Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNl 1371 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. SAS í fargjaldastríði við leiguflugfélög $%%%%%%%%%%%%%%%%% 17. JUNI -rV þessum þj óðhát íðardegi getur íslenzka þjóð- in fagnað yfir unnum sigrum. Fyrir fáum árum steðjuðu geysimiklir erfiðleikar að á sviði at- vinnu- og efnahagslífs, en ótrúlega fljótt tókst að rétta við, og við Islendingar búum nú við meiri hagsæld en nokkru sinni áður. Á erfiðleikaárunum sýndi íslenzka þjóðin, að hún skilur enn sinn vitjunartíma. Menn öxluðu byrðarnar möglunarlítið og sýndu furðumikið jafnaðargeð, er nauðsynlegt var að grípa til harðneskjulegra aðgerða af hálfu stjórnarvalda til að rétta við fjárhag þjóðarinnar. En þá sögu verður að segja eins og hún er, að íslendingar eru gálausari, er allt leikur í lyndi, og kom það raunar glöggt í ljós í kosningunum, sem nú eru nýafstaðnar. Þrátt fyrir hina almennu hagsæld, er nú ugg- ur í brjósti manna, jafnt margra þeirra, sem í kosningunum sigruðu, og hinna, sem lægri hlut báru. Menn vita nú ekki, hvernig háttað muni verða stjórn landsins, en hin svonefndu vinstri öfl hyggjast nú taka höndum saman, hvernig svo sem þar mun til takast. Þegar er tekið að brydda á því af hálfu þeirra, sem mest hafa barizt gegn þeirri utanríkisstefnu, sem íslendingar hafa fylgt allt frá lýðveldisstofn- un, að nú eigi að taka upp „nýja og sjálfstæða stefnu“ eins og komizt er að orði. Með þessu er við það átt, að gera eigi ísland varnarlaust, og við eigum að segja okkur úr varnarsamtökum lýðræðisþjóðanna. Á sama tíma sem erlent herveldi seilist hér til stöðugt meiri áhrifa og herðir á aðgerðum flota síns í höfunum umhverfis landið, er það boðað, að við eigum að fórna öryggi okkar. Að sjálf- sögðu vita þeir, sem fyrir þessari stefnu berjast, að þá mundi hið austræna herveldi herða hér tökin, og enginn getur í dag sagt fyrir um það, hvernig þá færi um sjálfstæði þessarar litlu þjóðar. Á þessu er ástæða til að vekja athygli einmitt á þjóðhátíðardegi. Lýðveldi okkar stofnuðum við fyrir rúmum aldarfjórðungi í þeim tilgangi að varðveita frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, en ekki til þess að fóma því með gáleysislegri stefnu í utanríkismálum. En þótt þessar hættur steðji nú að íslenzku þjóðinni, er vissulega ástæða til að treysta því, að sá mikli meirihluti landsmanna, sem fylgj- andi er samstöðu okkar með öðrum lýðræðis- þjóðum, muni beita áhrifum sínum svo, að ekki verði af áformum þeirra, sem vilja að hér skap- ist tómarúm, sem yfirgangsmenn gætu fyllt, hvenær sem þeim sýndist. Við skulum þess vegna horfa vonglöð fram á veginn, en ástæða er þó til, að hver og einn haldi nú vö>ku sinni. Sakaö um einokunaraðstöðu með undirboðum MIKIÐ fargjaldastríð er raú komið upp milli SAS og flug- félagsmis Sterling Airways, en síðamnefnda flugfélagið hefur einkum íengizt við leiguflug á Norðurlðndum. Hefur Kjeld Rördam lögmaður og formaður stjómar Sterling Airways sagt, að fái SAS einnig einokunaraðstöðu inin- an leiguflugsinis á Norður- löndum, þá muni afleiðingam- ar verða þær, er til lengdar lætur, að fargjöld með leigu- flugi verði óhjákvæmilega dýrari. Ber hann þær sakir á SAS, að leiguflugfélagið Scanair sé raumar ekkert annað en deild innan SAS, sem reyni nú með undirboð- um að ryðja öðrum fiugfé- lögum af markaðinum. Þannig segir Rördam, að Scanair hafi boðið sænisku ferðaskrifstoíunni RESO, sem Sterling hafi samning við eins og er, að amnast flug fyrir hana á 50% lægra verði en Sterling. Þessu hefur aftur á móti verið neitað af RESO, sem segir, að eklkert flugfélag sé þess megnugt að fljúga á svo lágu verði. En Rördam hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna held- ur sagt: — Það hlýtur að vera and- stætt allri skynsemi, að SAS, sem nýtur ríkisaðstoðar, geti með því einu að koma á fót sérstakri deild undir nafninu Scamair keppt í leiguflugi við ömnur flugfélög með skilyrð- um, sem einkaflugfélögum er algjörlega ofviða að standa undir. Þar er greinilega um ólöglega samkeppni að ræða ( við einkaframtakið, sem studd er fjárhagslega með fé skatt- greiðenda. Forsendan fyrir þátttöku hims opin'béra í flug- samvinnu á Norðurlöndum náði til áætlumarflugs og