Morgunblaðið - 27.06.1971, Side 11
n.fiy.
MORGUNBLAÐÍÐ, SUNNXJI>AGt;R 27. JÚNÍ 1971
11
aldamót, olli þvi að þörfin á
ekipulagningu óx mjög. Eátt af
fyrstu verkum heimaistjórnarinn
ar var það að leggja fyrir Al-
þingi árið 1905 frumvarp til
laga um byggingarsamþykktir.
Hannies Hafstein, ráðherra ís-
lands, mælti fyrir frumvarpinu
og sagði meðal annairs: „Tilgang
urdnn með því (þ.e. frumvarp
inu) er sá að ráða bót á þeirri
éreglu, sem nú á sér stað að
því er byggingar snertir í fiest
um kauptúrvum landsins, og eru
ákvæði þess hin sömu og í gild
andi lögum um byggingarsam-
þykktir í kaupstöðum.“
Guðmundur Björnson, 2. þing
maður Reykvíkinga, og síðar
landlæknir, flutti mjög athyglis
verða ræðu um frumvarpið.
Hann sagði meðal annars: „All
ir, sem verið hafa í kaupstöð-
um, vdta nú hvílíkt hringl er á
byggingarmálum þeirra víðast
hvar, af þvi að enginn uppdrátt
ur er til, engar fastar fyriræti-
anir um götur og torg, og það
eru sínir menn sitt í hvert skipt
ið, sem ákveða hússtæðin og
mæla út lóðirnar . . . Til þess
að koma í veg fyrir þetta eru í.
Noregi t.d. öllum kauptúnum
gert að skyldu að láta gera upp
drætti af bæjarlóðum og marka
þá allar götur, sem í bæjum
eru, og einnig götur, sem fyrár-
hugaðar eru. Síðan á að senda
uppdrætti þessa til stjómarinn
ar, og ef hún staðfestir þá, má
ekki frá þeim víkja nema með
sérstöku leyfi henaiar. Með
þessu er komið í veg fyrir allt
hringl.“
Þarna er, að ég ætta, í fyrsta
skipti á Alþingi bent á nauð-
syn þess, að sett séu almenn
skipulagslög og kveðið á um
skipulagsskyldu, en áður hafði
Páll Briem vikið að því svo
aem áður segir. jón Magnússon,
þingmaður Vestmannaeyinga síð
ar bæjarfógeti i Reykjavík og
ráðherra, varð fyrir svörum.
Kvaðst hann vera því hlynnt-
ur, að sett yrðu byggingarlög
fyrir alla kaupstaði, en slíkt
þyrfti frekari undirbúnings við.
Frumvarpið var síðan samþykkt
og gildir enn sem lög að mestu
leyti. Hér verða ekki rakin á-
kvæði þeirra um skipulag, enda
gi’ltu þau ekki í Reykjavík né
öðmm kaupstöðum, heldur voru
þau aðeins fyrir löggilta verzl-
unarstaði. Þar er stuttlega talað
um gerð uppdrátta að því skipu
lagi, er samþykkt hafi verið, en
gerð þess var í höndum sveitar
stjórna. Þá eru sett rækileg
ákvæði um heimildir til breikk
unar gatna, fjarlægð milli húsa
o.s.frv. Þessi ákvæði giltu, unz
sett vom skipulagslögin 1921.
Að öðm leyti gilda þessi lög
enn. Fyrir nokkmm ámm var
gerð tilraun til að breyta þeim
og samið nýtt frumvarp til bygg
ingarlaga. Þótti flestum slíkt hin
mesta nauðsyn, enda hvila bygg-
ingarsamþykktir landsins á held
ur veikum gmnini, þar aem þessi
lög eru. En það frumvarp náði
ekki fram að gainga og hefur
ekki verið borið fram að nýju.
