Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLA.EHÐ, MUÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 19T1 : '' \ W-y-y-^-ý. ____ >____ 'mrt. GæzluvöUuritm í plássiau. Patreksf j örður: Hér býr dugmikið og vinnusamt fólk — rætt við Ólaf Guðbjartsson oddvita ÞAÐ er hreinssta ánægja aS hetmisæ’kja ýmsa staði á Ve»t- fjörðum um þessar mundir. Þar er atvinnulíf í hámarki og enginm baTlámstóna í möimum. Patreksfjórður er engun undantekning, þar hef- ur verið uppgangur hin síð- ari ár og afkoma íbúa með bezta móti. Þar hefur, eins og víða aimars staðar verið skeggrætt um skuttogara- kaup, framikvæmdir í pláas- imi eru margþættar og brydd að er upp á þeirri riýjung að halda þar í sumar sjóvœr.u- námiskeið fyrir unglinga 12— 16 ára. Þetta og fleira kom íram í samtali, sem biaða- maður Morgunhlaðsiins átti við Ólaf Guðbjartsson, odd- vita Patreksfj arðarhrepps ný- verið. — Ekki er arunað hægt að segja en afkoma manna hafi verið góð. Á árunum 1967— 68 lenti Patreksfjörður í nokk urri lægð, eins og fjötaiiörg byggðarlög ötunur, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Eiins og alkunna er skapaðiat það ástand fyrst og fremst vegna verðhruns á sjávaraf- urðum á erlendum mörkuð- um. Frystihúsið hér lenti þá í greiðsluörðugieikum, en hag þess tókst að rétta við. Nú eru starfraekt hér tvö frystihÚA Hraðfryatihúsið Skjöldur og Hraðfrystihús Patreksfjarðar, og reka baeði útgerð líka. Gerðir eru út sex bátar, 100 torrn og stærri, eirtn þeirra leggur lítið upp hér og er aðallega við síld- og loðou- veiðar. Hinir landa hér og út- vega húsunum mikið hráefni. Þá eru albmargir amaerri bát- ar á handfærum og dragnól og eru þessir bátar aðalhri- efnisgjafi f rystihúsarma á sumrin. — Hefur, verið rastt uin skuttogarakaup ? — Já, því er ekki að leyna að áhugi er á því að kaupa 500—600 tonna sfkuttogara, en slikar bollaleggiingar eru að- eins á umiræðustigi. Þau kaup verða að líkimdum gerð í fé- lagsdkap við frystihúsið á Tálknafirði. Þá er og unnið að samningum á 250 torma togskipi og verður okkur ir.ik ils virði að fá það hingað. Vertíðin í vetur var nokkuð góð, miðað við aðra lands- hluta að minnsta kosti. Vinna var þvi -næg í vetur. Svo koma árstímaT á Patreksf jrði, sem annars staðar, að dauf- ara er yfir og stundum hefur verið erfítt að brúa það bil fyrir verkafólkið í frystihúa- m Óiafur Guðbjartsson. uiuirn. En með tilkomu nýja skipains, sem að ofan var nefnt, ætti að verða hægara um vik. íbúðabyggingar hafa ekki verið ýkj a miklar, en nú er að komast hreyfing á þær að nýju. Hreppurinn hefur unn- ið að því að undirbúa bygg- ingu fjölbýiishúss með tólf íbúðum. Vonir standa til að tilskiiin leyfi fáist það tíman- lega að hægt verði að byrja nú í sumar. Þá er 1 bígerð, að sögn oddvita, að hefja framkvæmdir að nýju við fé- lagsheimilið; grunnurinn að ixjfckrum hluta hússins hefur löngu verið steyptur og er búizt við að sá hluti, sem nú verður unnið að, kosti full- gerður um eða yfir 20 miiljón ir króna. Nefna má og að Patreksfjörður er að fá nýja slöklkvíbifreið; sú sem fyr- ir er þykir ekki fullnægjandi lengur. Tveir menn úr pláss- inu sóttu slökkvistjóranám- skeið, sem var haldið í Reykja vik í vor. Um skólamál staðarins sagði Ólafur m. a.: — Bam'askólahúsið okkar er myndarleg bygging, en sá hængur er á, að gagnfræða- deildimar þrjár hafa fengið þar inni og því er orðið þröngt á þingi. Sótt hefur verið um leyfi tií að reisa gagnfræðaskóla og nokkur upphæð