Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 19
MORGUNKLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLl 1971 19 Starfsmenn Vélsmiðjunnar Þórs í Vestmannaeyjum vinna við smíði hinna ýmsu humarvinnslu véia Sigmunds, humarflokkunarvéla, gurnaúrtökuvéla og tilheyrandi tækja og færibanda þar að lútandi. Uppfinningamaðurinn Sigmund Jóhannsson í Eyjum sóttur heim, en hann hefur teiknað og látið framleiða um 15 ný tæki fyrir sjávar útveginn, sem mörg hver hafa valdið byltingu að vísu verið boðin þátttaka í sýningu á vegum Útfl'utnings- skrifstofunnar í vor og síð- sumars, en í fyrra tilvikinu hefði boðið komið það seint að ekki var hægt að smíða sér staka vél fyrir sýninguna þar sem ekki er haft undan pönt unum og ekki er ljóst hvort hægt verður að taka vél úr framleiðslunni á síðari sýning una. 13 vélsmiðir vinna í Vél- smiðjunni Þór, sem framleiðir Si'mfisk-vélar, og sögðu for- ráðamenn Þórs að nóg verk- efni væru framundan, líklega of mikil, en húsnæðisskortur háir vélsmiðjunni, sem er búin að eiga lóðarumsókn hjá bæj arstjórn Vestmannaeyja í 4 ár án þess að fá afgreiðslu. Aðalstarf Sigmunds í Vest- mannaeyjum er yfirumsjón með fiskvinnsluvélum frysti- húsanna, en að teikningum sín um og hugmyndum vinnur hann á kvöldin og í annarri aukavinnu. Margar af vélum Sigmunds eru notaðar í frystihúsunum í Eyjum og sagði Sigmund að þar hefði hann góða aðstöðu til þess að fylgjast með þvl hvern ig vélamar reyndust og oft þyrfti að bæta úr í upphafi á einn eða annan hátt og auðvit að þyrfti hver vél sérstakt lag i notkun eins og flestar vélar. Eini styrkurinn, sem Siigmund hefur fengið til smíða sinna var í sambandi við gerð hum arvélar. „Ég flýt á því,“ sagði Sig- mund „að stórhuga menn eru til og opnir fyrir nýjungum. Til dæmis Einar Sigurðsson. Þegar ég sýndi Einari hug- myndina að söltunartækjunum og tækninni, sagði hann. „Ég þarf að fá svona,“ og nú eru tækin komin upp í Hraðfrysti stöð Vestmannaeyja, en þau kosta nokkur hundruð þúsund og auðvitað eru þau dýrust fyrst. Sighvatur Bjarnason er annar framkvæmdamaðurinn, sem mér dettur í hug að nefna, ákaflega framsýnn mað ur og áræðinn.“ Þannig byggist þetba upp smátt og smátt, en spurningin er hvort ekki sé ástæða til þess að skipuleggja enn meir og veita til þess aðstoð frá þeim sem skipuleggja nýtlngu fjármagnsins til aukinnar þró unar á íslandi. — á.j Pækilsöltunarkörin frá Simfisk eru hin þægilegustu i allrl meðferð. Alúmkar sést í fjarska. Simfisk-söltunarkerfið er algjör nýjung og stór bylting í allri saltfiskverkun, sem svo til algjörlega hefur staðið í stað frá upphafi. Fiski er raðað í grindina eins og sést á mynd- inni, en söltunarvélin sjálf dreifir saltinu og þegar stæðan er orðin full kemur lyftari og tekur stæðuna úr grindinni og flytur Iiana til geymslu. Lyftarinn getur siðan flutt stæðuna hvert sem er og sett á sérstök borð sem umsöltun fer fram .1' * " "----- við i Simfisk-söltunarkerfinu. TIL SOLU ER íbúðarhúsið Roðgúll á Stokkseyri. Húsið gæti einnig hentað sem sumarbústaður. Upplýsingar í síma (99)3267. 3-4 herb. íbúð í. Kópavogi. Fæst í skiptum fyrir gamalt hús, lóð sem má byggja á, eða hús í byggingu í Mosfellssveit eða Kópavogi, Tilboð sendist Mbl. fyrir 21/7 merkt: „Skipti — 7738''4 Skrifstofustúlka Stúlka vön vélabókhaldi óskast sem fyrst. Tilboð merkt: „Ríkisfyrirtæki" sendist í pósthólf 49 fyrir 19, þ.m. Tónlistarkennarar Tónlistarkennara vantar að Barnaskóla Vestmannaeyja og Tónlistarskóla Vestmannaeyja, Upplýsingar veita Reynir Guðsteinsson, slmi 98-2325 og Guðmundur Guðjónsson, slmi 98-2278, Verzlunarmaður óskast Reglusamur maður, helzt Verzlunarskólagenginn óskast tíl almennra verzlunarstarfa við byggingavöruverzlun. Skriflegar umsóknir með mynd sendist afgr. Mbl. fyrir föstu- dagskvöld merkt: „Sölumaður — 7872", Óskum að ráða sauma- og sníðakonur til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsingar hjá verkstjóra. Ullarverksmiðjan FRAMTlOIN Frakkastíg 8 — Sími 13060. Til sölu Plymouth Banucudu árg. 1967 sjálfskiptur með 8 cyl. vél. Ný dekk. Falleg og vel með farin bifreið. Hægt er að leggja aftursætin fram og fæst þá geymslurými stationbifreiðar. BÍLAHÚSIÐ Sigtúni 3 Símar 85840 og 85841. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Siglufjarðar verður ýmiss konar varn- ingur úr vefnaðarvöru og gjafavörudeildum Kaupfélags Sigl- firðinga Suðurgötu 4 Siglufirði eign þrotabús félagsins seldur á opinberu uppboði er haldið verður í kjörbúðarhúsinu Suður- gðtu 4 föstudaginn 16. og laugardaginn 17. júlí 1971 frá kl. 10.00 til 12.00 og 14.00 til 18.00 báða dagana. Selt verður m.a. Vefnaðarvara alls konar, metravara, tilbúinn fatnaður, skófatnaður, leikföng, ýmiss konar gjafavara o. fl., o. fl. — Greiðla við hamarshögg. Kaupmenn sem hyggðust kaupa vörur á uppboðinu hafi með sér gilt söluskattskírteini er taki til viðkomandi varnings en aðrir greiði söluskatt. Bæjarfógetinn á Siglufirði. 9. júli 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.