Morgunblaðið - 08.06.1971, Page 29

Morgunblaðið - 08.06.1971, Page 29
_____________________________________ MORGUNBLA.ÐCÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNt 197i 29 Gunnar Bjarnason. Gunnar Bjarnason, Hvanneyri: Styrkja og niðurgreiðslustefnan Landbúnaðurinn er í dag mjög mikið styrktur, og hann þarfn- ast stuðnings. Hins vegar má spyrja, hvort rétt sé að styrkja hann á þann hátt, sem gert er, hvort t.d. sé rétt að nota styrk- ina til að knýja á um aukna framleiðslu. Taka má dæmi. Vegna óþurrka í einum lands- hluta nýlega var bændum veitt mjög hagkvæmt lán, 200—300 miilj., sem skyldi varið til kjarn fóðurkaupa. Menn fengu þvi að- eins þetta fé, að þeir keyptu fyrir það erlent kjarnfóður til að breyta því aftur í mjólkuraf- urðir, sem svo þurfti að flytja úr landi með opinberum styrk. Eftir slíkt sumar var búizt við verulegum samdrætti í mjólkur- framleiðslu bænda á þessum landshliuta, og menn settu á svið ýmis úrræði, sem gera skyldi til að firra Reykvíkinga mjólkur- skorti og óþægindum af þeim sökum, t.d. ætluðu mjólkur búin með snil'librögðum að hræra smjöri (úr smjörfjallinu) og undanrermudufti úit í vatni og gera þannig nothæfan drykk í skortinum. Þegar svo kom- ið var fram að jólum, kom i ljós, að það varð talsverð aukning í mjólkiirframleiðslu þessara hér- aða, svo að það kom aidrei tii að nota þessi tæknibrögð. Skilj- anlegt er þetta. Bændur gátu þarna fengið mjög hagkvæm lán, afborgunarlaus í 3 ár og með vægum rentum. Þeir gátu hins vegar ekki hagnýtt sér kjör in nema gegnum mjólkurfram- leiðslu úr erlendu kjarnfóðri. Mjólkin gaf þeim peninginn í hendur. Hefði ekki í þessu til- viiki verið hagkvæmara fyrir atia aðila, bændur rikið og þjóð ina að greiða bændum þessi lán beint í vasann. Þeir gátu þá farið með peningana til víxla- greiðslu eða til vélakaupa, en þurftu ekki að bíða eftir þeim, unz mjólkurbúin greiddu þá fyr ir framleidda vinnsliunjólk. Fleiri dæmi má taka, sem sýna og sanna, að það er nauðsyn- iegt að endurskoða styrkjapóli- tlíkina. Hins vegar verður það varla gert nema með hliðsjón af breyttri byggðaþróunarstefnu. Sem dæmi má nefna. Ef það kæmi í ljós við rannsókn, að ein ir 500 bændur, sem búa við slæm ar aðstæður, lélegar samgöngur, rafmagnsleysi, illan húsakost og amnað álikt, auk þeas e. t. v. komnir til ára sinna og orðnir þreyttir, myndu vilja selja jarð- ir sínar á viðunandi verði, ég nefni 1 milljón á hverja Jörð sem dæmi. Ef nú slík kaup væru gerð á haustdegi, búistofni lógað og jarðirnar teknar úr ábúð sem ríkiseign, þá væri of- framleiðslu vandamálið úr sög- unni. Ef þetta kostaði 500 miMj- ónir króna, þá gerir það tæp- lega tveggja ára framlag hins opinbera til útflutningsupp- bóta. Auðvelt væri að taka lán til tveggja ára til að leysa vand ann. Fjárhagslega er þetta auð- leysanlegt, en hvernig má búast við, að hinir stefnuráðandi aðil ar, Búnaðarfélagið, Búnaðarþing og Stéttarsambandið, tæki svona máli. Að líkindum yrði þetta ofsalegt tilfinningamál, og mik- ið má vera, ef það ylli ekki sprengingu á einhverju mann- virkL Hinar geysilegu niðurgreiðsl ur á vöruverði, eru annað vandamál, sem ekki getur orðið til langframa. Hvernig á að losna undam því fargi bæði fyrir bændur, ríki og neytendur. Oft er um það deilt, hvort hér sé um að ræða neytendastyrki eða styrki til bænda. Svarið í því efni er augljóst. Niðurgreiðsla á búvöru að heimsmarkaðsverði er styrkur til bænda, en sé verð lagið greitt niður fyrir heims- markaðsverð, þá er það styrk- ur til neytenda. Annars eru þetta fjárhagsráðstafanir, sem hafa almennt gildi fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar. Niðurgreiðslur á vöru undir útsöluverð þeirra er hásikalegt, getur auðveldlega boðið heim hættu á glæpsamlegu athæfi. Sli'kt er hreint neyðarástand. 