Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1971 21 miBMmniiii I KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ góð, ★ sæmileg, léleg. Sig. Sverrir Pálsson Erlendur Sveinsson Sæbjörn V aldimarsson Háskólabíó Fantameðferð á konum Morðingi leikur lausum hala í New York. Hann myrðir ein- ungis miðaldra konur, og bregð- ur sér ætíð í nýtt gervi. Mað- urinn sem falin er rannsókn málsins heitir Morris Brummel. Gengur honum ekki sem bezt leitin og er látinn hætta rann- sókninni. Reiðist þá mórðinginn og krefst þess að hann sé látinn halda áfram, þar sem Brummel hafi sagt blöðunum að morðin séu vel og vandvirknislega und- irbúin. Loks fer þó svo að morð- inginn fær horn 1 síðu lögreglu- mannsins, og dregur þá að enda- lokum. Leikstjóri er Jack Smight, en með aðalhlutverkin fara Rod Steiger, Lee Remick og George Segal. ★ ★ Rod Steiger er góður í öllum þeim sex gervum, sem hann kemur fram í. Efnis- þráðurinn kemur eimstaka sinnum þægilega á óvart, en að öðru leyti er myndin ósköp flöt. Steiger átti upp- haflega að leika lögreglu- manninn, og Segal morðingj- amn, en Steiger taldi það fjarstæðu og hlutverkið sniðið fyrir sig. ★ ★★ Tilgangur gaman- myndar um fjöldamo'rðingja og fómardýr hans, e.r ákaf- lega lágreástur, sérstaklega þar sem að slíkir atburðir gerasit nú æ tíðari. En þetta er einkar heppilegt form til að sýna hinar fjölmörgu hlið ar snillingsins Rod Steiger. Tónabíó Einn var góður .... Á meðan borgarastyrjöldin geis- ar í Bandaríkjunum, komast þrir ævintýramenn á snoöir um stol- inn fjársjóð, 200.000 dollara virði. Þessir náungar eru Joe (Clint East wood). Tuco (Eli Wallach) og Sentenza (Lee Van Cleef). Eru þeir allir lítt vandir að virðingu sinni. Þeir Joe og Tuco lifa á því að framselja þann síðarnefnda, sem er allstaðar eftirlýstur fyrir hvers kyns glæpamennsku. Hirðir Joe verðlaunin, en bjargar síðan Tuco úr snörunni. Þeir leika þetta nokkrum sinnum, en fljót lega slettist upp á vinskapinn, og er Tuco rétt búinn að ganga frá Joe dauðum, er þeir komast af tilviljun á snoðir um fjársjóð- inn. En á meðan þetta gerist, er Sentenza kominn á slóðina líka. ★ ★★ Efnið er nauða ómerki- legt, en útfærsla þess oft frá- bær og leikur og leikstjórn með ágætum. Ofbeldið, sem nóg er af, minnir oft á atvik okkur nær (t.d. minnir atvik- ið, er Tuco drepur vörðinn með því að lemja höfði hans við stein hvað eftir annað á laxveiðimann, með nýland- aða bráð). Raunsærri en glans-vestri. ★ ★ Er „spaghetti“ vestri Sergio Leone að nokkru frá- irugðinn bandarískum fyrir- myndum sinum? Hvað um kímnina, pyntingarnar eða kirkjugarðsatriðið? Sígild at- riði vestrans eru fyrir hendi, en sé þar með allt upp talið, vaknar sú spurning, hvort það sé siðferðilega rétt af höfundi að leika sér svona með snilld sína. ★ ★ Löng, blóðidrifin og full af ofbeldi, eins og fyrri myndir Leones. Mjög góð skemmtun fyrir þá, sem un- un hafa af barsmíð, pynting- um og skepnuskap, og allgóð fyrir aðra, þar sem myndin er vel gerð, músík góð og Eli Wallach stórkostlegur. Stjörnubíó: Ólympíu- leikarnir ‘68 Heimildarmynd um Olympíu- leikana í Mexikó 1S68, Myndin greinir frá öUum helz(u iþrótta- greinum sem keppt var í, auk þess sem sýnd eru atriði frá list- sýningum og öðru er fylgdi há- tíðinni. Hynt að leggja áherziu á einstaklinga, svipbrigði og sam- skipti þeirra á milli. ★ ★ Tæknilega vel gerð kvikmyndun og tónlist mjög góð — heildarsvipurimn góð ur. Myndin vekur þá bjart sýnu tálvon, að ef til vill geti mannkynið allt lifað sam an í sátt og samlyndi. ★ ★ Ég held að alíir geti