Morgunblaðið - 08.06.1971, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971
7
í
Stofnaði til Islandsf erðar
fyrir hóp Bandaríkjamanna
Það þykir ekki S frásö;?n
færandi þótt 45 Ameríkanar
kumi í heimsókn til Islands,
en hitt má teljast til tíðinda
að islenzk kona, búsett í
Bandaríkjunum, varð til þess
að vekja áhuga þeirra á fs-
landi og skipulag'ði ferðina
liing-að. Kona þessi heitir
Ingra Jónasdóttir Georieres og:
nú búsett í New Yersey, en
amerisku ferðalangarnir eru
einnig- þaðan.
— Ég bý á stóru dvalar-
heimili fyrir aldrað fólk í
New Yersey. 1 samkomusal
hússins eru oft haldnar
kvöldvökur og á nokkrum
slikum kvöldvökum sagði ég
frá Islandi og sýndi kvik-
myndir þaðan, sagði Inga í
viðtali við Morgunblaðið. —
Áður en ég vissi af var stór
hópur vistmanna orðinn
ákveðinn i þvl að fara til ís-
lands. Ég tók niður nöfn
þeirra og hafði þvi næst sam-
band við skrifstofuna Best
Way Travel í New York og
þeir gengu endanlega frá
okkar málum. — Auk þess
að sýna Islandsmyndir í dval-
arheimiiinu sýndi ég þær í
safnaðarheimili í nágrenninu
og voru einnig þó nokkir þar
sem fengu áhuga á málinu og
slógust í förina.
Ferðin hingað tii ísland hef-
ur verið mjög ánægjuieg og
hópurinn var alveg í sjöunda
himni með ferðalagið, svo ég
gæti vel ímyndað mér að
framhald yrði á ferðum sem
þessari því þegar hópurinn
kemur heim eftir þessa vel
heppnuðu ferð kveikir það í
þeim sem heima sátu í þetta
skiptið.
Ameríkanarnir dvöldu hér
í tæpa viku, en sjálf verður
Inga hér i hálfan mánuð í við
bót og ætlar hún að nota tím
ann til þess að heimsœkja ætt
ingja og vini. Inga Jónasdótt-
Inga Jónsisdóttir Georgos og sonur hemnar Hubert Georges,
som oiiuiiig var með í föriiuu til íslaiiids. (Ljósm. Kr. Bein).
ir Georges er fædd og uppal-
in í Reykjavík og er dóttir
hjónanna Jónasar H. Jónsson
ar fasteignasala og Sigurlaug
ar Indriðadóttur. Inga var
tvítug þegar hún fluttist vest
ur og bjó hún lengst af í
New York. Inga á tvo upp-
komna syni, sem eru búsettir
í New Jersey og fluttist hún
einnig þangað fyrir nokkrum
árum. Sagði Inga að ef það
væri ekki fyrir synina og
barnabörnin sín í Bandaríkj-
unum þá mundi hún flytja
fyrir fullt og allt heim til Is
lands strax á morgun. Loks
sagði Inga Jónasdóttir Georg
es að hún vonaðist til að
hún kæmi fljótlega aftur til
Islands með nýjan hóp áhuga
samra Bandáríkjamanna.
VÍSUKORN
Stjarfur hugur, stirð mín önd,
stýra ekki hratt þér hönd,
penninn hægt um pappír líður,
próförk veit hvað hennar bíður.
H.V.
FRÉTTIR
Hraunprýðiskonur
För til Akureyrar 18. júní.
Upplýsingar í sima 50290, Rann-
veig og 50231, Guðrún.
Ferðanefndin.
Sumarskóli Guðspekifélagsins
að Jaðri
tilkynmir þátttakendum: Lagt
verður af stað frá húsi félags-
ins Ingólfsstræti 22 á miðviku-
dagsmorgun kl. 11 stundvíslega.
Ný rakarastofa
Jörundur Sigurðsson, rakari opnaði á laugardaginn var, nýja rak-
arastoí'u að Grensásvegi 50 hér í bæ. Hann hefur undanfarið
liálft ár starfað á Rakarastofu Austurbæjar, en fyrir þann tíma
starfaði hann í þrjú ár í Svíþjóð. Hann mun annast allar herra-
og dömu- og barnakiippingar.
16 FETA VATNÁBATUB BROTAMÁLMUR
með vagna og 16 hestafla utanborðsmótor til sölu. Sögin hf, sími 22184. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91.
HJÓN MEÐ ÞRJÚ BÖRN LlTIÐ HÚS
óska eftir þriggja herbergja íbúð, helzt í Kópavogi. Slmi 41006. til sölu í Hveragerði, stór lóð. Upplýsingar í síma 43011 og 30943.
KLÆÐI OG GERI VIÐ bólstruð húsgögn. Húsgagnabólstrunin, Garða- stræti 16. — Agnar Ivars. Heimasími í hádeginu og á kvöldin 14213. 8—22 FARÞEGA BIFREIÐIR Tökum að okkur fólksflutn- inga innanbæjar og utan, svo sem: Vinnuflokka, hljómsveit- ir, hópferðir. Ferðabílar hf., slmi 81260.
INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar innrétt- ingar í hýbýfi yðar, þá leitið fyrst tilboða hjá okkur. — Trésm. Kvistur, Súðavogi 42, simar 33177 og 36699. HÚSMÆÐUR Stórkostleg lækkun á stykkja þvotti 30 stk. á 300 kr. Þvoft ur sem kemur í dag, tilbúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir, Síðumúla 12, sími 31460.
HÚSRÁÐENDUR Það er hjá okkur, sem þið getið fengið upplýsingar um væntanlega leigjendur yðar að kostnaðarlausu. — Ibúða- leigumiðstöðin, Hverfisgötu 40 B, sími 10099. GALLABUXUR 13. oz nr. 4—6, 220,00 kr. nr. 8—10, 230,00 kr. nr. 12—14, 240,00 kr. Fullorðinsstærðir 350,00 kr. LITLI SKÓGUR Snorrabraut 22, sími 25644.
SKILVlS Litla stúlkan, sem tók rautt og hvítt þríhjól inn í innri gangi að Njarðargötu 61 sl. föstudag, er vinsamlegast beðin að skila því aftur á sama stað. BlLAÚTVÖRP Eigum fyrirliggjandi Philips og Blaupunt bílaviðtæki, 11 gerðir í allar bifreiðar. önn- umst ísetningar Radíóþjón- usta Bjarna, Siðumúla 17, sími 83433.
Skoda 1000 MB
mjög vel með farinn til sýnis og sölu.
HAFRAFELL H/F., Grettisgötu 21.
Hef opnað
hárgreiðslustofu
að Dunhaga 23.
STEIiLA MARÍA Sími 12556.
H afnarfjörður
Til sölu á góðum útsýnisstað við Hverfisgötu stór
3ja herb. nýleg efsta hæð í timburhúsi. Ibúðin er
í góðu ástandi, með sérhita og sérinngangi.
ÁRNI GUNNLAUGSSON hrl.
Austurgötu 10, Hafnarfirði. Sími 50764.
HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUDI
Fyrir tlTT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuii seljum vrð
RITSAFN JÚNS TRAUSTA
8 bindi í svörtu skinnlíki
Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SÍÐAN 100 KRÓNUR Á MÁNUÐI.
Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ
Hallveigarstíg 6a — Sími 15434