Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 23 Ný prjónastofa á Blönduósi Viðtal við Zophonías Zophoníasson, sem rekur þar heildsölu, vöruflutninga og margt fleira HEILDSALA á Blönduósi! Það þótti blaðamanni Mbl. óvenjulegt og því frétt- næmt. Þess vegna var sjálfsagt að leita uppi Zophonías Zophoníasson, sem hefur þar umboðs- verzlun með útvarps- tæki og talstöðvar. — En það er þó ekki það eina, sem hann fæst við, því hann hefur í 15 ár annazt flutninga milli Reykjavík- ur og Blönduóss, sér um dreifingu á gosdrykkjum í sýslunni, kaupir ull og gærur af bændum og er nú að koma upp prjónastofu, sem mun framleiða til út- flutnings. Þessa starfsemi hefur hann byggt upp á 15 árum. — Þetta hefur allt leitt hvað af öðru, sagði Zophoní- as til skýringar, þegar við fór- um að ræða við hann. Ég byrj aði á þvi að annast flutninga til Blönduóss og fór svo að verzla til að fá flutning á bíl- ana. Þannig tók ég að mér dreifingu fyrir Ölgerðina og Vífilfell í Austur-Húnavatns- sýslu, því öl og gosdrykkir skapa mikla flutninga. Af sömu ástæðu tók ég að verzla við bændur, selja þeim fóður- vöru og kaupa af þeim skinn og ull, sem ég sel Álafossi. Jafnframt tók ég að selja teppi fyrir Álafoss og nú er- um við að koma upp prjóna- stofu, sem á að prjóna úr ís- lenzkri ull fyrir erlendan markað og Álafoss útvegar efni og annast sölu. Þannig liefur þetta leitt hvað af öðru. upp mikið af mínum tíma. Nú er verzlunin farin að taka — Þú rekur samt enn flutn- ingaf yrirtækið ? — Já, ég hef tvo stóra flutn ingabíla í ferðum milli Reykjavíkur og Blönduóss; hefi yfirleitt tvær fastar ferð- ir í viku og síðan fleiri, éf á þarf að halda. Það er þægi- legra fyrir fólkið að vita hvaða daga ferðirnar eru. Yfirleitt hefur aldrei fallið niður ferð í vetur vegna snjóa, en nú hindrar aur- bleytan. Ekki er mikil aukn- Zophonías Zophoníasson við annan flutningabil sinn. inig á flliutninigum, en alla jafna er nægur flutningur norður. Helzt að vanti flutn- ing á flutningum, en alla ar vörur fyrir sveitimar og verzlanimar, byggingavörur, öl og gosdrykkir o.fl. — Svo ertu farinn að stunda innflutning. Hvernig er að reka innflutningsfyrir- tæki úti á landi? — Ég hefi umboð fyrir japönsk útvarpstæki og tal- stöðvar og það hefur gengið vel og sala er vaxandi. Ég hefi haft labb-rabb tæki, sem slysavarnadeildirnar hafa keypt. Og það er ekkert til trafala að vera úti á landi með þetta. Viðskipti fara yf- irleitt öll fram gegnum síma og síðan sjálfvirka sambandið kom gengur það ágætlega. Þessa verzlun má alveg eins reka fjarri höfuðborginni. Það er að vísu rétt, að það er ekki algengt að reka heild- sölu úti á landi. Þó eru þær að skjóta upp kollinum. Ég veit t.d. um eina á Sauðár- króki. — Hvernig er með viðskipt- in við bændur. Er ekki orðið heldur óvenjulegt að þeir verzli við aðra en kaupfélög- in? — Ég hef selt þeim fóður- vörur og keypt af þeim skinn og ull fyrir Álafoss í nokkuð miklu magni. Og ég held að það sé betra fyrir bændurna að hafa fleiri en einn aðila í þessum viðskiptum. Mér finnst bændur vera ánægðir með að hægt skuli vera að leita til fleiri en kaupfélags- ins. — En hvað segirðu okkur um fyrirhugaða prjónastofu? Er hún að taka til starfa? — Já, ætlunin er að byrja um mánaðamótin. Við erum 8, sem að henni stöndum og ætlunin er að prjóna peysur og sportfatnað úr íslenzkri ull til útflutnings. Prjóna- stofan á að heita Pólarprjón og við erum búnir að festa kaup á þeim vélum, sem við þurfum í upphafi. Pólarprjón verður til húsa hérna uppi hjá mér, á Húnabraut 13, og er verið að innrétta húsnæð- ið. Við förum hægt af stað, höfum 3—4 konur í vinnu til að byrja með, en gert er ráð fyrir að 10—12 manns starfi þar síðar. Ef vel gengur, ætti þetta að vera komið í fullan gang næsta vor. Við höfum ráðið mann til að veita stof- unni forstöðu, Baldvin Krist- jánsson, sem er nú í þjálfun hjá prjónastofunni Iðunni í Reykjavík. Álafoss ætlar svo að selja framleiðsluna, eins og svipaðan varning frá öðr- um prjónastofum, og jafn- framt að láta okkur hafa garn til að prjóna úr. Þetta er í rauninni sprottið upp úr viðskiptum mínum við Ála- foss, eins og ég sagði áðan. Eins höfum við samráð við Álafoss um hvað framleitt er, svo það rekist ekki á við aðra. Og við erum búnir að fá hönnuð, sem ætlar að teikna flíkur fyrir okkur. — Með þvx að stofna svona