Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 7 99 Bre'ktouá sem rennur til sjáv- ar í botn Gilsfjarðar, er sýslu- mark Dala- og Barðastrandar- sýslu, hún kemur um samnefnd an dal, en á upptök sin norð- ur á Steinadalsheiði, þar hefur verið fjöifarin leið á milli Kolla- fjarðar og Gilsfjarðar. í mynni dalsins ei bærinn Brekka i Gilsfirði, á háu hól barði undir brattri hiíð með svipmiklu klettariði, sem með- fýlgjandi mynd sýnir. Upp með Mettinum var vegur til Miðdals 1 Steingrímsfirði, þá leið fóru þeir félagar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson i sinni reisu. Veg urinn um Brekkuhlað vestur með firðinum iiggur með sjón- um, á þeirri leið er kletturinn Drifandi, þar sem þeir skildu fóstbræðurnir Þorgeir Hávarðar son og Þormóður Kolbrúnar- skáild, sem sagt er í sögu þeirra. Miðieiðis á hlíðinni fellur fram úr þröngum gljúfrum Mávadalsá, frá henni liggur leið in upp frá sjónum um fallega gerðan sneiðing miðja leið úr Múlahiið, urn góðan veg en við sj’álan um slitrin þar sem hann ligigur um snarbratta hliðina. •— En ekki þarf að óttast, Magnús verkstjóri í Bæ hefur látið beita hinum nýju vinnuvélum, svo að vegurinn er breiður og traust- ur. Vegfarendur ættu að nema staðar, því að nú eru þeir stadd ir á Gilsíjaðarmúla hamri há- um, þeim er Haila skáid'kona á Laugabóli hefur kveðið svo mörg fögur og vinsæl ljóð um, en tónskáldið Kaldalóns samið við vinsæl lög, sem skemmta nú orðið aiþjóð. Frú Halla var fædd í Gilsfjarðarmúla og ólst þar upp hjá ástrikum og gáfuð um foreldrum og frjálsum, fjöl- mennum systkinahópi, þar hs fa orðið til myndirnar i sum ljóð skáldkonunnar, er skemmtir þjóðinni. f Gilsf jarðarmúla hamri háum“ Myndin er tekin ofanvert við Króksfjarðarnes. Sér til Gróu staða og Garpsdals. (Lj ósm. tók Björn Júlíusson). Handan dalsins Garpsdals, er mótast af múlahyrnu að sunnan en af fjallsrana þeim er gengur suður úr fjallagarðinium milli Gilsfjarðar og Garpsdals, ber þar mest á hamragerðing dökk- um á lit, er nefndir eru Hrafna- skorur, griðastaður krumma um varptímann. Lengra út ber mest á Húsadaishyrnunni, Húsmæni, og Neshyrnu þar sem fjallsran- inn endar. En fram af honum gengur Króksfjarðarnesið milli Gilsfjarðar og Króksf jarðar, klettaborgir, meiar og mýra- sund. Næsti bær utan Múla er Garpsdalur, er stendur á mel- hjalla við grösuga hiíð, þar er eitt hið fegursta bæjarstæði, stórt tún hallar mót suðri, grös- ugar lendur og fagurt út- sýni suður um Saurbæ, Skarðs- strönd, Snæfellsnes og Breiða- fjörð. Garpsdals er getið í Lax- dælu o. fl. fornsögum, þar bjuggu þeir Haildór Garpsdals- goði og Þorvaldur sonur hans, en hann var fyrsti maður Guð- rúnar Ósvifursdóttur, þar komst hún í kynni við Þórð Ingunnar- son, er varð hennar annar mað- ur, sagan segir að þeim hafi ver ið furðu auðvelt að finna sér málsbætur fyrir skilnaðinum. Kirkja hefur verið i Garpsdal frá um árið 1200 og prestssef- ur til ársins 1890, síðasti