NÝJAR SKIPULAGSREGLUR
SÉRMENNTAÐIR MENN
HEFJA STÖRF
Eins og áður getur var bygg
ingarnefnd Reykjavíkur m.a.
fengin 1 hendur stjórn skipu-
lagsmála í Reykjavík með því
Opna bréfi, sem Friðrik 6. gaf
út 29. maí 1839. Sjálfatjórn
sveitarfélaga var óþekkt hugtak
á þeirri tíð, og yfirstjórn og
úrskurðarvald mála, er til
þyggingarnefndar gengu, var
fengið amtmanmánum. Ákvæði
Opna bréfsins héldust óhögguð
til ársins 1894. Þá var gerð sú
breyting m.a. að tekið var í
lög, að byggja mætti samföslt
hús allt að 60 álnir á lengd,
enda væri eldvarnargafi á milli.
Þetta ákvæði leiddi til þess, að
byggð þéttist mjög, og horfir
þessi breyting mjög í þá átt,
æm um ræðir í Dagskrá
skömmu síðar. Þetlta ákvæði um
sambyggingar timburhúsa var
-áfwunið 1915, eftir brunann
mikla í Miðbænum.
Árið 1901 voru sett lög, er
heimiluðu setningu byggingar-
samþykktar i Reykjavík, þar
sem yrði kveðið nánar á um
byggingarmálefni. . bæj arkns.
Þestsi heimild va.r notuð, og
byggin.garsamþykkt var stað-
fest 7. september 1903. Þar er
að. finna ýmis ákvæði um skipu
íag, . t.d. er ákveðin hámarks-
stærð húss mi'ðað við lóðar-
stærð. Vegghæð húss má ekki
vera meiri en breddd götunnar,
timburhús ekki vegghærra en
14 álnir, en steinhús ekki hærr a
en 25 álnir. Lágmarksbreödd
nýrra gatna var ákveðin 20 áln
ir. Mikið af ákvæðuni 'byggimgar
samþykktarinnar var undan-
þsegt.
Byggingarsamþykktin fjallaði
fyrst og fremst um húsagerðina
sjálfa, en ekki um skipulags-
málin. Höfundur hennar var að
allega Knud Zhnsen, og víkur
nú sögunni, að honum.
Fyrsta . áratug þessarar aldar
fjölgaði meira i Reykjavík hlut
fallsiega en nokkurn amnan ára
tug fyrr eða síðar. Nú komu
tál. starfa í Reykjavik sérmennt
aðir menn á ýmsum svíðum. I
sögu Reykjavíkur ber þar hæst
Knud Zimsen bæjarverkfræð-
ing og síðar borgarstjóra. Hafði
hann fremur flestum öðrum á-
hrif á fyrsta þriðjungi þessarar
aldar. Er mikinn fróðleik að
finna í bókinni „Úr bæ í borg“,
er Lúðvík Kristj ánsson skráði
eftir Zimsen með sérlegum
ágætum.
Knud Zdmsen virðist hafa
verið á hinmi „gömlu límu“ í
skipulagsmálum að sinna fyrst
og fremst aðsteðjandi vanda-
málum. Ekki verður séð, að
hann hafi haft umtalsverðan á
huga á heildarskipulagningu
Reykjavikur, a.m.k. kemur sá
áhugi lítið fram í ritum hans
eða gerðabókum bæjarins. Má
það einkennilegt kallast um slík
an áhugamann, sem hann var
um ýmsa hluti. Á hann að því
leyti sammerkt við marga stjóm
málamenn, sem virðast hafa tak
markaðan áhuga á skipulags-
málum.
í áðurnefndu riti Knuds
Ziemsens segir frá meðferð ým
issa einstakra skipulagsmála,
sem mjög verður afdrifarík fyr
ir Reykjavik og ibúa hennar,
og verður að visa til þess rits,
sem er í margra höndum.
Hér verður aðeins nefnt eitt
mál, af því að það varð tilefni
greinar um skipulagsmál frá
einum brautryðjanda í nútíma
húsagerð, Rögnvaldi Ólafssyni.
Knud Zimsen hafði gert vet
urinn 1906/1907 tillögu um það,
að Kirkj ustræti yrði framlengt
í Lækjargötu, en Skólabrú lögð
niður. Þetta felldi bæjarstjórn
tvisvar og var borið við kostn-
aði, er hún taldi fylgja þessu.
