég kyamtist Kjartani sáluga þegar ég rak máiafærsluskrif- stofu hér í Reykjavík árið sem allt atvinnulíf í Hafnarfirði var í rúst og bæjarsjóðurinn hafði ekki upp á annað að bjóða sem greiðslu en hina frægu „gulu seðla" Hjá mér eins og fleiri málafærslumönnum hrúguð- ust þessir seðlar upp til inn- heimtu. Kjartan kom þá til mín og skýrði vandræðaástandið í at vinnumálum Hafnarfjarðar svo vel fyrir mér, að ég lofaði hon- um að draga eins lengi og ég gæti að stefna bænum til greiðslu seðlanna. Þetta varð til þess að ég fékk greiðslu fyrr en nokkur samstarfsmaður minn, sem hafði farið dómstólaleiðina. Þótti mér þetta dreragilegt og mat þetta við Kjartan. Síðar, þegar hann var í Við- skiptamálanefnd, reis upp mál miUi heildsala út af innflutningi á vefnaðarvöru frá Spáni, sem skjólstæðingur minn hafði flutt inn, en láðst að fá innflutning®- leyfi fyrir, sem honum bar lög- um samkvæmrt, en var aðeins fonmsatriði, því að irniflutnings- leyfi á vöruim frá Spáni voru tafarlaust veitt, vegna fisk- kaupa Spánverja hjá ofckur. En svo kom borgarastyrjöldira á Spáni og fiskmnílutningur þar hætti. Kröfðust þá nokkrir vefnaðarvöruinniflytjendur að vörunum væri skipt upp á milli þeirra eftir innflutningsmagni á vörum undanfarin ár, sem að lokum var gert. Kjartan kom fram í máli þessu af hálfu innflutningsyfir- valdanna af þeirri víðsýni og sanngimí sem var eínstök og sýndi að hann var sannkall- aður mannasættir. Þessi tvö atriði urðu upphaf að kunningsskap okkar sem smátt og smátt breyttist i trygga vináttu. Ég sat á Alþingi i 14 ár o>g kynntist þar mörgum ágætis- mönnum úr öllum flokkum. Enginn einn flokkur hafðí þá meirihluta og voru eilífar sam- steypustjómir eða minnihluta- stjómir. Það kom fyrir að AI- þingi var svo ósamstætt, að for- seti Islands neyddist tM að skipa stjórn utanþingsmanna og er það ekki vansalaust þingirtu, að slík stjóm sat að völdum er lýð- veldið var endurreist 1944, þó að þá stjórn skipuðu mestu ágæt ismenn. Árið 1947 var svo ástatt, að þiragið gat ekki komið sér sam- an um stjórnarmyndun og var þá sagt að forseti, sem þá var Sveinn Björnsson, hefði snúið sér eða ætlaði að snúa sér til Kjartans Ólafssonar og fela hon um að mynda stjóra utanþings- manna. Úr því varð þó ekki því að við þessar fréttír sá Alþingi sóma sinn í því að mjmda nýja samsteypustjórn þingmanna und ir forsæti Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar. Er frá þessu skýrt til þess að sýrva hversu mikils álits og trausts Kjartan sálugi naut. Ég kveð svo vin miim Kjartan um stundarsakir og óska honum góðrar heimkomu um leið og ég læt i Ijós samúð mína við að- standendur hans út af míssi þeirra, sem hlýtur að vera sár þótt ég trúi því fastlega, að að- eins sé um stundarmissi að ræða. Lárus Jóbannesson, t Maður manni verður að máli kunnur. Orðín bera boð frá hug tíl hugar. Félagarnir í Mál- fundafélaginu Magna kynntust fyrst Kjartani Ölafssyni af orð- ræðu hans. Þau kynni urðu góð og mikil í giftudrjúgu fé- lagsstarfi í hálfa öld og okkur effirminnileg. Kjartan Ólafsson fæddist upp á láglendinu austanfjalls í skjóli mikilhæfra foreldra af góðum ættum við heldur kröpp kjör en atorku í leik og nytserodarstörf- um. Frá bemskuheimilinu, Sand hólaferju í Rangárvallasýslu, þar sem faðir hans var ferju- maður, lá leið Kjartans um Stokkseyri, þar sem hann átti heima i rúman áratug, og hingað til Hafnarfjarðar árið 1920. Á Stokkseyri kvæntist Kjart- an frú Sigrúnu Guðmundsdóttur frá Seljatungu í Flóa, mik- ithæfri sæmdarkon.u. Kjartan átti ekki kost á lang- setum i skólabekk. En hann vaxð vel menntaður maður og fjölvis. Hann