Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1971, Blaðsíða 30
30 MÓFtÖUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAUUIl 17. .JÚNf 1971. Frakkar unnu Islendinga — Unnu 1-0 í París í gær — Þorbergi mjög hrósað — Leikurinn sagður slakur FRAKKAR sigruðu í síðari iandsleik íslendinga og Frakka í undankeppni Olympíuleikanna, en leikurinn fór fram á St. Jean Bouin leikvanginum í Farís i gærkvöldi. Lokatölur urðu 1—0 en sigur Frakka hefði getað orðið mun stærri, ef ekki hefði komið til frábær markvarzla hjá Forbergi Atlasyni, en tvívegis varði hann á glæsilegan hátt skot úr dauðafænim. Við höfðu gert ráðstafanir til að ná í fararstjóm ísl. liðsins í Paris í gærikvöldi, en það tókst ekki. Mbl. ræddi þá við frönsku fréttastofuna AFP og fékk eftir- farandi upplýsingar um leikinn. Þetta eina mark, sem úrslit- um réð var skorað á 8. mín. í eeinni hálfleik. f>að var fyrir- liði franska liðsins, HaUet sem þar var að verki. Franska liðið hafði yfirburði í leiknum, einkum þó hvað alla knatttækni snerti. En þegar að markinu dró reyndust frönsku leikmennirnir heldur úrræða- litlir en einnig sýndi ísl. vörn in góð tilþrif. Um ísl. liðsmennina i heild segir fréttamaður AFP að þeir hafi verið mjög kraftmiklir og í góðri líkamsþjálfun og úthald ið gott. En krafturinn og kapp- ið hafi verið þeirra aðaU og minna hafi verið um fallegar sendingar eða nákvæmni. Þorbergi Atlasyni er mjög hrósað í útsendin.gum AFP- fréttastofunnar. Er hann sagð- ur hafa átt glæsilegan leik. Nokkrum sinnum varði hann mjög glæsilega og er sérstak- lega tilnefnd góð skot Frakka á 25. og 37. mín. sem hann varði með tilþriifum. Franska liðið er gagnrýnt fyr ir að ieika um of á miðjunni og nýta sjaldan eða aidrei kantana. 1 heild er leiknum lýst sem heldur slökum leik, þrátt fyrir það að Frakkar hafi haft alla yfirburði. Beinir AP-fréttastofan þvi alvarlega til franska knatt- spyrnusambandsins að þar þurfi úr að bæta, þvi annars muni Frakkar vart ná langt í Olympiu keppninni. Með þessum leik er Island úr leik í þeirri keppni, en úrslitin 1:0 koma vart nokkrum á óvart, einkum ef með er tekið í reikn- inginn sú blóðtaka er landsliðið varð fyrir á siðustu stundu, er 4 af „fastamönnum“ liðsins voru forfallaðir vegna meiðsla eða af persónulegum ástæðum. Talsambandið við útlönd hatfði aðeins eina línu til Evrópu til umráða í gærkvöldi. Var mikið annríki hjá stúlkunum þar og þær simamyndir sem Mbl. hafði pantað frá leiknum, fengust ekki afgreiddar vegna bilananna. Frá íþróttamóti námskeiðanna fyrir nokkrum árum. Þarna er verið að skrá keppendur i hástökki stúlkna, en þátttak- endur voru þá alls 57. fþróttanámskeið á völlum félaganna ÍÞRÓTTANÁMSKFIÐ á félaga- vöilunum standa nú yfir. Fara þau fraim annan hvern dag á hverjum velii og er hagað þann- ig, að kennt er mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga á K.R.