Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 1
32 StÐUR OG LESBÓK 113. tbl. 58. árg. LAUGARDAGUR 22. MAI 1971 Prentsmiöja Morgunblaðsins. S ALT-viðræðurn ar: F j ölspr eng j u- f laugar valda erfiðleikum Santa Alfio, Sikiley, 21. maí — NTB SKARAR af fólki í grennd við eldfjallið Etnu á Sikiley gengu í dag með helgimyndir á lofti á móti glóandi hraun straumnum, sem nú streym- ir niður hlíðar fjallsins. Elur fólkið með sér örvæntingar- fulla von um kraftaverk, sem á síðustu stundu komi í veg fyrir að hraunstraumurinn svelgi heimili þess og eignir. Hraunstraumurinn rann í dag fram með 3—4 metra hraða á klukkustund, en dauðþreytt ir bændur kepptust við með tár í augum að flytja húsgögn og aðrar lausar eigur sínar brott. Hér á myndinni er hraunstraumurinn kominn að íbúðarhúsi, sem hefur verið yfirgefið. Washington, Moskvu, 21. maí — AP SAMKOMULAG Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að einbeita sér á þessu ári að því að finna leiðir til að takmarka framleiðslu varnareldflauga, og þá um leið árásareldflauga, gefur góðar von ir um að samningarnir um tak- mörkun kjarnorkuvopna fari að ganga betur. Þótt orðalagið: „einbeita sér að því að finna leiðir“ sé langt frá því að vera nokkurt endan- legt samkomulag, er hér um meiriháttar pólitískan ófanga að Bretland gengur í EBE þegar í næsta mánuði sagði Pompidou að loknum viðræðum þeirra Heaths París, 21. maí — AP AÐ LOKNUM fundi þeirra Pompidous, Frakklandsforseta og Heaths, forsætisráðherra Bretlands, í dag, sagði Pompidou við fréttamenn að það væri ó raunhæft að ætla annað en Bret land gæti gerzt aðili að Efna- hagsbandalagi Evrópu, í næsta Everest sigrar enn; 24 haf a náð- 24 hafa dáið Katmandu, 21. maí — AP LEIÐANGURINN, sem lagði af stað upp á hæsta tind Everest 28. febrúar sl. hefur nú endan- lega gefið upp alla von um að ná takmarkinu, eftir mikla hrakninga, veikindi og skort á ýmsum nauðsynjum. Einn mað- ur lét lífið og nokkrir voru fluttir veikir niður af fjaUinu. Ákvörðunin um að hætta við leiðangurinn var tekin sl. föstu dag. Það voru tveir Bretar sem þá voru komnir næst tindinum. Þeir voru í tjaldi sínu í 8.296 metra hæð, og áttu þá aðeins Fangar 1 verkfalli JESSHEIM 21. maí, NTB. — Um 120 fangar í norsku rikis- fangelsi hafa farið í verkfall, og kratfizt hærri launa fyrir stförtf, sem þeir vinna I s'teininum. VerkfaMið hófst 18. þesaa mánaðar, og síð- an hafa verkfallsanennirn ir hvorki hreyít hönd né fót til að sinna daglegum störfuan. eftir 552 metra upp á hæsta tindinn. Þeir voru hins vegar orðnir mjög þreyttir og auk þess skorti þá bæði súrefni, mat væli og reipi til að geta haldið áfram. í alþjóðareglum um far þegaflug segir að ekki megi fara með farþega hærra en tólf þús- und fet, ef farþegaklefinn er ekki loftþrýstur, strax upp úr því fer súrefnisskortur að gera vart við sig. Bretarnir tveir, Don Whillans og Douglas Haston, hafa verið í rúmlega 25 þúsund feta hæð sl. 18 daga, og eru nú í rúm- lega 27 þúsund feta hæð. Þar við bætist að þeir þurfa að þola mikinn kulda og líkamleg á- reynsla er gífurleg. Þeir komast því ekki langt án súrefniskút- anna sinna og á Everest getur tekið marga klukkutíma að kom ast örfáa metra upp á við. í gær var ekki búið að taka ákvörðun um hvenær lagt yrði af stað niður af fjallinu. Everest hefur aðeins verið sigrað fimm sinnum, í fyrsta skipti 29. maí 1953 þegar Sir Edmund Hillary og Tenzing Nor gay stigu þar fæti fyrsti allra manna. AUs hafa 24 fjallgöngu- menn komizt á toppinn, en jafn margir hafa látið lífið við að reyna að ná þangað. mánuði. Pompidou hefur þar með sópað úr veginum hindrun um sem Frakkar lögðu fyrir Bretland, og sem hingað til hafa haldið því utan bandalags ins. Pompidou lagði á það áherzlu að á fundunum sem leiðtogarnir tveir hafa átt með sér síðustu daga, og sem staðið hafa í sam tals tólf klukkustundir, hefði hann sannfærzt um að Frakk lands gæti ekki lengur lagzt gegn aðild Bretlands að EBE. Edward Heath, sagði að Frakk land