ég vil minna á, að í greinargerð frá árinu 1950 frá dansk- norsk-sænsku embættismanma nefndinni er lögð áherzla á það, að sameining flugferða í Skandinavíu átti ©kki að ná til flugferða utan áætlumar- flugs, þar á meðal leigufíugs. PRESTURINN ÓTTAST SAS — Ef SAS-Scanair ætla sér að vega aftan að Sterling Air- ways, þá leikur ekki vafi á því, að þeir fyrstnefndu hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Og þá vaikmar sú spurning, hvort Sterling Airways muni ekki deyja út í slíkri viður- eign. Ég á erfitt með að trúa því, að þetta sé það, sem æski- legast sé, sagði séra Eilif Krogager í blaðaviðtali er hann var spurður álits um þessa samkeppni innan leiguflugsins. Og hann sagði ennfremur: — Ég veit ekki, hver áform SAS eru, en það er viissulega unnt að ganga svo langt, að Sterling Air- ways verði þ\'ingað til þess að gefast upp og þannig verði lokað fyrirtæki, sem skapar gjaldeyri (í Danmörku) og veitir 1100 manns atvimnu. Það næsta væri svo, hvort T.iæreborg Rejser fengju lifað áfram. En það væri senmilega einn-ig kleft að ryðja okkur til hliðar, ef gengið er til hins ýtrasta í undirboðssamkeppninni. VILL SAMVINNU MILLI SAS OG STERLING — Ég hef árum saman látið það í ljós við SAS og Sterl- ing, að mér væri það óskilj- anlegt, að þessi félög gætu ekki komizt að samkomulagi, því að það er jú rúm fyrir bæði. Deilan hefur oft valdið mér gremju, en nú komast þessi félög ef til vill að sam- komulagi, sagði Ove Guld- berg samgöngumálaráðherra Danmerkur í blaðaviðtali, eftir að Sterling Airways hafði látið í ljós óánægju yfir hinni höxðu samkeppni frá SAS-Scanair . Það hefur verið ljóst í mörg ár, að leiguflugið bitn- aði á áætlunarfluginu og ég hef sagt það margsinnis við leiguflugfélögin, að þau ættu það í hættu, að SAS gripi til gagnaðgerða. Þessi ummæli Guldbergs samgöngumálaráðherra voru einmitt viðhöfð vegna kvört- unar flugfélags Tjöruborgar- prestsios til yfirvaldanna, þar sem sagði, að Scanair, leigu- flugfélag SAS, beitti ólög- legri samkeppni gagnvart Sterling. Séra Eilif Krogager — Er verið að kippa grundvellinum undan starfsemi hans á sviði ferðamála? SAMVINNA LEIGU- flugfélaganna Á föstudag í síðustu viku komu fulltrúar 12 stærstu leiguflugfélaga Norður-Ame- ríku og Vestur-Evrópu sam- an til fundar í Strassborg, þar sem ákveðið var að koma á fót alþjóðlegum samtökum, er skori á allar ríkisstjórnir heimis að afnema þær tak- markanir, sem hindri leigu- flugfélögin í samkeppni þeirra við áætlunarílugfélög- in, sem oft séu ríkisstudd. Sterling Airways hefur verið aðili að þessurn sam- tökum frá upphafi og hefur , verið skýrt frá því af þess hálfu, að fulltrúar flugfélag- ainna tólf komi saiman til fund- ar 12. júlí í París, þar sem enn fleiri leiguflugfélög muni gerast aðilar að samtökunum Er haft eftir Helgstrand, framkvæmdastjóra Sterling Airways, að aðildarflugfélög- in tólf annist nú um þrjá fjórðu hluta alls leiguflugs og fljúgi næstum jafn marga fer- kílómetra eins og áætlumar- flugfélögin. Markmiiðið með stofnun þessara nýj u flugaamtaka, sem hafa fengið mafnið Inter- national Air Charter Associa- tion, er að koma á fót stofn- un til mótvægis við IATA, samtök áætlunarflugfélaga. í samtökum þesisum eru nú þegar auk Sterling Airways tvö brezk flugfélög, Donaldson og Britannia, þýzka flugfé- lagið Atlantis, Sater í Sviss og Spantex á Spáni. Hin sex ( aðildarfélögin eru stór ame- i rísk leiguflugfélög. , Héraðsskólinn á Laugarvatni HÉRAÐSSKÓLANUM á Laugar- vatni var slitið 28. niaí sl. Próf- um Iiiku 104 nemendur, þ. á m. 20 gagnfræðaprófi og 21 iands- prófi. Hæsta einkunn við skól- ann fékk Gunnar M. Gunnars- son, Grindavík, 8,40 á nnglinga- prófi og Þórarinn Ölafsson, Eyrarbakka, fékk 8,07 á lands- prófi. Hæstu emkurvn gagnfræðinga hlaut Hólmfríður Jóhannsdóttir, Brúnalaug, Öngulstaðahreppi, 7,21 og hæstu einkunn í 3. bekk almennri bóknámsdeild, hlaut Garðar Árnason, Böðmóðsstðð- um, Laugardal, 7,98. Við skólann störfuðu i vetur auk skólastórans, Benedikts Sig- valdasonar, sex fastir kennarar og þrír stundakennarar. Þórar- inn Stefánsson, smíða- og teikní- kennari, iætur nú af störfum, en hann he/ur kennt við skólann I 40 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.