var vítur mað- ur og ávaxtaði sitt pund. Kjartani reyndist farsæl heim- anfyigjan úr foreldrahúsum, og heilladrjúg voru áhrifin af um- hverfi því er hann dvaldi við uppvaxtarárín; þar er enn víð- ur, hár og tignarfagur fjalla- faðmur og enn gjálfrar kvgnald- an við Eyjasand eða brimskafl- ar hafrótsins sundrast á skerj- um, — og þau áhrif flutti hann með sér langa ævi. Kjartan Óiafsson var miikiii á velli, œeð hæstu mönnuim, vel limaður, herðamikill, höfuðstór, ennið mikið, augun snör, djúp og leiftrandi við skap- brígði, munn.svipurinn fastur og skarð í höku. Hann var f jölhæf- ur maður til andlegra og líkam- legra átaka. Kjartan gekk í Magna árið eft ir að hann settist að hér i Hafn- arfirði. Hann mat Magna mikils og taldi, að í þeim félagsskap hefði hann aukið við þroska sinn og þekkingu. Víst mun það rétt vera, en hann var líka fús að hjálpa og leiðbeina nýliðum og öííum glæst fyrirrnynd i ræðutmennsku. Kjartan var kjörinn heiðursfélagi i Magna. Kjartan Ólafsson var mál snjall maður svo af bar. Mál sitt flutti hann skörulega. Rödd- in var hljómmikil og blæbrigða- rik og hann kunni vel með að fara. Hann unní þjóðtungunni af alhug og fjöllesinn var hann. Ljóð, lausavísur, sög’ur og sagn- ir voru honum jafnan tiltæk. Ræða Kjartans varð því ætíð ljós, myndauðug og sterk, — einnig og ekki síður þótt slegið væri á hina viðkvæmari strengi, og hún var aldrei óþörf og örv- arnar sem hann sendi særðu eigi ,en hæfðu þó. Kjartan var ætíð víðsýnn og baráttufús. 1 skaphöfn hans birtist viðátta æskustöðv- anna með afM hvitfextrar haf- öldu. En í hópi Magnamanna var orkara svo tamin og hugsýra- in svo mótuð, að mælskuilistiii hófst í æðra veldi. Kom þetta skýrast fram, þegar sló í brýnu með mönnum. Kjartan Ólafsson starfaði mikið að félagsmálefnuara Magna, og var jafnan velvirk- ur og mikilvirkur. Störfín á vettvanigi stjörnmálanna svo og hin margþættu þjónustustörf rækti hann á sama hátt. Barátta Kjartans fyrir bættum kjörum manna, — kjörum, er fegrað gætu og göfgað mannlifið, var einlæg og sönn eins og ást hans á tungunni, landinu og þjóðínni. Viðhorf hans í þessum efnum leiddu oftlega til orðræðu i Magna, sem var í seran þrosk- andi, mannbætandi og skemmt- andí og okkur ógleymanleg. Framlag Kjartaras Ólafssonar til umbóta í bæjarfélagi okkar þakka Magnamenn og meta. 1 félagsstarfi Magna mun ekki fenna í hans spor. Þvi þökkum við honum samfyigdina, nú, er við kveðjumst um sinn, þökkum einni.g alla leiðsiögnina og 'vira- festina. Við biðjum Kjartani Ólafs- syni góðs þyrjar á þeirri siglingu sem nú er hafki, — austur af sól og suður aí mána —. Málfundafélagið Magra' biður og eiginkonu hans frú S jm>, börnum þeirra og öllu skyldu- Mði velfarnaðar, með innilegum samúðarkveðjum. S»ffnrg'efr Gnðintindsson. t Kjartara Ölafsson frá Hafnar- firðí verður kvaddur í dag hinztu kveðju. Hann var læád- ur 16. mai 1894 að Sandhókt- ferju, Raragárvallasýslu, sora- ur hjónanna Marenar Einars- dóttur og Ólafs Guðmundsson- ar ferjumanns. Árið 1918, ll. okt. kvæntist Kjartan eftirltf- andi konu sinni Sigrúnu Guð- mundsdóttur og eignuðust þau tvö börn, sem bæðí eru búsett í Rej'kjavík. Kjartan fluttist til Hafnar- fjarðar árið 1920 og varð hon- um beerinn svo kær, að alltaf kenndi hann sig við Hafnar- fjörð. enda þótt hann flyttist til Reykjavtkur fyrir um 20 árum. Kjartan Ólafsson hafði mikil afskipti af opinberum málum og þá einkum bæjarmálum Hafnar- fjarðar, var hann m.a. í bæjar- stjórn fyrir Alþýðuflokkinh 1926—1934 og 1938—1950, er hann fluttist úr bænum. FjiB- Fnumh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.