haft mjög góða skemmtun af þessari mynd, hvort sem þeir eru áhugamenn um íþróttir eða ekki. Hún er frísklega gerð og tekin og unnið hratt og létt úr efninu. Nýjabíó Bandolero Ræningjaflokki Dee Bishop mis- tekst að ræna banka i Texas, og lenda meðlimir hans í fangelsi. Eru þeir allir dæmdir til henging- ar. þar sem þeir eru eftirlýstir glæpamenn, og myrtu þar að auki einn helzta borgara bæjarins, Stoner. Maee, bróðir Dee, fréttir af hrakförum hans, og tekst að bjarga flokknum úr snörunni á frumlegan hátt. Á flóttanum reynir hann að fá bróður sinn til að snúa af villu síns vegar og geiast heiðarlegur maður á ný. Kona Stonei's, sem tekin var sem gísl, og Dee, fella hugi saman, og verður það m.a. til þess að hann samþykkir ráðagerðir bróð- ur síns — en þá er allt um sein- an. Leikstjóri: Andrew V. Mc- Laglen. ★ Þokkaleg byrjun, lélegur miðkafli og blóðugur endir. Þegar menn eru skotnir nið- ur unnvörpum áhorfendum til aðhláturs, hefur ofbeldi fengið á sig annan og verri blæ en í myndum Sergio Le ones, þar sem ofbeldi er gert eins viðbjóðslegt og það í rauninni er. ★ Hér reyna Kanar að fara nýjar leiðir í vestraformi. Þetta tekst þó ekkj sem skyldi, aðallega vegna lélegs handrits og vandræðalegra tilburða Raquel Welch til að reyna að sýna eitthvað meira en kroppinn. En þeir gömlu reiðgarpar, Dean og James standa fyrir sínu. Kópavogsbíó Kampavíns- morðinginn Christopher Balling er kvænt ur auðugri franskri konu, Christ ine, sem á og rekur þekkt kampa vínsfirma. Wagner. Hún á þó ekki nafnið, sem er 1 eigu Paul nokkurs Wagners, bezta vinar Hafnarbíó: Konungs- draumur Þegar Grikkinn Matsoukas, sem býr með fjölskyldu sinni í Chi- cago, heyrir úrskurð lækiiis um að sonur hans eigi í mesta lagi eitt ár eftir ólifað, segir hann: „Sonur minn mun ekki deyja." Matsoukas trúir á hinn gríska ættarstofn, og að sól og mold Christophers. Nokkrir Bandaríkja menn vilja kaupa fyrirtækið en Paul vill ekki selja Vinirnir halda til Hamborgar frá París, ienda þar i slagtogi með tveim dræs- um, og Paul fer með sína veiðí á afvikinn stað. Hann er mjög arukkinn, veltur út af og morgun inn eftir er stúlkan hvergi sjáan leg. Er þeir koma aitur til París ar. fær Christine bréf, þar sem tilkynnt er, að ákveðin stxxlka hafi verið kyrkt í Hamborg og maðurinn hennar viti eitthvað um máliS. Leikstjóri Claude Chabrol. ★ ★ Tvær útgáfur voru gerð ar af þessari 5 áfa gömlu mynd; frönsk 105 mín. og ensk 98 mín. ;— Ensku útgáf- una, sem hér er sýnd vantar greinilega eitthvað; efnið er þokukennt. Meðhöndlun efn- is er fersk, kvikmyndataka Jean Rabiers frábær (loka- skotið einstakt). Mynd fyrir kvikmy ndaunn endur. ★ ★ Nokkuð langsótt at- burðarás, en vel og skemmti lega útfærð og ber merki höfundar síns Claude Chabr ol, sem óneitanlega kann sitt fag. Góð afþreyingarmynd með eftirminnilegum endi. Grikklands geti læknað son hans, en hann vantar peninga fyrir far- inu. Eftir skírnarveizlu nokkra með freyðandi vínum og grísk- um dansi býðst Cicero vinur Matsoukas til að lána honum fyr- ir farinu, því að eiga slíkan vin, geri lífið þess virði að lifa því. En það reynist of gott til að geta verið satt Matsoukas grípur þá til örþrifaráða, sem varpa um leið Ijósi á mannkosti hans. Leik- stjóri Daniel Mann. Með aðalhlut- verk fara Anthony Quinn og Irene Papas. ★ ★★ Zorba hefur aldrei stig ið mörg skref frá Anthony Quinn og hér fylgir hann hon um í hverju fótmáli. Lífs- þrótturinn er allsráðandi, uppgjöf er óhugsandi, jafnvel fyrir dauðanum. Andleg heilsubót í gráum hversdags- leikanum. Látlaus mynd í