Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 32
1 JHmpnUaÍíI)' nucivsmcnR @«-•22480 1 esii D I mciEcn MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLI 1971 Miklar truf 1- anir í f lugi — vegna þoku og rigningar MIKLAR tniflanir urðu á flug- samgöngum til og frá íslandi í gær vegna þoku og rigningar og urðu nokkrar flugvélar á leið yfir Atlantshafið að hætta við fyrirhugaða lendingu á fslandi. Innanlandsflug gekk öllu betur, en nokkrar seinkanir urðu þó, aðallega á vélum sem voru að koma til Reykjavíkur utan af landi. Þurfti aðeins að fella niður flugferðir til Vestmannaeyja og i gærkvöldi biðu nær 100 manns eftir fari þangað. Samkvæmt upplýsingum flug- umsjónar Loftleiða á Keflavík- urflugvelli var veður mjög breytilegt þar í allan gærdag. Vél frá Loftleiðum, sem lenda átti í Keflavík í gænmorgun á leið frá New York til Luxern- borgar gat ekki lent vegna veðurs og hélt beint áfram. Nokkru síðar kom önmur Loft- leiðavél á sömu leið og gat hún lemt kl. 10 og sú þriðja lenti um 11-leytið. Flugvél Flugfélags Is- lands, sem var að koma frá Kaupmarmahöfn og Osló varð að lenda á Akureyri um hádegið, en kom til Keflavíkur um kl. 3 og fór fljótlega utan á ný. Flug- vél frá Trans Intemational, sem átti að lenda í Keflavík um há- degið varð að lenda í Reykja- vík en vélinni var skömmu síðar flogið tómri til Keflavíkur og farþegamir fluttir þangað á bílum. Um klukkan hálf fjögur leniti Loftleiðavél sem var að koma frá Norðurlöndum á Kefla víkurflugvelli samkvæmt áætlun, en nokfkxu síðar lokaðiist flug- völluriimn á ný og urðu tvær Loftleiðavélar að hafa viðkomu í Shannon í írlandi í stað Keflavíkur. Klukkan 20,23 kom Loftleiða- vél á áætluðum tírna á leið frá Luxemlborg til New York og var hún með yfir 100 farþega til Islands, og kl. 10 kom vél frá Facific Westenn. í nótt var von á nokkrum vélum en sam- kvæmt upplýsingum frá Flug- umferðaristjóm seint í gær- kvöldi var útlit fyrir áframhald- andi þoku og rigningu og því ekki ósenndlegt að frekari tafir yrðu á flugi í nótt. Stal bótafénu TVISVAJR sinrnun sótti kona ein í Reykjavík mæðralaun og fjölskyldubætur annarrar konu; samtals oð upphæð um 30 þúsund krónur. 1 þriðja skiptið höfðu grunsemdir vaknað og var konan hand- tekin. Hún ætlar nú að greiða hinni konunni tap hennar með sínum eigin bótum. 1 fyrra skiptið, þegar svo rétta konan kom að sækja sínar bætur, fékk hún þær greiddar, þar sem starfsmenn Framhald á bls. 25. Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur 916 náðu landsprófi Aldrei jafn margir með framhaldsréttindi SEXTÍU og tvö og hálft prósent þeirra sem þreyttu landspróf á þessu vori náðu framhalds- einkunn, eða alls 916 nemendur. Er þetta nákvæmlega sama hlut fallstala og í fyrra vor en þá náðu fleiri landsprófi en nokkru sinni fyrr. í vor fengu aftur á móti fleiri nemendur rétt til þess að taka haustpróf í einstök Guðmundur G. Hagalín fyrirlesari við H. í. MBL. barst í gær eftirfar- farandi fré^atilkynning frá menntamálaráðuneytinu: „í marz sl. samþykkti ríkisstjórn in, samkvæmt ósk Rithöfunda- sambands íslands, að veita menntamálaráðuneytinu heimild til þess að ráða fyrirlesara í íslenzkum nútímabókmenntum að Háskóla íslands frá 15. júní 1971 til jafnlegndar 1972 og greiða honum eins árs prófessors laun. Var gert ráð fyrir, að starfið yrði auglýst og það æ|tl að rithöfundi eða bókmennta- fræðingi. Fyrirlesarastarf þetta var aug lýst laust til umsóknar 29. apríl sl. með umsóknarfresti til 31. maí. Ein umsókn barst, frá Guð mundi Gíslasyni Hagalín, rit- höfundi. Hefur ráðuneytið fal ið honum að gegna fyrirlesara- starfinu um eins ára skeið. Fyr irlesaranum er ætlað að flytja erindi fyrir almenning og há- skólastúdenta um efni er varða íslenzkar nútímabókmenntir, þró un þeirra, stöðu og hlutverk.