Morgunblaðið - 20.06.1971, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.06.1971, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1971 Úr stjórnklefa Saljut. Greina má tvö sæti fyrir framan ein- hvers konar stjórnborð og hringurinn ofarlega á miðri myntl er gluggi. Áhöfn Saljut: V. í. Patsaev, G. X. Dobrovlski, stjórnandi geim stöðvarinnar, og V. N. Voikov Að því er gífurlegur sparn- aður, þvi mestur hluti þesa eldsneytis sem geimför nota fer í að lyfta þeim frá jörðu. Saljut er aðeins fyrsta til- raunastöðin, og sjálfsagt ófull- komin miðað við þær stöðvar sem verða á braut um jörðu eftir nokkur ár, Skylab stöð- in sem Bandaríkin ætla að senda á braut árið 1973, verð- ur t. d. þrisvar sinnum stærri en Saljut. En brautryðjendastarf er í flestum tilfellum afrek, og Saljut er þar engin undan- tekning. Sovézku vísinda- mennimir lentu í upphafi í nokkrum erfiðleiikum með stöðina, en þeim tókst að yfir- vinna þá. Saljut vegur rúm- lega 17 tonn, og með Soyus farinu sem tengt er við hana, vegur hún um 25 tonn og er ein sextíu fet a iengd. Fyrst þegar henmi var skotið á loft lenti hún á of lágri braut, og hefði hún verið iátm af- skiptalaus þar, hefði aðdrátt- arafl jarðar dregið hana smám sarnan inn i gufuhvolf- ið, þar sem hún hefði sundr- azt. Vísindamönnum á jörðimni, tókst að hækka braut hennar, og þegar geimfararnir komu um borð, hækkuðu þeir braut hennar enn, þannig að hún getur nú verið á lofti í marga mánuði áður en nauðsynlegt reynist að hækka braut henn- ar enn einu sinni. Það má því búast við að geimfarar verði í stöðinnd í marga mánuði, og að Soyus geimför verði notuð til að skipta um áhafnir. Reyndar er búist við fréttum á hverjum degi, um að nýju Soyus-fari verði sfcotið á loft. Það er og alis ekki óhugsandi að Soyus förin flytji með sér nýja hluta, sem verði tengdir geimstöðinni til að stækka hana og auka þar með tækja- búnað hennar. Saijut er lík- lega undanfari ótrúlegra ævintýra í geimvísindum. í samtölum við jarðstöðvar, hafa geimfararnir látið í ljóis mikla ánægju með hve vel fari um þá í stöðinni, enda er hún mun rúmbetri en nokkurt geimfar sem iiingað til hefur verið smíðað. Geim- farárnir hafa jafnvei íþrótta- tæki til að geta haldið sér í þjálfun, og þeir eru að sögn klæddir sérstökum búningum sem gera að venkum að lík- amsáreynslan við hreyfingar er svipuð og á jörðinni, þrátt fyrir þyngdarleysið. Um borð í Saljut er einnig lítið huggulegt eldhús, og lítið bókasafn, til að geimfararnir þurfi ekki að láta sér leiðast þegar þeir eru ekki að vinna að rannsóknarstörfum. , Geimistöðvar geta komið maninkyninu að miklu gagni, en á beim er þó ein sikugga- hlið, þær eru einnig tilvaldar til hennaðarnota. Þegar þær stækka og verða fullkommari, er eklkert því til fyrirstöðu að hægt sé að gera þær að eldflaugastöðvum, fyrir flaug- ar sem bera vetnissprengjur. Viðvörumartími um árás frá slíkri stöð yrði mjög skamm- u r og eftir því sem tíminn er minni eykst stríðshættan, og hætta er á að einhver ein- föld mistök kæmu af stað styrjöld. Sem betur fer virðast stór- veldin sammála um friðsam- lega nýtingu himingeimsins, og vomandi geta þau komið sér saman um að þar verði ekki byggðar neinar hernað- arstöðvar. UNDANFARI ÓTRÚLEGRA ÆVINTÝRA NOKKRAR síðustu vikur verða áreiðanlega rússnesk- um geimvísindamönnum — og reyndar öðrum — eftir- minnilegar. Úr rúmlega 170 mílna hæð bárust glaðlegar raddir þriggja geimfara, í fyrstu mönnuðu geinnstöðinni sem skotíð hefur verið á loft. Á tunglinu vöktu geislar sól- arinnar tunglbílinn Lunokhod til lífsins og áttundi tveggja vikna tungldagur hans hófst. Enn lengra úti í geimnum geystust tvær rússneskar eld- flaugar áfram, á leið til Mars. Óneitanlega hefur geim- stöðin Saljut vakið mesta at- hygli. Æ síðan Bandaríkin unnu kapphlaUpið til tungls- ins, hafa ' Sovétríkin lagt áherzlu á mikilvægi mann- aðra rannisóknarstofa á braut um jörðu, og Hklega er ekki til sá vísir.damaður í heiminum sem ekki er sam- mála þeim í því efni. Mögu- leikarnir virðast ótæmandi. Með þeim tækjum sem nú eru til, og þeim sem verið er að fullkomna er hægt frá mannaðri geimistöð að senda mjög nákvæmar veðurfréttir, fylgjast með gróðri, finna máJma, rannsaka hafstrauma og fiskigöngur. Það hefur verið talað um sjúkrahús í geimnum, og geknstöðvar eru auðvitað tilvalinn staður til að skoða stjörnurnar, þær eru utan gufuhvolfs jarðar- iranar sem deyfir mjög og truflar stjörnuskoðun með sjónaukum og öðrum tækj- um á jörðu niðri. Þegar geimferjur verða teknar í notkun, til að flytja menn og vistir í geimstöðvar, er einnig hægt að setja saiman risa- fiaugar við geiimistöðina, til ferða' til fjarlægra pláneta. Geim- stöðin Sal j ut Saljut (til hægri) og Soyus, eins og þan líta út i geimnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.