allri gerð, en áherzlan lögð á hið mannlega. ★ ★ ★ ★ Þetta er kvikmynd um mannlífið, sem grípur á- horfandann hugfanginn vegna lífsþróttar síns, en ekki vegna þess hvernig hxin er gerð. Kvikmynd, sem sannar, að formið þarf hvorki að vera fagurt né frumlegt, heldur aðeins þjóna tilgangi sinum. ★ ★ Hér væri á ferðinni nokkuð hversdagsleg myni ef aðálhlutverkið væri ekki „klæðskerasniðið“ fyrir Ant hony Quinn. Og hann fyllir það manngæzku og karl- mennsku og bregzt hvergi bogalistin í glimu sinni við Thalíu. — Ferðamál FramliaUI af bls. 11. sjálfstæða eimingu að ræða, en hún auðveldaði á margan hátt áætilanir varðandi aukið ráð- stefnuhald og þá einkum í Reyfkjavik utan háannatím- ans. Og vonandi verður hægt að þróa eitthvað hliðstætt hér á Isafirði. Allir nýir tryggir möguleikar til útiveru og hæfi- legrar hreyfingar til skoðum- ar nýstárlegra minja eða mann- virkja — aukim fjölbreytni i hvers konar þjónustu — til við- bótar við sérstætt land, allt eyk- ur möguleikana á að við fáum meiri nýtingu þeirrar aðstöðu, sem efld verður og þróuð jafnt og þétt. Við getum ekki treyst á veðr- ið fremur en sildima, verðum að búa okkur undir að geta gert dvöl gesta ánægjulega og lær- dómsríka þótt vindar blási, og fagna uppbót góðviðris, þegar það kemur. Rn það er jafnframt ljóst, að nýr kafll ferðamálasögunnar verður ekki stórum tilþrifameiri en fortiðin, hann greinir ekki frá öllu því, sem nú þarf að gera -- nema um samstiltt átak verði að ræða og að opinberir aðilar taki málefni þessa at- vinnuvegs svipuðum tökum og mál annarra atvimnuvega. Nú þarf að gera ráðstafanir til stór- felldrar fjáröflunar svo að hrundið verði i framkvæmd hin um fjölmörgu verkum, sem í framtíðinni geta orðið hin arð- sömustu fyrir þjóðarbúið. Ráð- stöfunarfé sjóða og framlög op- inberra aðila til ýmissa þátta ferðamála hefur ekki verið stórt miðað við gildi þessara mála fyr- ir þjóðina. Loftleiðir verja t.d. á þessu ári 120 milljónum króna í kynnimgar og aug- lýsingaskyni, en íslenzka utan- ríkisþjónustan ver samkvæmt fjárlögum einni og hálfri milljón til landkynningar- starfs. Það er ekki þörf á að segja meira. NÚ ER RÉTTI TÍMINN Ég hef drepið á nokkur atriði, nokkur verkefni, sem biða á næsta leiti. Það væri hægt að halda lengi áfram, þvi að í mörg horn er að lita^ En það er ekki nóg að varpa fram hugmyndum, okkur finnst það öHum ti'l litils, ef við vitum fyrirfram að tillög ur og hugmyndir, hvaðan sem þær koma hvort þær eru góð- ar eða slæmar — fá all'ar sömu afgreiðslu , — og ekkert gerist. Ef við vitum fyrirfram, að fram- farir og þróun verða háð því, að einstaklingurinn vinni kaup- laust eða kosti eigin fram- kvæmdir með því sem gengur af kaupinu hans — og að fyrir- tæki verði i flestum tilvikum að eignast framkvæmdafé áður en hafizt er handa — þá vitum við líka fyrirfram, að það verða eng in kaflaskipti í íslenzkum ferða málum. Þá verður ekkert um stórframkvæmdir, þá verður ekki sú heildaruppbygging og nýsköpun, sem menn láta sig dreyma um. Nú er rétti tím- inn til að taka málin nýjum tökum — og svo að það sé sagt á máli sem allir skilja: Við þurf um þrjátiu skuttogara í ferða- málin. Það þárf mikið fjár- magn i ferðamálin, það á að ráð- stafa því skynsamlega sam- kvæmt heildaráætlun — þannig að allt haldist i hendur — og islenzk ferðamál dafni ört þjóð- arheildinni í hag. Við fögnum nærveru seðlabankastjóra í dag og vonum að hún sé tim- anna tákn. Við eigum að ljúka brautryðjendakaflanum og byrja annan nýjan — og gera það núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.