Morgunblaðið - 08.06.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1971
19
fyrstu bemskuárum œvinnar,
þegar fafíirinn var látinn og
móðirin barðist fyrir tilveru
bamanna við erfiðar aðstæður
islenzkra sveita, og þegar stund
um var ekki vitað hvað skyldi
til matar haft næsta dag.
Skilningurinn hefur enn auk-
izt með unglingsárunum, þegar
brotizt var til mennta og erfið-
ar ferðir fótgangandi frá Norð-
urlandi um ókunn héruð og erf-
iða fjallvegi, virtust smámunir
einir, þvi að til náms I Kenn-
araskóla íslands iá leiðin.
Siðan kom ábyrgðin sem því
fyflgdi að vera trúað fyrir upp-
fræðslu bama. Fullmótaður hef-
ur þá verið skilningurinn á því,
hvað það er að gera skyldu sína,
enda var ekki hikað við að
leggja út í hrið og storma.
Kennslan mátti ekki falla nið-
ur í skólanum hinum megin í
Mýrdalnum.
Árin í skólahúsinu í Fljóts-
hlíð urðu mörg og indæl. Þar
ólust flestar dætur þínar upp
við heimilisbrag, sem mótaðist áf
skilningi og samheldni. Kærar
eru bemskuminningar systr-
anna frá þessum árum er setið
var við skrifborðshomið þitt
með námsbækur og notið tilsagn
ar þinnar. Skyldur þínar gagn-
vart heimilinu vom þá slíkar, að
það að eiga kmkku af neftó-
baki og fá sér stöku sinnum
korn í aðra nösina gat virzt
munaður. Enda var dætrunum
öllum fimm komið til mennta og
það atvfkaðist svo að þær hlutu
allar nám við þinn gamla Kenn-
araskóla.
Þú hafðir hlotið í vöggugjöf
skálds'kapargáfu. Eins og þú
unnir tungu vorri hlýtur slík
náðargjöf oft að hafa freistað
þín. Skilningur þinn á skyldum
þínum hefur þá eflaust yfirbug-
að slikar freistingar. Ég minn-
ist ekki að sjá þig koma heim
úr Laugamesskólanum öðruvísi
en klyfjaðan stórum úttroðnum
skjalatöskum. Bömdn skyldu
ekki svikin, enda flest kvöld og
helgar vinnudagar.
Ég minnist bamana, sem þú
útskrifaðir tólf ára, og höfðu
fýlgt þér nokkur síðustu árin í
skólanum. Þau höfðu vissulega
fuTídið hug þinn, er þau af hjart
ans þakklæti færðu þér Skraut
ritað skjal með myndum af sér.
Þú hengdir þetta skjal fagurra
minninga fyrir ofan skrifborðið
þitt.
Þótt dæturnar flyttu að heim-
an, hélt heimili þitt í rauninni
áfram að vera þeirra, aðeins
höfðu tengdasynir og barna-
börn bætzt við.
í nær fimmtíu ár hafðir þú
stundað störf þín og nær jafn
lengi stóð við hlið þér sú kona,
sem batzt þér kærleiksböndum
sautján ára gömul og var eitt i
þér til hinzta dags, svo þar bar
aldrei skugga á milli. Harmur
hennar er því mikill, jafnvel þótt
þið bæði hefðuð öðlazt fullvissu
um að líf er að loknu þessu.
Er ég nú kveð þig að þessu
sinni, kæri Halldór, langar mig
aðeins að þakka þér þann lær-
dóm, er ég nam af kynnum okk-
ar og sem mun vara um ókomin
ár. Hvers er hægt að óska sér
fremur en að öðlast skilning
þinn á þeim orðum er þú forð-
um sagðir við mig: „Maður verð-
ur að gera skýldu sína meðan
maður getur."
Hrafn Einarsson.
Haustið 1920 hittumst við
Halldór fyrst. Þá vlð inntöfeu-
próf í Kennaraskóla Islands.
