Morgunblaðið - 20.06.1971, Side 12

Morgunblaðið - 20.06.1971, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1971 12 i.. ^rr,,, Fyrr á öldum varð land vort all oft íyrir búsifjum af hálfu sjóræningja og ofbeldisseggja, sem stunduðu verzlun og sjórán jöfnum höndum. Var alltítt, að slilk iðja væri stundium allviða á heimshöfunum fram eftir öld- um, og á sér vLst enn stað sums staðar. Síðasta og mesta strand- högg sjóræningja hér á landi átti sér stað árið 1627, er alsírsk ir sjónræningjar rændiu Vest- mannaeyjltr og nokkra fleiri staði við sjó á Suðurlandi og Austfjörðum. Verður sú saga ekki rakin hér. En eftir það naut landi^ friðar og öryggis í 3 aldir samfleytt og nýtur raun- ar enn. Og það undar- lega er að varla nokkur gerði sér grein fyrir ástæðunni, sem þó er mjög einföld og liggur í raiuniinni í augum uppL Allan þennan tíma, 300 ár og raunar lengur, var brezki herflot- inn því sem næst einvaldur á Gunnlaugur Jónasson: Hervarnir Islands Orrusttiflugvél frá Keflavik fylgist með rússneskri sprcngjuflugvél, skammt undan ströndum landsins. norðanverðu Atlantshafi, út- rýrodi sjónræningjum nær al- gerlega og efldist mjög, er stund lr liðu fram. Mé'ð öðrum orðum, ísland naut friðar og öryggis i skjóli hins brezka sjóveldis. Þetta ástand héizt óbreytt alveg fram á 20. öld, en þá kom keppi- nautur til sögunnar, nL þýzki sjóherinn. AHt var þó kyrrt, þar til fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1014. Bretar sigruðu þýzka flotann í mikilii orustu undan Jótlandsströndum, og yfirráð þeirra á hafinu héldu áfram, og þar með öryggi lands vors. Aldrei heyrði ég minnzt á þessa staðreynd á mínum upp- vaxtarárum, hvorki i ræðu né riti og má af því ráða, að eng- inn veitti þessu nokkra minnstu athygli, hvorki hér á landi né annars staðar. Og svo fékk land ið fullveldi 1918 og blessaðir sakleysingjarnir, sem þá sátu á Alþingi, lýstu yfir algjöru og ævarandi hiutleysi Islands í hernaði og trúðu því, að þar með væri öryggi landsins tryggt um aldur og ævi. Og þó var hin ægilega fyrri heimsstyrjöld alveg nýlega á enda. Óhætt er að fullyrða, að sjaldan hefir Óraunsærri eða tilgangslausari samþykkt verið gerð í stórmáli á Alþingi Islendinga í þúsund ára sögu þess. 1 raun hélt hin ósamningsbundna og ómeðvitaða hervernd Breta á Norður- Atlantshafi áfram, eins og ekk- ert hefði í skorizt. En svo komst Hitler til valda í Þýzkalandi ár- ið 1933 og þýzki herflotinn reis á legg á ný. Og árið 1939 dró til ófriðar á ný milli Þýzkalands annars vegar og Englands og Frakklands hins vegar. Hér á landi lifðu menn áhyggjulitlir i paradís heimsk- ingjans og héldu, að hlutleysis- yfirlýsingin frá 1918 myndi tryggja landinu frið og öryggi. Svo kom 9. apríl 1940, er Þjóð- verjar gerðu innrás í Danmörk og Noreg, en þau lönd höfðu nær engar hervamir og trúðu eins og við á sinar hlut- leysisyfirlýsingar, en það not- uðu Þjóðverjar sér, eins og vænta mátti. Svíþjóð létu þeir í friði vegna þess, að Svíar höfðu þó nokkuð öflugar varnir, sem Þjóðverjar álitu, að ekki svar- aði kostnaðL að brjóta á bak aft ur. En nú fór hinum ósamnings- bundnu verndurum okkar, Bretum, ekki að lítast á blikuna, enda hagar svo til, að varnir Islands og Bretlandseyja verða, ef á reynir