prest- urinn er þar sat var Ólafur Ólafsson dómkirkjuprests Páls- sonar og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur Stefansen sekret- era. Þegar Garpsdalssókn var sameinuð Staðarhólsþingum varð presturinn að vera búsett- ur sunnan fjarðarins. Nú er bú- ið að sameina Garpsdalssókn Reykhólaprestakalli. Undanfarna áratu.gi — i 75 ár hafa búið í Garpsdal feðg- arnir Björn i 33 ár og Júlíus i 42 ár. Þarna sést að atorka og hyggindi bóndans og frjómagn moldarinnar hafa mætzt til auðs og fegurðar. Hér er að líta eitt af falleg- ustu býlum við innanverðan Breiðafjörð, þar sem sameinað er víðátta, mikið og fagurt út- sýni til Saurbæjar, Skarðs- strandar, Snæfellsness og Breiðaf jarðar, og reislulegar byggingar. Utar með hlíðinni er bærinn Gróustaðir, Gróu hús- freyju á Gróustöðum er getið í Þorskfirðingasögu, þegar þeir Ingólfur Lagi í Fagradal 6g Gullþórir börðust á Langeyri. Þegar við komum á Hyrnumel ina, opnast nýtt sjónarsvið, Króksfjarðarsveitin og Geiradal urinn. G.B. Myndin er tekin af hanirinum hjá Gilsfjarðarnnila. í»ekkirðu landið þitt? FRÉTTIR Kvent'élag I.anghoItssa.f naðíir heldur sinn árlega kökubasar iaugardaginn 22. mai ki. 2 í Safnaðarheimilinu. Félag austfirzkra kvenna heldur sína árlegu skemmtisam- komu fyrir aldraðar austfirzkar konur í Sigtúni við Austurvöli, sunnudaginn 23. maí ki. 2.30. VÍSUKORN Kærleiksheimilið Hjá Hannibal er fátt um frið, Framsókn þarf ei nefna. Kommar rífast krata við, hvað er vinstri stefna? Tumi. Fjalia hjallar fyllast mjöl'l, fuilir bulla allir. Köllum trölflin illust öi‘1, eliin fellir hallir. S. Þorvaldsson, Kefiavík. LJOÐIÐ Ljóðið er lind sem um líf okkar streymir ljóðið er rnynd sem að skáldin um dreymir, ijóðið er lofsöngur lifandi tungu, ljóðið er fyrirbæn fyrir þeim ungu. Ljóðið er litríkt með látlausu orðin ljóðið ber birtu og ljósið á borðin ijóðið var lífið á nýliðnum vetri Ijóðið er menning á höfðingjasetri. Ljóðið er ávöxtur liðinna ára, ijóðið er iíkt og þú sikvika bára ljóðið er eiiíft og iifir því lengi, ljóðið fer mjúklega um hugarins strengi. Ljóðið er lán þess sem l'ítið má gera, ljóðið er vafalaust lifandi vera, ljóðið er hu.gsun og lofgerðar óður ljóðið er þakklæti vinur minn góður. Ljóð okkur mönnum í lokin það kennir, að látlaust í spor okkar mannanna fennir, þvi lifið sem lifað var langt burt er fiutt, þó ljóð hafi á vegferð þess leitt það og stutt. Hv. Gangið úti í góða veðrinu! 136 FM LAGERHÚSNÆÐI til leigu nélægt Iðngörðum. vel einangrað og upphitað, mjög góð aðkeyrsia. Uppl. í s»ma 31427. 2JA, 3JA EÐA 4RA HERB. tBÚÐ óskast til teigu nú þegar. 