1 sambandi við offramleiðsl- una má benda á amerísku meg- inregluna sem kennd er við s.n. „jarðbanka". Rei'knað var út, hversu bændur högnuðust mikið á hverjum hektara (ekru) af ræktuðu hveiti. Ríkið vildi ekki greiða þeim fyrir útlagðan kostnað, heldur aðeins, það sem þeir báru úr býtum með því skil yrði, að landið yrði hvílt eða tekið úr ra-ktun. Ef þessi skyn- samlega aðferð væri tekin hér til framkvæmdar tii að losa okkur úr sjálfheldu með offram leiðsluna, þá gæti dæmið litið þannig út. Það lætur nærri, að framleiðslubústofh okkar sé því sem næst 80.000 framleiðslukú- gildi (40.000 mjólkurkýr og 8000,000 ær). Ef offramleiðslan er 10%, þá þurfum við að fækka bústofni um 8000 framleiðslukú gildi. Meðal kúgildi gefur bónd anum um það bil 30 þús. krónur brúttó. En á þetta leggst vinnu- kostnaðurinn, svo að nú yrðu greiddar úr ríkissjóði um 350 milljónir króna til verðuppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir. Ef ameríska reglan væri notuð, og kemur hún bændum engu sið- ur vel, en ríkissjóði og þjóðinni allri væri hún til mikiUa hags- bóta, þá mætti leggja tfl grund- vallar, hve visitölubúinu eru reiknaðar miklar launatekjur af hverju framleiðslukúgildi. Mið- að við 31.8. 1970 lítur dæmið sem næst þannig út: Bóndinn kr. 11,300,- húsfreyjan kr. 1.700.- aðrir ca kr. 1.750.- eða samtals kr. 14,750.-. Væri nú bændum greidd þessi upphæð beint í styrk fyrir hverja mjólkurkú, sem hann fækkaði á fóðrum eða íyrir hverjar 20 ær, sem hann færi með á sama hátt, þá mundi þessi „framleiðsluhömlunar- styrkur" ekki kosta meira en um það bil 118 milljónir króna (14,750 x 8,000), sem er nálega þriðjungur af þvþ sem nú mun þurfa að greiða. Hvernig þess- um ráðstöfunum yrði hagað, er svo annað mál, sem ekki er unnt að fara út í hér, en þar koma margar leiðir tfl greina. Svona má taka dæml um það, hvernig almannafé er varið til „hagsbóta" fyrir bændur, það er fulllkomin ástæða að endurskoða málin frá grunni. Þeir, sem nú sitja og starfa í þessu flókna kerfi, virðast oft vera hættir að hugsa um uppistöður þess og grundvöiL en einbeita sér við að .„smyrja hjól og legur maskin unnar.“ K.ÍARNFÓÐUBSTEFNAN Þótt þetta mál kunni í fljótu bragði að virðast litið í sniðum þá er svo ekki, heldur er hér um að ræða stórmál og framtíð- armál, sem skiptir búskapinn meira i rekstrarkostnaði en öll notkun aðkeypts áburðar. Ráðandi stofnanir í þess- um efnum virðast ekki sjá ann- að cn innflutning á erlendu kornfóðri. Þar ræður Búnaðarfé lagið og Sétttarsambandið stefn unni. Hin bændasamtökin, sem standa á bak við S.