Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐLÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLl 1971 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsaon. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur KonréS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritetjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgroiðsla Aðalstraati 5. sími 10-100 Augiýsingar Aðalstraati 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. GÓÐ STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS ¥ iðinn áratugur hefur ein- kennzt af stórstígum framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við upphaf stjórn- arferils viðreisnarsitjórnar- innar var mörkuð ný stefna í atvinnu- og viðskiptamál- um þjóðarinnar, sem m.a. hef- ur stuðlað að því, að þjóðar- auðurinn hefur aukizt um 72 af hundraði frá ársbyrjun 1960 til ársloka 1970, og á sama tíma hefur kraupmáttur ráðstöfunartekna aukizt tim 55 af hundraði. I greinargerð, sem ráðuneyti Jóhanns Haf- stein hefur birt, kemur fram, að búizt er við, að þjóðar- framleiðslan í ár aukizt um 6Vá% frá fyrra ári og raun- verulegar þjóðartekjur geti orðið 10% hærri en árið 1970. Á ellefu ára tímabili frá 1960 til ársloka 1970 nemur aukning þjóðarframleiðslunn- ar á mann 3% á ári, en aukn- ing þjóðartekna á mann nem- ur 4,1% á ári. Þessi aukning á sér stað þrátt fyrir miklar sveiflur á aflabrögðum og verðlagi sjávarafurða á er- lendum mörkuðum. Árangur- inn er því að þakka, að lögð hefur verið áherzla á aukna vinnslu sjávarafurða innan- lands og markaðsöflun, þann- ig að gjaldeyrisverðmæti framleiðslunnar hafa aukizt. Samhliða hefur verið lagt kapp á að efla innlendan iðn- að. Stóriðnaður til útflutn- ings, sem reistur er á orku fallvatna landsins, hóf starf- semi sína á árinu 1969. Árið 1960 var hluti annarra greina en sjávarútvegsins um 9 til 10% af heildarútflutnings- verðmætinu, en nú er þetta hlutfall komið upp í 22%. Ljóst er, að á næstu árum getur hlutur hinna nýju út- flutningsgreina aukizt til mikilla muna, ef hin nýju stjórnvöld telja það æskilegt. Þessi markvissa viðleitni til þess að auka fjölbreytni at- vinnulífsins auðveldaði þjóð- inni mjög að komast yfir efnahagserfiðleikana á árun- um 1967 og 1968. En á þeim tíma minnkaði gjaldeyris- andvirði sjávarafurðafram- leiðslunnar um 45 af hundr- aði. Efnahagsráðstafanirnar og gengisbreytingamar 1967 og 1968 gerðu það mögulegt að mæta þessum erfiðleikum og snúa þróuninni við. Þannig hefur tekizt að tryggja góð- an rekstrargrundvöll sjávar- útvegsins á ný. Og jafnframt bættri afkomu fyrirtækja og launþega hefur reýnzt unnt að mynda verulegan verð- jöfnunarsjóð, þannig að sjáv- arútvegurinn er nú betur undir það búinn að mæta verðsveiflum en verið hefur. Liðinn áratug hefur tekizt að viðhalda fullri atvinnu nema á erfiðleikaárunum, er fylgdu í kjölfar efnahags- áfallanna 1967. Efnahagsað- gerðirnar og sérstakar ráð- stafanir til atvinnuaukningar hafa nú með öllu útrýmt at- vinnuleysinu. Verðlag innan- lands hefur hækkað mjög ört á þessu tímabili í nánu sam- hengi við mjög öra aukningu atvinnutekna almennings og sem afleiðing af sveiflum á aflabrögðum og útflutnings- verðmæti. Á sama tíma