Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNl 1971 Við þurfum 30 skut- togara í ferðamálin eftir Harald J. Hamar, ritstjóra Iceland Review Eftirfarandi er framsöguer- indi flutt á ferðamálaráð- stefnunni á Isafirði í maíbyrj- un. Var þar f jallað um þróun ferðamála næstu tíu árin. Margt bendir til þess að upp- haf þessa nýja áratugar marki tlmamót í íslenzkum ferðamálum. Það er a.m.k. ástæða tíl að ætla að við séum nú í kaflaskiptum — enda ekki æskilegt að prjóna mikið aftan við þann kafla, sem við ættum að geta skUið við, heMur byrja nýjan og viða- meiri. Þessu má líkja við góða bók. 1 upphafskaflanum kynntumst við sögusviðinu og fáum grófa mynd af aðalpersónunum. Eftír það er ekki ástæða til að teygja lopann, heldur byrja annam kafla og kafa dýpra S efhið, draga fram einstök atriði, sem smám saman mynda eina stóra heild, jafnvel heim út af fyrir sig — þar sem nýjum persónum er ætlað sitt rúm og ákveðin viðfangsefini, sem gera söguna litríkari og áhuga- verðari.. Þessi upphafskafli var saga brautryðjendastarfsins í ferða- málum okkar — og við verðum að líta svo á, að nú sé þvi að Ijúka. Og kaflamum lýkur einmitt, þegar lesamdinn ger- ir sér Ijóst, að þetta er alvöru- saga, raunveruleiki. Þetta eru ekki draumórar. — Nú virðist vakinm almennur skilningur á hagnýtu gildi þessarar atvinmu- greinar fyrir heildina. Framtíð- arbollaleggingar og spár um ferðamamnastraum og afrakstur eru ekki lengur dagdraumar í vitund fólks — og æ fleiri eygja nú verkefni fyrir sig á sviði ferðamála. Þetta brautryðjenda- starf tíltölulega mjög fárra hef- ur borið árangur — loks- ins. Þess vegna getum við nú byrjað nýjan kafla, endurmetið aðstæður, lagt grundvöU að nýrri og víðtækari þróun — bjartsýnni, og vonandi viðsýnni en áður. ÞÖRF A STÓRHUG VfÐSÝNI OG SAMSTILLTU ATAKI. Þróun ferðamála á Vestur- löndum síðastliðinn hálfam annan áratug hefur orðið örari og lamgtum stórfelldari en al- mennt var gert ráð fyrir, enda eru samgöngur og ferðamál viða orðim gífurlega viðamikil atvinmuigrein. Og fjárfestingar áformin eru nú þvílík, að mærri stappar að það, sem í vændum virðist sé ótrúlegt. Þessi þróum hefur sem betur fer ekki farið fram hjá okkur að ölliu leyti. Hún birtist fyrst og fremst í Vaxandi flugflota, siauknum ferðamannastraumi hingað og 'ánægjulegri viðbót við hótel rými nú allra slðustu árim, eink- um í Reykjavík. En fjölbreytni i ferðaþjónustu hefur ekki vax- ið að sama skapi. Hinn vaxandi straumur hefur rummið að mestu um vanabundinn farveg þótt hægt sé að nefna undan- tekningar — sem betur fer. Þamnig var t.d. fyrsta bilaleigam stofnuð hér fytrir liðlega tíu ár- um með tveimur eða þremur bíl- um. Nú eru þessir leigubílar á þriðja hundrað í höfuð- staðnum — og vafalaust hefðu ýmsar aðrar greinar getað vaxið að sama skapi, ef þær hefðu fæðzt. En í upphafi nýs kafla ferða- málasögunnar, þegar braut- ryðjendatímabilinu lýkur — og stefna þarf að örari vexti og víðtækari, er það grundvallarait- riði að okkur takist að brjóta af okkur fjötra hirns vama- bundna