Morgunblaðið - 24.06.1971, Síða 24

Morgunblaðið - 24.06.1971, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1971 c oooooo ooooo c 1 40 I C oooooo oooooc Nancy tók til fótanna og brölti upp tröppurnar og hélt á iitla stólnum, rétt eins og hann væri einhver dýrgripur. Rick Armstrong beið hennar við dyrn ar. Hann þreif stólinn af henni og lokaði dyrunum. Hönd hans kleip fast í handlegg hennar, er hann dró hana inin í setustofuna, þar sem nú voru allir samansain aðir, að frú Risley meðtalinni. 14. kafli. Rick Armstrong hafði dregið hana inn í tæka tið, þvi að nú varð vindurinn að rokstormi með miklum brestum og braki. Trén svignuðu fyrir vindinum, réttu úr sér og svignuðu síðan aftur. Þau stóðu öll við gluggana og horfðu út. Rick hélt enn í handlegginn á Nancy með æðis- gengnum krafti. Hún sleit sig lausa og fór til móður sinnar. - Ef þið hafið einhvern kjall ara hérna, ættum við öM að fara þangað. Riek var hávær. Ekki var hann samt hræddur, fannst Nancy, en gerði sér bara óþarf lega miklar ímyndanir. — Nei, við skulum heldur horfa á. Holly var álíka hávær og Rick, en bar ekki vott um neina hræðslu. Jú, það er hér eins konar kjallarí, sagði Phil við Rick, en hann er lítiil og rúmar ekki nema miðstöðina. En grunnur- inn undir þessu húsi er öflugur og djúpt grafinn. Okkur er eins óhætt hér og annars staðar. Nema stormurinn brjóti gluggana, . agði Riek. MALLORCA MI Bcint þotnflug til Mallorca. Margir brottfarardagar. Sunna getur boðið yður eftirsóttustu hótelin og nýtízku íbúðir, vegna mikillá viðsklpta og 14 ára starfs i. Mailorca. FERflASKRIFSTOFAN SUNNA SÍMflR 1B40012070 26555 (A ^.................... OPIÐ ALLA DAGA OG ÖLL KVÖLD. Athugið: Blómum raðað saman í blómvendi og aðrar skreytíngar. BLÓMAHÚSIÐ sími 83070 við hliðina á Kostakjör Skipholti 37 (áður Álftamýri 7). — Ég er fegin, að húsið skyldi vera byggt löngu áður en þessir skrautglúggar komu í móð, sagði Mary. Sjáið þið bara . . . t>að var orðið svo dimmt, að 1 ekki var hægt að sjá langt frá sér en þó nóg til þess að geta greint, að loftið yfir vatninu var fullt af alls konar óþekkj- anlegu skrani, sumt virtist svífa í loftinu en annað strjúkast með vatnsfletinum, sem nú var far- inn að kemba hvitu. — Já, okkur kann að vera sæmilega óhætt, sagði Riek, — en ég vildi ekki bjóða mikið í húsin handan við vatníð. Gegn um aUan hávaðann og ósköpin mátti heyra brak og urg. — Þetta eru sjálfsagt stein- arnir að losna af þakinu, sagði Phil. Meðan á öllu þessu stóð, hafði enginn haft hugsun á þvi að kveikja ljósin. Ailir stóðu við giuggana og horfðu út í óveðr- ið og hvirfilvindinn, sem virtist koma úr öllum áttum í senn. Nú seildist Mary eftir slökkvara á veggnum, en ekkert gerðist. Hún reyndi við tvo aðra lampa áður en hún gafst upp. — Ekkert rafmagn, sagði hún. — Ég veit það, útvarpið mitt er lika þagnað, sagði frú Risley. — En síminn ? Ég ætti að hringja í frænkurnar mínar, þvi að þær halda auðvitað, að ég sé á leið- inní og hafa áhyggjur af mér. Holly beið þangað til frú Risley kom inn með logandi kerti í ann arri hendi en kassa í hinni. Hún setti kertið á arinhiHuna og tók að kveikja á öðrum, seim hún tók upp úr kassanum. Holly gekk að simanum og tók upp heyrnartól- ið, en beið síðan nokkra stund. Það kom engum á óvart, þegar hún gafst upp. - Maturinn í kæliskápnum skemmdist allur, sagði frú