og framfærslukostnaður hefur rúmlega þrefaldazt hafa kauptaxtar verkafólks og iðn- aðarmanna rúmlega fjórfald- azt, en ráðstöfunartekjur at- vinnufólks í heild hafa því sem næst fimmfaldazt. Jafn- framt hefur kaupmáttur kauptaxtanna aukizt um 31.4%. Á tímabilinu frá 1960 hefur þróun ríkisfjármálanna ein- kennzt af aukinni þjónustu við borgarana og viðleitni til aðstöðujöfnunar einkum á sviði félags- og fræðslumála. Ríkisútgjöldin hafa aukizt um 43,9% á þessum tíma, en framlög til félags- og fræðslu- mála hafa aukizt um 80,6%. Hinn eiginlegi stjórnsýslu- kostnaður hefur hins vegar ekki aukizt nema um 23,1%. Sú viðleitni stjórnvalda að tryggja raunhæfar kjarabæt- ur eftir kjarasamningana vorið 1970 lagðist þungt á rík- issjóð með verðstöðvunarað- gerðunum. Staða ríkissjóðs var á hinn bóginn það traust, að unnt var að gera þessar ráðstafanir, án þess að grípa til verulegrá skattaálaga á almenning. í lok júnímánaðar var gjaldeyrisforði landsmanna yfir 4000 millj. kr., og útlit er fyrir hagstæðan greiðslujöfn- uð á árinu, en þó er reiknað með verulegum viðskipta- halla. Þróun greiðslujafnaðar og gjaldeyrisstöðu þjóðarinn- ar á árunum frá 1960 til 1970 er hagstæðari en á nokkru öðru sambærilegu tímabili og á þessu tímabili á sér stað ör- ari og meiri uppbygging at- vinnuvega landsmanna en nokkru sinni fyrr. Þannig má ljóst vera, að stefna viðreisnarstjórnarinn- ar hefur borið mikinn árang- ur, enda býr fólkíð í landinu nú við meiri hagsæld en jafn- an áður og staða þjóðarbúsins í heild er góð. Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráöh.; Staða í slenzks s j á var- útvegs í dag Á ÁRUNUM 1962—1966 átti sér stað mikil þensla í efna- hagsltfi þjóðarinnar. Megin- ástæður þessarar þenslu voru einikum tvíþættar, það er auk- inn síldarafli og hækkandi verðlag á útflutningsafurðum. Síldaraflinn jókst úr 326 þús. t. á árinu 1961, sem þá var tiltölulega mikill afli miðað við áratuginn á undan, í 771 þúsund tonn á árinu 1966. Verðlag á útflutningsafurðum hækkaði frá áirinu 1961 til 1966 um 46%. Þannig jókst verðmæti útflutningsafurða okkar um 88%, eða um 13,5% að meðaltali á ári. Öllum er kunnugt um, hve gifurleg á- hrif þessi uppgangur í undir- stöðuatvinnuveginum, sjávar- útveginum, hafði á efnahags- lifið í heild. Á árinu 1967 hætti gæfan að vera okkur jafn hliðholl. Ekki þarf að vera íjölorður um hið stórfellda verðfall, aflabrest, söluerfiðleika og stóraukinn veiðiikostnað, m.a. vegna fjarlægðar síldarinnar, óhagstæðrar veðráttu og veið arfæratjóns á árunum 1967 og 1968. Minnkaði síldarafl- inn í 462 þúsund tonn 1967 og í 143 þúsund tonn á árinu 1968. Á árinu 1969 keyrði þó fyrst um þverbak, og er síld- araflinn varð aðeins 57 þús und lestir. Á árunuim 1967 og 1968 varð einnig gífurlegt verðhrun á erlendum mörkuð um, svo sem öllum er kunn- ugt. Var verðhrunið um 15,5% bæði árin til samans. Utflutn- ingsverðmæti framleiðsiu fisk afurða minnkaði um 29% á árinu 1967 og um 45% bæði árin til samans. Óbreytilegur kostnaður við veiðar og vinnslu gerðu tjón þetta enn meira, þannig að nettóverð- mæti útflutningsafurðanna lækkaði yfir 50%. Árið 1966 varð útflutningur inn sá mesti síðastliðin tíu ár, og sennilega í