Ekki er mér ljóst hvemig á þvi
stóð, að við urðum strax góðir
félagar. Ef til vill af þvi að við
vorum báðir húnvetnskir sveita-
piltar ókunnugir hér i bæ. Við
sátum við sama borð í kennslu-
stundum, bjuggum i sama her-
bergi, borðuðum á sama matsölu
stað og svo framvegis. Að námi
loknu skildust leiðir. Starfið
hófst. Annar fór norður í land,
hinn vestur á Snæfellsnes. Þá
skrifuðumst við á. Fundum okk-
ar bar saman öðru hvoru. Við
skiptum um kennslustaði. Að
lofeum höfnuðu svo báðir í
Reykjavife. Hér bjuggum við í
nágrenni. Örstutt á milli. Unn-
um við sömu stofnun, Laugames
sfeólann i mörg ár. Alltaf var
samkomulag okkar gott, enda
var Halldór góður félagi, gáfað-
ur, skemmtilegur og hagorður
vel. Eftir þvi sem árin liðu varð
vinátta okkar nánari. „Ber er
hver á baki nema sér bróður
eigi,“ kvað Grettir. Ég hef
aldrei átt neinn bróður, en hafi
nokkur maður komizt nærri því
að fylla það skarð, þá er það
Halldór Sölvason. Hann var
maður traustur.
Við söknum oft sárt góðra fé-
laga, þegar þeir hverfa af svið-
inu, en missir trúnaðarvinar
verður aldréi bættur, því að
slíkur maður er á vissan hátt
orðinn partur af manni sjálfum.
Halldór var frábær starfsmað
ur. Áhugi hans á öllu, sem hon-
um var trúað fyrir, dugnaður og
samvizkusemi brugðust aldrei.
Ekki kæmi mér á óvart, þótt
þeir yrðu æðimargir fyrrver
andi nemendur hans, sem hugs-
uðu til hans i dag með hlýhug
og söknuði.
Hann var gæfumaður um flest.
Kvæntur ágætri konu, Katrínu
Sigurðardóttur. Unni hann
henni mjög. Þau eignuðust fimm
dætur, allar prýðilega gefnar.
Heimili höfðu þau búið sér mjög
gott. Undi Halldór sér þar bezt.
Fjárhagur hans var góður, eink
um hin slðari ár. Heilsuveill var
hann að visu upp á síðkastið,
en aldrei þjáður til muna. Var
sjúkdómur hans með þeim hætti,
að hann gat búizt við skyndi-
legum endalofeum. Varð ég þess
var, að hann vonaði að þegar að
því kæmi, þá tæki fljótt af. Varð
honum þar líka að ósk sinni.
Flyt ég svo konu hans og allri
fjölskyldu þeirra mínar ynnileg
ustu samúðarkveðjur.
Þá er þessari fimmtíu ára sam-
fylgd okkar lokið, Halldór.
Þakka ég þér hana alla hjart-
anlega. Þú hefur lifað og starf-
að vel og æðrulaus „gengið til
hvíldar með glófægðan skjöld,
glaður og reifur hið síðasta
kvöld.“ Vertu sæll gamli vinur.
Klemens Þórleifsson.
Síð sumars árið 1948 kom
Hadldór Sölvason í Laugarnes-
skólann og hóf þar kennslu. Við
höfðum áður sézt i svip á kenn-
araþingum, en kynni voru eng-
in, utan afspurnar, sem ég hafði
af störfum hans austur í Fljóts-
hlíð. Það er ekkert launungar-
mál, að í skólum er það ástund-
að eftir getu að fá sem bezta og
hæfasta kennara til starfa, enda
er allur farnaður skóla fyrst og
fremst undir þeim kominn.
Það orð hafði farið af Hall-
dóri, að við hann voru tengdar
miklar vonir þegar við komu
hans í skólann, og er skemmst af
því að segja, að þær vonir rætt-
ust svo sem bezt mátti verða,
enda eru öll mín kynni af Hall-
dóri á þá lund, að ég hygg, að
enginn hafi nokkru sinni orðið
fyrir vonbrigðum með störf
hans. Halldór var einhver mik-
ilhæfasti kennari, sem ég hef
kynnzt. Hjá honum fóru saman
góðar gáfur, einbeittur vilji, ein
læg hlýja og sá skörungsskapur
og persónuleiki, sem kennurum
er nauðsynlegur, til þess að góð
ur árangur verði af störfum
þeirra. Gilti einu, þegar Halldór
átti í hlut, hvort litið var til þess
árangurs af námi, sem fram kem
ur í einkunnum, eða þeirra upp
eldisáhrifa, er nemendur njóta
sér til heilla hjá góðum kenn-
ara. Munu því margar hlýjar
þakkarkveðjur frá gömlum nem
endum, sem nú eru dreifðir víðs
vegar um land, fylgja honum yf
ir landamærin.
