Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGTJR 14. JljRÍ J971 30 Fleiri keppendur en nokkru sinni fyrr KEPPEXI)I R ð 14. landsmóti ungmennafélasranina voru fleiri nú en á nokkru öðru landsmóti. Fjölmennustu keppn- isflokkarnir komu frá Fngmennasambandi Kjalarnesþings, Héraðssambandinu Skarphéðni, Héraðssambandi Suður-Þing- eyinga og Ungmennasambandi Skagfirðinga, en fámennustu flokkarnir voru frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafells- sýslu, Héraðssambandi Strandamanna og Ungmennafélagi Bolungarvikur, en þaðan kom einn keppandi. Samkvæmt mótsskránni skiptust keppendur í mótinu þannig á milli héraðssambanda og ungmennasambanda, en tekið skal fram, að um einhverjar breytingar frá skránni mun haía verið að ræða: USO — Ungmennasambandið Ulfljótur: 10 keppendur. UNÞ — Ungmennasamband N-Þingeyinga: 22 keppendur. UMFB — Ungmennafélag Bolungarvíkur: 1 keppandi. USVS----Ungmennasamband V-Skaftafellssýslu: 5 kepp. HSH — Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalss.: 21 kepp. UMF Sk. — Ungmennafélagið Skipaskagi, Akranesi: 12 kepp. USVH — Ungmennasamband V-Húnavatnssýslu: 9 kepp. UMSK — Ungmennasamband Kjalamesþings: 86 keppendur. UMSE — Ungmennasamband Eyjafjarðar: 47 keppendur. HSK — Héraðssambandið Skarphéðinn: 73 keppendur. HVl — Héraðssamband V-lsfirðinga: 16 keppendur. UMSB — Ungmennasamband Borgfirðinga: 43 keppendur. UMFK — Ungmennafélag Keflavíkur: 24 keppendur. UMSS — Ungmennasamband Skagafjarðar: 63 keppendur. UMFN — Ungmennafélag Njarðvikur: 30 keppendur. HSÞ — Héraðssamband S-Þingeyinga: 71 keppandi. UlA — Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands: 40 kepp. USAH — Ungmennasamband A-Húnvetninga: 55 keppendur. HSS — Héraðssamband Strandamanna: 6 keppendur. Glíma á landsmóti AÐ ÞESSU sinni var keppt í tveimur þyngdarflokkum í gílimu á landsmótinu og voru keppendur fjórir í léftari fiokknum en fimm í þyngri flokknum. Um mjög jafna og spennandi keppni var að ræða og þurfti að giíma úrslitagiím ur í báðum flokkum. ÍJRSLIT: Léttari flokkur Kristján Yngvason, HSÞ 2+1 Sigurður Bragason, HSÞ 2+0 Sveinn Sigurðsson, HSK 1 + 1 Kristján Gíslason, HSK 1+0 Þyngri flokkur Ármann J. Láruss., UMSK 3+1 Sig. Steindórsaon, HSK 3+0 Benedikt Sigurðss., HSÞ 2 Guðm. Steindórsson, HSK 1,5 Pétur Yngvason, HSÞ 0,5 Dregið * hjá IR DREGIÐ hefur verið í happ- drætti körfuknattleiksdeildar kvenna i ÍR. Upp komu þessi númer: 1. 1020 6. 2078 2. 1504 7. 123 3. 246 8. 1967 4. 1970 9. 241 5. 1563 10. 1561 Vinninganna skal vitja í ÍR- húsið við Túngötu. Fallegt bragS i glímukeppninni Þegar Faxaflóaúrvalið sigraði Úrvalið leikur við ÍBV á föstudagskvöld ÖLLUM mun í fersku minni hin ágæta frammistaða íslenzku kuattspymupiltanna, Faxaflóa- úrvalsins í knattspymumóti í Skotlandi, en þar sigraði liðið og þótti sýna beztu knattspyrn una af keppnisliðunum, en með al þeirra voru þó ekki óþekkt- ari lið en Giasgow Rangers. — Keppni þessi vakti mikla at- hygli í Skotlandi, og fjölluðu dagblöðin ítarlega um hana og birtu myndir frá keppninni. — Mjög vel var tekið á móti pilt unum og er efri myndin frá móttökuhátíðinni. Er það borg arstjórinn, sem stendur fyrir miðju, en kringum hann raða sér liðin: Cowal Hoys Club, Frankfurt 1899, S.V. Viktoria, Brann, Faxaflói og Glasgow Rangers. Fremstir í íslenzka hópnum standa fararstjórar ís- lenzku piltanna: Gunnar Péturs son, Hreiðar Ársælsson og Árni Ágústsson, formaður unglinga nefndar KSÍ. Neðri myndin var tekin þeg ar Faxaflóaúrvalið skoraði sig urmark sitt á móti Glasgow Rangers. Var það Hörður Jó- hannesson t.v. sem skoraði, en svo sem sjá má ero islenzku sóknarleikmennirnir ákaflega vel staðsettir og viðbúnir, ef boltinn hefði borizt til þeirra. Nú hefur verið ákveðið að Faxaflóaúrvalið leiki við jafn- aldra sína frá Vestmannaeyjum á Laugardalsvellinum nk. föstu dag. Vestmannaeyingar eiga á að skipa mjög efniiegum knatt- spyrnumönnum i þessum ald- ursflokki, og urðu ísiandsmeist arar i fyrra. Verð aðgöngumiða á leikinn verður kr. 100,00 fyr ir fullorðna og kr. 25,00 fyrir börn. Leikurinn hefst kl, 20,00 og verður leiktíminn 2x40 min. Verður þing- maðurinn með? KR og ÍBK leika á Laugardalsvelli í kvöld ur frá knattspymuiðlum u*n tíma. Hins vegar hefur heyrzt að Ellert Schram muni Jeika með KR-ingum, en hann hefur nu bafið æfingar að nýju. Ef Ellert verður með verður haim fyrsti íslenzki þingmaðurinn, sem ieikur með knattspymuliði, og eini þingmaðurinn í heiml, sem leikur með fyrstu deildar liði. Kl. 20,30 í kvöld hefst á Laug ardalsvellinum leikur í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og mætast þar KR og ÍBK. Má búast við jöfnum og skemmti- legum leik, eins og oftast hefur verið þegar þessi félög hafa mætzt. Keflvíkingar verða þó að teljast sigurstranglegri í þessum leik, en þeir ero nú í öðro sæti í íslandsmótinu en KR ingar í því neðsta. Hafa því bæði liðin að miklu að keppa í þessum leik. Takist Keflviking um að sigra standa þeir enn mjög vel að vígi í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn, hafa blotið 10 stig, einu minna en Fram. En KR-ingar verða ef- laust harðir í horn að taka í þessum ieik, enda hvert stig orð ið mjög dýrmætt fyrir þá. Tvö stig út úr þessum leik mynði þýða að þeir næðu Bireiðabiiki að stigum. 1 lið iBK mun vanta Einar Gunnarsson í þessum leik, hann meiddist fyrir skömmu og verð Staðan - í I deild STAÐAN í 1. deild íslandsmóte ins í knattspyrnu er nú þeesi: Fram 7 5 1 1 18:9 11 ÍBK 6 32 1 14:7 8 ÍBV 7 322 18:10 8 Valur 7 322 13:14 8 ÍBA 7 3 13 13:13 7 ÍA 7 304 14:15 6 Breiðabl. 7 205 4:19 4 KR 6 105 4:11 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.