Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 14
MORGUNHLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. JÚLl 1971 Vinstri stjórn Olafs Jóhannessonar í DAG tekur við störfum ný ríkisstjóm undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, for- manns Framsóknarflokksins. Fimm ráðherrar í ríkisstjóm- inni taka nú í fyrsta sinn við ráðherraembættum. Tveir ráðherranna í hinni nýju rik- isstjóm, Hannibal Valdimars- son og Lúðvík Jósepsson, áttu sæti í ríkisstjóm Her- manns Jónassonar 1956 til 1958 og gegna nú að mestu sömu embættum. Hér á eftir verður getið helztu atriða í starfsferli ráðherranna: ÓLAFUB JÓHANNESSON ' verður forsætis-, dóms- og kirkju- málaráðherra. Hann er fæddur 1. marz 1913. Ólafur varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1935 og cand. juris frá Há- skóla íslands 1939, og síðan við framhaldsnám í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn 1945 til 1946. Lögfræðingur og endurskoðandi hjá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga 1939 til 1943; fram- kvæmdastjóri félagsmáladeildar og lögfræðilegur ráðunautur SfS 1944 til 1947. Settur prófess- or við lagadeild Háskóla fslands 1947 og hefur gegnt þvi embætti síðan. Hann var formaður FUF 1941; formaður Framsóknar- félags Reykjavíkur 1944 til 1945. 1 miðstjórn Framsóknarflokks- ins frá 1946; hann var kjörinn varaformaður Framsóknarflokks ins 1960 og formaður 1967. Ólaf- ur Jóhannesson var fyrst kjör- inn á Alþingi 1959 og hefur átt steti þar síðan, en hann tekur nú í fyrsta sinn við ráðherra- embætti. , EINAR ÁGÚSTSSON verður utanríkisráðherra. Hann er fædd- ur 23. september 1922. Stúdent frá Menntaskólanum I Reykja- vik 1941 og cand. juris frá Há- skóla fslands 1947. Einar var skrifstofustjóri Sölunefndar vam arliðseigna 1947; starfsmaður fjárhagsráðs 1947 til 1954; full- trúi í fjármálaráðuneytinu 1954 til 1957. Einar var spaiisjóðs- stjóri Samvinnusparisjóðsins 1957 til 1963 og bankastjóri Sam- vinnubankans hefur hann verið Einar Ágústsson, utanríkisráðherra. Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra. siðan 1963. Einar Ágústsson var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1957 til 1960; í mið- stjórn Framsóknarflokksins frá 1958 og varaformaður flokksins frá 1967. Hann hefur átt sæti i borgarstjórn Reykjavíkur frá 1962; fyrst kosinn á Alþingi 1963 og hefur átt þar sæti siðan. Ein- Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra. Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra. ar Ágústsson hefur ekki gegnt ráðherraembætti áður. HALLDÖR E. SIGURÐSSON verður f jármála- og landbúnaðar- ráðherra. Hann er fæddur 9. september 1915. Brautskráður frá héraðsskólanum í Reykholti 1937 og búfræðingur frá Hvann- Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra. — Marokkó Framhald af bls. L millibili og síðan formlega svipt iir öllum tignarmerkjum sínum. Þegar mennirnir höfðu verið skotnir, hlupu til fulltrúar land hers, flota og flughers og spýttu ÞEGAR uppreisnartilraimin gegn Hassan n. konungi í Marokko hafði verið gerð sJ. laugardag, fól hann innanrík- tsráðherra landsins, Oufkir, hershöfðingja að hafa um- sjón með öllum aðgerðum gegn uppreisnarmönnum. Hef ur hann stjómað leit að upp- reisnarmönnum og aftökum herforingjanna tíu. á lík hinna föllnu. „Réttlætinu hafði verið framfyigt“, sagði að lokum í tilkynningunni. UPPREISNARMANNA LEITAÐ Allt er sagt með kyrrum kjör um í Marokkó í dag. Hermenn hafa haldið uppi víðtækri leit að uppreiisnarmönnum m.a. var leitað í öllum skipum í höfn- inni í Casablanca og haft er eft ir góðum heimildum, að borg arstjórinn þar, Sedik Abon Ibrahimi hafi verið handtekinn. Hann er sagður hafa verið ná- inn vinur Medbouhs, hershöfð- ingjans, sem stjómaði uppreisn inni og féll í átökunum í höll inni, fyrir skotum sinna eigin stuðningsmanna. Þá kemur fram i opinberri tllkynningu Lybíustjómar, að hermenn Marokkóstjórnar hafi þjarmað að sendiráði Lybáu í Rabat og starfsmönnum þetss. Krafðist Lybíustjórn þess, að þeim yrði séð fyrir vernd, en þeir væru nú nánast fangar stj órnarhersins. EGYPTAR VILJA MIÐLA MÁLUM Hussein, Jórdaníukonungur fór heimleiðis í dag eftir sólar hringsdvöl í Marokkó, en hann kom þangað til að lýsa samúð og stuðningi við Hassan konung. Þá gekk sérstakur fulltrúi An- wars Sadats, Egyptalandsfonseta á fund konungs í dag og afhenti honum pensónulega orðsendingu Sadats. Er talið, að Sadat muni reyna að miðla málum milli Marokkó og Lybíu, sem lýsti op inberlega stuðningi við upp- reisnarmenn. Hélt útvarpið í Trípolí áfram andróðri gegn Hassan konungi enn í dag ogl hvatti uppreisnarmenn í Mar- okkó til að gefast ekki upp við að koma honum frá völdum, þó svo illa hafi tekizt í þetta sinn. f AP-frétt segir, að stjóm Mar okkó hafi kallað út allt varalið landsins og tilkynnt, að