allri sög- unni, og komst þá í tæplega 11.448 millj. kr. reiknað á nú- verandi gengi. Árið 1965 kem ur næst að útflutningsmagni á síðast liðnum áratug og nam í verðmætum 10.764 millj. kr. Eftir 1966 dregur verðfall og aflabrestur mjög úr heild- arvirði útflutningsins og 1968 nam það aðeins 6.354 millj. kr., eða um 55,5% af verð- mætinu 1966, og er þá áþekikt verðmætum á árunurn 1961— 1962. Aflabresturinn var eins og fyrr sagði meginorsök þess arar lækkunar útflutnings- teknanna. Milli áranna lækk- ar magnið um 57,4%, en verð- lækkunin er ekki nema um 3,4%. Á þessum árum komst verðlagið í hámark árið 1965 og var þá 21,5% hærra en 1960. Fer það síðan læfckandi til 1967, en hefur farið hækk- andi síðustu þrjú árin og komst í algert hámark á síð- asta ári, en þá var verðið 66,8% hærra en 1960 og 37,3% hærra en árið 1965. Þrátt fyr- ir þessa miklu hækfcun á verði á síðasta ári, var heildarvirði útflutningsins lægra en 1965 og 1966, miðað við núverandi gengi, eða 10.081 millj. kr. Or sökin til þess er sú, að út- flutningurinn á síðasta ári var sá næst lægsti að magni til síðan árið 1961 og aðeins um 60% af því, sem hann var árið 1966. Frystar afurðir eru lang- þýðingarmesti afurðaflökkur- inn. Hlutdeild þeirra í heildar verðmætinu voru á árinu 1969 46,8%, Næstar að þýðingu voru saltaðar afurðir 21% og mjöl og lýsi 15,7%. Bandaríkin og EFTA-lönd- in eru langstærstu kaupendur sjávarafurða okkar, eða um 30% af útflutningi til hvors um sig. Næst þeim koma Efnahagsbandalagslöndiin. Framangreint verðhrun og afialeysi ollu því, að gengi is- lenzkrar krónu var fellt á ár inu 1968. Þær ráðstafanir áttu að skapa öruggari grundvöll fyrir rekstri sjávarútvegsins í framtíðinni. Þær kostuðu mikl ar fórnir fyrir þjóðfélagsþegn ana, ekki sízt sjómenn, en þær fórnir hafa eðiilegar ástæður, sem nauðsynlegt var að gera sér grein fyrir. Ekki er nokk ur vafi á því, að gengisbreyt- ingin náði þeim tilgangi, er henni var ætlað. Hún bætti samkeppnishæfni íslenzkra at vinnuvega til aukins útflutn- ings og gjaldeyristekna. Inn- lend framleiðsla bætti aufc Eggert G. Þorsteinsson þess aðstöðu sina á heims markaðinum. Fyrst og fremst vegna hinnar bitru reynslu undanfar inna ára voru lög um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins samþykkt í maí 1969, og í Október sama ár var stjórn sjóðsins skipuð og starfsemi hans hafin. Með lögunum sjálfum var stofnuð deild frystra fiskafurða, en síðan hefur verið stofnuð deild loðnuafurða og saltfiskdeild. Má segja, að sjóðurinn hafi tekið til starfa með fram- leiðslu ársins 1970. Verðjöfnunarsjóðurinn hef- ur þegar byrjað að skapa þá festu, sem mjög hefur á skort. í stað þess, að óvænt veröhækkun komi öll I hlut fiskvinnslunnar og valdi örð- ugleikum og tortryggná í sam skiptum fiskveiða og fisk- vinnslu, er allt að helmingi verðhækkunar tekið í sjóðinn til ráðstöfunar síðar, ef á bjátar. Of snemmt er að nefna ákveðnar tölur, en eign ir í sjóði munu nema 400 milljónum vegna framleiðslu liðins árs. Ljóst er, að sjóð- urinn þarf að styrkjast enn til mikilla muna og ná til sem flestra afurða, til þess að veita verulega tryggingu gegn verðfalli á fnamleiðsluverð- mæti. Er áætlað, miðað við