Ris- ley, og enginn varð hissa á því, að hugur hennar skyldi aðal- lega bundinn við svo hversdags iegan hlut, samtimis því sem fjöldi fólks var að missa heim- ili sLn og kannski lífið. En mat- urinn var hennar starfssvið og ábyrgð. Nú heyrðist aftur skruðning- ur að ofan. - Nú eru fleiri þaksteinar að losna, sagði Phil. — Ég vona bara, að þakið fari ekki að Leka. Þvi að þá fáum við rigningu, sem um munar. Hann talaði rétt eins og hann vissi, að þessu yrði lokið bráð- lega, þó að i bili virtist sem það ætlaði aldrei að enda. Karimenn imir tveir og konurnar fjórar stóðu þarna í þessu hröriega húsaskjóli, en ósköpin allt um kring. Þau stóðu rétt úti við glugg- ana, enda þótt Rick benti þeim á að það væri stórhættulegt. Tréð, sem Nancy hafði eignað sér forðum, stóðst enn óveðrið, en önnur tré beygðu sig fyrir storminum, rétt eins og þau vissu, að öll mótstaða væri til- gangslaus. Allt í einu sáu þau að helmingurinn af handriðinu rifnaði af svölunum, í einu lagi og hvarf út í myrkrið. En þá var eins og einhver risi helði beitt exi sinni, og tréð hennar Nancy féli um koll. Sem betur fór féll það frá húsinu. Hefði það dottið að því, hefðu glugg- arnir mölbrotnað. En þá var rétt eins og ofur- lítið drægi niður í storminum. Öll biðu þau og enginn þorði að segja orð, líkast fólki, sem þor- ir ekki að minnast á heppnina af ótta við, að þá hverfi hún út i buskann. — Ég vildi, að við hefðum ein- hverja þessa skritnu lampa, sem við sáum í húsinu hans Lloyds, sagði Holly. — Ég hef heyrt um uppljómaða sali, í einhverjum átjándu aldar sögum, en nú trúi ég ekki á það lengur. Hvernig er svo sem hægt að fá almenni- lega birtu af eintómum kertum? — Og hvernig það hefur get- að lesið allar þessar bækur við kertaljós, sagði Mary. —■ Það hlýtur að hafa hait betri sjón en við. Það var Phil, sem loksins sagði það sem allir voru að hugsa. — Það versta er nú af- staðið. Við höfum verið heppin. Og rétt eins og til þess að staðfesta orð hans, tók nú að rigna eins og hellt væri úr fötu. Ennþá var hvasst, en þó ekki hvassara en búast hefði mátt við í jafndægrastormi. Phiil sagði við Riek: — Við skulum bíða í hálftíma enn, en svo verðum við að fara út. Það hlýtur að vera fullt af húsnæðis lauisu fólki, sem verður að hjálpa. — Það er allt handan við vatníð, sagði Riek. — Lögregl- an og Rauði krossinn sjá fyrir því. Já, en þau þurfa alla þá hjálp, sem hægt er að veita. — Ég ætti heldur að hugsa um hádegismatinn. . . eða kvöid matinn eða hvað það nú er, sagði frú Risley. — Ég er alveg búin að missa allt tímaskyn. — En hvernig? Rafmagnið er bilað, sagði Mary. Hefðurðu í sumðrleyfið Síðbuxur með mynstr- uðum blússum (tuni- kum) stuttbuxur með blússum og síðum opnum pilsum. Stuttbuxnasamfest- ingur úr prjónasilki. Stakar stuttbuxur úr flauel og jersey. Léttar og þægilegar sportkápur úr Khaki efnum. Tízkuverzlunin uorun Rauðarárstíg 1, sími 15077. nokkurn steinolíuofn í húsinu, Phil ? — Já, og ég helid, að það sé einhver olía til niðri í kjallara. Ég skal fara og gá. Rick fór með honum. Hann hafði verið sæmileiga vel til hafð ur þegar hann kom út úr gamla húsinu, en eftir að hafa rótað í kjallara.nuim, leit han.n út eins og ræfilil — fötin öll útötuð í oliíu og skórnir ataðir í leðju. Það hefur brotnað einn gluggi og það er þumlnngs vatnsborð á gólifinu. Við reynd- um að koma glugganum í, en rúð