“ um greinum og er því allt útlit fyrir að fleiri unglingar fái framhaldsréttindi en áður hefur gerzt. Landspróf miðskóla var hald ið 4.—28. mai sl. og þreyttu próf ið 1465 nemendur, en 1457 luku prófi. Próf stóðust 1257, þar af 916 með framhaldseinkunn, sem veitir rétt til inngöngu í mennta skóla og framhaldsdeildir gagn fræðaskóla. Eru það 62,5% þeirra sem þreyttu prófið og 21,4% þeirra, sem verða 16 ára á þessu ári. Þeir sem hlutu einkunnimar 5,6—5,9 hafa heimild til þess að endurtaka í haust próf í þeim greinum, sem þeir fengu lægri einkunin í en 6 á vorprófi en 176 nemendur, eða 12,0% þeirra er þreyttu prófið, öðluð ust þennan rétt. Af þeim nemendum, sem gengust undir landspróf, fengu 1,4% yfir 9 í meðaleinkumn 6,2% fengu miilli 8 og 8,9 í meðal- einkunn, 18,9% fengu milli 7 til 7,9 og 36,9% fengu 6 til 6,9 í með- aleinkunn. f fréttatilkynningu frá lands prófsnefnd kemur fram að með aleinkunn í einstökum prófgrein um var 6,4 í skólum á höfuð- borgarsvæðinu, en 6,1 í skólum úti á landi. — Þess ber þó að geta að tölur þessar eru ekki sambærilegar þar eð landsprófS nefnd dæmdi próf nemenda á höfuðborgarsvæðiinu en aðrir að ilar próf landsprófsnemendanna úti á landi og að sögn Áma Stefánssonar á fræðslumálaskrif- stofunni eru þeir síðarnefndu oft varkárariog strangari í mati sinu. ' ÚTLENDIR ferðalangar í ) rigningarsuddanum í Reykja- vík í gær. Ljósm. Mbl. Kr. | Ben. 8 flugfreyjur á námskeiði FLUGFÉLAGIÐ Þór h.f. í Kefla- vík hefur ráðið til sín 8 flug- freyjur og hófst þjálfumarnám- skeið fyrir þær í gærkveldL Námökeiðið stendur í hálfan mánuð og að því lokmu mun stúlkurnar fljúga á leiðinmd Ham- borg — Istanlbúl og London — Kúala Lumpur, en Þór hefur nýlega náð samningum um far- þegaflutninga á þessum leiðum. Farnar verða fjórar ferðir í viku milli Hamiborgar og Istanbúi, en ein ferð í viku rnilli London og Kúala Lumpur. 160 laxar í jeppakerru Fjölgun erlendra ferða- manna 20% og ísl. 30% — miðað við sama tíma í fyrra FYRSTU 6 mánuði ársins komu hingað til lands 24.222 útlending- ar og er það tæplega 20% aukn ing miðað við sama tíma í fyrra en þá komu alls 20.197 útlend- ingar. Á sama tíma nemur aukn ing á fjölda íslendinga, sem kom ið hafa til landsins með skipum og flugvélum 29,81% — í fyrra var fjöldi þeirra 7965 og nú í ár 10.339. í júnímánuði sl. komu alls 10.810 farþegar hingað til lands Frambald á bls. 25. f MBL í gær var skýrt frá gífurlegri laxagengd í Lárósi á Snæfellsnesi, en fiskirækt var hafin þar vestra fyrir nokkrum árum af Jónl Sveins syni og fleirum. f framhaldi af þeirri frétt símaði Emil Magnússon fréttaritari Mbl. í Grundarfirði eftirfarandi í gærkveldi: Grundarfirði, 13. júlí. ÞEGAR fréttaritari Mbl. í Grundarfirði leit út um glugg ann í morgun gafst honum á að liita gamlan jeppa með kerru aftan í. Var þar kom inn Jón Sveinsson í Lárvík og innihaid kerrunnar var 160 nýrunnir og opegilfagrir laxar. Bað hann sem fyrr um kælingu á afla sínum unz fiskurinn yrði fluttur til Reykjavikur síðar í vi'kunini. Var gleði Jónis að vonum mikil yfir svo góðum feng, og tjáði hann mér að útlitið væri mjög gott. Keypti hann sér síðan nýjar bússur og taldi ekki af veita því að vos búð væri nokkur við þenn- an veiðiskap. Er þess að vænta að opinberir aðilar gefi fiskiræktinni erm meiri gaum en hingað til þeigar svo vel hefur til tekizt sem hér virðist vera raun á. — Emil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.