hugsanagamgs, horfa mót framtíðinmi af stæni sjómar hóli, temja okkur að ffita á lamd- ið sem hluta af stórri heild fremur en að frjósa föst í kemn- imgunni um takmarkaða mögu- leika afskekktrar eyjar í Atíantshafi. Að sjálfsögðu byggjum við á femgimni reynslu. En möguleikarmir eru ekki nema að litiu leyti fólgnir í landinu sjálfu, heildur því sem við sköp- um sjálf við þau skilyrði sem hér eru. Þetta getur ekki gerzt hér, er oft sagt, þegar greimt er frá óhugnamlegum atburðum í út- löndum. Svo vakna menn upp við vomdan draum einn góðam veðurdag: Þetta gat þá gerzt — líka hér. Sama máli gegnir um gagnleg- ar framkvæmdir, sem við sjáum eða heyrum um erlendis, og téljum okkur sjálfum ofviða. En hér er lika hægt að gera ótrúlegustu hlutí, þegar stórhug ur, víðsýni og samstiillt átak faira saman. Með þvi huigarfari ættum við að hef ja nýjan kafla í ferðamálum okkar. ÞREFÖLDUN — OG JAFNVEL MEIRA. Það er löngu Ijóst, að æski- legur ag eðlilegur vöxtur getur ekki lenigur grundvallazt á sum- arvertíðinini eimni. Gullfoss og Geysir eru ágætír, en nú þarf nýjar hugmytndir, stóraukna fjölbreytni í þjónustu, endur- skipulagningu og samræmdar að gerðir á f jölmörgum sviðum. Miðað við hina öru þróun úti í heimi er stöðnun sama og aft- urför, hægfara þróun getur jafn gilt stöðnun. Nú á tímum eru framfarir hraðar. Þjóðir, sem vilja stjóma þróumimmi, virkja straumana og gera áætlun um nýtingu möguleikamna, bíða t.d. ekki með ráðagerðir um flug- stöðvarbyggingu við aðalflug völl sinm þar til farþegastraum- urimm (sem var fyrirsjáamlegur) hefur sprengt gamlan timbur- hjall utan af sér. í Maðafrétt- um sjáum við að bygging flug- stöðvar á Kefllaviikurfluigveli tekur fjögur ár efltir að byrjað verður. Á þessu ári er reiknað með allt að hálfri milljón far- þega á KeflavíkurflugveM, ár- ið 1975 nálgast þeir milljón. Verður þá væmtanlega búið að bæta mörgum kössum við flug- stöðvarbygginguna gömlu. Það eru til ýmis dæmi um meiri framsýni í ferðamálum á Vestur- löndurn. Og það eru einmitt þessi fá- dæma rólegheit ýmissa op- inberra aðila, sem fólki starf- andi að ferðamálum hefur gram- izt — og stundum sámað. Þau eru letjamdi en ekki hvetjamdi. Framtíðarspár segja (og ég vitna hér til Þorvalds Eliasson- ar, sem að tilhlutam Ludvigs Hjálmtýssonar, formamns Ferða- málaráðs, gerði spá um þróun i ferðamálum til 1980), að í lok þessa áratugar gæti árlegur fjöldi erlendra ferðamanna á ís- landi kamizt upp i 150 þúsund. Með öðrum orðum — að ferða- manmastraumurinm geti auð- veidlega þrefaldazt á tíma- bilinu. Sjálfsagt gæti þró- unin orðið örari, ef við Islemd- imgar hefðum bolmagn til þess að gera viðeigandi ráðstaf- anir — eða hefðum dug til þess að ráðast i ýmsar fjár- frekar framkvæmdir ag aflla til þeirra fjármagns frá ýmsum aliþjóðastofnunum og sjóðum, sem starfa á þessum vettvangi. En látum okkur nægja 150 þús- umdir í bili, því verkeflnim eru næg þótt víð gerðum ekki amn- að em að búa okkur undir þá aukningu. Það er óþarfi að eyða löngum tíma í að ræða augljósa þörf á auknu gistírými