Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐBÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNl 1971 C OOOOOO OOOOO C c c § 35 g CoooooooooooC um saman. Fólkið á austurbakk anum sagði, að Llewellyn héldi húsinu af eintómum þverhöfða- skap. Annað gremjuefni austan- verja var það, að upprunalegu ibúarnir þarna höfðu fengið vél báta bannaða við vatnið, og það gramdist fólki sem hafði gaman af að þeysa um vatnið og lét sér vera sama um allan hávaða. En póstafgreiðslan og matvörubúð- in voru austan megin. Og frú Risley fagnaði Nancy engu síður en móðir hennar. — Það er svo gaman að sjá ykkur, sagði hún. Áður en þið komuð var ég nœstum búin að gleyma mínum eigin málrómi. Eina tæki- færið sem ég fékk til að tala við nokkurn mann var þegar ég fór í búðina, og það er ekkert gam- an, get ég sagt ykkur, að róa yf ir vatnið, fyrir manneskju á min um aldri, enda gerði ég það ekki nema einu sinni á viku. Þannig lét hún dæiuna ganga er hún fylgdi þeim mæðgum um húsið. Hún afsakaði, hvað blómin litu ilia út. — Hefðuð þið bara komið mán uði fyrr. Þá var nú litandi á þau. Mary og Nancy reyndu að fullvissa hana um, að blómin væru miklu betur útlítandi en hægt væri að búast við. En þau blóm, sem þrifust í sendinni jörð, voru nú í blóma. Það var fyrirfram ákveðið, að þegar Mary kæmi í sumarhúsið, skyldi hún ekki önáðuð með neinum matvælavandamálum. Og þetta likaði frú Risley vel. Hún var enginn matvælafræðingur, en hún vissi samt, hvernig mat- ur átti að vera og var vel fær um að búa hann til. Nancy hafði komið þama laugardaginn áttunda september og vatnið, sem var alltaf fremur svalt vegna árinnar sem í það rann, var nú of kalt til að synda í því, nema helzt rétt um miðjan daginn. Flestir sumargestirn- ir voru fyrir skömmu famir, svo að nú var þarna gott næði. Það var hægt að ganga langar leiðir fram með vatninu, án þess að þurfa að eiga það á hættu að mæta nokkrum manni. Nancy synti þangað tii hún var orðin dálítið þreytt, en CUDQ Verksmiðjan verður lokuð föstudaginn 13. þ.rn. og getur þá engin afgreiðsla farið fram. Skrifstofan verður opin eins og venjulega. CUDOGIÆR H.F. brölti þá aftur upp i bátinn, til þess að leggjast þar í sólskin- inu, þar sem ekkert sást nema blár himinninn uppi yfir. En alit í einu var friðurinn rofinn af margróma hljómsveit. Kannski v£ir útvarpið í fullum gangi aust anmegin, því að tóniistin glumdi rétt eins og hún væri í bátnum hjá henni. Hún reis upp, gröm yfir þessum friðarspilli. Hún sá ekki rétt vel, eftir að hafa horft svona lengi upp í him ininn, en hún fann, að báturinn hallaðist og hún sá dökk- brúna hönd á borðstokknum og síðan amdlitið á Lloyd Llewell- yn, sem var einkennilegt útlits yfir beru brúnu brjóstinu, en blautt hárið hékk niður fyrir ennið. — Má ég koma um borð? —• Já, reymið að klifra upp i. Þér gerðuð mig hrædda. — Ég hélt, að það væri tón- listin, sem gaf yður þennan svip. Hann var nú kominm upp i bát- inn og strauk vott hárið frá andlitinu. — Hvaðan komið þér? Ég hvorki sá yður né heyrði. — Ég ók hingað um hádegið tii þess að líta á gamia kofann, en þegar ég var búinn að opna ann með kolryðguðum lyklinum, var aiit þar inni svo rykugt og eyðilegt, að ég þorði ekki að fara inn. Þá sá ég yður leggja frá landi, og þar eð ég hafði haft með mér sundskýlu, þá synti ég til yðar. — Hvemig litur það út . . . þetta hús, á ég við? Það hefur verið lokað öll þessi ár, sem ég hef komið hingað. Phil frændi segir, að þið ættuð að selja það áður en það hryndi. — Ég hef heldur ekki komið inn i það, en ég get alveg hugs- að mér, hvernig þaðTítur út. Fað ir ofurstans — langafi minn — byggði það. Þetta var fyrsta hús ið, sem hér var byggt, og fjöl- skyldan ók hingað í hestvagni með himni yfir. Þá var nú eng- inn útvarpshávaði — ekkert annað en mandólín. Stúlkurnar voru í stífum pilsum og sátu á koddum og léku á mandólín, en karlmennimir reru bátunum, i sportjökkum og með stráhatta með mislitum borðum á. Svo var farið í skemmtiferðir upp að foss inum. Rétt nýlega minntist of- urstinn gömiu daganna og sagði mér, hvemig þetta gekk til. Mig iangar