hefur verið veitt á fjáirlögum í þvi skyni. Við bamiaskólahúsið er leikfimi- hús og sundlaug er á Vatn- eyrinni. Ef ráðizt verður í að byggja gagnfræðaskóla yrði ugglaust einnig stefnt að því að koma upp nýju iþróttahúsi og surwHaug. Á Patreksfirði er ein hezta höfn hérlendis. Hún var byggð i>nn í landíð, þar sem áður var tjöm. Þetta fyrir- tæki var umdeilt á sínum tíma, en nú eru víst flestir aammála um, að vel hafi tek- izt til. Víðlegupláss staerri báta er gott, en vantar rými fyrir smærri bátana. Remman er mjög djúp og þama geta lagzt að bryggju skip af öll- um stserðum, hvort sem það eru fiiskiskip eða flutniniga- slkip — þ. e. þá sjaldan þau koma. Samgöngur Patrek'sfjarðar- hrepps hafa aðallega byggzt á ílugi. Leiðinni til vallarins er haldið opinni yfir veturinm og stefmt er að því að gera betra húsnæði fyrir farþega, en það er mjög ófullkoimflð. Sömuleiðis á að bæta öryggis þjónustu þar. Nú er raf- m.agnslaust á vellinum, en strengur verður lagður yfir fjörðinin, Umferð um flugvöllinn er mikil, flog- ið er þrisvar í viku og um völliinn fara einnig farþegar — og varningur — til Tálkna- fjarðar og Bíldudals. Vöru- flutniingarndr hafa aukizt stór lega, þar sem slíkir flutning- ar á sjó eru stopulir. fbúarn- ir á PatreksfÍTði kvarta und- an því að sjaldan standist aug lýstar áætlanir, iðulega eru þær felldar niður á síðustu stundu og ekki er það óþekkt fyrirbrigði, að vamingurinn verði eftir í Reykjavík. Fyrir nokkrum áruim var lítillega byrjað á varanlegri gatnagerð í plássínu og steypt ur hluti af Aðalstrætí. Ekki hefur þetta þó reynzt eirus vel og Skyldi og nú ér verið að skipuleggj a Aðalstrætið altt með það fyrir augum að byggja það síðan upp með mal biki eða steypu. Þá verður í sumar unnið að lagningu nýs holræsakerfis í Aðalstræli. Þá má geta þess að fyrir fáein- um árum var lögð ný vatns- veita og reyndist vatnið prýðilega, en var ekki nóg. Því varð að nota vatnið úr gömlu veitunni líka. Nú eru á döfinni framikvæmdir, sem ættu að stuðla að því að nægi legt vatn fengist úr nýju veit- unni fyrir haustið, Síðast en ekki sízt, sagði Ólafur frá mjög athyglisverðu framtaki hreppsinis í sam- bandi við vin.nu barna og ungli.nga í sumar. Sjóvinnu- námskeið verður haldið fyrfar unglinga 12—16 ára. Þar verð ur kennt allt sem að sjósókn lýtur. Báturinn Vestri verður notaður til ferð>a með ung- mennin og Jón Magnússon verður skipstjóri og leiðbeiin- andi. I landi anraasl þeÍT leið- sögn og fræðslu bræðurnir Gísli og Bergistekiin Snæ- björnissynir. Þetta er reynt í fýrsta skipti og sagði Ólafur, að menn væntu þess að það yrði til að efla áhuga ung- menina á sjónum. Ekki rná gleyma að skólagarðar verða starfræktir fyrir 10—12 á.ra börn. Fimrn þúsund fermetria landrými hefur verið tekið undir garðana og var verið að girða og hreirasa landið um þær sömu mundir og þetta samtal fór fram. Aðalleið- beiniandi verður þar Leifur Bjarnason, starfsmaður hreppsins, og treyst er á að- stoð fleiri aðila, Auk þess verða svo nokkrir ungliragar teknir í viminu til hreirasuruar og fegrunar á bænu.m, eins og venja hefur verið. — Ég lít vissulega bjÖTtum augum til framitiðariraraaT, sagði Ólafur að lokum. — Full ástæða er til að ætla aS hér verði áfram blómlegt at- viraraulíf og fólkinu fjölgi. Fyrir er dugmifcið og virarau- sairrat fólk, sem getur haft sambærilegar tekjur við það sem gerist hvar sem er aram- ars staðar á lamdirau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.