Í.S., Mjólk- urfélagið og Fóðurblönduna h.f. munu ekki marka stefnu í þess- um efnum, heldur fylgjast þau með þvi sem Búnaðarþing og Stéttarfélagsíundir bænda sam- þykkja og reyna að aðlaga sig þvi. Hjá þessum stefnuráðandi samtökum hefur aðaláhugamálið í kjarnfóðurverzluninni nú á síð ustu árum verið það, að koma hér á ríkisverzlun með kjarn- íóður að dæmi Norðmanna. Nærfellt' allur fóðurbætisinn- flutningur hér er í höndum verzlunarfélaga bændanna sj álfra. Það xnætti með sama rétti biðja Alþiingi að leggja samvinnufólögin niður og fá rík- isverzlun i 9taðinn. Það er örðugt að átta si.g til fulls á þvi, hvað það er, sem raunverulega vakir fyrir þessum mönnum innan Búnaðar- félagsins og Stéttarsambandsins. Þetta kjarnfóðurmál hef- ur aðra og miklu veigameiri þætti. Það er hægt að sanna það með fræðilegum rökum, að við getum notað innlent efni nær al gerlega til fóðurbætisfram- leiðslu. Verulegur hluti hennar yrði grasmjöl, sem hér má með hagfelldu móti framleiða í hlýju og gróðursælu héruðum landisins aflt frá Þjórsá austur að Fljóts- dalshéraði. Önnur innlend efni I kjarnfóðrið eru fiskimjöl, hvers konar mörfeiti og fiskiolíur. Við erum algerlega háðir er- lendu verðlagi með kornfóðrið, sem við flytjum inn, og getur farið svo innan tíðar með það, eins og nú blasir við með olíurn ar á heimsmarkaðinum. Það ligg ur beinast við að metta heims sultinn með korni. Þaðmábrosa að því, þegar við erum að senda íslenzkt mjólkurduft tfl svelt- andi þjóða. Miklu hefði það ver ið betra fyrir þetta sveltandi fólk, að við hefðum sent þvi kornfóðrið ósnert, sem hér væri skipað á land til að framleiða úr því mjólkurduftið. 1 biii kynni íslenzkt kjarnfóð ur að vera eitthvað dýrara á markað en ótollað innflutt korn. Danir hafa í áratug toflað inn- flutning á korni í því markmiði að breyta búvöruframleiðslunni hjá sér. Með því móti þrengdu þeir að hinni óhagkvæmu smjör- framleiðslu og bætti samkeppn- isaðsböðu fyrir heimafrandeitt grasmjöl og korn. Útflutningur þeirra á þessum jarðargróðri er vaxandi en smjörútflutningur- inn minnkandi. Eitt af brýnustu rannsóknar- efnunum hér, fyrir utan kal rannsóknirnar og áburðartil- raunir, er þetta stóra verkefni: framleiðsla á kjarnfóðri í land- inu sjálfu. Nú notast tiL þessa tnnfhitninigs 400—500 mifljónir króna á ári og fer vaxandi. Bet- ur væri þessum gjaldeyri varið til annars, og betra væri fyrir bændur að draga úr framleiðslu á kjöti og mjólk en íramleiða I þess stað sjálfir kjarnfóð- ur handa fénaði sínum. BY GGÐ AÞRÓUN ARSTEFN AN Byggðaþróunarstefna okkar hefur verið mjög óljós fram á síðustu ár. Það hefur verið lagt fé frá einstaklingum og hinu opinbera gagnrýnislaust í býli, sem sýnilega háfa enga framtið átt. Afdala- og útnesja- býli hafa hér verið í margra augum eins konar „heilagar kýr“. Sums staðar væri fræði- lega rétt að leggja heila hreppa í eyði. Á öðrum stöðum væri til gagns fyrir sveitirnar að kaupa afréttarbýli úr byggð, jafnvel heila hreppa, beinlínis til að auka sumarafrétt og tfl að stöðva öntröð og uppblástur. Býlafækkun í landinu verður að framkvæma eftir fræðflegu mati óháðra aðila. Sérvizka hópa og sérhyggja einstakflnga verður þar að vlkja, og menn verða að sætta sig við lög og góðar reglur. Mikilvægasta málefni byggða- þróunar og byggðaverndar eru þorpsniyndanir við heita staði sem víðast í lifvænlegum byggð um. 1 þessum þorpum þarf að koma upp iðnaðarfyrirtækjum. Það þarf hvorki mikla þekk ingu né hugkvæmni til að finna svona þorpum iðnaðarverkefni. Fari menn þvert í gegn um Evrópu og skoði inn í þann grúa af smáborgum og þorpum, sem