- vedlinum, Víkingsveillinum, Þrótt- arvellinum og Ánmanmsvellin- um, en þriðjudaga, fimmtudaga og iaugardaga á Áitfheima- svæði, Arnarbakkavelli, Roía- bæjarsvæði og við Álftamýrar- ekóiann. Fyrir hádegi er tekið við 7—9 ára bömum, en etftir hádegi bömum 10—12 ára. Æfinga- stundir eru kl. 9.30—11.30 og kl. 14.00—16.00. Námsskeiðunum lýkur með íþróttamóti á MelaveJlinum hinn 30. júná M. 13.30, og verður þá keppt í frjálsum iþróttum milli svæðanna, og úrslitaleikur í knattspymu milli tveggja sterk- ustu svæðanna. Faxalið gegn KLM Á FÖSTUDAGINN tfá Fluigtfé- laigsmenn igóða heimsókn. Það er knaititspymulið startflsmanna KLM-tflugfélagsins í HoQllandi, m þeir koima hinigað til að keppa við lið FQuiglfélagsins. Verður leikurinn á föstudaig M. 17.30 á Melavellinum. Flugféílagsmeinm halfa lengi áitt samislkipti við lið annarra tflug- félaga. 1 tfyrra léku þeir gegn esbarfismönnum enska félagsins BEA. Varð jatfnibetfili í London 0:0 en hér heima vann Faxalliðið 1:0. Leikimir við KLM-liðið verða einntfg gagnkvæmir og fer Faxa- liðið til HoíTlands sáðar. Islandsmet sett í 800 metra hlaupi kvenna — og fleiri góð afrek UMSK 1,53. 2. Lára Sveinedóttir Sleggjukast: Erlendur Valdi- marsson ÍR 54,07. 2. Óslkar Sig- urpálsson Á 49,68. 200 m hlaup: Bjami Stefáns- son KR 22,0. 2. Vilmundur Vil- hjálmisson KR 23,3. 800 m hlaup: Ágúst Ásgeirseon ÍR 2:00,7. 2. Sigvaldi Júlíusson UMSE 2:01,3. 5000 m hlaup: Halldór Guð- bjöffnisson KR 15:27,4. 2. Jón Sigurðsson HSK 15:37,6. 400 m grindahlaup: Borgþór Magnússon KR 56,3. 2. Trausti Sveinbjörmsson UMSK 57,0. 200 m hlaup: Hafdís Ingimars- Hola 1 SÁ sjaldgæfi atburður gerð- ist á þrliðjudagskvöld á golf- velli Keilis á Hvaleyri, að Eiríkur Smith, listmálari og varaformaður Keilis, fór holu í höggi. Þetta gerðist á 9. holu vallarins, og mun vega- lengdin vera um 140 metrar. Gola var á móti og notaði Eiríkur „fjögur-tré“. Þessi hoia er fremur erfið, því Ragnliildur Pálsdóttir - sigraði og í sérflokki. dóttir UMSK 27,3. 2. Jensey Sig- urðardóttir UMSK 27,5. 800 m hlatip: Ragnhildur Páls- dóttir UMSK 2:30,7 MET. 2. Lilja Guðtnundsdóttir ÍR 2:41,2. Hástökk: Kristín Bjömsdóttir • • sandgryfja er í skotlínunni, en flötin hallar undan og heldur illa bolta. Auk þess var hún mjög hörð etftir lang varandi þurrk. Þetta er í ann að skipti, sem félagi í Keili fer hoiu í höggi, en auk þess hafa tveir u tan f éla gsm erm náð holu í höggi á Hvaleyr- arvelli. Amdís Bjömsdóttir — sigraði í spjótkast.i. Þjóð- hátíðar- mót í sundi Á ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓTINU I sundl, sem fer fraim í Laugar dalslauginni 17. júmí, verður keppt í þesisum greinum: 100 m bringusund kvenna, 100 m brímigusumd karia, 400 m skiriðsund karia, 400 m sfcriðsumd fcvenna. Þá verður keppt i sundfcnattöeik og eiigast við tvö úrvalsdið. Mótið hefist M. 16.30. EITT tslanðsmet var sett á fyrri hluta 17. júní mótsins i frjálsum íþróttiim í fyrrakvöld. Það gerði Ragnhildur Pálsdóttir UMSK í 800 m hlaupi, 2:30.7 mín. Vann hún þá grcin með miklum yfir- burðiun. Ágætur árangur náðist einnig í ýmsum öðrum greinum eins og helztu úrslit hér á eftir bera með sér. Aðalhluti 17. júná mótsins hefst svo í dag kl. 16,30 á Laug- ardalsvellinum og þá keppt í ýmsum þeim greinum sem áhorf- endur skemmta sér bezt við. Stangarstökk: 1. Valbjönn Þor- láksson Á 4,25. 2. Guðm. Jó- hannesson HSH 3,65. Þrístökk: Karl Stefánsson UMSK 14.89. 2. Friðrik Þór Ól- afsson ÍR 14,18. Spjótkast: Arrndís Björnsdóttir UMSK 32,70. 2. Hólmfrfður Björnsdóttir ÍR 29,56. Kringlukast: Kristjana Guð- mundsdóttir ÍR 32,20. 2. Dröfn Guðmundsdóttir UMSK 28,30. 4x100 m konur: Sveit UMSK 53,4. 8. Ármann 54,7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.