það eigi að vera komið til æfinga l. ágúst. Er þetta talið liður í endurskipulagningu hersins eft- ir uppreisnina, en hann hefur nú misst marga háttsetta og reynda foringja. Af hálfu stjórnarinnar er sagt, að 93 menn hafi týnt Iífi í átökunum við sumarhöll kon ungs á laugardaginn, áður hafði verið talað um að 27 manns hefðu látizt. Margir gestanna höfðu verið skotnir þegar þeir reyndu að rökræða við uppreisnarmenn — og margir -voru skotnir á flótta, þar á meðal belgíski sendiherr ann, Marcel Dupret. Þá segir í fréttum istjórnarinnar, að þrír menn hafi látizt af völdum skot sára í sjúkrahúsi í dag en nærri 200 manns séu ennþá í sjúkra húsum og sumir illa særðir, m. a. hafi orðið að taka aðra höndina af Hassan Ouazzani, for manni eins þeirra stjómmála- flokka, sem styðja Hassan kon- ung. — Stjórnarskipti Framhald af bls. 1. Samsteypustjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, viðreisnarstjórninni, sem setið hefur að völdum frá þvi haustið 1959, verður veitt lausn frá störf- um á ríkisráðsfundi, er haldinn verður laust fyrir hádegi í dag. Þar með er lokið lengsta stjórn- arsamstarfi stjórnmálaflokka á Islandi. — Kennedy Framhald af bls. 1. skörpu og hreinu dómgreind, sem almenningur hafi rétt til að krefjast af háttsettum embættis manni.“ Síðan segir blaðið. „Af þessari ástæðu einni væri heppi legast fyrir Kennedy að sækjast ekki eftir forsetaembættinu á næsta ári.“ Skoðanakönnun á vegum Lou is Harris, sem birt var í New York í dag sýnir, að ef kosið yrði um forseta núna, fengi Nix on forseti 44%, Edward Kenne dy 36% og George Wallace 13%. 7% höfðu ekki myndað sér ákveðna skoðun. Könnunin leiddi í ljós að Kennedy á mestu fylgi að fagna meðal blökkumanna, eða 71%, en Nix on 13% og Wallace 2%. Meðal fólks undir 30 ára aldri voru 45% fylgjandi Kennedy, 37% Nixon og Wallace 11%. Meðal kjósenda yfir 50 ára aldri hafði Nixon fylgi 54%, Kemnedy 27% og Wallaoe 12%. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra. eyri 1938. Halldór var síðan bóndi að Staðarfelli í Dalasýslu 1937 til 1955. Sveitarstjóri I Borgarnesi 1955 til 1967. Kjörinn á Alþingi 1956 og hefur átt þar sæti óslitið síðan. Halldór E. Sig- urðsson tekur nú í fyrsta sinn við ráðherraembætti. HANNIBAL VALDIMARSSON verður nú félags- og samgöngu- málaráðherra. Hann er fæddur 13. janúar 1903. Gagnfræðingur frá Akureyri 1922 og kennara- próf frá Jonstrups Statssemin- arium 1927. Starfrækti smábama skóla á Isafirði 1927 til 1928; skólastjóri barnaskólans á Súða- vík 1929 til 1931; skrifstofumað- ur hjá Samvinnufélagi Isfirð- inga 1929 til 1938. Skólastjórl gagnfræðaskólans á Isafirði 1938 til 1954. Hannibal Valdimarsson átti sæti i bæjarstjórn Isafjarð- ar 1933 til 1949. Forseti Alþýðu- sambands Islands óslitið frá 1954. Formaður Alþýðuflokksins og ritstjóri Alþýðublaðsins 1952 til 1954; formaður Alþýðubanda- lagsins 1956 til 1968. Formaður Samtaká frjálslyndra og vinstri manna frá stofnun 1969. Hanni- bal hefur verið alþingismaður frá 1946; hann var félags- og heilbrigðismálaráðherra i vinstri stjórninni 1956 til 1958. LÚÐVÍK JÓSEPSSON verður nú sjávarútvegs- og viðskipta- málaráðherra. Hann er fæddur 16. júni 1914. Gagnfræðingur frá Akureyri 1933; kennari við gagn- fræðaskólann á Neskaupstað 1934 til 1943. Starfaði að útgerð 1944 til 1948. Forstjóri Bæjarút- gerðar Neskaupstaðar 1948 til 1952. Forseti bæjarstjórnar í Neskaupstað 1942 til 1943 og 1946 til 1956. Lúðvík var kjörinn á Alþingi 1942 og hefur átt þar sæti síðan; hann er nú formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins. Sjávarútvegs- og viðskipta- ráðherra i vinstristjórninni 1956 til 1958. MAGNÚS KJARTANSSON verður nú iðnaðar-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hann er fæddur 25. febrúar 1919. Stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1938 og cand. phil. frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1941; við verkfræðinám í Kaupmannahöfn 1938 til 1940 og norrænunám i Kaupmannahöfn 1940 til 1943 og síðar við háskól- ana í Lundi og Stokkhólmi. Magnús varð ritstjóri Þjóðvilj- ans 1947 og hefur verið það síð- an. Hann átti sæti í miðstjórn Sósíalistaflokksins frá 1949 og 1 framkvæmdanefnd frá 1957. Fyrst kjörinn á Alþingi 1967 og tekur nú við ráðherraembætti í fyrsta sinn. MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON verður nú menntamálaráðherra. Hann er fæddur 5. maí 1923. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Blaðamaður við Þjóðviljann 1945 til 1959; rit- stjóri Þjóðviljans 1959 til 1962; síðan við störf hjá bókaverzlun Máls og menningar. Magnús Torfi var formaður Alþýðubanda lagsins í Reykjavik 1966. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi nú í sumar og tekur nú í fyrsta sinn við ráðhérraembætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.