jafmt og þétt — og, að gistirýmið verði ekki auk- ið til mtma nema að hægt verði að nýta það töluverf utan há- amnatímans. Það er ieitt til þess að vita, að um árabil varði þjóðin geysi- miklu fé til byiggimgar • fé- lagsheimila um allt land — og að þessi hús stamda flest mjög lítið notuð allan ársins hring og þjóna ferðamálum ekkert. Það er dapurlegt. Hins vegar er það ámiægjuefni að nýbygtgðar heima vist'ir skólanna eru nú gerðar einnig tíl sumargistingar, sem verður mj'ög veigamikið atriði í framtíðinmii. Það virðist eðlilegt að hótelbyggingar framtiðaurinn- ar yrðu samkvæmt heildarfjár- festingaráætlun, sem næði yfir allt landið — þar sem höfð yrði hliðsjón af annarri aðsitöðu til ferðaþjónustu, frá náttúrunnar hendi og þeirri, sem hægt yrði að skapa á hverjum stað. Haraldur J. Hamar HIN ÍSLENZKU SÉRKENNI Eln er nóg að auka flugvéla- kost og reisa ný hótel tiil að þjóna æ vaxandi ferðamanna- straumi? Nægir þetta tvennt okkur til þess að auka heimsóknir og laða að okkur þann fjölda af ráðstefnum, sem við þurfum að fá hingað í vax- andi mæli utan háannatímans? Ég held að það sé einmitt hér, sem ekki er sízt þörf nýrra hugmynda. Að hausti, vetri og vori er ekki hægt að bjóða miðnætursól, fuglalif við Mývatn, ferðir um óbyggðir, jafnvel ekki Gullfoss og Geytsi. Þess vegna er þörf á að skapa nýja hlutí, sem fólk getur notið allan ársins hring — jafnvel það athyglisverða hluti, að orð fari af. Menn eru yfirleitt sammála um að ekki sé hægt að halda at- hygli gesta í Reykjavik nema í háifan annan — og í mesta lagi tvo daga. Og það er jafnvel erf- itt að drepa tímann á kvöldin nema heimsóknina beri upp á helgi, eða að sérstakar ráðstaf- anir séu gerðar af hálfu helma- manna. Þetta þarf að breytast. Aðkallandi er að ráða með einhverjum hætti bót á þvi fyrirkomulagi að helztu dans- og skemmtistaðir eru aðeins opnir undir vikulokin og um helgar — og á ég þá einkum við höfuðstaðinn. Ekki er ólík- legt að aðsókn íslendinga sjálfra jafnaðist yfir vik- una smám saman eftír að Ijóst yrði að hægt væri að dansa aðra daga en föstudaga og laug- ardaga. — Sumarleikhúsið, sem starfaði í fyirrasumar — og væntanlega aftur í sumar, á vonandi framtíð fyrir sér — og ekki er ólík- legt að útfærsla þeirrar hug- myndar með tizkusýningum, þjóðdönsum, kvikmyndum og öðrum viðbótum gæti innan tíð- ar starfað ailan ársins hring í Reykjavík, og væri það vel. Ánægjuleg þróun hefur orðið í veitingahúsarekstri. Ef eitt hvað ætti að finna að, væri það helzt að flestir hinna nýju og vistlegu veitingiasala gætu í rauninni verið í hvaða landi sem er. Mönnum hefur sézt um of yfir hin íslenzfcu sér- kenni, sem geta skapað nýtt og flrábrugðið andrúmsloft, sem er- lendir gestir eru einmitt oft að leita að. Þróunin stefnir mikið til hins fábrotna og flrumstæða í stíl og btee og í flramtíðinni væsri ekki óeðlilegt að taka meira tiilit til þess. Við eigum eitt ágætt dæmi — þar er Naustið. AUKIN FJÖLBREYTNI NAUDSYNLEG Barþjónar hafa árlega sam- keppni um gerð kokteila. Væri ekki lika þörf á að