Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 154. tbl. 58. árg. MIÐVÍKUDAGIJR 14. JULl 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Upplýsingar Marokkóstjórnar: 93 biðu banaí átökunum Herforingjarnir 10 skotnir í gær Hrópuðu: ,Lengi lif i konungurinn4 Rabat, Marokkó, 13. júlí — AP TÍU helztu forsprakkar upp- reisnarinnar í Morokkó sl. laugardag — allir háttsettir herforingjar, þar af fjórir hershöfðingjar — voru teknir af lífi i dag í einni af stöðv- um hersins skammt frá Rahat. Segir í opinberri tilkynningu stjórnarinnar um aftökurnar, að mennirnir hafi allir hróp- að: „Lengi lifi konungurinn“ áður en skot aftökusveitar- innar riðu af. Áður hafði verið haft eftir stjórnarheim- ildum, að mennirnir hefðu verið skotnir í dögun á mánu- dag, að staðartíma, en þessar upplýsingar eru nú sagðar rangar; mennirnir hafi allir verið skotnir kl. 11.15 GMT í dag. í tilkynnmgu stjórnarinnar var aftökunni lýst mjög nákvæm lega. Sagði þar, að mennirnir hefðu verið færðir á aftökustað inn í herflutningabifreið, hand- járnaðir en klæddir einkennis- búningi hersins ,,sem þeir höfðu svívirt“ eins og segir í tilkynn ingunni. Mennirnir voru bundn ir við staura með tíu metra Franihald á bls. 14. Skýrsla UNICEF: Austur-pakistanskir flóttamenn í Indlandi nú 6,7 milljónir Hætta á barnaveiki og malaríu yfirvofandi Á þessari mynd sést hvar hinn nýi forsætisráðherra Ólafur Jó- hannesson, gengur á fund forseta íslands i Alþingishúsinu i gær- morgun. Nýju Delhi, 13. júlí — NTB í SKÝRSLU, sem skrifstofa UNICEF — Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna — í Nýju Delhi hefur sent frá sér, segir, að yfirvofandi hætta sé á því, að barnaveiki og mala- Stjórnarskipti í dag Stjórn Ólafs Jóhannessonar tekur við á ríkis ráðsfundi síðdegis Viðreisnarstjórninni veitt lausn eftir 12 ára stjórnarferil □- Sjá grein á bls. 14. □- -□ -□ Á RÍKISRÁÐSFUNDI, sem haldinn verður að Bessastöð- um kl. 3.30 í dag, mun hið nýja ráðuneyti Ólafs Jóhann- essonar formlega taka við völdum. Ólafur Jóhannesson gekk í gærmorgun kl. ellefu á fund forseta íslands í skrif- stofu hans í Alþingishúsinu og skýrði honum frá mál- efnasamningi Framsóknar- flokksins, Alþýðuhandalags- ins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Fundurinn stóð í um það bil hálfa klukkustund og að honum loknum var ráðherralistinn birtur. Stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar verður hins vegar ekki birt fyrr en að loknum ríkisráðsfundinum í dag. Ráðherralistinn, sem Ólafur Jóhannesson lagði fyrir forseta fslands í gær, er þannig skipað- ur: 1. Ólafur Jóhannesson fer með forsætisráðuneytið og dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2. Einar Ágústsson fer með utan- rikisráðuneytið. 3. Halldór E. Sigurðsson fer með fjármálaráðuneytið og land- búnaðarráðuneytið. 4. Hannibal Valdimarsson fer með félagsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið. 5. Lúðvík Jósepsson fer með sjávarútvegsráðuneytið og við- skiptaráðuneytið. 6. Magnús Kjartansson fer með heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið og iðnaðarráðuneytið. 7. Magnús Torfi Ólafsson fer með menntamálaráðuneytið og Hagstofu Islands. Eins og áður segir verður rík- isráðsfundur settur á forseta- setrinu að Bessastöðum kl. 3.30 í dag. Á þeim fundi mun forseti íslands setja ákvæði um skipun og skiptingu starfa ráðherra. Að ríkisráðsfundinum loknum munu hinir nýju ráðherrar ganga inn í ráðuneytin og taka við störf- um. Forseti fslands fól Ölafi Jó- hannessyni að gera tilraun til stjórnarmyndunar 19. júní sl. Þann sama dag kom viðræðu- nefnd flokkanna þriggja saman til fundar. Alþýðuflokknum var boðin þátttaka í viðræðunum 25. júní sl., en hann hafnaði tilboð- inu. Laugardaginn 