Morgunblaðið - 08.06.1971, Page 10

Morgunblaðið - 08.06.1971, Page 10
10 MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971 ÁNÆGJU- LEGUR SJÓ- MANNADAG- UR I NAUT- HÓLSVÍK Skútur slglingaklúbbanna í Nauthólsvík. SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Reykjavik og fór hið bezta fram í Nauthóls vík að viðstöddu fjölmenni. Er fyrirhugað að halda hátíðina þar frajnvegis, e(n þó varð tölu- verð umferðartruflun, vegna gíf- urlegrar umferðar í Nauthólsvík og sagði Guðmundur Hallvarðs- son, framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsráðs að leysa þyrfti umferðarvandamálið fyrir næstu hátið. Hátíðahöldin hófust með því að sjómannamessa var sungin í Dómkirkjunni kl. 11, þar sem biskup íslands herra Sigurbjöm Eilnarsson minmtist drukknaðra sjómanna. Dómkórinn söng, ein- söngvari og organisti voru Guð- mundur Jónsson og Ragnar Bjömsson. Viðstaddir messuna voru forsetahjónin, herra Krist- ján Eldjám og frú Halldóra Eld- jám, forsætisráðherra, Jóhann Hafstein og borgarstjórinn i Reykjavík, Geir Hallgrímsson. í Nauthólsvík hófust hátíða- höldin kl. 13.30 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék sjó- manna- og ættjarðarlög undir stjórn Páls P. Pálssonar og fána- borg var mynduð með sjómanna- fánum og íslenzkum fánum. Þá flutti fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Eggert G. Þorsteinsson ávarp og síðan fulltrúi útgerðarmanna, Guðmundur Jörundsson, fulltrúi sjómanna Helgi Hallvarðsson og loks afhenti Pétur Sigurðsson, fonnaður Sj ómaninadagsráðs heiðursmerki sjómannadagsins. Ávörp þremenninganna eru birt á öðrum stað í Mbl. í dag. Pétur Sigurðsson sæmdi eftir- taida heiðursmerkjum sjó- mannadagsins: Pétur Einarsson háseta, heiðursmerki, silfurkross. Pétur Einarsson var fjarstaddur, skipverji á Reykjafossi og gat því ekki tekið við heiðursmerk- inu ajálfur; Þorvald Árnason, skipstjóra á Ásþór, skipstjóra og aflamann á Faxaflóasvæðinu í yfir 30 ár og Axel Sigurðsson, kokk á Gullfossi. Axel Var fjar- staddur en við viðurkenning- unni tók sonur hans. Síðast en ekki sizt afhenti Pétur Sigurðs- son Gróu Pétursdóttur gull- kross dagsins og er hún þar með fyrsta konan, sem hann hlýtur. Gulikross sjómannadagsins hafa félaga sínum, sem var meðvit- undarlitill orðinn. Hófust nú leikir í Nauthóls- víkinni. Fyrst var kappróður og varð fyrst sveit á Gísla J. John- sen, sem hreppti lárviðarsveig- inn, 7 gullpeninga og silfurbikar að launum. Önnur var róðrar- sveit frá Óskari Halldórssyni, sem hreppti Morgunblaðsskjöid- Ifcilliilllll! : - bát, sem búinn var tveimur 40 hestafla utanborðsvélum og brunuðu þeir félagar fram og aftur á Fossvoginum og fóru m.a. inn á Nauthólsvíkina og rétt smugu út fyrir nesið. Einn þeirra lét svo þyrlu varnarliðs- ins taka sig upp úr sjónum og flytja inn á mitt hátíðasvæðið. Vakti þessi „björgun“ óskipta Mannfjöldinn í Nauthólsvík Ljósm. Sv. Þorm. athygli fólks einkum hinna yngri. Þá má og geta þess að um það bil er kappróður hófst kom þyrla Landhelgisgæzlunnar og flaug yfir hátíðasvæðið, stanzaði í loftinu og hækkaði og lækkaði til skiptis. Þó fór þyrlan að bryiggjuendanum i vílk inni og tók þar dúkku, sem sat þar í björgunarstól, flaug með hana yfir svæðið, en skilaði henni siðan til sama lands aft- Margt var fleira til skemmt- unar — kaffi og gossala var á svæðinu og bíll, sem eininig er bátur sýndi listir sínar með því að aka ýmist eða sigla um vik- ina. Þá má loks ekki gleyma svokölluðum koddaslag. Slá var sett upp við bryggjuna og fóru bræður tveir út á slána og reyndu með því að berja hvor annan með koddum að hrinda hvor öðrum í sjóinm. Lyktaði þeirri viðureign eins og efni stóðu til — með bræðrabyltu, báðir höfnuðu í sjónum. Á sjómannadagskvöld voru haldnar skemmtanir í samkomu- húsum borgarinnar, m.a. ungl- ingadansleikur í Tónabæ frá kl. 20 til 24. Alls staðar fóru skemmtanir þessar hið bezta fram. aðeins 5 aðrir aðiiar hlotið. Þegar hér var komið sögu var komið að afreksverðlaunum fyr ir vasklega björgun úr sjávar- háska á árinu. Verðlaunin hlaut tæplega tvítugur piltur úr Gaul- verjabæjiarhreppi, Beneditot Benediktsson frá Tungu, háseti á Fjalar frá Eyrarbakka, en þá háseti á Kristjáni Guðmunds- syni frá sama stað. Benedikt bjargaði skipsfélaga aínum, Skúla Hartmannsayni, er féll út- byrðis og var hætt kominin við netalagningu í Eyrarbakkabugt 10. marz síðastliðinn. Varpaði Benedikt sér í sjóirun og barg Morgunbiaðsskjöldurinn afhentur. inn, en þetta var eina skápið i riðl inurn sem hafði stærð til að hljóta hann. Númer þrjú var svo róðrarsveit frá vélbátnum Vali. í riðli númer 2 keppti kvenna sveit ísbjarmarins og sjóskátar og í riðli 3 Sjóvinmuskólimn og róðrarsveit íþróttafélags Eim- skips. Sjóskátar uimnu silfurbik- ar, sem Sjómannafélag Reýkja- víkur gaf í róðrarkeppni ungl- inga og hlutu þeir ennfremur 7 gullpeninga. Sjóvinmuskólinn hlaut 7 silfurpeninga. Róðrar- sveit Eimskips hiauit 7 guillpen- inga, en Sjóvinnuskólinn 7 silf- urpeninga. f riðli 3 var enginn bikar að verðlaunum, þar sem enn hefur ekki verið aflað bik- ars fyrir keppni landróðrarfólks. Þá var efnt til kappsiglingar á seglbátum, en það var aðieins óformleg keppnd vegna mismun- andi eiginleika bátanna, sem í mörgu voru ekki sambærilegir. Þátt tóku siglingaklúbbar æsku lýðsráða Reykjavíkur og Kópa- vogs, svo og siglingaklúbbamir Brokey og Ýmir, en það eru eldri deildir, þ.e.a.s. þeirra, sem eldri eru en 16 ára. í björgunarsundi sigraði Þor- steinn Geirharðsson og annar varð Magnús Albertsson. f sfakka sundi varð fyrstur Ragnar Jónsson og annar einmig Magnús Albertsson, sem þátt tók í báðum sundunum. Þá hófst sjóskíðasýning, sem vakti óskipta aðdáun áhorfenda. Sex féiagar úr björgunarsveit Slysavarnafélagsina í Vík í Mýr- dial höfðu þeir meðferðis hrað- iH i Lyktir koddaslagsins Þátttakdndur í HtakkasundL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.