an var brotin, svo að það var þýðingarlaust. Phil hafði staðnæmzt í eldhús inu en nú komu hin þangað og horfðu á frú Risiey, sem var að þerra óhreinindin af þríkveifctri olíuvél, en Phil var að láta á hann oliíu. — Þetta er likast skemmtiferð á eimhverja eyðieyju, og ég mundi hafa gaman af þvi, ef ekki blessaðar frænkurnar og hann pabbi væru ekki svo hrædd um miig, sagði HoLly. —- Mér þætti gaman að vita, hvort nokkuð er eftir af húsinu hans Lloyds. — Það kemur einhver bráð- uim, sagði Phil, — annað hvort frá Rauða krossinum eða lög- reglunni og þá geturðu komið skilaboðum til baka. Það verð- ur ekki lamgt að bíða eftir þeim, nema þeir hafi svo mikið að gera í borginní, að þeir komist ekki htogað. Hann og Mary virtust vera þau einu, sem gerðu sér fylLidega Ijóst, hvilíkum hörm- ungum stormurton gæti valdið. Nú var olíuvélin sett uipp og fyllt og frú Risley horfði á hann með vandræðasvip og virtist ekki botna neitt i, hvern- itg fara skyldi með svona fom- grip. En Mary tók til sinna ráða. - Þetta er ósköp einfalt. Ég hef nú ekki féngizt við það i hálamga tíð, en óg trúi ekki öðru en ég geti komið henni i gang. — En springur hún ekki í Loft upp? Frú Riisley var afskaplega hrædd. Hún var orðin svo vön því að þurfa ekki nema snúa snerli til þess að fá hita, tónlist eða golu frá vindsnældu, svo að hún varð dauðhrædd við bliáa logann, sem kom þegar Ma.ry kveiikti á vélinni. Við skulum ekki elda of- mikið. Það er kalt svínslæri og kjúklimgar í skápnum. Við skul um bara hita okkur kaffi og borða kaldan mat. Kaffið varð tilbúið meðan Mary smurði samlokur og Nancy var að ná i eitthvert sal at. Það var ekkert spurt um, hvar þau ættu að borða. Þau voru komto með flest kertin út í eldhúsið. —- Þið skuluð ekki spara rjóm ann í kaffið, sagði frú Risley. — Hann súrnar hvort sem er. Þau höfðu rétt skipað sér krinigum borðið þegar barið var harkalega að dyrum. Phil og Mary þutu upp og Nancy elti Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Rcyndu að hafa langan lista af verkefnum tilbúinn. Nautið, 20. apríl — 20. niaí. Ef þú skipulcggur allt vel, fer efnislega hliðin eftir því. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Smáatriði í dag geta haft alvarlegar aflciðingar. Reyndu að semja fljótt og ganga vel frá öllum hnútum, einnig af fyrrri málum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Nú ertu lentur í því, og ekki annað að gcra en taka því með karlmennsku. IJónið, 23. jíilí — 22. ágúst. Nú gildir góða skapið meira en þig grunar. Meyjar, 23. ágúst — 22. septcmber. Flýtirinn skapar þér möguleika. Vogin, 23. september — 22. október. Nú er um að gera að taka vel eftir öllu. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það er ekki til neins að vera alltaf við sama heygarðshornið. Byrjaðu upp á nýtt. BogmaÓurinn, 22. nóvember — 21. desember. Nú gengur allt svo vel. Veldu þér leið og leggðu í hann. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ólíklegt er, að þú getir sameinað allt sem gorist í dag. Reyndu að ganga frá eins og bezt þú mátt. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Skipulagsleysið er ekki eins mikið og þú heldur. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú verður að endurskoða gildi hlutanna, vegna ýmissa breyt- inga, sem orðið hafa með tímanum. (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.