fyrirtæki, erum við, sem að þessu stöndum ekki endilega að hugsa um að græða pen- inga, heldur miklu fremur að skapa hér umsvif, segir Zophonias ennfremur. Hér vantar iðnað. Þó að ekki séu það stór fyrirtæki, þá skapa þau hreyfingu. Konurnar eru farnar að spyrja um vinnu við prjónið. Húsmæðrum þykir gott að fá slíka vinnu. Almennt er stefna okkar hér, að reyna að auka iðnaðinn. Enn höfum við of lítið af smáiðnaði, en það er að koma. Við höfum t.d. verið með plastiðnað og nú á að fara að setja upp aðra plast- gerð, sem er almenningshluta félag. Við verðum að hafa iðnað hér á Blönduósi, auk þjónustustarfseminnar við sveitirnar, sem ekki hefur eins mikla vaxtarmöguleika. Annars staðnar allt. Kirkjudagur í Bústaðasókn Á sunnudaginn, 23. maí, er safnaðarhátíð Bústaðasóknar. Slíkur dagur hefur árlega verið haldinn hátíðlegur, aMt frá ár- inu 1964. Þá hefur farið saman, að fólk, innansóknar sem utan, hefur 'komið saman, hlýtt messu, en síðan notið þeirra kræsinga, sem konumar hafa orðið þekkt- ar fyrir að bera fram. Þá hefur efkki síður verið fjölmennt á kvöldsamkomunni og veizlunni efltir hana. Með þesisari hátíð gefst fólki tæktfæri til þess að njóta samvistanna, sækja guðs- þjónustu, hlýða á ýmislegt fróð- legt og skemmtilegt, njóta kræs- inga og um leið að leggja sitt flram til þess, að Bústaðakirkja flari senn að þjóna þeim tilganigi, sem hermi er ætlaður. Á laugardaginn er bamasam- koma kl. 10:30, og eru foreldr- ar hjartanlega velkomnir með börnum sinum. Eftir guðsþjón- ustuna kl. 2 kemur veizlukaff- ið, og loks er samkoma kl. 8:30, þar sem Jón G. Þórarinsson, org anisti safnaðarins, leikur á orgei ið, stjórnar Bústaðakórnum og leikur með söng Magnúsar Jóns sonar, óperusöngvara. Þá mun hinn fjölvísi fræðimaður Árni Óla segja frá þeirri Reyikjavík, sem horfin er eða er að hverfa og sýna myndir. Síðan eru þii dregin frá og gómsætt kaffi- brauðið framborið. Margir hafa spurt, hvernig hægt sé að byggja kirkju eins og Bústaðakirkju á jafn skömm- um tima og raun ber vitni, þar sem fyrsta skóiflustungan var ekki tekin fyrr en 7. maí 1966. Það er von, að spurt sé, þvi op- inber framlög hrökkva undur Skammt, og kostnaðurinn við rekstur safnaðanna er slíkur og fer síhækkandi, að lítið verður eftir af sóknagjöldunum til þess að leggja í byggingarsjóð. Hvernig hefur þá Bústaða- kirkja risið? Við því er aðeins eitt svar: Það er áhugi og for- ystuhæfileikar þeirra leiðtoga, sem þar hafa um fjallað. Þeir verða ekki nafngreindir hér, í Bústaðasókn vita allir, hverjir það eru. Og svo hitt, sem oftast fyligir í kjölfar þess fyrrnefnda, að þeir eru svo fjölmargir, sem hafa viljað leggja eitthvað frám, til þess að kirkjan þeirra mætti rísa. Eru það ekki fáar fjöl- skyldur, sem á hverjum mánuði leggja ákveðna upphæð i kirkju byfggingarsjóðinn. Og nú á sunnudaginn gefst al menningi kostur á því að stuðla að framgangi þessara mála með nýjan SKODA 100 fyrir lægra kílómetragjald — og aðeins 7 lítrar á 100 kílómetra. SHaaii LCIGAM AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. því að þiggja boðið á safnaðar- hátíð Bústaðasóknar, sem fram fer í Réttarholtsskólanum við Réttarholtsveg, (vinsamlega at- hugið, að Réttarholtsvegur er lokaður frá Bústaðavegi). Og þar með eflist sú vissa, verði þeir margir sem koma, að Bú- staðakirkja verði vígð nú I haust, hinn 28. nóvember eina og vonir standa til. Verið öll vel komin á kirkjudag Bústaðasókn RÁÐSKONA Óskum eftir að ráða matráðskonu og að- stoðarstúlku til starfa í veiðihús við lax- veiðiá í sumar. Áheyrsla er lögð á reglusemi og góða um- gengni. — Uppl. í síma 38099. ar. Ólafur Skúlason. Útboð — Trésmíði Tilboð óskast í verkpalla, smíði glugga og skipti á gleri í Sundhöll Hafnarfjarðar og Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Otboðsgögn verða afhent í skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. júní kl. 14.00. Bæjarverkfræðingur. Hestamannafélagið FÁKUR Kappreiðar félagsins verða haldnar 2. hvítasunnudag á skeið- ve.li félagsins, Viðivöllum. Keppt verður á skeiði, 260 metra. Folahlaup 250 metra, stökk. Lengri hlaup, stökk 400 m og 800 m, 1500 metra brokk. Þá fer fram góðhestakeppni, alhliöagæðingar A-flokki, klárhestar með tölti B-flokkur. ÆFING og lokaskrásetning verður sunnudaginn 23. maí kl. 17—20 á skeiðvelli félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.