Rögnvaldur Ólafsson ritaði þá
grein í Þjóðólf vorið 1907 og
nefndi „Bæjarbót"; mælti hann
þar eiindregið með tillögu Zim-
sens og rökstyður hana. í lok
greinarinnar segir Rögnvaldur:
„Bæjarbúar láta sig annars ’al
mennt allt of htlu skipta það,
sem til bóta horfir og prýði í
bænum. Þannig hefur þetta mál
venið hafið, rætt og því ráðið
til úrslita innain bæjarstjórnar-
innar umsvifalaust, eins og það
kæmi engum öðrum við en
Gatnamót Lækjargötu og Austurstræt is 1884
henni. Þessi bær er yfirleitt svo
illa byggður, að bæjarbúar mega
ekki vera svo samvizkulausir að
sleppa góðu tækifæri til um-
bóta, þegar það býðst, þó að það
kosti nokkurt fé. — Blóðtakan
læknar. — Þessi örlög hvíla á
er viðvörun um l>eið og hún
öllum'bæjum, sem ekki eru ger
hugsaðir áður en þeir eru byggð
ir.“
Þessi ábeinding Rögmvaldar
breytti ekki afstöðu bæjarstjóm
ar, en í núverandi skipulagi
Reykjavíkur er að þvi stefnt,
að Kirkjustrætið verði fram-
lengt í Lækjargötu. Það er
vissulega rétt, sem Rögnvaldur
segir í greininni: „Það er varla
nokkrum vafa undirorpið, að
menn munu síðar meir sjá eftir
því, ef þessu tækifæri, sem nú
býðst, er ekki sætt, því að
aldrei mun þessi breyting fást
fyrir minna fé en nú, ef allt fer
að líkum.“
Ekki er mér kunnugt um, að
Rögnvaldur Ólafsson hafi ritað
annað um skipulagsmál Reykja
víkur en þessa grein, eða hafi
haft beinlínis afskipti af skipu
lagsmálum bæjarims að öðru
leyti. Hann lézt árið 1917, langt
fyrir aldur fram. í ritdómi, sem
síðar verður vikið að og birtist
í Skírni 1917 ræðir hann nokk-
uð um skipulagsmál almennt.
Verður síðar að því vikið.
FVRSTA FRÆÐIRITGERÐIN
UM SKIPULAGSMÁL í
LÖGRÉTTU 1912
Orðið „skipulag" er að sumu
leyti vandræðaorð vegna þess,
hversu merking þess er víðtæk.
í merkingunni „niðurröðun
byggðar" á það sér ekki nema
rúmrar hálfrar aldar hefð. í
ritgerð, er Bogi Th. Melsted
sagnfræðingur ritaði í Ársrit
Hins ísl. fræðafélags árið 1916
og síðar verður vikið að, segir
hann, að við eigum ekkert orð
til um þetta efni, er „unnið hef
ur hefð í málinu."
í tveim tölublöðum Lögréttu
birtist í júnímánuði 1912 grein
um skipulagsmál eftir Guðjón
Samúelsson „húsagerðarlist-
nema“ eins og þar stendur. —
Greinin nefnist „Bæj arfyrir-
komulag."
Ég ætla, að þetta sé fyrsta
fræðilega greinin um skipulags
mál sem hér birtist, því að hug
leiðingar Tómasar Sæmundsson
ar, er um getur hér í upphafi,
voru ekki prentaðar fyrr en
1947. Þessi grein er ekki aðeins
merkileg vegna þessa, heldur
líka vegna þess, að þar birtast
skoðanir þess manns, sem einna
mest mótaði skipulagsmál á ís
landi frá 1920—1950.
Guðjón Samúelsson byrjar
grein sína með þessum orðum:
„Bæjarfyrirkomulag er eitt
mesta áhugamál nútímans.
Við íslendingar höfum til
þessa tíma lítið gefið okkur að
þessu máli, og er það náttúrlegt.
Bæir okkar eru bæði fáir og
smáir, og fólk hugsar því, að
það gildi einiu, hvernig þeim sé
fyrir komið.
Máltækið segir: „Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið.“ Ég held,
að við ættum að fara að veita
þessu máli meiri athygli en við
höfum gert. Okkur ætti að lær
ast það af því, hvað aðrar þjóð
ir hafa orðið að borga dýrt
hirðuleysi sitt í þessu atriði, að
bíða ekki of lengi.