4 .' fullorðnir í heimili. Uppl. í aíma 20027. KEFLAVlK — ATVINNA Reglusamur afgreiðslumaður óskast. STAPAFELL. SJ0NVÖRP TIL LEIGU Uppl. í swna 37947. TVÖ BAÐKÖR til sölu, ódýrt. Uppl. hjá kjall arameistara. — Hótel Borg. MOLD Mokað á bila að Traðarlandi 14 í dag, laugardag. REIÐHJÓL TIL SÖLU Vel meðfarið DBS gírahjól til sölu. Uppl. í sima 41627. HÚSBYGGJENDUR Framleiðum milliveggjaplötur 5, 7, 10, sm, inniþurrkaðar. Nákvæm lögun og þykkt. Góðar plötur spara múrhúð- un. Steypustöðin hf. TRJAPLÖNTUR Birkiplöntur og fl. til sölu að Lynghvammi 4, Hafnar- firði. Sími 50572. Jón Magn- ússon. MERCURY-COMET '63 til sölu, sjálfskiptum, 6 syl., Litið ekinn, einkabifr. Skipti eða verzlunarskuldabréf koma til greina. S'rmi 18085 og 19615. KEFLAVlK Verzlunar- eða skrifstofuhús næði til leigu við Tjarnar- götu. Laust strax. Uppl. í síma 1754 á kvöldin. RÖSK OG AREIÐANLEG tefpa 12—13 ára óskast til heimilisaðstoðar hálfan dag- inn í Fossvogshverfi. Uppl. í síma 31189. OPEL KARAVAN '65 til sölu, góður vagn, skipti á eldra módeli koma til greina eða greiðsla með skuldabréf- um. Sími 18085 og 19615. Bílasalan, Borgartúni 1. DODGE CORONET '57 til sölu, 2ja dyra hard-top, V-8, sjálfskiptur, „power"- stýri og bremsur, útvarp fylg ir. Er skoðaður ’71 og er í toppstandi. Söluverð 80.000. Uppl. í síma 85423. ÓSKA EFTIR AÐ TAKA í umboðssölu framleiðslu inn lendra iðnfyrirtækja. Tek einnig að mér að selja inn- fluttar vörur. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Umboðssala — 7664". VOLVO 142 árgerð 1970, er til sölu og sýnis að Bólstaðarhlíð 33 (kjallara). VOLVO AMBASSADOR '68 trl sölu. BíMinn verður til sýn- is frá kl. 1—5 í dag að Víði- mel 62 Uppl. í síma 13597 á sama tíma. KEFLAVlK — SUÐURNES Ávaxtaskálarnar og vlnglös- in, Toska-munstrið, með gylltu röndinni komin. Rammar og gler, Keflavík. TENÓR-SAXAFÓNN Til sölu er tenór-saxafónn I mjög góðu standi, selst ódýrt. Uppl. í síma 30181. TÚN 4—6 hektarar, til leigu. Tilb. sendist Mbl. fyrfr 27. maí merkt: „Heyskapur 7665". LAX- OG SILUNGSVEIÐILEYFI fyrir landi Ysta-MÓS, Fljót- um, eru seld að Háaleitis- braut 68, 2. hæð. Sími 82330 og 85556. 4 HERB. OG ELDHÚS á sérhæð í tvlbýlishúsi til leigu. Fyrirframgreiðsla æski- leg. Uppl. í síma 41103, milli kl. 10—4. KONA ÓSKAR EFTIR VINNU við iðnaðarstörf. Trtboð send ist Mbl. merkt: „Strax 7671". BARNAGÆZLA 12 ára telpa óskar eftir barna gæzlu í sumar, í Heima- eða Vogahverfi. Uppl. í síma 36056. NORSKUR PLASTBATUR 13 feta á vagni til sölu. — Verð kr. 35.000.00 Uppl. í símum 35963 og 32172. UNG HJÓN með eitt barn vantar 2ja— 3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 81287 eftir kl. 1. SVEIT Pláss óskast fyrir tvær syst- ur 7 og 9 ára á góðu heim- ili I Borgarfirði eða Árnes- sýslu. Uppl. í síma 83913. ATVINNUREKENDUR 15 ára stúlka úr 2. bekk Kvennaskólans óskar eftir vinnu i sumar. Getur byrjað strax. Uppl í sima 81376. BlLAÚTVÖRP Eigum fyrirliggjandi Philips og Blaupu.rt bilatæki, 11 gerðir i allar bifreiðir. önn- umst ísetningar. Radíóþjón- usta Bjama, Síðumúla 17, sími 83433. IBÚÐ 2 herb. og eldhús óskast sem fyrst i gamla Austurbænum fyrir fullorðna konu sem vinn ur úti. Alger reglusemi. Fyr- irframgreiðsla. Uppl. i sima 26065.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.