Morgunblaðið - 24.06.1971, Page 26

Morgunblaðið - 24.06.1971, Page 26
Norðmenn fengu skell — töpuðu 1:7 fyrir V.-Þjóðverjum Flestir leikmenn Noregs þeir * sömu og í Islandsleiknum VESTL’R-ÞJÓÐVERJAR og Norðmenn léku landsleik í knattspyrnu á Ullevaal leik- vanginum í Osló í fyrrakvöld-. Eins og margir höfðu fyrir- fram gert ráð fyrir var þetta Ieikur kattarins að músinni, þar sem Þjóðverjarnir léku Norðmenn sundur og saman ©g skoruðu sjö mörk gegn einu, eftir að staðan hafði verið 3:0 í hálfleik. Voru norsku leikmennirnir nánast eins og „statistar" á leikvell- inum, slíkir voru yfirburðir Þjóðverjanna, en sem kunn- ugt er urðu þeir í þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni i Moxikó í fyrrasumar. En þrátt fyrir þennan mikla ósigur skemmtu hinir 22 þús- nnd áhorfendur sér vel á leiknum, því að knattspyrna sú sem þýzka liðið sýndi var oft stórkostleg, þrátt fyrir að vallarskilyrðin væru erfið. Fyrsta marftíð skoruðu Þjóðverjar á 13. mínútu eftir að hinir þekktu leikmenn Helmuth Overath og Siegfried Held höfðu haldið sýningu á hvernig leika skal i gegnum þétta vörn og var það Overath sem sendi boltann í netið. Sagan endurtók sig að mestu 17 mínútum síðar, en þá var það Gerd Múller sem skoraði úr opnu færi. Siðasta markið í íyri hálfleik skorað svo Franz Beckenbauer beint úr aukaspyrnu, sem hann tók úm 16 metra frá marki. Mark- vörður Norðmanna, Geir Karlsen, náði þá að koma höndum á boltann, en sió hann upp í markvinkilinn og ínetið fór hann. Eina umtals- verða tækifæri Norðmanna í fyrri háifleik kom þegar að- eins fáar minútur voru eftir af honum, en þá var Tom Lund aðeins of seimm á eér að ná bolta sem markvörður Þjóðverja, Wolfgang Klepp, hafði misst frá sér eftir markskot Odd Iversens. Aðeina nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik, þegar íjórða markið kom og var það Gexd MiUler sem skoraði það eftir seed- ingu frá Siegfried Held. Og fjórum mdnútum síðar var Múller enin á ferðinini og skor- aði 5:0, eftir herfileg mistök norsku varnarinnar. Siegfried Held skoraði svo sjötta mark Þjóðverjanna og þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka breyttist staðan í 7:0 með marki Gunther Netzer. Norðmenm náðu þrátt fyrir allt betri leik í síðari hálf- leik og um hanm mdðjan skoraði Harald Sunde mark, sem sæmiski dómarimm dæmdi af vegna ramgstöðu. Öx- skömmu fyrir leikslok skor- aði sVo Odd Iversen kær- komið mark fyrir Norðmenm. Fékk hanm háa sendingu fram frá Arild Mathiesen, og skaut viðstöðulaust í vinstra markhornið. Þrátt fyrir svo stórt tap var nokkrum leikmönnum norska liðinu hróisað fyrir góða frammistöðu. í SKÍÐASKÓLINN í Kerlingar- fjöHum hóf 11. starfsár sit.t 10. júní. Hefur verið mjög mik ill snjór og færi sérstaklega gott. Hafa þegar komið á ann að hundrað námskeiðsgestir, mest ungt fólk. Hefur það notið lifsins í sól og snjó. Á föstudaginn verðnr efnt til helgarferðar og komið aft nr á siinnudagskvöld. Gróska í íþrótta lífi