Seinni árin í Laugarnesskóla
vann Halldór auk kennslunnar
í lesstofu skólans, og mótaði
hann þar þá umgengnishætti og
reglusemi, er við höfum síðan
miðað við sem fyrirmyind og tak
mark.
Halldór veir góður og skemmti
legur starfsfélagi, ævinlega glað
ur og reifur dag hvern, ágæt-
lega hagmæltur og lét oft fjúka
1 kveðlingum. Hann tók alla tíð
þátt í félagsstörfum kennara af
sínum einlæga áhuga, hvort
sem um var að ræða kennslu-
mál eða störf í selslandi skólans
uppi í Katlagili.
Halldór var fimmtugur, þegar
hann kom í Laugarnesskól-
ann, og þar var hann að störf-
um, þar til hann var sjötugur og
misseri betur. Hinn 8. maí, þeg-
ar aðeins var eftir rúmur hálfur
mánuður til þess, að lokið væri
að fullu 46 árum við kennslu-
störf, veiktist hann mikið og
skyndilega. Mig minnir, að
hann hefði orð á þvi þá, að sér
þætti endasleppt að geta ekki
lokið að fullu síðasta skólaárinu.
Næsta vetur var hann þó enn í
okkar hóp og vann í lesstofunni.
Og alla stund hélt hann tryggð
við félagana hér og skólann,
tók þátt í félagsstörfum, kom oft
í skólann á hátíðum og tyllidög-
um og var ævinlega við skóla-
slit. Síðast kom hann til okkar,
þegar skólanum var slitið nú 28.
maí. Þá átti hann aðeins eftir
þrjá daga í þessum heimi. Við
okk-ur gerði hann ekki enda-
sleppt. Við eigum á bak að sjá
góðum dreng, félaga og vini, sem
við söknum með djúpri hryggð.
Halldórs Sölvasonar verður
minnzt í Laugarnesskóla með
þökk og virðingu, meðan þar er
nokkur maður, sem hafði af hon
um kynni. Blessuð sé minning
hans.
Eiginkonu Halldórs og öðrum
ástvinum votta ég einlæga sam-
úð í sorg þeirra.
Gnnnar Guðmundsson.
„Eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar
skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð i nærveru
sálar . ..“
Þennan fagra boðskap, sem
skáldið boðar okkur i þessari
vísu, virðist mér Halldór Sölva-
son, kennari, tileinka sér í öllu
sínu starfi. Ég var svo lánsöm
að fá að vera nemandi hans í
fimm vetur. Mikið vatn er til
sjávar runnið síðan það var, en
þessir vetur eru grópaðir i minn
inguna eins og skinandi fagrar
perlur á bandi, þar sem hver
dagur var fullur eftirvætning-
ar og gleði. í litlu kennslustof-
unni var unnið af svo miklum
áhuga og eldmóði, að það var
ekki hægt annað en hrífast með.
Þar var aldrei leiðinlegt eða
staglsamt nám, eða lítilsvirðandi
orð um þá, sem minna gátu, held
ur lifandi kennsla, þar sem leit-
azt var við að laða það bezta fram
og bæta á allan hátt. Það var
ekki gert með aðfinnslum eða
predikunum, heldur í lifandi fyr
irmynd.
Halldór var einlægur trúmað-
ur og báru kristnifræðitimar
hans þess glöggt vitni, svo og
látlausar bænastundir að
morgni hvers kennsludags.
Þannig hóf hann líka fyrstu
samverustundina með væntanleg
um nemendum sínum, er hann
tók við skólastjórastarfi í Fljóts
hliðarskóla haustið 1934, þeirri
stund mun ég aldrei gleyma. Það
var þá þegar, sem níu ára gömul
stúlka fann, að þama var kom-
inn kennari og maður, sem hún
gat borið fyllsta traust til. Enda
varð svo að það brást aldrei all
an okkar samverutíma.