núverandi verðlag, að inneign ir sjóðsins muni verða um 1000 milljónir um næstu ára- mót. Áætlanir, sem gerðar hafa verið um rekstur veiða og vinnslu, sýna hagstæðari mynd en þekkzt hefur um langt árabil, samfara örri aukningu tekna þeirra, sem að framleiðslunni starfa, bæði til sjós og lands. Er yfirleitt um hagnað að ræða, í sumurn tilivikum all verulegan. Eins og fyrr segir, mun Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins stuðla að því að skapa þá festu og jafnvægi í verð- lagi sjávarafurða, sem ekki hefur áður þekkzt. Mikið hef ur einnig verið gert hin síð- ustu ár til þess að skapa aukna breidd og jafnvægi í veiðunum sjálfum. Fjárfram- lög til hafrannsókna hafa tí- faldazt á fáeinum árum, og hefur starfsemi Hafrannsókn- arstofnunarinnar stóraukizt í samræmi við það. Er stofnun- in nú, — ekki sízt með tll- komu hins glæsilega og full- komna hafrannsóknaskips, Bjarna Sæmundssonar, — þess umikomin að leggja af mörkum mjög mikiisverðan skerf til aukins jafnvægis i fiskveiðum íslendinga. Ný fiskimið hafa fundizt og veið- arfæri hafa verið endurbætt vegna þessarar starfsemi, og flestum er ljóst, hversu stór- an þátt Hafrannsóknarstofn- unin átti í hinurn góða árangri loðnuveiðanna nú á s.l. vori. Mörg hinna nýju fiiskimiða, svo sem rækjamið- in við Eldey og víðar í kring- um landið, hafa verið ómetan leg lyftistöng aðliggjandi byggðarlaga og sjávarútvegs- ins í heild vegna mikillar vinnu og verðmætasköpunar. Uppbygging Hafrannsókna- stofnunarinnar er þó aðeins einn þáttur í þeirri uppbygg- ingu sjávarútvegsins, sem átt heíur sér stað. Hin geysilega mikla endur- nýjun fiskiskipaflotans á síð- astliðnum áratug stuðlar auð vitað einnig að auknum og stöðugri afla. Þannig hafa tæplega 200 stórir fiskibátar, sem nema samtals um 40.000 brúttórúmlestum, bætzt í flot ann á áratugnum. Þá hefur endurnýjun togaraflotans einn ig verið hafin I stórum stiil. Hafa nú á síðastldðnu ári ver- ið gerðir saimningar um smíði 8 stórra skuttogara og verða tveir þeirra smiðaðir á Akur- eyri — íslenzkum iðnaði til verðugrar sæmdar. I undir- búningi er smíði á allmörg- um minni skuttogurum og þrír nýlegir skuttogarar voru keyptir til landsins á árinu. Er þannig ljóst, að stóraukin rúmlestatala og sóknarmátt- ur ísl. fiskiskipafiotans hefur leitt af sér aukna hlutdeild Islendinga í aflanum á Is- landsmiðum. Ekki hefur þó verið Látið þar við sitja. Ný sókn hefur verið hafin í land- helgismálinu og er nú stefnt að því að ná öllu landgrunn- inu undir íslenzka fiskveiðilög sögu. Þessi sókn er auðvitað í því fólgin að afla nauðsyn- legra viðurkenninga annarra þjóða á þvi, sem við teljum vera okkar rétt, því án slikr- ar viðurkenningar eru ís- lenzk lög um aukna Landhelgi að sjálfsögðu harla MtiLs virði. Islendingar hafa því og munu væntanlega halda áfram að taka virkan þátt i undirbún- ingi hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem haldin verður í Genf árið 1973. Þetta er sá vettvangur, sem getur skapað okkur þessa nauðsyn- legu viðurkenningu á rétti okkar eða að öðrum kiosti orð ið grundvölLur þess, að frek ari útfærsla okkar verður ekki talin brjóta í bága við al Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.