mat- reiðslumenn kepptu áriega í gerð fiskrétta? ÆJtti það ekki að vera eiitt aðalsmerki veit- ingahúsa okkar að hafa á boð- stólum úrval frábærra fisk- rétta. Margir gestir hafa í huga að reyna nú einu sinni þennan margumtalaða íslenzka fisk. Það er ekki alls staðar að fólM gefst kostur á að baða sig í vatni, sem kemur sjóðandi úr iðrum jarðar. Með góðum hug- myndum og framsetningu, gæti þetta þetta orðið svo eftirsókn- arvert, að ferðamenn teldu sig í rauninni ekM hafa komið til ís- lands nema að þeir hefðu bað- að sig i laugavatni. Sundstöð- unum væri kannsM hægt að gefa einhvem sérstakan blæ og sundlaug væri æsMIeg í öll- um nýjum hótelum á jarð- hitasvæðum. Þetta gæti slagað upp í sauna í FinnJandi í vít- und gesta. Um leirböðin og heilsu- hælin hefur verið talað svo miMð ag lemgi að ekki er ástæða til að bæta þar neinu við — nema þá helzrt athöfnum. Eitt er það safn sem mér finnst alltaf vanta í Reykjavík og gætd gefið borginni aukna menningarlega reisn. Veglegt myndrænt safln og minnisvarði um sókn gamla heimsins yfir haf ið, — landafundi — Leifs Eiriks sonar-isaífln gætum við jafnvel kallað það. Þáttur Islands í þeim kafla mannkynssögunn- ar er það merkur, að það er beinlímis hlutverk okkar að koma upp slíku sMni — og gera það á þann veg, að orð færi af víða um lönd — jafnvel svo, að áhugamenn um þau eflni teldu þess virði að koma himgað til þess að sjá þann minnisvarða. Ég vil neflna ammað áMka: Myndrænt og listrænt, mcwiu- mental hof helgað eldi í iðrum jarðar. Hér höfum við einstaM tækifæri til að eignast hlut, sem gæti orðið heimsfrægur, ef sam- an færi hugkvæmni, smekkvisi og stórhugur í framkvæmdinni. — Ég neflndi þetta lauslega á fundi hjá ferðamálameflnd Reykjavikur í vetur og hef haft fregnir af því að málið hafi síð- an verið rætt af einhverri al- vöru. Ég vona að hugsað verði stórt, ef — og þegar málið verð ur tekið föstum tökum. Að þvi kemur vafalaust fyrr eða siðar. Allt slikt gæfi landinu meira gildi og gerði t.d. vetrarheim- sókn álitlegri. í skýrslum prófessors Alkjær flrá 1969 getur hann þess m.a. að hér — í landi, sem lifi næstum á fisM — sé ekM að firnma neitt sædýrasafn. Að sjálfsögðu hlýtur sliM að koma hér, ekM nein smækkuð mynd af þvl sem til er í f jölmörgum borgum aust- an hafs og vestan, heldur safn, sem dregur fram helztu sérkenni þess heimshluta, sem við lifum I, svo sem önnur söfln okkar. Visir að slíku safni er þegar til í Vetsmaimaeyjum og í Hafnarfirði er annað, en það á langt I iand. Þetta frum- kvæði er mjög virðingar- vert, en það er sjálfsagt vandi að gera slika hluti vel úr garði, bæði þarf miMa smekkvísi og töluvert fé. 1 þessu sambandi kemur mér til hugar, að e.t.v. væri hér aðstaða tíl þess að hafa stórhveli í safni. Dærni um slíkt þekM ég eMd flrft íMtrum löndum. Á fyrsita stigi væri einfaildlega hægt að hugsa sér að loka mætti djúpri vik, og þar væri e.t.v. hægt að safna stærstu skepnum norðurhafa — og við vikina að gera safln minni sjávardýra. Ég ætia ekM að flara út í þessa sálma nánar, en óneitanlega er gaman