Halldór átti líka góða konu,
Katrínu Sigurðardóttur, sem
var honum stoð og stytta í starfi
og bjó honum fagurt og friðsælt
heimili. Dæturnar fimm fetuðu í
fótspor föður síns, því þær tóku
allar kennarapróf. Ég óska og
bið að þjóð vor eignist sem
flesta kennara sem vinni í anda
Halldórs Sölvasonar.
Kæri gamli kennarinn minn.
Ég kveð þig að sinni með hjart-
ans þökk fyrir allar samveru-
stundirnar og fyrir allt hið
fagra og góða, sem þú sáðir i
hjörtu okkar riemenda þinna.
Það mun aldrei gleymast, en
vera okkur leiðarljós og styrk-
ur i önn og erfiði lifsins.
Hittumst heil á sviðinu hand-
an tjaldsins, sem aðskilur í bili.
Guðrún Hulda.
Gamall skólafélagi og vinur
er fallinn í valinn með langan
starfsferil að baki. Hann óx upp
norður í Húnaþingi á hörðu en
fyrirheitaríku vori nýrrar ald-
ar, kaus sér að ævistarfi leið-
sögn og fræðslu, og stundaði
kennslu hátt á fimrnta áratug.
Leiðir okkar Halldórs Sölva-
sonar lágu fyrst saman vetur-
inn 1920. Hann var þá í 2. bekk
Kennaraskólans en ég í fyrsta.
Þótt ekki værum við bekkjar-
félagar tókust fljótlega með
okkur góð kynni, sem síðar
áttu eftir að eflast og verða að
ævilangri vináttu.
Vorið 1922 útskrifaðist Hall-
dór úr Kennaraskólanum og
næsta haust réðst hann farkenn
ari í Breiðavíkurhrepp á Snæ-
fellsnesi. Vorið 1923 útskrifaðist
minn árgangur. Það sumar héld-
um við hópinn í Reykjavík
nokkrir skólabræður í atvinnu-
leit, en með misjöfnum árangri.
Þar á meðal var Halldór Sölva-
son, sem ekki h-ugði nú á fram-
tíðarstarf í Breiðuvík. — Auk
leitar að sumaratvinnu stóð nú
fyrir dyrum að komast í kenn-
arastöðu næsta vetur, en þar
voru margir um boðið. Tókum
við að senda umsóbnir hingað og
þangað og var nokkuð tilvilj-
anakennt hvar borið var niður.
Við vildum ógjarnan sækja
hver á móti öðrum og kom þá
fyrir, að hlutkesti var látið ráða.
Þannig atvikaðist það, að Hall-
dór sótti um kennarastöðu í
Vestur-Landeyjum. Stöðuna
fékk hann og starfaði þar
næstu fjögur árin. Þar kynntist
hann tilvonandi eiginkonu sinni
Katrinu Sigurðardóttur. Þau
gengu í hjóna-band vorið 1925. —
Þegar við Halldór, síðar á æv-
inni, rifjuðum upp gamlar minn-
ingar og „hlutkestið" bar á
góma, varð honum að orði, að
þar hefðu heilladísir haft hönd
í bagga. Og ekki dreg ég i efa,
að þau hjónin voru sammála um,
að þetta var stóri vinningurinn
þeirra beggja.
Haustið 1927 fluttust þau
hjónin austur í Mýrdal, þar sem
Halldór gerðist skólastjóri við
Reynis- og Deildarárskóla. Þar
voru þau til ársins 1934, er þau
fluttust vestur í Fljótshlíð og
Halldór varð skólastjóri barna-
skóla sveitarinnar. — Ég var þá
nýkominn að heimavistarskólan
um að Strönd og fagnaði þvi, að
fá minn góða, gamla félaga i ná-
grennið. — Margs er að minnast
frá árunum, sem í hönd fóru,
þótt hér verði að engu eða litlu
getið. Varðandi skólastarfið átt
um við Halldór sameiginleg
áhugamál og ýmsan vanda við að
glíma, og á ég honum þar mörg
hollráð ógoldin. Á heimili þeirra
hjóna átti ég marga góða stund,
og í huganum geymist enduróm-
ur af glettnum tilsvörum og glöð
um hlátrum.
Árið 1948 fluttist Halldór með
fjölskyldu sina til Reykjavlfeur.
Þar var hann kennari við Laug-
amesskólann unz hann lét af
starfi fyrir aldurs sakir.