og Bretland hefðu »ömu skoðanir á framtíð Vestur-Evr- ópu, stofnunum hennar og stöðu hennar í heiminum. Þessi Sam- staða yrði til góðs, ekki aðeins fyrir umrædd tvö lönd, heldur og öli önnur ríki Evrópu. Leiðtogarnir tveir gáfu í skyn að iöndin væru sammála um hlutverk sameiginlegra stofnana sem gætu tekið bindandi ákvarð anir fyrir öll aðildarlöndin. — Bæði Frakkland og Bretland vilja takmarka áhrif þeirra, enda hefur þetta atriði valdið hvað mestum deilum í Bretlandi. Leiðtogarnir lögðu báðir á- herzlu á að viðræður þeirra hefðu farið fram í mikilli vin- semd og af einlægni, og þeir hefðu verið sammála um flest atriði. Það væri að vísu ekki búið að leysa endanlega öll vandamálin, en þeir kæmu ekki auga á neitt, sem gæti staðið í vegi fyrir inngöngu Bretlands í EBE í næsta mánuði. ræða, og tilslakanir af hálfu Sov étríkjanna. Sovétríkin hafa frá upphafi viljað ræða sérstaklega um varn areldflaugar, og taka þar með skammdrægar kjarnorkueld- flaugar NATO í Evrópu. Banda- ríkin hafa hins vegar ekki vilj- að semja um varnarflaugarnar sér og alls ekki viijað blanda eid- Framhald á bls. 19 Gomulka úr ríkis- ráðinu Varsjá, 21. maí — NTB-AP WLADYSLAW Gomulka, fyrr- um leiðtogi pólska kommúnista- flokksins heið enn einn pólitisk an ósigur í gær, er hann vék úr ríkisráði Póliands. Sagði pólska fréttastofan PAP, að í pólska þinginu hefði verið samþykkt að verða við beiðni Gomulka um, að hann skyldi leystur frá þessari stöðu, sem er fyrst og fremst táknstaða. Gomulka sem fór frá sem flokksleiðtogi og vék síðan úr miðstjóm kommúnistaflokksins eftir bíóðugar óeirðir í desember Framhald á bls. 19. Novotny rekinn úr kommúnistaflokknum? Prag, 21. maí — NTB ANTONIN Novotny, fyrrum for seti Tékkóslóvakíu og leiðtogi kommúnistaflokks landsins, verður sennilega rekinn úr flokknum ásamt sex öðrum fyrr verandi háttsettum mönnum inn an flokksins. Eru þeir allir sak aðir um að hafa borið ábyrgð á stjórnmálaþróuninni í landinu á tímabilinu 1950—1960. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum í Prag í gær, að mið stjórn kommúnistaflokksins hefði samþykkt á leynilegum fundi að bera fram tillögu um brottrekstur þessara manna úr flokknum á flokksþingi þvi, sem nú stendur fyrir dyrum. í hópi þeirra eru m.a. auk Nov- otnys þeir Karol Bacilek, fyrr verandi öryggimálaráðherra, Stefan Rais, fyrrverandi dóms- málaráðherra og Josef Urvalek, sem var ríkissaksóknari í Slan- skyréttarhöldunum alræmdu. Þungir dómar í Gyð- ingaréttarhöldunum „Almenn fagnaðarlæti“ segir TASS er dómarnir voru kveðnir upp Moskvu, 21. maí — AP-NTB — NÍU Gyðingar, sem ákærðir voru í Leningrad fyrir ólöglega síonistastarfsemi og fyrir tilraun til þess að ræna flugvél, voru í gær dæmdir í allt að 10 ára hegningarvinnu. Þyngsta dóma hlutu þeir Gilja Butman, 39 ára gamall verkfræðingur, sem hlaut 10 ára fangelsi og Michael Korenblit, 34 ára, sem hlaut 7 ára hegningarvinnu. I dóminum var þeim Butman og Korenblit lýst sem skipuleggjendum til- raunarinnar til flugvélarráns. — Tveir af ákærðu voru dæmdir í 5 ára hengingarvinnu, einn í 4 ára, þrír í 3 ára og einn í eins árs hegningavinnu. Sovézk stjórnarvöld byrjuðu und irbúning að þessum réttarhöld- um í júní í fyrra, en þau hófust síðan á þriðjudag í síðustu viku. Frásagnir hins opinbera frá þess um réttarhöldum hafa þótt benda til þess, að þarna sé um sýndarréttarhöld að ræða, þar sem ákærðu hafi viðurkennt sekt sína fullir iðrunar og lýst sig reiðubúna til þess að taka út refsingu sína. Hafa fréttir af réttarhöldunum verið sendar út af TASS, hinni opinberu frétta- stofnun Sovétríkjanna, en engir fréttamenn frá Vesturlöndum hafa fengið heimild til þess að koma í réttarsalinn, þrátt fyrir það að opinberlega hafa verið sagt, að réttarhöld þessi hafi verið haldin fyrix opnum dyrum. Samkv. frásögn TASS urðu „almenn fagnaðarlæti", er Nina Isakova dómari las upp dóms- niðurstöðurnar. í forsendum dóm Framh. á bls. 19 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.