að gæla við sfliífcar hugmyndir — og ekkert er ómögulegt, ef vilji er í rauninni fyrir hendi. AB STÆKKA ÍSLAND Eitt ættum við að hafa í huga, þegar rætt er um framkvæmdir, sem miða að því að auka fjöl- breytni og þjónustu í ferðamál- um. I rauninni miðar þetta allt að því að stækka Island — ekki sízt fyrir felendinga sjálfa. Hvort sem við ræðum um söfn eða sundlaugiar, vegi eða veitingahús, þá rrrðar aHt óhjá- kvæmilega að því að efflta þjóð- líf og menningu í landinu sjálfu, færa þjóðina nær þeim heimi, sem við lifum í, auðga og efflba líf fólksins í iandinu. Á sama hátt eru tryggar og tíðar sam- göngur við umheiminn forsenda eðlilegrar þróunar í nútímaþjóð félagi. Að fá erlenda ferðamenn til þess að hjáflipa okkur til þess að efla landið á þennian hátt er eitt igagnlegasta starf sem unnið verður á Islandi nsesta áratug- inn. Og það sem gera þarf, kostar allt jafn miMa peninga. Mér kemur þá fyrst í hug hve snyrti mennsku er víða ábótavant. Um leið og við fárumst yfir mengun frá verksmiðjum og vinnuvélum, sést okkur stundum ytfir ruslið í kringum húsin okkar. Það skyldi þó ekM koma á daginn, að hirðuleysi og skortur á smekkvisi hjá þarra fólks, sé aðalmengunarvaldurinn í land- inu. Snyrtimennska, ég tala nú ekM um fegrun, mynda- styttur og siðast en ekM sízt, auknar kröfur í byggingarlist. Allt 'gerir þetta lífið í landinu ánægjulegra fyrir okkur sjálf og eftirsóknarverðara fyrir útiend inga að kynnast þvl. Ef 1100 ára byggðarafmælið 1974 yrði til þess að við fengj- um Þingvallahriniginn malbikað- an, þá bæðum við bara um fleiri a f m ælisveizl ur. I leiðinni væri Hka æsMlegt að útrýma einhverjum af þess- um óvistlegu pylsusölum, sem setja einum of miMnn svip á ferðamáMn í landinu — fá i þeiirra stað lítil snyrtileg veit- ingahús eða skála, sem væru undir ströngu heilbrigðiseflt- iiriiti. Á afmælisárinu verður von- andi komið til sögunnar farþega skip til þess að taka við af gömlu Esju og HeMu í hinum vinsælu hringferðum um- hverfis landið. Og í leiðinni má nefna ann- an hring: Sprengisandsveg, sem gæfi nýja möguleika fyrir Is- lendinga sem aðra að kynnast óbyggðum landsins. Þar sköpuð- ust líka ný viðhorf í akstri um landið, þá þyrfti ekM ílieng- ur að fara sömu leiðina fram og til baka milli suður og norður- lands. Annars eru vegamál kapi tuli út af fyirir sig. Við vonum að úr fari að rætast NÚ ÞARF AÐ TAKA MALIN FÖSTUM TÖKUM 1 stuttu spjalli er að sjálf- sögðu ekM hægt að drepa á nema örfá atriði af fjötenörgum, sem þörf er að taka á dagskrá á næstu mánuðum og árum. Það er þó ástæða til að nefna hve geysi þýðteigarmiMð yrði að koma í framkvæmd eimhverjum af hinum góðu hugmyndum varð andi meirihálttar aðstöðu tíl iðk- unar vetrarlþrótta, fyrst og fremst á Akureyri. Atiiuganir hafa ieitt I ljós, að á Vindheima- jöMi, steinsnar flrá Akureyri, er m.a.s. hægt að iðka sMðaferðir í miðnætursólinni. SlíMr mögu- leikar væru ekM láltnir ónotað- ir víða anmars staðar. Þama yrði fyrst og fremst um Framhald & bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.