Á efri árum, þegar kyrrist um,
gefst tóm til að vega og meta
verðmætin, sem lifið færði, bera
saman tekjurnar og gjöldin. Ef-
laust verður það mat meira og
minna einstaklingsbundið. Þó
tel ég sennilegt, að mannkost-
ir og góðvild, sem við nutum I
fari samferðamannanna, verði
einna drýgst tekjumegin, þegar
öll kurl eru komin til grafar.
Ég og fjölskylda mín sendum
eftirlifandi eiginkonu og dætr-
um Halldórs Sölvasonar, svo og
öðrum vandamönnum hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Frímann Jónasson.
- EBE
Framhald af bls. 1.
um að ræða gjaldeyrisvarasjóði
annarra ríkja brezka Samveldis-
ins, og nema þeir nú milljörðum
sterlingspunda. Þá segir í yfir-
lýsingu Rippons að Bretar séu
reiðubúnir til að samþykkja að
pundið fylgi sömu ákvörðunum
og gildir um annan gjaldmiðil
EBE-ríkjanna eftir að landið
verður aðili.
Samkomulag náðist einnig um
innflutning Breta á súráli, og var
ákveðið að ný aðildarríki EBE
fengju að flytja inn súrál toll-
frjálst til 1. jan. 1976, en eftir það
yrði lagður á innflutningstollur
í tveimur áföngum á hálfu öðru
ári, er næmi alls 5,5%. Tollurinn
innan EBE er nú 8,8%.
Rippon ræddi einnig fiskimála
stefnu EBE, en þar er gert ráð
fyrir því, að hvert aðildarriki fái
aðgang að fiskveiðilögsögu
hinna ríkjanna. Sagði Rippon að
þetta gætu Bretar ekki fallizt á.
Þó taldi hann hugsanlegt að
fiskiskip hinna aðildarríkjanna
fengju að veiða allt upp að sex
mílna mörkunum við Bretland.
Ljóst er að fiskimálastefnan i
heild verður tekin til ítarlegrar
endurskoðunar áður en næsti
áfangi viðræðnanna hefst í Lux-
embourg 21. þessa mánaðar.
Poul Nyboe Andersen ráðherra
hélt sérkennilegan blaðamanna-
fund í Luxembourg að viðræðun-
um loknum í dag. Bauð hann um
200 erlendum fréttamönnum til
hádegisverðar, þar sem fram
voru bornir ýmsir danskir réttir.
Lýsti ráðherrann ánægju sinni
yfir gangi viðræðnanna í dag og
kvaðst ekki efast um að unnt
yrði að leysa öll vandamál varð-
andi aðild Danmerkur að sam-
tökunum, og það innan fárra
vikna.
Andersen sagði, að Danir gætu
fyrir sitt leyti fallizt á fiskveiði-
stefnu EBE og að danskir fiski-
menn hefðu þar ekkert að ótt-
ast. Hins vegar óskuðu Danir eft-
ir undanþágum varðandi fisk-
veiðar Færeyinga og Grænlend-
inga.
Patrick Hillery, utanríkisráð-
herra Irlands, var ekki jafn
ánægður með fiskveiðistefnuna,
og benti fréttamönnum á, að hún
væri mörkuð á þeim grundvelli
að aðildarríkin væru sex. Hlyti
fjölgun aðildarríkjanna upp í tíu
að valda þar nokkrum breyting-
um. Eðlilegast taldi hann að
heimila nýju aðildarríkjunum
fjórum — Danmörku, Noregi,
Bretlandi og Irlandi — að halda
óbreyttri fiskveiðistefnu frá því
sem nú er, það er, að þessi ríki
fengju að halda sinni fiskveiði-
lögsögu óbreyttri. Að öðru leyti
lagði Hillery til, að ákvörðun um
fiskveiðistefnuna yrði látin bíða
þar til eftir að rikin fjögur hefðu
gerzt aðildar að EBE.
Innilegt þakklæti færi ég öll-
um þeim, er sýndu mér vin-
áttu og hlýhug á áttræðis-
afmæli mínu hinn 26. maí sl.
Elísabet Berndsen.
Lokað kl. 1-4
vegna jarðarfarar.
HANS PETERSEN H/F.,
Bankastræti 4, Álfheimum 74.