Þingeyinga Óskar Ágústsson endur- kjörinn formaður HSÞ DAGANA 4. og 5. júmí 1971 var 58. ársþing Héraðssambands Snður-Þingeyinga haldið á Húsa- vík i boði íþróttafélagsins Völs- imgs. Þingið sóttu 36 fullt.rúar frá 10 sambandsfélögum auk gesta. Formaður HSÞ Óskar Ágiístsson Langnm setti þingið og bauð fulltrúa og gesti vel- komna til þings. Gestir þings- ins voru fyrri daginn Finn- ur Kristjánsson kaupfélagsstjóri Húsavik, Jón Slgurðson, vega- verkstjóri Húsavík og Gunn- laugur Tr. Gunnarsson Kast- hvammi, en seinni daginn mættu Gfsli Halldórsson forseti fSf, Hermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri fSf og Sígurðiir Guðmnndsson skólastjóri, ritari UMFf. Á fundinum lá frammi prentuð Starfsskýrsla HSÞ 1970 og auk þess var löfeð fram fjölrituð Skýrsla um íþróttastarfsemi HSÞ 1970 og verður nú getið helztu atriða úr skýrslunum: Félagar í HSÞ eru nú 1025 í 12 fédögum. Á vegum HSÞ sitörf- uöu lemgiri eða skemmri tíma 7 íþróttaikennarar. Haldið var sum- arbúðanámskeið og var það sæmilega sótit. Spuminigafkeppni HSÞ var í fuSlum gamgi é starfs- árinu, en hún er önnur í röðinni oig hófst haustdð 1969 oig stendur enn. Lýkur henni ekkl fynr en 1971. Minnzt var 11 alda byggð- ar norrænna manna í Þinigteyjar- þingi með sfcemmitunum bæði á Laugum og Húsavlk og einnig á ýmsan annan hátt viðs vegar í héraðiniu. ELns og undantfar- in ár tók HSÞ þátt í bindindis- móti i Vaiglaskógi um verzftun- armannahelgina ásamt félags- samtöteum úr Eyjafjiarðarsýslu og Akureyri. Iþrótitir voru mikið srtundaðar innan HSÞ og verður nú getið þess heiizta: Iþróttafólk HSÞ tók þát't í um 120 íþróttamótum og voru þátttakendur í þeim 1388. Alls voru iðkaðar 14 iþróttagreinar á samlbandssivæð- inu með 1386 iðkendiúm. FrjáSs- íþirótitaifóilk tók þátt i 16 iþrótta- mótum, 8 innan héraðs og 8 ut- an héraðs, og voru þátibtakenclur um 300. Sett voru 24 HSÞ-met þar af 1 íslandsmet, 1 langstökki án atrennu 2,64 m, sebt af Krist- ínu Þorbergsd. Sendir voru um 80 keppendur á fþróttaháitáð ISI í Reykjavik, ennfremur voru sendir keppendui á Norðuriands- Framhald á bls. 27. Við getum eignazt góða kylfinga, ef... Eí að er gáð 1 RÖÐUM kylfinga eru skoðanir og jafnvel deilur um forgjöf einstakra kylfinga nú ofarlega á baugi. Hefur komið í ljós á þeim „opnu“ mótum, sem fram hafa farið í sumar, að þar er hlut manna í forgjafarkeppni all misskipt. Þarf ekki að taka dæmi um siíkt — þau þekkja vist ailir kylfingar. Én það er og verður alltaf vandi að ákveða forgjöf manna. Hitt er öliu verra, að það virðist ekkert kapps- mál hjá stórum hópi manna að lækka í forgjöf. Svo ætti þó að vera. Eriend- is eru þeir menn ekki taldir í hópi kylfinga sem hafa 24 í forgjöf — en það er forgjöf byrjenda. Því mið- ur lítur dæmið þveröfugt út hér. Margir virðast ekki skiia inn „góðu kortunum" sinum og mæta svo tii keppni með svo háa forgjöf, að með þokkalegum árangri en á engan hátt umtalsverðum, koma þeir út úr for- gjafarkeppni með