10. júlí sl. gaf Ólafur Jóhannesson síðan út fréttatilkynningu, þar sem greint var frá þvi, að flokkarnir þrír hefðu náð samkomulagi um málefnasamning og verkefna- skiptingu. Framh. á bls. 14 ría brjótist út meðal flótta- mannanna frá A-Pakistan. Segir í skýrslunni að tala a- pakistanskra flóttamanna í Indlandi sé nú komin upp í 6,7 milljónir. f skýrslunni kemur einnig fram, að sjúkdómar af völdum vannæringar fara vaxandi og er talin brýn nauðsyn á að hefja þegar í stað úthlutun eggjahvítu- efnaauðugrar fæðu til a.m.k. IV2 milljónar barna og mæðra. Mesta vandamálið varðandi flóttafólkið er nú skortur flutn- ingjatækja og er tekið fram, að það vandamál verði að leysa þeg- ar í stað. Verði æ erfiðara að koma birgðum með bifreiðum og lestum frá Kalkútta til flótta- manna þar fyrir austan. Nú dugi ekkert minna en loftbrú, þannig að flytja megi a.m.k. 200 lestir matvæla á dag. Brýnustu hús- næðisvandræðin eru nú leyst, að því er segir í skýrslunni, og er það þakkað aðstoð erlendis frá — hins vegar ber brýna nauð- syn til að bæta hreinlætisað-- stöðu meðal flóttafólksins, ekki sizt vegna farsóttahættunnar. Grúsísku Gyð- ingunum hót- að handtökum Halda áfram hungurverkfallinu Moskvu, 13. júlí — AP-NTB LÖGREGLAN i Moskvu hótaði síðdegis í dag að handtaka grús- ísku Gyðingana, sem frá þvi í gærmorgun hafa verið í hung- urverkfalli. Eru þeir þar með að árétta kröfur sinar um að yfir- völd leyfi þeim að flytjast úr landi til ísraels. Talsmaður Gyð- inganna segir, að þeir muni ekki New York Times: Ræður Kennedy forsetaframboði frá New York, 13. júlí — AP BANDARÍSKA dagblaðið New York Times birtir í dag ritstjóm argrein, þar sem það ræður Edward Kennedy öldungadeildar þingm. frá því að sækjast eftir forsetaembætti Bandaríkjanna á næsta ári. Röksemd blaðsins er sú, að atburðurinn við Chappa quidick 1968, þar sem Mary Jo Kopechne drukknaði er bifreið Kennedys fór út af brú, sé fóiki enn minnisstæður og vegna þess að hegðun Kennedys þá hafi orðið til þess að dómgreind lians nú sé dregin í efa. f ri’tstjórnargreininni segir að hinn mikli fjöldi hugsanlegra forsetaefna Demókrataflokksins beri vitni um sigurvissu hans yfir Nixon forseta. Blaðið fjall ar síðan um hina ýmsu menn, sem til greina koma og segir um þá Hubert Humphrey fyrrver- andi varaforseta og forsetaefni 1968, og Kennedy að hegðun beggja á erfiðum stundum hafi gefið ástæðu tii að draga dóm- greind þeirra í efa. Humprey hafi opinberlega lýat yfir stuðn ingi sínum við stefnu Johnsons í Víetnam, en persónulega hafi hann efast um að hún væri rétt. Kennedy hafi eftir Chappaquidd ickatburðinn ekki sýnt þá Framhald á bls. 14. gefa sig, hvað sem öllum hand- tökuhótunum liði. Upphaflega voru Gyðingarnir 27 talsins og settust þeir fyrst að í byggingu þingsins í Kreml. Sögðust þeir ætla að bíða þar eftir svari við símskeyti, sem þeir höfðu sent Podgorny, for- seta, en þar báðu þeir um brott- fararleyfi. Þegar þinghúsinu var lokað, án þess þeir fengju svar, fluttu Gyðingarnir sig yfir i að- alsímstöð Moskvuborgar, sem op- in er allan sólarhringinn. Þar hafa þeir síðan setið. Sex menn hafa bætzt i hópinn og er jafn- vel búizt við að fleiri gangi I lið með þeim. Sumir Gyðinganna segjeist hafa sótt um brottfarar- leyfi fyrir allt að því tveimur árum en engin svör fengið enn-- þá. NTB hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að sovézk yfirvöld hafi verið heldur fúsari að und- anförnu en áður til að veita Gyðingum brottfararleyfi. Hafi um 1300 Gyðingum verið veitt slíkt leyfi í júnímánuði einum og að sögn AP hafa m.a. ýmsir forystumenn samtaka Gyðinga fengið að flytjast til Israels ný- lega. Ekki sýnist þetta þó nærri Framhald á bis. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.