næstum tii að hafa verið fæddur þá. Lsingar yður það ekki líka? Nancy leit á hann og hugsaði sig um. Hún gat alveg séð fyrir sér þetta, sem hann var að lýsa. UTI&INNI Á nýja íbúö: 2 umferðir HÖRPUSILKI UNDIRMÁLNiNG 1 umferð HÖRPUSILKI og þér fáið ekki ódýrari málningu! Hörpusilki Heröir á ganga og barnaherbergi HÖRPU FESTIR úti HRRPR HF. HVÍTT Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. í*ú heyrir aldrei sömu útgáfu af gróusögunum nema cinu siuni. Nautið, 20. apríl — 20. niaí. Þú verður að gera þér grein fyrir því, hvort þú lætur tilfinn- ingarnar eða skynsemina ráða. Tviburarnir, 21. maí — 20. júní. Það eru engin takmörk fyrir, hve mikið þú verður að leggja á þig, en þér finnst það harla gott. Glæddu tilfinningalífið meira en þú gerir svo og bliðu þína. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að haida þig við efnið og ntuna loforðin ögn lengur en þú liefur fram að þessu gert. l.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú hugsar um það eitt að njóta lífsins þessa dagana. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Ýmsir bera brigður á haldgæði sambanda, sem þú ert í. Þú getur ekki skotið því á frest mjög lengi að taka ákvarðanir. Vogin, 23. septeniber — 22. október. Áform til skamms tíma eru þér ekki nægilega hagstæð. Suorðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ef þú hugsar nægilega rökrétt, geturðu treyst á sjálfan þig. Bogmaðnrinn, 22. nóvember — 21. desember. Eigin hugmyndir styrktar af reynslu annarra ættu að reynast vel. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Skoðanamunur getur vcrið mjög haidgóður og stuðlað að frek arí uppbyggingu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Vinir þínir hafa það á tilfinningunni að þú sért að hafa gott af þeim. Þú verður að taka af skarið og leiðrétta þetta. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Börn og frændfólk breyta fyrirætlunum þínum talsvert. Þú verður að ákveða, hvaða stefnu þú vilt taka. -— Ég er ekki viss um það, sagði hún. — Þetta er ósköp glæsi- legt, en meðan þér voruð að róa einhverri yngismey leikandi á mandólín, um vatnið, þá hafði ég verið búin að vinna í verksmiðj- unni hans afa yðar frá því klukkan sjö á mánudagsmorgun til sex á laugardagskvöld. Nei, þakka yður fyrir, mig langar ekkert í góðu gömlu dagana. :— Þetta er auðvitað rétt hjá yður, en ég held ég hefði fund- ið yður jafnvel þar. — Og valdið óskapa hneyksld. — Ég efast um það. Þeir tóku ekki hneyksiin hátíðlega í þá daga — fremur en nú. Við hlust um á glymskratta og þeir hlustuðu á mandólín og píanó — en fólk hefur ekkert breyitzt — hvort sem það er nú betur eða verr farið. Ég er engirrn heili heilanna og ætla því ekki að fara að hefja neinar heimspeki- legar umræður um það. Ef ég viil róa, viljið þér þá koma til hússins með mér? Ég er nú ekk- ert hræddur við drauga, en ég vii samt ekki fara þar inn einn, en hins vegar hef ég lofað að gefa ofurstanum skýrslu. — Já, því hefði ég gaman af. Gömul yfirgefin hús eru svo skemmtileg. Ég bjó til sögur um þau þegar ég var lítii. — Færið þér yður þá til og ég skal róa. Ég hef ekki snert á ár í alíilanga tið, en ég vom a að geta það samt, án þess að fá á mig alitof margar blöðrur. Hann beitti árunum rétt eins og hann hefði róið þungri og klunnalegri flatbytnu árum sam an. Lílega hefuir það verið birt- unni að kenna, að Nancy sýnd- ist hann einna líkastur Indíána. Ljósa hárið var orðið dökkt af bleytunni, og augun sýndust líka dökk og kinnbeinin há. — Þér eruð að skoða Indi- ánann í mér. Bn ég er nú víst dálítið úrkynjaður. Langalang- afi minn giftist Indíánakerlingu. Ofurstinn er dálítið montinn af því. Þegar ég syng — og það geri ég sjaldan, af tillits- semi við áheyrendur — þá symg ég tenór. Vitið þér, að flestdr Indíánar syngja tenór? Það vissi Nancy ekki. Hún var að hugsa um allt þetta fólk, sem hafði komið hingað frá Nýja- Englandi á kerrum, endur fyr- ir löngu, til þess að setjast að í þessum blómlega Edensgarði. SÓLSTÓLAR mikð úrval fyrirliggjandi. Ceysir hf. Vesturgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.