ekki aðskildar, Ef verja á Bretland, þá verður líka að verja Island. Brezka stjórnin mun fljótlega hafa skilið þetita, en Bretar eru jafnan nokkuð svifaseinir og seinþreyttir til vandræða. Auðvitað hefðum við átt að leita hófanna, strax og innrásin í Danmörk og Noreg var gerð, við brezku stjórnina, og beiðast þess, að strax yrði sent hingað varnarlið hið skjót- asta frá Bretlandi. En íslenzka stjómin undi sér ósmeyk í sinni hluitleysisparadís. Líklegt þykir mér, að eitthvað hafi verið ymprað á þvl eftir diplomatisk- um leiðum, af hálfu brezku stjórnarinnar að íslendingar leyfðu brezkum her að setja sig niður hér á landi í örygglsskyni, enda þótt litið hafi heyrzt um það opinberlega. En brezka stjómin mun fljótlega hafa sann færzt um, það að sammingar um það myndu taka marga mánuði, og Þjóðverjar myndu þá löngu búnir að taka í sína vörzlu alla þýðingarmestu staði hér á liandL Ákvörðunin um, að senda her- afla frá Bretlandi til íslands, hlýtur að hafa verið tekin fljót- lega, en þó liðu 4 vikur áður en enskt hernám á Islandi varð að veruleika, 10. mal sama ár. Eln framámenn hér á landi og raunar öll þjóðin líka undu sér prýðilega og uggðu ekki að sér, þessar örlagariku vikur. Mátti vissulega ekki tæpara standa, því Þjóðverjar munu einnig h£ifa haft sínar áætlanir tilbún- ar. Það mun alltaf verða undr- undrunarefni i hemaðarsög- imni, hvers vegna Þjóðverjar hernámu ekki ísland um sama leyti og þeir komu sér á iaggim- ar í Danmörk og Noregi. Og sýnir þetta öðru betur, hve hers höfðingjar eru oft furðu- lega skammsýnir, því Is- land sýndi sig að vera, og er enn miklum mun hernaðarlega mikilvægara en Danmörk og Noregur. En gæfa Islands og íslenzku þjóðarinnar reyndist meiri en efni virtust standa tU, þessar ðrlagaþr un gnu vikur. Æðri máttarvöld veraldar taka stund lun í taumana, þótt aðalstefna þeirra sé sú, að láta mennina vaxa að vitl og fyrirhyggju með því, að hefta sem allra minnst sjálfræði þeirra, — Nokkrir af helztu leiðtogum þjóðar vorrar og allflestir landsmenn, hrukku illilega við, er þessir at- burðir og gangur styrjaldarinn- ar yfirleiitt sýndu, svo um varð ekki villzt, frámunalegt hald- Ieysi yfirlýsingarinnar frá 1918 um „ævarandl hlutleysi Islands í hem>aði“. Eftirleikurinn varð þvl, svo sem ölium er kunnugt: Innganga Islands i Atlantshafs- bandalagið og samningurinn við Bandaríkin um hervemd lands- ins. En minnast má þess, að í sambandi við þessi mál, réðust fylgismenn marxismans (þ.e. kommúnistar og meðreiðarsvein ar þeirra) á Alþingishúsið með grjótkasti og öðrum ofbeldisað- gerðum, þegar þingið fjallaði um inngönigu landisins í Atlants- hafsbandalagið. Sá svivirðilegi verfcnaður má aldrei, aldrei gleymast, né nöfn þeirra, sem þar höfðu forustu á hendi. Tveir áratugir eru nú Uðnir, frá þvi Island hvarf frá hinni óraunhæfu hlutleysisstefnu, og hefir allan þann tíma notið frið- ar og ekki orðið fyrir áreitni frá hinni marxisku heimsvalda- stefnu, eingöngu vegna veru sinnar í Atiantshafsbandalag- inu og dvalar hins bandaríska varnarliðs í Keflavík, og yfir- lýstri vernd Bandaríkjanna á sjálfstæði Islands. Spádómar andstæðinga Atlantshafsbanda- lagsins og hervemdarinnar um þjóðhættulegar afleiðingar þessa fyrirkomulags, hafa