Flestir munu nú vera komnir
á þá skoðun, að til þess að bær
geti þrifizt, verði bæjarfyrir-
komulagið að vera ákveðið
Land það, sem bærinn stendur
á, er ekki jarðarhluti, sem mað
ur getur reist hús sin á, án
þess að hugsa fyrir framtíðkini
Um leið og húsaskipunin er
ákveðin, er verðgildi lóðanna og
heilbrigðiisfyrirkomulag bæjar
ins einnig ákveðið.“
Þessu næst gerir Guðjón stutt
lega grein fyrir gildi skipulags
og vitnar í erlenda höfunda
því sambandi. Síðan segir hann:
„Margir halda ef til vill, að
bæir okkar séu svo litlir, að
það taki ekki að hugsa um að
hafa gott fyrirkomulag í þeim
Bogi Th. Melsted
uuOjOn samuolsson
Linar Benediktsson
Þessu fer fjarri. — í Englamdi
eru bæir með 600—1200 íbúum,
og þeim er svo vel fyrir korrAó,
að fáir bæir eru eins fallegir.
Flestir bæir eiga líka fyrir sér
að vaxa og þess vegna ætti að
hugsa um gott bæjarfyrirkomu
lag sem fyrst; reynslan hefur
sýnt, að það er það ódýrasta
fyrir bæina.“
Þessu næst gerir Guðjón Sam
úelsson grein fyrir meginþátt-
um skipulagningarinnar. Um
það segir hann:
„Myndun bæjarfyrirkomulags
er í því fólgið:
1. að fastsetja allar aðalum-
ferðargötur á þann hátt, að þær
séu sem stytztar og hægastar.
Ti!l þess að geta ákveðið þessar
götur, verður maður að gera sér
áætlun um það, hvað bærinn
muni stækka á viasum ára-
fjölda. Vanalega eru tekin 50—
70 ár. Einnig verður þá um leið
að ákveða, hvar flestar búðir
skuli vera, hvar vörugeymslu-
hús, verksmiðjur og fiskþurrk-
unarsvæði (ef þau eru í bæn-
um) skuli vera. Þetta • síðasta
atriði mun aðeins koma fyrdr í
stærri bæjunum.
2. að ákveða, hvar opinberar
byggingar skuli vera.
3. hvar auð svæði skulu vera.
4. að síðustu leggur maður
aðrar götur efttr þvi sem bezt
hentar.“
í greiniinni gerir greinarhöf-
undur svo frekari grein fyrir
þessum atriðum. Hann snýst
mjög öndverður gegn þeáxri
skoðun, sem löngum hefur ver-
ið lífseig, að götur ættu umfram
allt að vera beinar. „Beinar göt
ur eru mjög tilbreytingarlaus-
ar,“ segir Guðjón, „kemur það
mest af því, að húsin, sem við
þær standa, sjást svo illa. Öðru
máli er að gegna, þegar götur
eru bognar. Þá sjást þau i fjar
lægð, og fjarsýnið (perspektiv-
et) er oft mjög fallegt."
Eftir að ræfct hefur verið
rækilega um gerð gatna og af-
stöðu húsa til þeirra, kemur
Guðjón að torgum. Hann hefur
mikinn áhuga á torgum — ekki
síður en Tómas Sæmundsson;
hefur sjálfsagt fundið fyrir torg
leysinu í Reykjavik i þá tíð!
Um þau segir svo:
„Það, sém mest áhrif hefur
á fyrirkomulag hvers bæjar,
þegar litið er á það frá listar-
innar sjónarmiði, eru torgin og
hin auðu svæði.“ Að vísu notar
hann orðið ,,torg“ i nokkuð víð-
tækari merkingu en við erum
vön. „Torgunum má skipta í
þrjá flokka eftir því til hvera
þau brúkast:
1. fl. Umferðartorg, sölutorg,
þjóðartorg, skemmtisvæði og
barnaleikvellir.
2. fl. Húsatorg.
3. fl. Torg fyrir minninga-
merki."
Hér eru ekki tök á að rekja
Framhald á bls. 18.