þar lifa af hinum fjöibreyti legasta iðnaði, þá ættu menn ekkert að óttást um framtíðar- möguleika slíkra byggðakjarna. Ef við getum selt peysur til Rússlands fyrir 100 mifljónir króna, þá er fátt til fyrirstöðu að margfalda þetta magn og selja til fleiri landa. Vefnaður og spuni er vafalaust hentugur iðnaður fyrir íslendinga. Við höfum stundað þessa iðju frá upphafi landSbyggðar. Uliarfjöll enn stærri en smjörfjöll eru til víða í heiminum. Vdð þurfum afls ekki að einskorða vefjáriðnað okkar við innlenda ufl. Auk þess er gerviþráðurinn, sem við gætum Mka framleitt hér innan- lands. Nýlega hefur einnig ver- ið bent á, að hér má framleiða úrvalsgott byggingarefni úr hafragrasi og öðrum gróðri, sem rækta má takmarkalítið á sönd- unum í Rangárvaflasýslu. Farsæld í byggðaþróim mun engu að siður byggjast á iðnaði en landbúnaði. Þessu er mikil- vægt að gera sér grein fyrir. Umhverfis iðnaðarkjarnana blómgast svo bændabyggðir sl! beinni neyzluþörf fólksins. Verði þannig tekið á málum, mun öll strandlengja Islands verða jafn ágæt og þjóðinni nytsamleg. Landkostirnir eru jafnvel mestir, þar sem minnst er nú aðhafzt vegna samgöngu- leysis og hafnleysis. Ég hef lengi verið sannfærður um, að ekki aðeins Dyrhólahöfn eigi framtíð á borð við Hafnarfjörð og Kefla vik, heldur yrði jafnt þörf og nytsöm höfn, sem gera mætti við Ingólfshöfða í Öræfasveit. Það Mtur helzt út fyrir, að Þórólfur heitinn smjör sé enn einn á báti um að hafa skilið ágæti Suður- landsins. Við erum ennþá með hugann og mest allt fjármagn okkar á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum fyrir ut- an Reykjanessvæðið. STJÓRNUN LANDBÚNAÐARINS Heildarstjórn landbúnaðar- mála er engin til lengur. Bún- aðarþing var það frá aldamót- um og fram um 1940. Síðan eru komin landsfélög um ýmsa sér- þætti landbúnaðarins, fjöldi op- inberra stofnana, sem hver otar sinum tota, og allt er þetta laus lega tengt landbúnaðarráðuneyt inu sem helzt „fungerar" sem vel viljaður peningaútvegari ttl hinna ýmsu stofnana. Þetta var svona í nágrannaiöndunum fram á 3. tug þessarar aldar. Búnað- arsamtök héraðanna hafa tekið við af landsfélögunum, sjs. Landshusholdningsselskabet i Danmörku. Selskabet for Norg- es vel o.fl. Spursmálið nú er staða Búnaðarfélagsins, þegar Stéttarsamband bænda hefur hlotið sinn örugga sess I þjóð- félaginu. Búnaðarsamböndin gætu haft beint samband við landbúnaðarráðuneytið um fjár- styrki til starfa, og í búnaðar- samböndunum eiga ráðunautarn ir fyrst og fremst að vinna. Það þarf á ný að myhda sterka mið- stjórn í landbúnaðarmálum, sem samanstendur af sérfræðingum og stjórnmálamönnum, en þá skyldi gjarnan velja úr hópi bænda á Alþingi. Pólitiskir þing- menn setja landbúnaðarlöggjöf- ina, og pólitískir ráðherrar eru ætið yfirstjórnendur þessara mála. Það væri þvi eðlilegt, m9 miðstjórnin væri innan ráðuneyt isins, ef vilji er til að endur- bæta þetta kerfisbákn og skapa I nýja landbúnaðarstefnu. Skrifstofustúlka Iðnfyrirtæki vill ráða skrifstofustúlku, til almennrar skrif- stofuvinnu, svo og símavörzlu. Vélritunarkunnátta æskileg. Þær sem vildu sinna þessu, sendi umsókn til afgreiðslu Morgunblaðsins, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, fyrir 15 júní, merkt: „15. júní—1971 — 7189", i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.