reynzt meiningarlaust gasp- ur þeirra manna, sem vilja láta þjóð vora ganga hinni marxísku heimsvaldastefnu á hönd. Aldarfjórðungur er nú liðinn frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar, og svo hefir ásókn og ágengni hinnar marxísku heimsvaldastefnu verið mikil, að nær því aldrei allan þann tíma, hefir getað talizt friðvænlegt á jörðinni. Hið sovézka forustu- veldi þessarar heimsvaldastefnu hefir leynt og ljóst aukið her- búnað sinn og seilzt eftir áhrif- um viðs vegar um veröldina. Her skipafloti þeirra öslar nú um öll heimsins höf og bíður færis. öll sjálfstæðis- og frelsis- viðleitni í fylgiríkjum þeirra, er umsvifalaust barin niður með hernaðarofbelidi. Minna má á í þessu sambandi, að I 13 daga samfleytt, i forsetatíð Kennedys, hékk heimsfriðurinn á bláþræði ! KúbudeilunnL Því miður átti Kennedy heitinn, sá mæti mað- ur nokkra sök á þessu. Hann sóttist um of eftir fylgi hinna svokölluðu vinstri manna í Bandarikéunum, en þeir eru nokkuð margir smitaðir af kenn- ingum Karls Marx, og talaði því stundum nokkuð ógætilega. En um sama leyti vildi svo undar- lega til, að í Sovétrikjunum hafði komizt til valda maður að nafni Krusév, sem ekki var annað en hálfgerður kjáni og stórgortarL Hann hélt, að hann ætti í öllum höndum við þennan forseta Bandaríkjanna, sem hélt svo fallegar ræður um frið og farsæld. Af heimsku sinni mis- skildi Krusév svo rækilega ræð- ur Kennedys, að honum sýnd- lst hér vera á ferðinni einn af „hinum nytsömu sakleysingj- um,“ og er ekki að orðlengja það, að hann hélt, að sér mundi haldast uppi, að setja upp skot- palla á Kúbu fyrir kjamorku- eldflaugar, sem nota mætti til að skjóta á allar helztu stórborg ir Bandaríkjanna. En þeg- ar honum loks varð ljóst, að Kennedy myndi beita hervaldi gegn þessu fádæma heimskulega tiltæki hans, neyddist hann til, að leggja niður skottið og hætta við eldflaugaáformin, Meðan á þessu stóð vissu engir nema nánustu ráðunautar forsetans, um hve hættulegt ástand hafði skapazt, og það var ekki fyrr en löngu síðar, að bók kom út eftir bróður hans, Robert, sem var dómsmálaráðherra í stjórn Kennedys, þar sem hann lýsti Ijóslega hinu gífurlega hættu- ástandi hina 13 daga, sem ný heimsstyrjöld vofði yfir. En bæði um þetta leyti og fyrr og síðar var því ósleitilega haldið fram, af marxistum og vinum þeirra hér á landi, að mjög friðvænlegt væri nú orðið I heiminum og því sjálfsagt, að Island segði si>g úr Atlantshafs- bandalaginu, og herinn væri lát- inn fara úr landi. Hafa þeir allt til þessa flutt tillögur, nær þvl á hverju þingi, um þetta og gera enn, þótt öllum ætti nú að vera ljóst og þeim sjálfum einnig, að mjög ófriðvænlegt er nú í veröldinni, svo ófriðvænlegt, að heimsstyrjöld gæti brotizt út hvenær sem er. Hið eina sem verulega heldur aftur af Sovét- valdhöfunum, að efna til ófrið- ar, er tilvist kjarnorkusprengj- unnar, þótt sumum kunni að þykja það ótrúlegt. Það er nefni lega svo, að stórveldL sem hæfi árás með slíkum vopnum myndi geta orðið fyrir stór- skaða sj'álft, jafnvel meiri en sá, sem á væri ráðizt. Þegar kjam- orkusprengjur eru notaðar til árása geta þær vissulega eyði- lagt þá borg, sem skotið er á, en við sprengiinguna miyindast af- arstórt geislavirkt ský, sem vegna snúnings jarðar, gæti á skömmum tima valdið stórfelldiu manntjóni á stórum svæðum annars staðar á jörðinni, eink- um I víðlendum rikjum, eins og stórveldi jafnan eru. Af þessum sökum hafa Rússar þó nokkurn áhuga á því, að semja um, að beita ekki kjarnorkuvopnum 1 striði vegna þess, að þá væri hægt að berjast með gamla lag- inu, en það telja þeir sér sigur- stranglegt. