Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 5
MÖRGtjTNBLAÐ'IÐ, MIÐVIKUÐAGUR 14. JtlUÍ 19tl 5 í» j óðdansaf élag Reykjavíkur 20 ára Efnt til sýningarferða út um landsbyggðina ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykja- vikur á tuttugu ára afmædi um þessar mundir. Það var stofnað 17. júní 1951 fyrir forgöngu Sig- i’íðar Valgeirsdóttur, en starf þeiss hefur jafnan verið borið uppi af áhugafólki, en notið stuðnings þess opinbera. TWgangurinn með stofnun fé- Oagsins var meðal annars að vekja áhuga á inndendum og er- Sendum þjóðdönsum og stuðla að kennslu þeirra og útbreiðslu. Þá hefur nokkuð verið unnið á vegum félagisins að söfnun og Hkrásetningu gamalla dansa eftir fólki víðs vegar um landið. Kom- ið hefur i ljós, að dansar, sem þekktir eru um land allt, hafa fengið meiri eða minni sérkenni hver eftir sinu byggðarlagi. Félagar Þjóðdansafélagsins hafa unnið mikið að því að koma sér upp búningum eftir fyrir- myndum á Þjóðminjasafninu og eiga nú allgott safn búninga, sem notaðir eru á sýningum fé- lagsins. Auk þeirra á félagið þjóðbúninga frá ýmsum öðrum löndum og bætist stöðugt í það safn. Þjóðdansar og þjóðbúning- ar eru svo nátengdir, að varla er hægt að tala um iðkun þjóð- dansa án þess að klæðast til- heyrandi þjóðbúningum. Vetrarstarf félagsins var með lóku sniði og undanfarin ár. Kennt var í flokkum barna, ungl inga og fullorðinna, sýningar- flokkur æfði og sýndi meðal ann- ars fyrir innlenda aðila og er- ienda ferðamenn, Vorsýningar voru í Háskólabíói fyrir styrkt- arféiaga að venju. Um miðjan ágúst fer 20 manna hópur frá félaginu til Gautaborg ar, sem heldur hátíðlegt 350 ára afmæli sitt á þessu ári. Þar verða sýndir íslenzkir dansar ásamt dönsum frá fjölmörgum þjóðum hvarvetna úr heiminum, þvi að til Gautaborgar verður boðið um ellefu hundruð þjóðdönsurum til að sýna listir sinar. Hér heima minnist félagið af- mælisins með því að fara i sýn- ingarferð norður og austur um land. Verður sýnt á fjölmörgum stöðum allt frá Húnaveri til Hornafjarðar dagana 13. tii 25. júlí. Með í þessari ferð verða tveir erlendir hópar, sem eru gestir félagsins í sumar. Annar hóp- urinn er austurísikur og sýnir Áætlunarbílar út af Egillsstöðum, 10. júllí. í GÆR sprakk afturhjól á áætl- unarbifreið á Fagradal með þeim affleiðingum að hún valt út af veginum. Þar hvolfdi henni. Fjórir voru í bílnum og urðu engin slys á mönnum. önnur áætluina'rbifreið lenti út af vegi á Tunguvegi og sikemimd- ist nokkuð. Engin slys urðu á mönnum. Blindaðist ökumaður- inn af sól með fyrrgreindum af- leiðingum. Bændaferð * í Arneshrepp Borg, Miklaholtshreppi, 9. júlí. UM síðustu helgi fóru baendur og húsfreyjur úr Miklaholts- hreppi í ferðalag norður í Ár- neshrepp í Strandasýslu, og var feiðiin farin í tilefni 80 áira af- mœlis Búnaðarfélags Miklaholts- hrepps. Gisti fólk á bæjum í Árrneshreppi og maut þar frá- bærrar gestrisni. Veður var gott og var ferðin í alla staði mjög veí heppnuð. — Páll. að sjálfsögðu dansa frá Austur- ríki, Týról og fleiri héruðum Alpa fjalia. Hann kom fram á sýn- inigu í Háskólabíól í gær, en sýnir næst í Húnaveri 14. júlí. Þaðan er svo haldiðaust ur um land og sýnt á hverju kvöldi, fyrst á Akureyri, þá í Mývatnssveit, á Egiisstöðum og Hornafirði. Siðan er flogið til Reykjavíkur frá Fagurhólsmýri. Hinn hópurinn er frá Stokk- hðlmi og hefur fyrst og fremst sænska og norræna dansa á sinni efnisskrá. Sá hópur flýgur aust- ur í Öræfi 20. júlí og fer land- veg hringinn til Reykjavikur. Sýnt verður á Reyðarfirði, Húsa- vík, á Akureyri og nágrenni og á Sauðárkróki, en komið til Reykjavíkur 26. júlí. Báðir þessir hópar tóku á móti íslenzkum dansfflokki, sem var á ferð ytra siðastliðið sumar. Frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. FÆST UM LAND ALLT Snyrti- vörur fyrir ungu stúlkurna \\or\y; CMORNY Snyrtivörusamstæða; vandlega valin af Morny, og uppfyllir allar óskir yðar um HHP baðsnyrtivörur. wmKm Sápa, baðolía, lotionT’1'^ deodorant og eau de cologne. Vandlega valið af Morny til að verndó húð yðar. Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega. O. JOHNSON &KAABER V m wm |PI||í . Hópurinn frá Aiisturríki sem koma mun lii ngað í sumar, Vel varið hús fagnar vori.... VITRETEX heitir p/astmálningin frá SLiPPFÉLAGiNU. Hún ver steinveggi gegn vatnsveðrum haustsins og frosthörkum vetrarins. V/TRETEX plastmá/ning myndar óvenju sterka húð. Hún hefur þvi framúrskarandi veðrunarþo/. Samt sem áður ,,andar" veggurinn út um VITRETEX p/astmá/ningu. Munið nafnið VITRETEX það er mikilvægt — þvi: endingin vex með V/TRETEX Framleiðandi á íslandi: Slippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi — Símar 33433 og 33414 t. 1 V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.