nettó-árangur sem er langt undir pari á vellinum. Slíkt á að teljast til slysa hjá framkvæmda- aðiium, og ætti ekki að gerast nema einu sinni. Á dögunum ræddum við við Pál Ásgeir Tryggvason, form. Golfsam- bandsins og Jóhann Eyjólfsson sem einnig er þar í stjórnarsessi. Þeir kváðu GSl hafa gert áætlun varðandi framkvæmd flokkaskiptingar með til- liti til forgjafar. Miðar sú áætlun að því að menn keppist um að ná góð- um árangri og lægri forgjöf. Áætl- unin var þannig að enginn mætti leika í meistaraflokki 1969 nema þeir sem hefðu 12 í forgjöf eða lægra. Árið 1970 yrðu aðeins þeir sem hefðu 11 í forgjöf eða lægra í meistara- ílokki. Árið 1971 aðeins þeir sem hefðu 10 eða lægra og árið 1972 að- eins þeir sem hefðu 9 i forgjöf eða lægra. Takmarkið er svo að árið 1973 verði ekki aðrir í meistaraflokki en þeir sem hafa íorgjöf 6 eða lægra. Þessi áætlun og lokamark hennar miðar að því að samræma „standard- inn“ hér við reglur á Norðurlöndum. ★ ★ ★ Það er margt á döfinni hjá islenzk- um kylfingum, þótt ekki verði um utaníör landsliðsmanna svo vitað sé í ár, nema „Old boys“ til Bandaríkj- anna. Isl. kylfingum stendur þó til boða að taka þátt í opnu „Skandi- naviu“-móti í Danmörku 5.—8. ágúst. En til að vera gjaldgengur þátttak- andi má forgjöf ekki vera hærri en 4. Þetta — eins og flest mót erlend- is — er sem sagt alvörumót, þar sem aðeins þeir beztu hittast. ★ ★ ★ Þeir Páll Ásgeir og Jóhann tjáðu Mbl. að norskt unglingalandslið (4ra manna sveit) kæmi hingað til lands um 20. júlí. Yrði þá væntanlega komið á landskeppni unglinga og þá væntanlega bæði í sveitakeppni og einstaklingskeppni. Einnig er í ráði að unglingarnir ferðist um hér, heimsæki sem flesta golívelli og keppi við sem flesta ungl- inga hérlendis. Verður þetta verðugt verkefni fyrir hina mörgu efnilegu unglinga hérlendis. ★ ★ ★ Mesta vandamál ísl. golfklúbba er uppbygging holuflatanna, sögðu þeir Páll og Jóhann. Kostnaður við siíkt er svo mikill að klúbb- arnir ráða engan veginn við að Jeysa það verkefni svo vel eé. UTi íslenzku holuflatirnar eiga ekki nema nafnið sameiginiegt með þeim erlenðu. Byggjum npp góðar flatir — og við eignumst góða kylfinga. Þeir sögðu golfíþróttina ekkl hafa notið mikils stuðnings frá opinberum aðilum eða forystu íþróttamálanna. Þó ætti íþróttim mjög vaxandi vinsældum að fagna og keppendur væru um og yfir 100 á mótum helgi eftir helgi. „Ef klúbbarnir fengju aðstoð til að byggja upp flatirnar á völlum sinum, þá er ég viss um að við myndum á fáum árum eignast að minnsta kosti tug manna, sem vaeru frambærilegir á hvaða móti sem væri á Norðurlöndum", sagði Jóhann Eyjólfsson. „Hinar slæmu flatir eyðileggja allt fyrir okkar mönnum, og án verulegra béta, sem ekki fást nema með auknu ffjármagni, ná þeir að vonum ekki sömu hæfni og félagar þeirra á Norðurlöndum.** Þessi orð Jóhanns eru áskorun golfþáttarins í dag til ráðamanna iþróttamála. — Atli Steinarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.