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, átti hlutverk þeirra fyrst og fremst að vera það, að varðveita heimsfriðinn. En sá þjóðafélagsskapur hefir reynzt vita gagnslaus í því skyni. Vonir manna um það, að koma á varanlegum heimsfriði, eru að svo stöddu tálvonir ein- ar, sem ekki er raunar að undra, því menn hafa enn ekki komið nægilega greinilega auga á, af hverju heimsstyrjaldir stafa. Ýmsar kenninigar hafa verið uppi hafðar um það, svo marg- ar, að ekki er hægt í þessari grein, að nefna þær afflar á nafn, hvað þá að brjóta þær til mergj ar. Aðeins vil ég að þessu sinni segja- það, að meðan menn að- hyllast í jafn stórum stil, eins og raun ber vitni um, einstrengings legar, rangar og hatursfullar áróðurskenningar (ideologiur), eins og t.d. marxisma, þá er eng in von um frið og almenna far- sæld á jörðinni. Þegar þessar forsendur eru hafðar i huga, sem lýst hefir verið hér á undan, má glögg- lega sjá, hvílik frámunaleg fjar- stæða það er, að land vort ís- land geti verið án allra her- vama. Skömmu eftir lok seinnl heimsstyrjaldarinnar, bar einn af helztu marxistum á Alþingi fram þá tillögu, að fá stórveld- in þrjú, Sovétríkin, Breta og Bamdaríkin til þess að ábyrgjast sameiginlega hemaðarlegt ör- yggi lands vors. 1 Ijósi þess, sem síðar varð í Þýzkalandi, þar sem svipað fyrirkomulag varð ofan á, má geta sér til, að ef horfið hefði verið að þessu ráði, myndi Island nú hafa verið skipt í tvö svæði með mann- heldri girðingu þvert yfir land- ið, þar sem Sovétmenn hefðu að líkindum „verndað" austur- hlutann, en Vesturveldin vestur- hlutann. Þarf nú varla að efast um hvaðan tililagan var runnin. Það segir sig sjálft, að land okkar verður áfram að vera I Atlantshafsbandalaginu og verður að hafa beinar hervarn- ir, eins og verið hefir. Annað mál er það hvort hervarnir þær, sem nú eru í Keflavík, eru full- nægjandi eða ekkL — Margir hugsandi menn í landinu telja, að svo sé ekki, og skal það nú athugað nokkuð. Augljóst er, að Rússum er mjög mikið i mun, að eignast aðstöðu fyrir hinn vax- andi herskipaflota sinn á hent- ugum stöðum við norðanvert Atlantshaf. Til'burðir þeirra til þess, að ná í slíka aðstöðu á Kúbu nú í seinni tíð sýna þetta glögglega. Þarf því ekki að ef- ast um að þeir muni hafa ágirnd mikla á sííkri aðstöðu hér á landi. Það er Iíka auðséð, að þeir gætu á einni nóttu hrifs- að eina eða tvær hafnir á Aust- fjörðum og verið búnir að koma sér þar sæmilega fyrir, jafnvel áður en varnarliðið í KefLavik hefði fengið sannar spurnir af atburðum. Ég gæti bezt trúað, að áætlun í þessa átt lægi til- búin hjá rússnesku flotastjóm- Inni og gæti því komið til fram- kvæmda með skjótum hætti. Hins vegar er að svo stöddu mjög ólíklegt, að þeir viiji hætta á styrjöld við Bandarik- in og önnur Atlantshafsriiki í Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.